Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 12
12 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. ÁGUST 1976 Tryggir Valur sér titilinn í kvðld? Valur leikur í kvöld sinn síðasta leik í 1. deild — gegn neðsta liðinu í deildinni, Þrótti. Eins og öllum knattspyrnuunnendum er sjálfsagt kunnugt, þá nægir Valsmönnum sigur í leiknum til þess að hljóta ísiandsmeistaratitilinn í ár. Ef tekið er mið af leikjum sumarsins ætti Valsmönnum ekki að verða skotaskuld úr því að sigra hið slaka lið Þróttar. í fyrri umferð mótsins sigraði Valur 6-0. En hvern- ig er ekki knattspyrnan — hið ótrú- lega getur ávallt gerzt. Þróttur hefur aðeins unnið einn leik í 1. deild í sumar — gegn FH í Kaplakrika. Ef liðinu á að takast að halda sæti sínu í deildinni verða hinir ungu Þróttarar að hljóta að minnsta kosti tvö stig úr tveimur síðustu leikjum sínum í deildinni. Hvort það tekst er ómögulegt að segja — en ef marka má leiki liðs- ins í sumar virðist það liðinu um megn. Leikurinn í kvöld hefst kl. 19. STAÐAN Staðan í 1. deild eftir lcikina í gærkvöld: Valur 15 9 5 1 43-14 23 Fram 15 9 4 2 27-16 22 Akranes 15 8 4 3 25-17 20 Breiðablik 15 8 2 5 21-19 18 Víkingur 15 7 2 6 19-21 16 Keflavík 15 6 2 7 20-21 14 KR 15 3 5 7 20-22 11 FH 15 1 4 10 19-31 6 Þróttur 14 1 2 11 10-34 4 Markhæstu leikmenn 1. deildar eru nú: Ingi Björn Albertsson Val 13 Guðmundur Þorbjörnsson Val 11 Hermann Gunnarsson Val 11 Hinrik Þórhallsson UBK 10 Kristinn Jörundsson Fram 9 Teitur Þórðarson ÍA 8 Jóhann Torfason KR 7 llla gengur hjá Bayern Fæst gengur í haginn fyrir Bayern Munchen þessa dagana. Síðastliðinn laugardag mátti Bayern þola slæmt tap gegn Duis- burg í Bundeslígunni þýzku, 2-5. í gærkvöld lék Bayern við FC Zurich — svissnesku meistarana. Einungis var um vináttuleik að ræða. Evrópumeistararnir máttu þola tap 1-3 eftir að jafnt hafði verið í hálfleik 1-1. Um 22 þúsund áhorf- cndur fylgdust með leiknum og sáu heimamenn taka forystu þegar á 2. mínútu þegar Botteron skoraði. En Dúrnberger jafnaði fyrir Bayern á 23. mínútu. Martinelli skoraði síðan bæði mörk Zurich í síðari hálfleik og trvggði liði sínu sigur. Kópavogsmenn og Hafnfirð- ingar í Kerlingar- fjallaferð Skíðamenn úr Kópavogi og Hafnarfirði eru um þessar mundir að taka fram skíðin sín, þeirra vertíð á að hefjast snemma að þessu sinni. Ákveðið hefur verið að fara hópferð i Kerlingarfjöllin á fimmtudaginn kemur, og líklega verða þeir sem þangað fara síðustu ferðalangarnir í fjöllin þetta sumarið. Fyrirgreiðslu alla fyrir þessa hópferð annast ferðaskrif- stofa Zoega i Hafnarstræti og ættu þeir sem áhuga liafa að snúa sér þangað með fvrirspurnir. — JBP — Aftur tap hjá QPR! — liðið sem haf naði í öðru sœti á Englandi hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum QPR — Lundúnaliðið sem á síðastliðnu vori hafnaði í öðru sæti ensku 1. deildarinnar hefur hafið hið nýja keppnistímabil illa. Síðastliðinn laugardag lék QPR við Everton á Loftus Road í Lundúnum. Þrátt fyrir að leik- menn QPR væru einum fleiri lengst af í leiknum urðu leik- menn Lundúnaliðsins þola stór- tap, 0—4. í gærkvöld fór QPR yfir í austurhluta Lundúna og heim- sótti West Ham á Upton Park. West Ham fékk einnig skell á laugardag — tapaði á Villa Park fyrir Aston Villa 0—4. t gærkvöld sigraði West Ham 1—0. Markið skoraði Graham Paddon á 76. mínútu þegar hann skoraði af 25 metra færi. BBC kenndi Phil Parkes, markverði QPR um markið — sagði að það hefðu verið mistök Parkes að verja ekki. Á laugardag urðu Parkes einnig á mistök þegar hann á furðulegan hátt missti knöttinn innfyrir marklínuna. Annars urðu úrslit í gærkvöld: West Ham — QPR 1—0 3. deild Port Vale — Chesterfield 1—1 4. deild Darlington — Newport 1—0 Rochdale — Cambridge 2—2 Stockport — Brentford 2—0 Á siðasta keppnistímabili unnu leikmenn QPR hug og hjörtu knattspyrnuunnenda víðs vegar um England vegna skemmtilegrar sóknarknattspyrnu. Leikmenn eins og Bowles, Givens, Masson, Francis og Thomas léku andstæðingana oft grátt og aðeins á síðasta leik sínum tókst Liverpool að komast upp fyrir QPR. Þá lék Liverpool í Wolverhampton og sigraði þar 3—1. Liverpool fékk því stigi meir en QPR. En til gamans skul- um við láta röð efstu liða á Eng- landi fylgja: Liverpool 42 23 14 5 66-31 60 QPR 42 24 11 7 67 33 59 ManchUtd. 