Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 24.08.1976, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 24. AGUST 1976 13 i Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir gómað knöttinn og þeir Ragnar Gísiason og Helgi Helgason snúa frá. sannfærður um að ekkert verður frekar úr sókninni. DB-mynd Bjarnieifur. hjá ískmds- gegn Víking idsmótsins og hefur nú hlotið 20 stig marki við á 22. mínútu — Árni Sveinsson tók hornspyrnu. — Hann sendi láea sendingu fyrir mark Víkings, Jón Gunnlaugsson breytti lítils háttar um stefnu knattarins en nóg. Knötturinn féll fyrir fætur Jóns Alfreðssonar, sem skoraði af stuttu færi, 0-3. Fátt markvert gerðist það sem eftir var leiks. — Skagamenn áttu í engum erfiðleikum méð að stöðva sóknarlotur Víkinga. Já, sigur Skagamanna var svo auðveldur. Leikinn dæmdi Grétar Norðfjörð. -h. halls. Þrenna Hinriks gegn slöku FH — Breiðablik er nú ífjórða sœti en FH í áttunda — tveimur stigum meir en Þróttur FH fékk í gærkvöldi rétt aðeins að snusa af sigri gegn Breiðabliki í 1. deildinni í knattspyurnu, — en heldur ekki meir. Heimaliðið var fast í sessi á Kópavogs- vellinum. Eftir 1:0 í hálfieik tókst FH að jafna leikana eftir nokkrar mínútur i seinni hálfleik. En eftir það var naumast um annað en sigur Breiðabliks að ræða. Að vísu sóttu FH-menn talsvert stíft um tíma og sköpuðu sér tækifæri. Sum þeirra var reyndar grátlegt fyrir stuðningsmenn þeirra að sjá renna út í sandinn. En hvað um það. Blikar sneru vörn í sókn og tókst að skapa sér tækifæri, sem voru nýtt til hins ýtrasta. Fyrsta markið kom seint í fyrri hálfleik. Hinrik Þórhallsson var þar á ferðinni eftir geysivandaða og fallega vinnu Blika- sóknarinnar. Langar og hárnákvæmar sendingar off knötturinn hafnaði á kolli Hinriks, sem nikkaði fallega í netið. FH skoraði eftir rúmar 5 mínútur í seinni hálfleik. Janus Guðlaugsson fékk sæmilegt tækifæri til að skjóta af vítateigs- línunni, gerði það og skoraði með þrumuskoti neðst niðri í markhorni. Á 16. mínútu skoraði Hinrik 2:1 fyrir Breiðablik. Víti var dæmt á FH. Vigni hafði verið brugðið innan teigs, að vísu var hann þá ekki lengur í leikfæri við knöttinn, en um annað var víst ekki að ræða engu að síður. Hinrik tók spyrnuna, markvörður íþróttir varði, en missti boltann frá sér aftur til Hinriks, sem var þá fljótur að bæta fyrir lélega vítaspyrnu. Þegar aðeins 2-3 mínútur voru eftir af leiknum komst Hinrik enn í gott tækifæri og notaði það til hins ýtrasta. Lauk leiknum þannig með Blikasigri 3:1, og er greinilegt að Breiðablik á þarna efni í ágætis lið, sem efalítið á eftir að láta mjög að sér kveða í knattspyrnunni í framtíðinni. FH- liðið var allt mun lausara í sér, en þar eru innanborðs margir góðir einstaklingar. Já, en' aðeins einstaklingar. Liðinu tókst sjaldan að sýna nokkurn samleik að gagni. -JBP- Wzola endurtók sigur í Varsjó Pólverjinn ungi, Wzola, sem svo mjög kom á óvart á Olympíu- leikunum i Montreal, sigraði í gærkvöld heimsmethafann I hástökki, Dwight Stones. Hinn kornungi Pólverji setti nýtt pólskt met í greininni þegar hann stökk 2.27 m á miklu frjáls- íþróttamóti í Varsjá í Póllandi. W.zola reyndi að slá hið 13 ára gamla Evrópumet Valery Brumel en tókst ekki. Sigur Wzola í Montreal kom mjög á óvart þvi Dwight Stones var álitinn hinn öruggi sigur- vegari fyrir keppnina. Nokkrum vikum áður hafði Stones tvíbætt heimsmet sitt — þokað því upp í 2. 31. Stones tókst hins vegar afar illa upp á Olympíuleikunum — stökk aðeins 2.21 og hlaut bronsið. Ýmislegt kom til — þegar keppnin fór fram gerði ausandi rigningu og aðhlaupsbraut Stones varð þakin pollum. Eins púuðu áhorfendur á Stones í tilraunum hans.,Þegar Stones hafði fellt í • þriðja og síðasta sinn 2.23 brutust út mikil fagnaðarlæti meðal áhorfenda — ástæðan var að Stones hafði sagt að honum væri illa við franska Kanadamenn. Nú aðeins skylduleikur áður fyrr stórleikur — þegar ÍBK og KR mœtast. ÍBK sigraði varalið KR1-0 í 1. deild Knattspyrnan er eins og flest annað í heimi hér hverful íþrótt. Hér á árum áóur þóttu leikir ÍBK og KR-inga teljast til meiri háttar viðburða á íþróttasviðinu, en núna aðeins liður samkvæmt ieikjabókinni í að Ijúka ísiands- mótinu. Áhugi manna fyrir leiknum var því ekki mikili eins og þunnskipaðar tröppur áhorf- endapailanna