Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGÚST 1976 Mjög alvarlegt ástand í Bretlandi: VERSTU ÞURRKAR í TVÆR OG HÁLFA ÖLD GETA KOLLVARPAÐ EFNAHAGSLÍFIÞJÓDARINNAR Nokkrir ráðherrar í brezku ríkisstjórninni hafa orðið að stytta sumarleyfi sitt til þess að sitja fund, sem haldinn er til þess að ræða aðgerðir vegna hinna miklu þurrka, sem valdið hafa þungum búsifjum þar í landi að undanförnu. Forsætisráðherrann, James Callaghan, hefur boðað til fundarins og munu vandamál iðnaðarins þar meðal annars verða rædd en margir forystu- menn hans hafa tilkynnt að þeir verði að draga verulega úr framkvæmdum vegna þurrkanna. Slökkviliðsmenn og hermenn berjast við skógarelda sem herjað hafa víða um land'ið og fólk í Wales og víðar hefur orðið að sætta sig við að vera án vatns í 17 tíma á dag um leið og yfirvöld hafa tilkynnt, að þau verði að draga úr vatnsmagni til iðnaðar um 50%. Viðræður hafa verið hafnar milli eigenda iðnaðarfyrirtækja og forvígismanna verka- lýðsfélaga um möguleikana á því að koma á þriggja daga vinnuviku, er telja verður eina möguieikann á því að halda iðnaðinum á réttum kili. Augljóst er, að bændur eru þó þeir, sem fara verst út úr þurrkunum. Einnig er talið líklegt, að málefni hins almenna neytanda verði rædd á fundi ráðherranna, enda má búast við þvi að verð á land- búnaðarvörum fari hækkandi innan tíðar. M Gífurlegir þurrkar hafa verið í Bretlandi undanfarna mánuði og nú er svo komið, að skammta þarf vatn tii iðnaðar hvað þá aimenningsnota og eru menn og skepnur þyrst þar í landi. Þurrkar þessir eru þeir mestu, sem orðið hafa í landinu und- anfarin 250 ár og er allt efna- hagslif þjóðarinnar talið í veru- iegri hættu. Ráðherrar sitja nú fund, þar sem ákveða á ráðstaf- anir, sem grípa þarf til og greiðslu bóta til landbúnaðar, sem hefur þegar orðið fyrir mikium skakkaföllum. Jarðskiálftar: Sambóð Egypta og Líbýumanna versnar enn: Saka hvorir aðra um að standa að baki ráninu Titringur í Kína og á Filippseyjum Vart hefur orðið fleiri jarð- skjálfta í Kína og á Filippseyjum, en ekki er vitað til að þeir hafi valdið skemmdum eða manntjóni. íbúar borgarinnar Cotabato á Filippseyjum flúðu heimili sín í gær er mikill jarðskjálfti skók þar hús, en ekki er vitað um mann- tjón, enda má telja mælinn fullan þar sem álitið er að um 8000 manns hafi látið lífið þar að undanförnu. Þá hafa borizt fregnir um, hversu sterkur jarðskjálftinn var sem varð í Kína í gær. Hann mældist 6.7 stig á Richterkvarða og varð í héruðunum Szechwan og Kansu. Stöðugur ágreiningur Egypta og Líbýumanna versnaði enn í gær þegar stjórnin í Kairo sakaði Muammar Gaddafi, þjóðarleiðtoga Líbýu um að hafa staðió að baki tilraun til að ræna egypzkri flugvél. Egypzk víkingasveit réðst í gær um borð í Boeing 737-þotu frá Egyptair og handtók mennina þrjá, sem rændu vélinni á leiðinni frá Kairo til ferðamannastaðanna Luxor og Aswan. Madouh Salem, forsætis- ráðherra Egyptalands, sem stjórnaði björguninni, sagði að allir farþegarnir, 96 að tölu, og sex manna áhöfn hefðu komizt undan ómeiddir. Flugræningjarnir, tveir Palestínumenn frá Dhabi og egypskur námsmaður, særðust þegar egypzku hermennirnir réðust um borð í flugvélína á flugvellinum í Luxor. Salem sagði að mennirnir þrír hefðu viðurkennt að Gaddafi hefði lofað þeim sem svarar 33 milljónum króna ef þeim tækist að koma flugvélinni til Tripóli í Líbýu. „Þið gerðuð það sjólfir,“ segir Gaddafi Ríkisstjórn Líbýu sakaði egypzku leyniþjónustuna í morgun um að hafa sjálf staðið á bak við flugvélaránið til þess eins að geta sakað Líbýumenn um það. Talsmaður stjórnar- innar í Trípólí sagði að flug- ræningjarnir sjálfir væru starfsmenn egypzku leyniþjónustunnar; það skýrði hvers vegna egypzku víkinga- sveitunum hefði tekizt að ráðast um borð 1 vélina og frelsa alla gfslana. Holland: Júlíana drottning rœðir við stjórnina Júlíana Hollandsdrottning er komin heim úr sumarleyfi sínu vegna gruns um að maður hennar, Bernharð prins, hafi þegið mútur frá bandaríska flugvélafyrirtækinu Lockheed. Prinsinn var í f.vlgd drottningar þegar hún kom heim — viku fyrr en ætlað var — til viðræðna við stjórnmála- menn og ríkisstjórn. Talið er mögulegt að drottningin, sem er 67 ára, muni afsala sér krúnunni ef hún og ríkisstjórnin geta ekki komið sér saman um hvernig beri að meðhöndla stjórnar- skýrslu um rannsókn á meintri mútuþægni prinsins, án þess að skugga verði varpað á nafn hans. Bernharð prins hefur neitað að hafa þegið múturnar, sem eru sagóar nema nærri 200 milljónum ísl. króna. Júlíana Holiandsdrottning: Nú er óttazt, að hún muni afsala sér konungdæminu. Jacques Chirac, forsætisráð- nú er ofarlega á baugi þar í landi, herra Frakklands, átti í gær fund að Chirac segir af sér embætti og með Giscard d’Estaing Frakk- landsforseta og stóð sá fundur að ný ríkisstjórn taki við völdum. t - yfir í um 40 mínútur. Er talið, að Hefur verið lagt hart að forset-' 1 lli þeir hafi rætt þann orðróm, sem anum að tilkynna, hvort ein- Frakkland: STJORNARSKIPTIN DRAGAST hverra breytinga sé að vænta, er enn hafa engar fréttir borizt ai málinu. Er búizt við, að tilkynn ing verði gefin út eftir vikulegar ríkisstjórnarfund, sem haldinr verður á morgun. Brasilía: Stofnandi höfuðborgarinnar lœtur lífið í bílslysi Fyrrum forseti Brasilíu, Juselino Kubitschek, sem m.a. gekkst fyrir byggingu hinnar nýtízkulegu höfuðborgar lands- ins, lézt í umferðarslysi skammt frá borginni í gær. Rakst bifreið Kubitsehek á vöruflutningabifreið og lét hann og ökumaður hans lífið ’samstundis. Að sögn lögregl- unnar voru líkin það illa farin, að erfiðlega gekk að þekkja, hverjir hér ættu í hlut. Kubitschek, sem heföi orðið 74 ára á þessu ári, var sá forseti landsins se.n að lokum varð til þess að flytja höfuðborgina frá Rio de Janeiro f nýbyggða borg á hásléttu landsins og enda þótt frjálslyndir stjórnmálamenn hafi verið litnir hornauga af herstjórninni, sem nú ríkir í landinu, var hann vinsæll meðal almennings og naut ótak- markaðs ferðafrelsis.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.