Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 8

Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 8
8 500 tonn tílað lappa uppó þjóðar- búið Það var unnið af kappi við upp- skipun við Síldar- og fiskimjöls- verksmiðjuna á Kletti í gærdag. Þar var um að ræða loðnu úr Hilmi frá Fáskrúðsfirði og Ásberg frá Reykjavík, en þeir höfðu komið inn um nóttina með sín 250 tonnin hvor. Loðnuna höfðu þeir veitt um 60 sjómílur norður af Horni og fer hún beint í bræðslu hér í Reykjavík. Veitir víst ekki af, ef lappa á svolitið upp á þjóðarbúið, eins og hann sagði einn starfsmaðurinn sem var að störfum við verksmiðj- una. —JB/DB-mynd Árni Páll. RITSTJÓRI í REYKJAVÍK MEÐ BÚSETU NORÐUR í LANDI Aðstandendur blaðanna í Reykjavík greiða margir hverjir myndarleg gjöld til hinna opinberu sjóða, eins og sjá má á meðfylgjandi lista, sem fenginn var með því að blaða í skattskrám. Það vakti einna mesta ath.vgli okkar að einn ritstjóranna, Jón Helgason hjá Tímanum, er talinn eiga heimili norður í landi, nánar tiltekið á Hlíð í Ljósavatnshreppi í S-Þingeyjarsýslu. Þar var enn ekki búið að birta skrá yfir útsvör manna, þannig að upplýsingar um greiðslur Tímaritstjórans til sveitarsjóðsins eru ekki. En hér kemur semsé listinn: Jónas Kristjánsson ritstjóri Dagblaðsins og Kristin Halldórsd. tsk. esk. útsvar barnab. samtals ritstjóri Vikunnar Þorsteinn Pálsson 1.052.389 16.412 476.300 206.250 1.338.851 ritstjóri Vísis Arni Gunnarsson 289.112 0 245.900 37.500 497.512 ritstjóri Alþýðublaðs Kjartan Olafsson 438.956 12.554 297.500 37.500 711.500 ritstjóri Þjóðviljans Svavar Gestsson 69.861 7.429 . 138.600 150.000 65.890 ritstjóri Þjóðviljans Matthías Johannessen 65.619 0 203.600 150.000 119.219 ritstjóri Morgunblaðsins Styrmir Gunnarsson 896.324 41.864 379.900 37.500 1.280.588 ritstjóri Morgunblaðsins Jón Helgason 903.636 0 382.000 hef ur ekki verifl 93.750 1.191.886 ritstjóri Tímans Markús Örn Antonsson 417.099 29.229 lagt á í Ljósa- vatnshroppi þar sem hann býr 446.328 ritstjóri Frjálsrar verzlunar Sveinn E.vjólfsson 356.580 37.471 274.800 93.750 575.101 frkvstj. Dagblaðsins Davíð Guðmundsson 196.475 24.613 382.300 150.000 453.388 frkvstj. Reykjaprents Eiður Bergmann 226.694 0 207.300 93.750 340.244 frkvstj. Þjóðviljans Haraldur Sveinsson 25.037 0 111.400 206.250 -69.813 frkvstj. Morgunblaðsins Jóhann Briem 1.430.412 216.079 517.300 37.500 2.126.291 frkvstj. Frjálsrar verzlunar Benedikt Jónsson 797.263 99.525 371.600 93.750 1.174.638 frkvstj. Vikunnar 362.519 72.629 292.100 37.500 689.788 BLÓÐUG SLAGSMÁL í KEFLAVÍK — Húsráðandi tekinn tvívegis fyrir ölvun við akstur Veglegt samkvæmi varð i húsi einu i Keflavík aðfara - nótt Iaugardagsins. Því lauk undir morgun með miklum látum og var þrennt þá flutt í sjúkrahús til aðgerðar. Urðu þau endalok veizlunnar að tveir menn flugust á og blandaði kvenmaður sér í þann leik. Annar mannanna skarst illa af flöskubroti sem gripið var til er Brotnoði á legg Ungur piltur slasaðist illa i umferðarslysi á Selfossi i gær. Var pilturinn á vólhjóii \.ð slagsmálin stóðu sem hæst. Hlaut hann tvo skurði á kvið, annan 10 sentimetra og hinn tveggja sentimetra. Sá er við hann slóst og veitti honum sárin hlaut minni meiðsl en varð þó að heimsækja sjúkrahúsið. Konan sem blandaði sér í málin hlaut ekki mikil meiðsli en þó skurð á fingri. Sigtún á Engjavegi. Var hann þar að fara fram fyrir bifreið er annarri bifreið var ekið inn a veginn. Fyrir henni varð pilturinn. Tvíbrotnaði hann á Allir þeir sem sár hlutu voru gestir i hú.sinu þar sem veizlan fór fram. Húsráðandi var ekki fremur en gestirnir óölvaður. Vann hann sér það til frægðar að vera tvivegis tekinn ölvaður við akstur þessa nótt. Fyrst var hann á eigin bifreið en í siðara skiptið á bifreið eins gesta sinna, enda hafði bifreið hans verið tekin af honum í fyrra skiptið sem hann var stöðvaður. -ASt. fótlegg, bæði á legg