Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 4
r DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. ÁGUST 1976. ^öuðgunörskyni^^ J SKILDU MANN EFTIR LIGGJANDI f BLÓDISÍNU — athugull lögreglumaður bjargaði monni frá bráðum bana og kom upp um árásarmennina „Ég kannaðist við þessa pilta úr öðrum málum og veitti þeim athygli þar sem þeir voru að bogra við bíl. Þar sem ég hélt að þeir væru að reyna að stela bílnum hringdi ég á lögregluna, en sjálfur var ég í öðru verk- efni," sagði Haraldur Sigurðs- son lögregluþjónn sem með snarræði sínu í fyrrinótt bjargaði manni sem skilinn var eftir í blóði sínu. Haraldur sagðist siðan hafa V /arið að svipast um eftir piltun- um tveimur. Hann kom auga á þá þar sem þeir voru að veifa leigubíl við Kringlumýrar- brautina. Hann stöðvaði leigu- bílinn og tókst að ná ódæðis- mönnunum. Voru þeir þá með jakka og skó fórnarlambsins en peninga, sem þeir höfðu rænt af manninum, höfðu þeir á sér. Atburður sá sem Haraldur er hér að lýsa gerðist um klukkan 3 í f.vrrinótt. Var ráðizt á mann og hann skilinn eftir í blóði sínu undir bíl við bílasölu við Suðurlandsbraut 2. Haraldur kvaddi lögregluna til að koma þarna og athuga málið, en þá voru piltarnir tveir horfnir. Lögreglan fann þó mann þarna sem skilinn hafði verið eftir meðvitundarlaus. Var hann grátt leikinn, sérstak- lega í andliti. Var maðurinn þegar fluttur á slysadeild Borgarspítalans og má segja að þarna hafi hurð skollið nærri hælum. Þekktir afbrotamenn Mennirnir sem frömdu þetta ódæði eru 17 ára gamall Reyk- víkingur og 26 ára gamall Hafn- firðingur. Munu þeir báðir hafa komið við sögu hjá lögreglunni. Sitja þeir í haldi en dómari hafði ekki fjallað um mál þeirra í gærkveldi. Ekki er vitað hvort piltarnir höfðu verið með þessum manni í fyrrakvöld, en hann var nokkuð við skál. En hvernig sem það hefur verið virðist peningagræðgi farin að koma töluvert mörgum afbrotamönn- um í koll. Og i þessu tilfelli má segja að það hafi ekki verið piltunum tveim að þakka að maðurinn lifði af þessa grimmi- legu árás. Flugslys settá svið á Akureyri: LÖGREGLAN OF FÁMENN - segir bœjarfógeti eftir œfinguna „Við kveiktum í bil þarna á flugvellinum og sjúkrabilar, slökkvibílar og lögreglubílar brunuðu á flugvöllinn," sagði Öfeigur Eiríksson bæjarfógeti sem er formaður Almannavarna- nefndar á Akureyri. Jafnframt fór af stað lið af flugvellinum. Þar fór fram æfing á þriðjudag- inn og var þess vandlega gætt að ekkert spyrðist út um þetta á Akureyri. Var allt sett upp eins og um flugslys væri að ræða og tók sjúkrahúsið á Akureyri þátt í þessu. Þangað voru hinir „slösuðu" fluttir. Ófeigur sagði að þessi æfing hefði sýnt það aö þeir aðilar sem þyrfti að kveðja til, bæri stórslys að höndum, væru alls ekki illa undir það búnir. Það hefði hins vegar greinilega komið í ljós að lögreglan væri af fáliðuð. (Sami fjöldi lögregluþjóna er i liði Kópavogskaupstaðar og Akur- e.vrar, 20 fastráðnir menn.) Öfeigur sagði að þetta hefði Slökkviliðið stóð sig hetjulega í því að slökkva eldinn. Hér dælir einn af slökkviliðsmönnunum froðu á „flugvélina“ sem kveikt var í. komið íbúum Akureyrar alger- lega á óvart og hefði þetta komið óþægilega við einhverja. En ákvörðun hefði verið tekin um að halda slíka æfingu. Enda væri það alveg tímabært. Æfing