Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 21

Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 21
DACHLAÐIÐ. MAXLDACL'R 23. AGÚST 1976. 21 Jóhanna V'ilhelmsdóttir frá Reist- arnesi lézt 17. .júlí sl. Hún var af þýzkum og pólskum ættum, fædd 18. sept. í Luckenan, nálægt landamærum Þýzkalands og Póllands. Upphaflegt nafn hennar var Carlotte Johanne Wil- helms, ættarnafn Morawitz. Meó vori árið 1949 liggja vegir þessar- ar 19 ára stúlku til fslands og ræðst hún til vistar á býlið Leir- höfn á Melrakkasléttu. Að hausti sama ár giftist hún Steinari Krist- inssvni Þau reistu sér bú að Reistarnesi. Hjónin í Reistarnesi eignuðust 7 hörn. Þau eru: Sesselja Kristín, gift Þórhalli Björnsyni, Húsavík. Anna Stein- unn, gift Hlífari Karlssyni, Húsa- vík, Helga. gift Magnúsi Einars- syni Reykjavík, Vilhelm bifvéla- virki, Aðalheiður Hildur, gift Svavari Péturssyni frá Hólmavík, Kristinn Benedikt og Hulda Val- dís. Þau eru bæði í heimahúsum. Ingibjörg Sveinsdóttir, Skála- heiði 3. Kópavogi, lézt í Landa- kotsspítala laugardaginn 14. ágúst. Hún var jarðsungin föstu- daginn 20. ágú.,t. Ingibjörg fædd- ist í Kelduvík á Skaga 10. júlí 1920. dóttir Sveins bónda Sveins- sonar og Guðbjargar Kristmunds- dóttur. Hún missti föður sinn er hún var 12 ára að aldri. Ingibjörg fór fljótt að heiman og fór að sjá fyrir sér sjálf. Að loknu námi við Kvennaskólann á Blönduósi lagði hún f.vrir sig hin ýmsu almennu störf er gáfust. Hún giftist Ottó Níelssyni vélamanni vorið 1955. Þau eignuðust fjögur börn, Þor- geir Má. hann lézt á sextánda ári í maí 1971. Næstur er Þröstur Kristbjörn, þá Halldóra Guðbjörg og Sveinn Mikael. Aðalheiður Benediktsdóttir frá tsafirði lézt 12. ágúst á Landakots- spítala eftir langvarandi sjúk- leika. Aðalheiður var fædd á tsa- firði 29. sept. 1913. Foreldrar hennar voru hjónin Benedikt Jónsson skipstjóri og Guðrún Jónsdóttir. Aðalheiður fór til Danmerkur laust eftir tvítugt bæði til náms og starfs. Þar kynntist hún dönskum manni, Karli Jensen. Felldu þau hugi santan og giftust 1939. Á hörmungartímum styrjaldarinnar er þá fór í hönd urðu þau hjönin viðskila hvort öðru að fullu og er friður var kcminn á fluttist hún heim til fósturjarðarinnar með tvo unga syni sína. Hún vann all- mörg ár við afgreidslustörf í verzlun en síðustu 15 árin vann hún á skrifstofu Fiskifélags ís- lands. Synir Aðalheiðar eru Leifur og Finnur. Leifur er kvæntur Björk Jónsdóttur en kona Finns er Guðrún Helga- dóttir. Andrés Sigurðsson lézt 14. ágúst sl. Hann verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju í dag, mánudag, kl. 13.30. Hann var fæddur 10 febrúar 1957. Foreldrar hans voru hjönin Sigríður Andrés- dóttir og Sigurður R. Guðjónsson, Bjarnhólastig 13. Kópavogi. Syst- kini hans eru Aslaug, gift Arna Sveinbjörnssyni og bræðurnir Ríkharð og Sigurjón. Vegna sjúk- dóms síns var hann bundinn hjólastól meirihluta ævi sinnar og sýndi harin undravert þrek og æðruleysi i veikindum sínum. Sigriður Guðjónsdóttir andaðist i Osló 5. ágúst sl. Benedikt Þórarinn Dúason skip- stjóri lézt í Sjúkrahúsi Siglu- fjarðar 19. ágúst. Asta Eiriksdóttir, Leifsgötu 11, Reykjavík, andaðist 19. þ.m. Alfred Hilmar Þorbjörnsson tré- smíðameistari lézt 19. þ.m. Jón Örvar Geirsson læknir sem lézt af slysförum á Spáni þ. 12. þ.m. verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju þriðjudaginn 24. ágúst kl. 3. Arni Ragnar Magnúson prentari, Amtmannsstíg 6, veróur jarð- sunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 24. ágúst kl. 10.30 f.h. Kristján Dýrfjörð er látinn. Bál- för hans fer fram i Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 22. ágúst kl. 13.30. Þorgeir Guðmundsson, Digranes- vegi 38, Kópavogi, er lézt 14. ágúst, verður jarðsunginn þriðju- daginn 24. ágúst kl. 3 frá Kópavogskirkju. íþróttafélagið Léttir Stofnfundui’ félaf’sins verður haldinn mánu- daííinn 30. ágúst kl. 16.30 i Skúlatúni 2. 