42 23 10 9 68 42 56 Derby 42 21 11 10 75-58 53 Leeds 42 21 9 12 65-46 51 Ipswich 42 16 14 12 54-48 46 Leicester 42 13 19 10 48-51 46 Manch C 42 17 11 14 64-46 45 Sigur Anderlecht Anderlecht — Evrópumeist- arar bikarhafa — sigraði Nice frá Frakklandi í úrslitaleik á knatt- spyrnumóti, sem fram fór í Rabat í Saudi-Arabiu. Staðan í hálfleik var 0-0. Á Spáni — Malaga — sigraði Toredo frá Moskvu lið Penarol frá Uruguay 5—0. Staðan í hálf- leik þar var 3—0. Hið heimsþekkta lið Penarol hefur undanfarið ferðazt um Evrópu en ekki gengið vel í leikj- um sínum. Liðið lék við Glasgow Celtic á Parkhead og tapaði þar fyrir liði Jóhannesar 0—3. Á laugardag fékk Arsenal Bristol City í heimsókn en tapaði 0:1. Hér hefur Geoff Merick betur en MacDonald, hinn nýi miðherji Arsenal frá Newcastle. Með knöttinn í fanginu — Diðrik Olafsson markvörður Víkings hefur Pétur Pétursson hinn efnilegi framherji Skagamanna er greinilega Svo auðvelt meisturum i \ — ÍA sigraði Víking 3-0 í 1. deild íslar íslandsmeistarar Akraness unnu í gærkvöld^verðskuldaðan sigur á Viking 3-0 í 1. deild íslandsmótsins í knattspyrnu. Þar með hefndu meistararnir ósigursins á Skaganum fyrr í sumar þegar Víkingur sigraði 1-0 — fyrst liða í þrjú ár til að sigra þar efra. Það l'ór hins vegar ekkert á milli mála hvort liðið var sterkara í gærkvöld — Akurnesingar voru gæðaflokki betri á öllum sviðum knattspyrnunnar. Greinilegt er að Akurnesingar eru nú i mikilli sókn — og í síðusiu leikjum hafa Skagamenn sýnt bezta knatt- sp.vrnu allra liða á íslandi. Liðið virkar sterkt sem heild — spil hefur alltaf forgang. Markvarzlan, scm verið hefur helzti höfuðverkur liðsins var nú ólíkt traustari en undanfarið. Kemur þar til, að Einar Guðleifs- son kom í markið og að vísu ógnuðu sóknarmenn Vikings lítið en Einar verkaði öruggur í öllum sinum athöfnum. Nú er Evrópukeppnin framundan hjá Skagamönnum og úrslit Bikarkeppni KSl nálgast. Skagamenn koma því upp einmitt á réttum tima hvað það snertir — þó auðvitað íslands- bikarinn komi til Reykjavíkur. Mikil skelfing er að sjá til Víkinga þessa dagana. Allur kraftur er úr liðinu. Baráttan sem einkenndi liðið í sumar og færði liðinu 13 stig í fyrri umferð er horfin. Enda hefur afrakstur síðari umferðarinnar í Islands- mótinu verið rýr — aðeins þrjú stig í 7 leikjum. Nánast furðulegt eins og liðið virkaði sterk heild í fyrri umferðinni. Nú, ef við snúum okkur að leiknum í gærkvöld þá fengu Akurnesingar sannkallaða óskabyrjun., Þegar á þriðju mínútu skoraði Jón Gunnlaugs- son af stuttu færi eftir að Diðrik Ölafsson markvörður Víkings hafði beinlínis sofnað í markinu, Eftir áfallið náðu Víkingar sér aldrei á strik — baráttan náðist ekki upp, sóknir voru tilviljunar- kenndar. Enda fór svo að Skagamenn skoruðu sitt annað mark. Karl Þórðarson fékk knöttinn úti á hægri vængnum á 30. mínútu — sendi áfram til Jóns Alfreðssonar, sem nú er óðast að komast í sitt gamla form. Jón sendi knöttinn vel fyrir markið — Árni Sveinsson stökk upp óhindraður og skallaði knöttinn í netið. — Vikingsvörnin víðs fjarri. Já, það var svo auðvelt. Staðan í leikhléi var þvi 2-0 Skagamönnum í vil. Síðari hálfleikur var hinum fyrri lítið frábrugðinn nema Víkingar reyndu aðeins að spyrna á móti — en sú mótspyrna var fál'mkennd. Skagamenn bættu sínu þriðia

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.