Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAGUR 24. AGUST 1976 17 Veðrið Gert er ráð fyrir að þaö fari að rigna síödegis með suöaustan kalda um- allt vestanvert landið og ó vestan- verðu Norðurlandi í kvöld. Þurrt verður á Norðausturlandi en skýjað. Hiti verður víða um 10 stig, kannski allt upp í 12—14 stig fyrir norðan. Stefán Wathne framkvæmda stjóri, fæddur 15. júní 1917, lézt 15. ágúst 1976 i New York. Stefán lauk verzlunar- og vi^skiptafræði- prófi við verzlunarháskólann í Kaupmannahöfn 1940. í ársbyrj- un 1955 réðst Stefán til starfa sem framkvæmdastjóri skrifstofu ts- lenzkra aðalverktaka í New York. Stefán var kvæntur Soffíu Guðrúnu Hafstein og eignuðust þau þrjár dætur, Þórunni, Önnu Bergljótu og Soffíu Guðrúnu. Stefán verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni í dag kl. 1.30. Kristján Dýrfjörð, f. 22. júní 1892 á ísafirði, lézt 16. ágúst á Hafnar- fjarðarspítala. Árið 1945 var Kristján ráðinn sem umsjónar- maður raflagna hjá Rafmagns- veitu Hafnarfjarðar og var við störf hjá henni þar til 1973. Kristján kvæntist Þorfinnu Sig- fúsdóttur frá Hlíð og eignuðust þau fjóra syni, en misstu einn á fyrsta ári. Þeir sem upp komust eru Bragi, Vopnafirði, Jón á Siglufirði, Birgir, Kópavogi. Stjúpbörn Kristjáns voru tvö, Baldur sem er látinn og Margrét, búsett í Reykjavík. Þorfinna og Kristján slitu samvistum. Þegar Kristján fluttist til Hafnarfjarðar kynntist hann Sólveigu Ólafs- dóttur kaupkonu og stofnuðu þau heimili. Hún lézt fyrir ellefu árum. Fyrir hjónaband eignaðist Kristján son, Hólm Dýrfjörð, sem lengi var búsettur á Siglufirði. Nú um nokkurn tíma hafa Hólm og kona hans Rósa átt heimili hjá Kristjáni í Hafnarfirði. Bálför hans fer fram frá Fossvogskirkju í dag kl. 13.30. Jón Örvar Geirsson læknir var fæddur 2. febrúar 1947. Hann lauk stúdentsprófi frá Kennara- skóla íslands 1968 og kandídats- prófi í læknisfræði frá Háskóla Islands 1975. Hann starfaði við Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri frá 1. júní 1975 og gegndi auk þess störfum á Kristneshæli um tíma. Jón Örvar var ókvæntur. Hann fórst í bílslysi á Spáni 12. ágúst. Hann verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju í dag kl. 3 síðdegis. Helga Hólmfríður Jónsdóttir frá Purkey lézt á Elliheimilinu Grund 22. ágúst. Helga P. Jónsdóttir, Lönguhlíð 21, lézt í Landspítalanum 21. ágúst. Heiga Halldórsdóttir, Safamýri 40, sem lézt 18. ágúst verður jarð- sett frá Fossvogskirkju 25. ágúst kl. 13.30. Sigurjón Jónsson fyrrv. yfirvél- stjóri, verður jarðsettur frá Foss- vogskirkju 26. ágúst kl. 13.30. Einar Heigi Sigfússon, Þúfubarði 8, Hafnarfirði, verður jarðsung- inn frá Hafnarfjarðarkirkju 26. ágúst kl. 14.00. Arni Einarsson verzlunarstjóri Minni-Borg, Grímsnesi, verður jarðsunginn 26. ágúst kl. 3 síðdeg- is. María Guðmundsdóttir lézt í sjúkrahúsinu á Selfossi 20. ágúst sl. Hjónin Freyja Finnsdóttir og Jón ísieifsson fiskmatsmaður fórust í umferðarslysi í Helgafellssveit sunnudaginn 22. ágúst. Ananda Marqa. Dagana 23.-26. ágiKt verða haldnir fjórir fyrirlestrar um jóga, heimspeki og þjóð- fólagsheimspeki. Fyrirlesari verður jóginn Ac. Mayatiita Brc. Fyrirléstrarnir verða haldnir i Æskulýðs- húsinu að Frikirkjuvegi 11 og hefjast kl. 20. Efnin eru: Þriðjudagur 24. 8.: Maðurinn og sköpun ‘^^•^"^agur 25.8.: Tantra og Astaunga Fimmtudagur 26.8.: Þróun mannlegs sam- félags. Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis. Einnig gefst fólki kostur á að læra hugleiðslu ókeypis. Nánari upplýsingar eru gefnar á Skólavörðu- stíg 21a. í síma i«*Qn Teiknimyndasamkeppni Svölurnar.Télag fyrrverandi og núverandi flugfreyja, hyggjast efna til samkeppni meðal barna á aldrinum 8-15 ára. Er hérum að ræða teikningar á jólakort sem verða gefin út fyrir jólin 1976 til styrktar þroskaheftum börnum. Teikningar sem verða fyrir valinu.verða birtar ásamt nöfnum viðkomandi og þeim veitt viðurkenning. Teikningarnar þarf að senda til Dag- blaðsins, Síðumúla 12 í slðasta lagi fyrir 10. september merkt: „Svölurnar—Samkeppni." Félag einstœðra foreldra — Flóamarkaður Félag einstæðra foreldra er að hefja undir- búning flóamarkaðs síns og biður félaga og alla sína mætu velunnara að taka til óspilltra málanna — við sækjum heim. Sími 32601 eftir kl.*18. Útivistarf erðir Föstudagur 27.8. kl. 20: Dalir — Klofningur. Berjaferð, landskoðun. Gist inni. Fararstjóri Þorleifur Guðmunds- son. Farseðlar á skrifstofunni Lækjargötu 6, sími 14606. Föstudagur 3.9.: Hú&avíkurferö. Aðalbláber, gönguferðir. Fararstjóri Einar Þ. Guðjohnsen. Fæjeyjaferð 16.—19. september. Fararstjóri Haraldur Jóhannsson. Vestf irðingaf élagið í Reykjavík eftir til þriggja daga ferðar austur í Lón 27.-29. ágúst i von um að sólin skíni í kringum höfuðdag. Þeir sem oska ao Komast meo i ferðina verða að láta vita sem allra fyrst í síma 15413 vegna bíla, gistingar o. fl. Badmintondeild KR Vetrarstarf badmintondeildar KR hefst 1. september. Verður það með svipuðu sniði og áður. Þeir sem vilja fasta tíma verða að hafa samband við stjórnina 24. ágúst milli kl. 18 og 20. Unglingatimar verða milli 13 og 15 á laugardögum eins og verið hefur. Nýr flotaforingi Mikil skrautsýning Karl J. Bernstein tekur í dag við embætti flotaforingja í herstöðinni á Keflavikurflugvelli. Samtímis lætur Harold G. Rich af embætti. Mikið verður um dýrðir til I heiðurs hinum nýja yfirmanni. „ALUR GARÐAR FALLEGIR í MOSFELLSSVEIT" „Þetta er nú ekkert fallegri garður en hjá nágrönnunum og við þiggjum öll ráð hvert hjá öðru,“ sagði Anna Jóna Ragnars- dóttir í viðtali við Dagblaðið, en hún og eiginmaður hennar hafa hlotið verðlaun fyrir fallegasta garðinn í Mosfellssveitinni. Garðurinn er að Lágholti 11. „Við erum raunar ekki búin að fá afhent nein verðlaun ennþá enda gerir það ekkert til,“ sagði Anna ennfremur og vildi sem minnst ur þessu gera. „Við eyðum ekki mjög mörgum stundum í garðinum, skiptumst á við verkin og þegar hann er orðinn svona gróinn þarf hann aðeins eðlilega umhirðu.“ Á myndinni má einnig sjá litið gróðurhús þar sem þau hjónin rækta tómata og blóm. DB-mynd Bjarnleifur. -HP. Brotizt inn i raf- geymaverksmiðju tírouzi var ínn í Pólar- rafgeymaverksmiðjuna í nótt. Var farið inn í vinnusal og skrifstofu. Það eina sem saknað er að svo stöddu er ávísun, en hún var ógild. Laust eftir miðnætti í nótt sást til tveggja manna þar sem þeir voru að klifra yfir girðingu við verksmiðjuna. Ekki hefur enn náðst til þessara manna. -BÁ. Nú geta Gaflarar farið ó Gafl-inn — Nýr gríllstaður i Firðinum Fyrir nokkru var opnaður nýr grillstaður í Hafnarfirði og nefn- ist hann Gafl-inn. Er hann til húsa að Reykjavíkurvegi 68 þar sem áður var Kokkurinn. Það eru veitingamennirnir Jón Pálsson og Einar Sigurðsson sem sjá um allan reksturinn ásamt eiginkonum sínum, systrunum Pálmeyju og Fanneyju Öttósdætr- um. Þarna verður á boðstólum allur algengur grillmatur og í hádeginu verður lögð áherzla á að hafa venjulegan neimilismat. Veitingamennirnir hafa