Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 23.08.1976, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 23. ÁGUST 1976. Ævintýrin eru börn- unum nouðsynleg Dr. Bettclheim er orðinn 73 ára gamall en kennir enn á sumar- námskeiðum í háskólanum. Margir halda því fram að ýmiss konar ofbeldi sem fram kemur í ævintýrum, — illskeyttir risar, vondar stjúpmæður, risavaxin villidýr, eitruð epli o.s.frv. — geti haft slæm áhrif á sálarlíf ungra barna. Einn af fremstu barnasál- fræðingum heimsins, dr. Bruno Bettelheim, mótmælir þessu harðlega. Hann hefur nýlega gefið út bók um þetta efni er hann nefnir ,,Um gildi og mikil- vægi ævintýra." Bettelheim heldur því fram að ævintýri hafi bætandi áhrif á siðgæðiskennd barna og gefi lífi þeirra gildi. Bettelheim er fæddur í Vínar- borg og var fylgismaður Freuds á sínum tíma. Hann var í fanga- búðum nasista í eitt ár áður en Eleanor Roosevelt og fjölmargir aðrir nafntogaðir Bandaríkja- menn gengust fyrir því að hann var Iátinn laus. Hann varð prófessor við háskólann í Chicago árið 1944. Bettelheim, sem nú er orðinn 73 ára gamall, kennir enn á sumarnámskeiðum við skólann. Ævintýri eru þýðingarmikil. vegna þess að börn hafa ríkt ímyndunarafl sem stundum er þrungið óttablandinni eftirvænt- ingu. Börn eru stundum altekin af þessu ímyndunarafli og sjá ekki leið út úr vandanum. Með því að segja börnum ævintýri, sem enda vel, hjálpar maður þeim að komast að viðunandi niður- stöðu. 1 ævintýrinu hefur söguhetjan þurft að gangast undir allar hugsanlegar hörmungar. Hvaða barn er það sem hefur ekki einhverntíma fundizt það vera óréttlæti beitt af foreldrum sínum eða öðrum sem yfir því ráða? Slíkt er algengt i ævintýrum. I þeim öllum komast sögu- persónurnar úr vandræðum sínum með því að vera góðar og duglegar. Hið góða hefur sigrað það illa. Ástæðuna fyrir því að ævintýri hljóta alheimsvinsældir telur Bettelheim vera þá að í upphafi voru ævintýrin ekki skráð heldur gengu munnlega frá manni til manns. Það sem sögumönnum þótti óæskilegt og leiðinlegt var hreinlega fellt úr ævintýrunum. Aðeins það sem vakti almenna ánægju var látið halda áfram næst þegar ævintýrið var sagt. Munurinn á ævintýri og goðsögn er sá að goðsögnin sem var heldur ekki skráð en varð- veittist í munnlengri geymd, — er dæmisaga um einhverja sérstaka persónu og þótt hlust- andinn geti verið hrifinn af frásögn um goðumkenndar persónur þá þekkir hann sjálfur engan sem líkist þeim. Hans og Gréta eru aftur á móti bara venjuleg börn, sem eru alveg eins og önnur börn, sem allir þekkja. Endir goðsagna var oftastnær ekki eins góður og endir ævin- fýranna. Góður endir er mjög áríðandi í ævintýrum, ef ekki það sem er mest áríðandi. Við góðan endi fær barnið trú á framtíðina. Prinsinn fær prinsessuna og þau búa saman hamingjusöm til æviloka. Barnið skilur vel við hvað er átt, — framtíðin ber hamingju i skauti sér. Ævintýrið er i rauninni smækkuð mynd af því lifi sem barnið gjarnan vill lifa. Ef börn heyrðu ekkert nema ævintýri væri það ekki nóg sálar- fóður fyrir þau. En það er ekkert sem getur komið í stað ævin- týranna. Öll börn eru hrædd um að verða yfirgefin af foreldrum sínum á eyðilegum stað. líkt og Hans og Gréta í ævintýrinu eða þá að ófreskja gleypi þau í einum bita eins og úlfurinn Rauðhettu. Ef barnið glimir við þessar hug- myndir upp á eigin spýtur fær það enga lausn á þeim. Við að heyra ævintýrin komast börnin að raun um að þau eru ekki ein um þessa hræðslu, og hún er ekkert til þess að skammast sín fyrir. Mikil nauðsyn er að for- eldrarnir lesi ævintýri upphátt fyrir börn sin.Það er einnig nauðsynlegt að foreldrar geri sér grein fyrir þeim miklu umbrotum sem eru í undirmeðvitund barnsins. Auðvitað verður barnið hrætt þegar risinn leggur af stað niður baunagrasið á eftir Jóa, og þegar úlfurinn étur Rauðhettu. En barnið hefði slíka eða ámóta ótta- tilfinpingu þótt það hefði aldrei heyrt ævintýrið. Það yrði líklega alltaf hrætt við galdranornir þótt það hefði ekki heyrt um þær ævintýri. Þess vegna finnst börnum það svo skemmtilegt i ævintýrinu um Hans og Grétu. að Gréta skuli einmitt brenna nornina í sarna ofninum og hún

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.