Dagblaðið - 30.08.1976, Side 13

Dagblaðið - 30.08.1976, Side 13
!)A(IMI,AÐIÐ. — .MA.Xl'DAUUK 30. ACUST 1976. 13 \ MUGHES 277 MILLJARÐA? Iilul;if'óla”sin> mmi .■ nær öll fyrirtæki Hughesveldisins — Lummis formann stjórnar félagsins. Lummis er 47 ára gamall og er nú fyrsti stjórnar- formaður Summa síðan Hughes stofnaði hlutafélagið 1972. Hversu lengi lifir gamla frú Lummis? Lummis er ekki með öllu ókunnugur rekstri Hughes- fyrirtækjanna. Hann hefur gegnt lögfræðistörfum fyrir Hughes um margra ára skeið — og hefur notið nákvæmrar þjálfunar Summa-forstjóranna álíka lengi. Hann hefur að auki þegið gilda sjóði úr höndum þeirra og notið virðingar þeirra allra. Heldur er þó talið ólíklegt að Lummis muni hafa mikil völd, að því er segir í banda- ríska fréttaritinu Newsweek nýlega, jafnvel þótt félagi hans í lögfræðifirmanu, Milton H. West, hafi einnig tekið sæti í stjórn Summa. Raunveruleg völd munu að því er virðist verða í höndum forstjóra fyrirtækisins, 55 ára gamals lögfræðings, Franks W. Gay. Með því að skipa Lummis for- mann stjórnarinnar eru Gay og félagar hans — ráðgjafinn Chester C. Davis, varaforstjór- inn Nadine Henley og gjaldker- inn William Rankin — greini- lega að fylgja stefnu sem veltur Howard Hughes 1947. Níu árum áður samdi hann erfðaskrá sem aldrei var undir- rituð en stjórn SUmma Corporation mun hugsanlega leggja fram á næstunni. Fiugmennirnir, sem fluttu Howard Hughes í hinzta sinn, lýstu honum svona fyrir bandarískum fréttateiknara. Hughes lézt um borð í flugvél á leið á sjúkrahús í Bandaríkjunum 7. apríl í vor. á hve lengi frú Lummis lifir. Ef hún lifir nægilegá lengi til þess dómstóiar úrskui'ði hana réttan erfingja Ilughes verður sonur liennar að sjálfsögðu na»sti erfingi. I’annig má telja vist að núyerandi valdamenn Summa Gorporalion haldi sinni stöðu innan l'yrirta'kisins og haldi þvi jáfni ramt i sinum höndum. En fari sv.o að l'rú l.ummis hveríi á fund feðra sinna áður en dómstólarnir komast að niðurstiiðu — og ekki er búizt við henni í nokkur ár — þá á nýi stjórnarformaðurinn ekki frekari kröfu til auðæfa Hughes en hver annar af fjórtán frændum og frænkum Hughes. Þar með hæfist örugg- lega löng og flókin barátta um auðæfi og völd. Erfðaskró fró 1938 Ef Hughes hefði undirritað erfðaskrána, sem samin var fyrir rúmum tuttugu árum þegar læknarannsókna- stofnunin var sett á laggirnar, ÓMAR VALDIMARSSON hefðu Gay og félagar hans ekki átt í teljandi erfiðleikum með að halda um stjórnvöl hluta- félagsins því * þeir eru fyrir trúnaðarmenn stofnunarinnar í Miami. Og það sem meira er, þá hefði Summa Corporation ekki staðið andspænis því að eiga yfir höfði sér reikning fyrir erfðaskatti — sem gæti verið allt að 75% þess sem fyrir- tækjakeðjan er metin á. Spurzt hefur að Summa-stjórnin hafi í hyggju að leggja fyrir dómstóla óundirritaða erfðaskrá Hughes frá árinu 1938 þar sem hann getur þess að trúlega muni hann eftirláta auðæfi sín til læknarannsókna, ef til vill til stofnunar sem hann muni sjálfur setja