og læri, og liggur nú i sjúkrahúsi. Þetta er þriðja vélhjólaslysið sem verður á Selfossi á skömmum tíma. -ASt. DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. ÁGÚST 1976. { Lögreglan um helgina: ^ Nábúaerjur í Vogunum: Lögreglan mœtti manni með alvœpni Lögreglan mætti manni all- vígalegum ásýndum er hún hafði verið kvödd að húsi einu í Vogahverfi á laugardagskvöld. Hafði sambýlisfólki mannsins eitthvað ofboðið fyllirí og læti sem voru í íbúð hans. Maðurinn tók á móti lögregl- unni með haglabyssu og riffli. Þá var hann með alls kyns hnífa, m.a. kjöthníf og var al- búinn í stríð. Ekki reyndi hann þó að beita þessum vopnum á lögregluna, heldur var hann aðeins viðbúinn ef hann kynni að sæta árás. Við athugun kom í ljós að maðurinn hafði ekki leyfi fyrir haglabyssunni en hafði hins vegar orðið sér úti um riffils- leyfi. Lögreglan afvopnaði mann- inn, sem var drukkinn. — BÁ — Ekið á mann við Röðul Ekið var á mann á mótum Nóatúns og Skipholts á laugar- dagskvöldið. Hugðist maðurinn hlaupa yfir götuna en lenti á bifreið. Þetta gerðist um það bil sem dansleikjum var að ljúka og mikill straumur manna Iiggur um þessi gatnamót eftir Röðulsferðir. Maðurinn var fluttur lítið meiddur á slysadeild. — BÁ — Umferðarslys á Akureyri Kona sem var farþegi í bif- reið var flutt á sjúkahús eftir árekstur á Akureyri um helg- ina. Áreksturinn varð á mótum Kaupvangsstræti og Hafnar- strætis. Aðrir sem voru í bif- reiðunum sluppu við það að fara í sjúkrahúsið. —BÁ Grindavík: saltfiskverkunarhús Ökumaður, sem ók um götur Grindavíkur aðfaranótt laugar- dags, var heldur óheppinn og ók á hús sem stendur við Ægis- götu. Hlaut ökumaðurinn tölu- verð meiðsli við þennan harka- lega árekstur. t bifreiðinni voru 3 farþegar og hlutu þeir minniháttar meiðsli svo sem heilahristing og einhverjir brákuðust. Bifreiðin er talin gjörónýt eftir svo ómjúka ákeyrslu. Öku- maður hennar var ekki undir áhrifum áfengis. — BÁ — Bflvelta í Njarðvík Mikið tjón Bíll valt á afleggjaranum við Lítil meiðsli urðu á mönnum en Innri-Njarðvík á laugardag. þeim mun meira tjón á bifreið- Ökumaður mun liafa misst inni. stjórn á bifreiðinni í lausamöl. — BÁ Kefiavík: Partfið endaði með ósköpum — þrennt flutt á sjúkrahús Töluverð ölvun var í Kefla- vík um helgina og mikið um gleði í heimahúsum. Einu ,,partíinu“ lauk þó heldur illa. Upphófust þar slagsmál sem lauk með því að þrír gestanna skárust það illa að flytja varð þá á sjúkrahús til að láta sauma saman skurði. Skurðirnir voru það slæmir viðureignar að það tók á þriðja tíma að ganga frá þeim. Ekki fylgir það sögunni hvort fólkið treysti sér aftur í gleðina þessa sömu nótt.- BÁ - HNUPLAÐIFRA GESTGJAFANUM Vönduðu útvarpi með inn- byggðu segulbandstæki var stolið úr húsi í Blesugrófinni um helgina. Gleði hafði farið fram í þessu húsi og virðist svo sem einhver af gestunum hafi ekki viljað fara tómhentur úr samkvæm- inu. Þarna hafði verið töluverð ölvun og virðist maðurinn hafa komizt inn í herbergi húsráð- anda án þess að fólk yrði þess vart. Hvarf gesturinn síðan á braut með fengsinn. —BÁ Ein ölóð f ór sér að voða Ölvuð kona stakk höfðinu í gegnum rúðu sem er á milli fjórðu og fimmtu hæðar í Bol- holti 4. Skarst hún illa og var flutt á slysadeild. t Bolholti 4 er eitthvað um herbergi sem leigð eru og ligg- ur ekki ljóst fyrir hvort konan hefur ætlað að heimsækja ein- hvern þarna. Aðkoman var ljót að sögn lög- reglunnar og mikið blóð á gang- inum. — BÁ — Ekið ó mann á Nýbýlavegi Enn í líf shœttu Ekið var á 23 ára gamlan Kópavogsbúa árla morguns á laugardag. Hlaut maðurinn mjög alvarleg innvortis meiðsli og höfuðkúpubrot. Hann var ekki talinn úr allri lífshættu. en mun þó heldur á batravegi. Maðurinn mun hafa gengið snögglega út á Nýbýlaveginn rétt austan við gangbraut og tókst ökumanninum ekki að stöðva bílinn í tæka tíð. — BÁ

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.