báðir eldað veizlukost ofan í landsmenn um árabil og ætla þeir að halda f>ví áfram. Þegar blaðamaður og jósmyndari DB litu inn hjá þeim á laugardaginn voru þeir i óða önn að útbúa veizlumat í brúð- kaup. Veitingamennirnir sögðu að algengt væri að veizlukostur væri sendur út á land með flug- vélum. Nýlega útbjuggu þeir mat fyrir veizlu sem haldin var í Bolungarvík. DB-mynd Bjarn- leifur. — A.Bj. Innbrotí Kópavogsapótek Brotizt var inn i Kópavogs- apótek í nótt. Voru innbrots- mennirnir gripnir á staðnum. Nokkrar skemmdir urðu við þetta innbrot. Innbrots- mennirnir höfðu ekki náð í lyf. Málið er nú í rannsókn. -BÁ. i I DAGBLAÐIÐ ER SMÁ AUGLÝSINGABLAÐIÐ SIMI27022 ÞVERHOLTI 2 1 Til sölu Tii sölu vandað hesthús við Faxaból. Uppl. í síma 42319 eftirkl. 18. Ódýr pottablóm til sölu, nería, hoja, pelagónía og fleira næstu daga á Bókhlöðustíg 2. Ullargólfteppj, ca 24 fermetrar, til sölu. Uppl. í síma 72959. Til sölu nýleg Antares skólaritvél, ónotuð. Uppl. i síma 19126 eftir kl. 4. Smíðajárn. Mjög fallegir smíðajárnskerta- stjakar, veggstjakar, gólfstjakar og hengikrónur til sölu. Gott verð. Upplýsingar í síma 43337 á kvöld- in og um helgar. Til sölu Silver-Cross kerruvagn. Á sama stað óskast lítil barnakerra, enskt lingua- phone námskeið fyrir byrjendur og æfingahjól. Uppl. í síma 25537. Tii sölu kringlótt borð, —gólf-vínskápur. Telefunken út- varpstæki, mosagrænt gólfteppi, 2.70x4m og nýr vandaður Senn- heiser hljóðnemi (Typ:MD 421 U- 4) ásamt 5m snúru. Uppl. í síma 73083 eftir kl. 19. Ef ykkur vantar kassa undir kartöflur, sem þið viljið geyma i jarðliúsunum, leitið þá upplýsinga í sínia 10328. Til sölu tvö ryateppi. 2x3 metrar og 1.70x2. Uppl. í sima 72945. Hey til sö!u. Uppl. eftir kl. 1 <>. i sima 66493. Túnþökur til sölu. Upplýsingar í síma 41896. 8 Óskast keypt 8 Vil kaupa hesthús, 4—6 hesta pláss, helzt í Víðidal, ekki skilyrði. Vinsamlegast hring- ið í síma 22718 eða 85502 eftir kl. 18. Ysunet óskast til kaups. Uppl. í síma 51328. Verzlun 8 Hunnyrðaverzlunin Grímsbæ við Bústaðaveg. Stærsta rýmingarsala sem um getur. Verð verður reiknað út um leið og varan er keypt. Mikill afsláttur. Notið þetta einstæða tækifæri til mánaðamóta. Kjöt — kjöt. 6 verðflokkar úrvals dilkakjöt á kr. 545 kg. með sögun. Lifur 500 kr. kg, hjörtu 400 kr. kg, mör 100 kr. kg, svið 175 kr. stk. Mitt viður- kennda hangikjöt frá 600 kr. kg. Ný egg 380 kr. kg. Sláturhús Hafnarfjarðar sími 50791, heima 50199. Guðmundur Magnússon. Konur — útsala. Konur innanbæjar og utan af landi. Hannyrðaverzlunin Lilja, Glæsibæ, býður ykkur vel- komnar. Við erum með útsölu á öllurn vörum verzlunarinnar svo sem hannyrðapakkningum. r.va, smyrna, krosssaum. góbelin, naglalistaverkum.barnaútsaums- myndum og ámáluðum stramma. lleklugarnið okkar er ódýrasta heklugarn á íslandi. 50 gr af úr- vals bómullargarni kr. 180. Sjón er sögu ríkari. I’óstsendum. Sími 85979. Hannyröaverzlunin Lilja. Glæsibæ. Brúðuvöggur á hjölagrind, margar stærðir, hjólhestakörfur og margar stærðir af bréfa- körfum, þvottakörfum og hand- körfum. Þá eru ávallt til barna- vöggur með eða án hjólagrinda, klæddar eða óklæddar. Blindra- iðn, Ingólfsstr. 16, sími 12165. Útsala. Peysur á alla fjölskylduna, bútar og garn. Síðasta vika. Anna Þórðardóttir, Skeifan 6 (vesturdyr). Hafnfirðingar— Hafnfirðingar, höfum opnað skrautfiskasöl Verið velkomin opið mánuil föstud. 5-8, laugard. 10-2. F\ og fuglar. Austurgötu 3.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.