upp. Þannig væri hægt að komast hjá því að greiða nefnda skatta. En ekki er taiið líklegt að það plagg verði tekið gilt fyrir rétti. Líklegast þykir að Summa Coporation neyðist til að selja eitthvað af fyrirtækjum slnum — kannski það spilavíti í Las Vegas sem minnst geftir af sér — til að borga skattinn. Þar með hefði sérvizka Hughes kostað fjármálaveldi hans þrjá fjórðu af verðgildi þess, eða 277.5 milljarða króna skv. gildandi gengi. Hœstaréttarlögmaður kœrður fyrir þjófnað og óvísanamisferli Þótteiginkonan sé ekki beinn þátttakandi er málið vægast sagt mikill álitshnekkir fyrir hana, bæði sem lögmanns og ekki síður sem kennara í lögum við Háskóla íslands. Miðlarinn (,,leigubílstjórinn“) er maður sem „allir hlæja að,“ eins og segir i sakamáls- kærunni. Málavextir eru í grófum dráttum þessir: Leigubíl- stjórinn kemur til manns, sem nýlega hafði selt húseign sína og fengið útborgaðar 1,2 milljónir króna. Kvaðst leigu- bílstjórinn þekkja „merkan hæstaréttarlögmann í Reykja- vík, sem gæti ávaxtað þetta fé fyrir hann með mjög hag- stæðum kjörum,“ eins og segir í kærunni. Tveir 600 þús. kr. gúmmítékkar Þetta var í október í fyrra. Veitti maðurinn hæstaréttar- lögmanninum lánið til eins mánaðar, en í staðinn fékk hann tvo tékka að upphæð 600 þúsund krónur hvor. Báðir voru þeir útgefnir mánuði síðar, eða 25. nóvember. Útgefandi var hæstaréttarlög- maðurinn. Fyrsta og þriðja desember framvísaði svo lán- veitandinn tékkunum í banka- útibúi í heimabæ sínum skammt frá Reykjavík og fékk þá greidda. Áttunda desember heimtaði svo útibúið féð af manninum. þar sem íijós hefði komið. að ekki væri innistæða fyrir fénu á reikningi hæsta- réttarlögmannsins. I ljós kom, að hæstaréttarlög- máðurinn hafði lokað þessum reikningi sinum 10. nóvember 1975 eða sextán dögum eftir að lánið var veitt og fimmtán dögum áður en tékkarnir áttu að innleysast. Hœstaréttarlögmaðurinn sveik sœttina í janúarmánuði leitaði lánveitandinn til lögfræðings og var hæstaréttarlög- manninum sent kröfubréf 12. janúar. Jafnframt var honum stefnt. Lyktir uróu þær, að dómsátt var gerð 3. febrúar og skuldbatt hæstaréttarlög- maðurinn sig til að greiða 200 þúsund krónur mánaðarlega. Við þessa sátt stóð hann ekki og hefur i dag ekki greitt eyri til baka af „láninu". I sakamáls- kærunni segir lögmaður lánveitandans: „Að mínum dómi er því sáttin frá upphafi refsiverð svik af hans hálfu." Þegar öll loforð höfðu verlð svikin sneri lögmaður lá'nveitanda sér til eiginkonu hæstaréttarlögmannsins að góðra manna ráðum og reyndi hún að tala við eiginmann sinn. „Leigubílstjórinn útti að borga “ 1 kærunni til sakadóms segir síðan orðrétt: „Hún kvaðsl strax skyldu tala við eigirtmann sinnog biðja hann að tala vió nug. Þetta gerði hann líka og blessaði inig i bak og fyrir og kvaðst mundu greiða mér i allra síðasta lagi innan hálfs mánaðar eða 24. júní 1976. Auðvitað datt honum ekki i hug að virða mig viðtals á þessu timabili. Ég gerði þvi tvær tilraunir til að tala við (eiginkonuna)og tjáði