6. hæð. Badmintondeild KR Vetrarstarf badmintondeildár KH hefst 1. september. Verður þaó með svipuðu sniði og áður. Þeir sem vilja fasta tima verða að hafa samband við stjórnina 24. ágúst milli kl. 18 og 20. UnMlingatimar verða milli 13 oí> 15 á laugardöKum eins oíí verið hefur. Handknattleikur Breiðabliks Æfingar eru að hefjast um þessar mundir hjá handknattleiksdeild Breiðabliks i Kópa- vo«i oj> verða starfandi 5 karlaflokkar og 4 kvennaflokkar. 1. flokkur kvenna bætist nú við. Innritun i deildina er i simum 83842. 40354 ök 42339. Teiknimyndasamkeppni Svölurnar. félag fyrrverandi og núverandi flugfreyja. hyggjast efna til samkeppni meðal barna á aldrinum 8-15 ára. Er hér um að ræða teikningar á jólakort sem verða gefin út fyrir jólin 1976 til styrktar þroskaheftum börnum. Teikningar sem verða fyrir valinu verða birtar ásamt nöfnum viðkomandi og þeim veitt viðurkenning. Teikningarnar þarf að senda til Dag- blaðsins. Siðumúla 12 i síðasta lagi fyrir 10. september merkt: ..Svölurnar—Samkeppni." Félag einstœðra foreldra — Flóamarkaður Félag einstæðra foreldra er að hefja undir- búning flóamarkaðs sins og biður félaga og alla sína mætu velunnara að taka til óspilltra málanna við sækjum heim. Simi 32601 eftirkl. 18. Kvenfélag Langholtssóknar Farin verður eftirmiðdagsferð frá safnaðar- heimilinu næstkomandi þriðjudag 24. ágúst kl. 2 e.h. Ekið verður að Tröllafossi og víðar. Upplýsingar i síma 32228 allan daginn og 35913 eftir hádegi. Vestf irðingafélagið í Reykjavík eftir til þriggja daga ferðar austur i Lón 27.-29. ágúst i von um aðsólin skini i kringum höfuðdag. Þeir sem óska að komasi mep í ferðina verða að láta vita sem allra fvrst í sima 15413 vegna bila. gistingar o. fl. Kvenfélag og slysavarna- deild kvenna, Keflavík. Konur i Keflavik. Farið verður í (’.ufudal þriðjudaginn 24. ágúst kl. 2. Upplýsingar i sima 1590. 2391 og 2393. Látið vita fyrir sunnudagskvöld. Norrœna húsið Erik Hansén. prófessor við Hafnarháskóla. Iieldur fyrirlestur i Xorræna húsinu i kvöld. mánudagskvöldið 23. ágúst. Fyrirlestur hans fjallar um danskt talmál. OFIB I lAMGIOT Ljósvnyndastofa AMATÖR LAUGAVEGI 55 <2* 2 27 18 Sendill á vélhjóli óskast hólfan eða allan daginn fró nœstu mónaðamótum. Hafið samband við SMEBUWO Þverholti 2 — Sími 27022 íþróttafélagið Gerpla — fimleikadeild Kennsla hefst 1. september. Áhalda- fimleikar drengja og stúlkna, jassleik- fimi, unglinga- og kvennaflokkar. Framhaldsnemendur hafi samband sem fyrst. Innritun í síma 42015, 43782 og 41318. ÞÓRSHÖFN VANTAR UMBOÐSMANN Á ÞÓRSHÖFN UPPLÝSINGARÁ AFGREIÐSLUNNISÍMI27022 I DAGBLAÐIÐ ER SMA AUGLÝSINGABLAÐIÐ SIMI 27022 ÞVERHOLTI 2 Þcylix inda o" lilaðiiini íiu'ð dynum lil l'ppl. i sima 82314 (Ttir k. 18, Efnalaiiu 11] sölu. Tillxið incrkl 4754 sendist Daublaðinu fj rir 1 scpl. nk. 12 lonna Uakknr ni4 (iiuss konar vcrkfæri lil sölu l'ppl. i slina 30960. Gas- Ofí súi'kútur ofí mælar lil sölu. Uppl. i sima 71773 milli kl. 17 oj> 19. Til sölu lítið sófaborð, barnabilstóll. vefífiljós og toppprind á bíl. Uppl. i síma 74016. Til sölu harnarimlarúm mcð fæ'rank'fjum boini. lcikf>rind ok ryksuf>a. Finnifi Grundfoss Vfilnsdæla mcð áfösiuin þcnslu- kúti ofi sjálfvirkum kvcikirofa. Uppl. i sima 84163. Sambyggð v-þýzk Irésmíðavél, kjötsög 10", 3ja spindla pressa, pússivél. handfræsari ásamt vmsum smáhlutum til sölu. Uppl. í sima 35148. Til cölu Capchart Quadraplex stereo. innl)\f>gður plötuspilari, magnari. útvarp, 8 rása segul- liand. 4 hátalarar. kafarabún- ingur mcð öllu tilheyrandi, svefn- poki. veiðistönfi með hjóli og I’ionecr kassdtu bíltæki. Uppl. í sima 35148. He.y til sölu, einnig hesthús i Kópavogi. Uppl. í síma 40294. Til sölu þvottavél, sófasett, sófaborð, stakir stólar, svefnbekkir, vagga, barnarúm, koffort og hrærivél. Uppl. i síma 30473 eftir kl. 6. Til sölu tvær svampdýnur og fjölhæfur barnastóll sem nota má sem bílstðl, rólu og fl. Uppl. í síma 43191 éftir kl. 17. Ný Neff eidhúsvifta til sölu. Uppl. í síma 72326. Til sölu sem nýr magnari Pioneer SA 6200 og fullkomi vasatölva Bowmar MX 100. Ui í síma 81363.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.