sem þessi hefur aldrei verið haldin á Akureyri. Guðjón Petersen frá Almanna- varnaráði ríkisins var þarna við- staddur, en hann var nýkominn frá því að skipuleggja aðgerðir við Kröflu ef eitthvað færi úr- skeiðis þar. — BÁ Litlar eða engar skemmdir á Bjarna Ben. — fékk netadrœsur ískrúfuna Ég á ekki von á að töfin vegna þessa verði löng, kannski einn dagur eða svo, sagði Marteinn Jónasson framkvæmdastjóri BÚR, er DB innti hann eftir við- gerð vegna skemmda á skrúfu togarans Bjarna Benediktssonar. Togarinn var að veiðum í mjög þröngum hópi á Halamiðum, þegar netapokinn og hluti belgs- ins festist í skrúfunni. Ekki var unnt að losa þessar dræsur úti á rúmsjó og var því ákveðið að setja skipið í slipp að lokinni löndun, sem fer fram i dag. Marteinn sagðist ekki eiga von á að um skemmdir væri að ræða, a.m.k. ekkert sem varriaði togar- anum þess að halda til veiða ein- hvern næstu daga, enda væri það ekkert grín að hafa hann í landi í fleiri daga, meðan gott fiskirí væri á miðunum., —JB. Læknar, slökkviliðsmenn og lögregluþjónar reyna að koma hinum „slösuðu“ til hjálpar. Pan American opnar söluskrifstofu í Reykjavík — rekur 70 hótel í 47 löndum í öllum heimsálfum Flugfélagið Pan American Airways á ekki aðeins stóran flota farþegaflugvéla á flesturn flugleiðum heims. heldur og 70 hótel í 47 löndum i öllum heimsálfum. Nú hefur söluskrifstofa Pan American verið formlega opnuð í Reykjavík. Pólaris hf. hefur söluumboðið með höndum, en sölustjóri og for- stjóri er Páll G. Jónsson. Selur skrifstofan farseðla fyrir ís- lenzk og erlend flugfélög jöfn- um hön'dum og skipuleggur ferðir um svo að segja allan heim. Hingað til lands komu í sl. viku þeir Rawleigh Tremain framkvæmdastjóri Pan Ameri- can í Evrópu, með aðsetri f London. og Sigfried Ruffert aðalumboðsmaður félagsins á Norðurlöndum. Kynntu þeir opnun skrifstofunnar hér fyrir fréttamönnum. Vegna olíukreppunnar. sem svo hefur verið nefnd, og efna- hagsvanda margra þjóðá. sem af henni leiddi. drögu mörg flugfélög saman seglin í hinni hörðu samkeppni þeirra á milli. Meðal annars lagði Pan American niður skrifstofur sínar hér á íslandi. „Það er ekki tilgangur okkar hér að leggja til neinnar samkeppni við íslenzku flugfélögin, sem eru viðurkennd fyrir þjónustu sína. Forráðamönnum flugfélaga heimsins hefur skilizt. að hin harða samkeppni var á ýmsan hátt komin út i öfgar." sagði Tremain í viðtali við fréttamann Dagblaðsins. „Með hliðsjón af þeim efna- hagsbata, sem nú virðist aug- ljós, a.m.k. i Bandaríkjunum, gerum við okkur vonir um að samdrátturinn, sem af olíu- kreppunni leiddi í farþegaflugi sem öðrum greinum, sé nú senn úr sögunni. Þess vegna erum .við nú vakandi yfir þeim mögu- leikum, sem batinn býður upp á.“ Hann kvað Pan American Airwa.vs nú hafa mikinn áhuga á að taka þátt í auknum umsvif- um í ferðamálum. „Eitthvert stærsta verkefnið, sem við gefum nú gaum að, er hótel- rekstur í Mið-Austurlönum. Þar höfum við áhuga á að reisa fleiri Intercontinental hótel og Forum hótel, sem flugfélagið á og rekur nú i 47 löndum bæði austan tjalds og vestan,“ sagði Tremain. „Við teljum nú tímabært að hafa opna söluskrifstofu aftur eftir nokkurt hlé á starfsemi okkar hér," sagði Tremain að lokum. BS

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.