báru mpð sér. Öðru máli gegndi með leikmennina. Tætingslið ÍBK og að mestu leyti varaskeifur KR-inga létu ekki sitt eftir liggja á grasinu og í moldar- flákunum á Keflavíkurvellinum í gærkveldi og börðust af miklum krafti allan leiktímann í fremur skemmtilegum leik. Keflvíkingar báru sigur úr býtum og aftur var það framherj- inn ungi, Þórir Sigfússon, sem halaði inn stigin fyrir IBK, með harðfylgi sínu. Skaut óvænt, í lokuðu færi. frá vítateigshorni og knötturinn sveif í fallegum boga með feikna snúningi í markið, út við súlu. Markvörðurinn, Halldór Pálsson, nýliði, stóð eins og negld- ur við jörðina og hristi bara höfuðið þegar knötturinn small í netinu, kannski ekki nema von. Eftir að hafa varið mjög vel er auðvitaó gremjulegt að missa svona ,,lúmska“ knetti fram hjá sér. Mark ÍBK var skorað í byrjun seinni hálfleiks og allt til þess tíma höfðu Keflvíkingar verið beittari aðilinn í sóknaraðgerð- um, en þótt markið sé 7,32x2,44 gekk þeim mun betur að hitta markás og súlur, eða skotin stefndu til himins og áttu þar hlut að máli bæði Þórir, Einar Gunn- arsson. Frfðrik Ragnarsson og Steinar Jóhannsson. Um miðjan seinni hálfleik var Friðrik Ragnarsson á górði leið með að sleppa inn fvrir KR-vörnina, sem sá sitt óvænna og stöðvaði Frið- rík, — me.ð Sakadómsaðferðinni — handaflinu, svo að hinn óbrigð- uli ,,hæstiréttur“ vallarins, Magnús Pétursson, dæmdi umsvifalaust vítaspyrnu á KR. ,,Þú verð spyrnuna," kallaði einn varnarmanna KR til mark- varðarins, en til kasta hans kom ekki. Ólafur Júliusson skaut hátt yfir, til hliðar við markið, enda erfitt um vik að spyrna í eðjunni. KR-ingar sem voru heldur farnir að daprast, tóku mikinn fjörkipp, beear SDvrnan mistókst og sóttu mun meira til loka. Voru þeir ekki svo fjarri því að jafna, en Ómar Torfason og Magnús Jóns- son voru ekki á skotskónum og svo hitt að Þorsteinn Bjarnason, sem varði mark ÍBK að þessu sinni og væntanlega á næstunni vegna Svíþjóðarfarar nafna síns, átti mjög góðan leik og bjargaði tvisvar með snarræði skotum frá félögunum. Einnig hafði Þor- steinn varið hörkuskot frá Jóhanni Torfasyni fyrr í leiknum. Guðni Kjartansson var sá sem mest bar ÍBK-liðið uppi og var ódrepandi í vörn og sökn. Einar Gunnarsson átti einnig góðan leik sem tengiliður, en auk þeirra voru það þeir Þórir Sigfússon og Ólafur Júlíusson, sem mest kvað að. „Það er eins og bráðapest hafi herjað á liðið,“ sagði einn KR- inganna. Fimm voru forfallaðir vegna meiðsla og leikbanna og þar á meðal Halldór Björnsson, og þrír gátu ekki á heilum sér tekið vegna meiðsla en léku þó með. Þrátt fyrir öll þessi ósköp var ekki marga veika hlekki að finna og varamennirnir lofa sannarlega góðu. Einna athyglisverðastur var bakvörðurinn Stefán Örn Sigurðs- son, svo og Magnús Jónsson og Ómar Torfason. enim Keflavík missir Þorstein — heldur nœstu daga tílSvíþjóðartilnáms Þorsteinn Ólafsson, markvörður Keflavíkurliðsins, hverfur senn frá liðinu. í gær fékk hann í hendur svar frá háskólanum i Lundi, sem góðfúslega veitti þessum ágæta íþróttamanni inngöngu í efnafræði- deild skólans. Þar mun Þorsteinn stunda nám næstu 2 árin að minnsta kosti, lengur þó ef hann hyggur á framhaldsnám. t gærkvöld var Þorsteinn ekki meðal liðsmanna Keflavíkurliðsins, en hann mun trúlega leika gegn Ákranesi i 1. deildinni, fari leikur iiðanna fram á iaugardaginn kemur. Þorsteinn hefur enn sem komið er ekkert hugieitt möguleika á því að æfa og keppa með sænsku liði, námið hefur alian forgang hjá honum þessa stundina. — emm — GUIF leikur við Haukaíkvöld Sænska handknattleiksliðið GUIF frá Eskilstuna í Mið-Svíþjóð ieikur í kvöld við 1. deildarlið Hauka i íþróttahúsinu í Hafnarfirði kl. 8.30. GUIF er meðai þekktústu liða Sví- þjóðar. Á síðasta keppnistímabiii hafnaði GUIF í fimmta sæti i Al- svenskan. Ekki voru þeir anægðir með þann árangur og stefna nú hærra á komandi keppnistímabili. Þekktasti leíkmaður GUIF er hinn margreyndi sænski landsliðs- maður Bo Anderson, sem leikið hefur um 70 landsleiki fyrir Sví- þjóð. GUIF leikur á laugardag við ís- iandsmeistarana FH og hefst sá leikur kl. 3. Ekki er aiveg afráðið hvort GUIF leiki fleiri leiki hér á landi en hugsaniegt er að hinn þriðji fari fram, þá á fimmtudag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.