henni.að ég mætti ekki til þess hugsá að fara að skrifa sakgmálskæru á hendur eiginmanni hennar. í seinna viðtalinu sagði hún mér, að þau ætluðu að tala við manninn, sem ætti að borga Kjallarinn Halldór Halldórsson þetta. Ég spurði liver sá væri og fékk svario. úeigubílstjórinn). Ég tjáði henni samstundis, að það væri maður, sem allir hlægju að og að enginn tæki mark á. Loks talaði ég við (eig- inkonuna) í þriðja sinn og þá bað hún mig um að gefa sér örstuttan frest. Ég sagði henni. að ég gerði það eingöngu henn- ar vegna og hún þakkaði mér fyrir." Síðar reyndi lögmaðurinn svo að gera fjárnám hjá hæsta- réttarlögmanninum. Um það farast honum svo orð í saka- málskærunni: „Kollegarnir“ hrœddir „Ég reyndi fyrir mér hjá hverjum stéttarbróðurnum af öðrum. Einn sagðist ekki hafa kjark í sér til að gera það, ann- ar hafði verið íþróttafélagi hans í Svíþjóð fyrir mörgum árum og kvaðst þess vegna ekki geta það. Sá þriðji kvaðst vera að vinna með honum að ein- hverju verkefni og því ekki geta annazt þetta. Sá fjórði lofaði að gera fjárnámið fyrir mig og sagðist hafa aðra fjár- námskröfu á hendur honum og hélt, að sér væri ekki margt að vanbúnaði að taka mina kröfu með. Þegar til kom sveik hann loforð sitt. Þá leitaði ég til fimmta lögfræðingsins, ungs manns, sem ég hef aldreiséð og hann gerði fjárnámið hjá hæstaréttarlögmanninum 24. maf 1976. Fjárnámið reyndist með öllu árangurslaust, því að hann kvaðst ekki geta greitt og ekki geta vísað á neinar eignir til fjárnáms." Kærunni lýkur þannig: „Nú er svo ástall, að þessi hjón hafa kaupm ua með sér, þannig að konan á miklar eign- ir, þará meðal stóra fasteign á mjög góðum stað, en maðurinn á ekki neitt nema botnlausar skuldir. Hjónin reka lögmanns- skrifstofu sína í félagi og virð- ist því svo sem konan beri þegar af þeirri ástæðu full'a og ótakmarkaða ábyrgð á skuldum eiginmanns sins og félaga, enda tel ég hana samseka um glæp eiginmannsins. Ég verð því að beiðast þess, að þér, herra yfirsakadómari, hlutizt til um, að málefni þetta sæti sakamálsrannsókn og að henni lokinni, að þeim hjónum verði dæmt að sæta þyngstu refsingu, er lög leyfa, skv. XXVI. kafla almennra hegning- arlaga, svo og til að greiða skjólstæðingi mínum fullar skaðabætur fyrir frekara tjón, ef því er að skipta.“ Kæra sú, sem hér hefur verið rakin, var send yfirsakadómara 15. júlí og fékk tiltekinn rann- sóknarlögreglumaður málið til meðferðar. Ég hafði samband við lögreglumanninn á föstu- dag og sagði hann, að málið væri aftur komið í hendur yfir- sakadómara. Hann er í fr-íi. Þótt rannsóknarlögreglu- maðurinn væri helzti fámáll skildist mér helzt á honum, að til álita kæmi, að sakadómur vísaði málinu frá sér í annað umdæmi, þar sem lögmanns- hjónin eiga lögheimili. Nú er þvi liðinn nær því einn og hálfur mánuður frá því mál- ið var kært, en ekkert hefur enn verið gert af hálfu dóm- vörzlunnar. Ofangreint var dæmi úr fjár- málasögu íslands, eitt litið af mýmörgum. Að lokum er skylt að taka það sérstaklega fram, að samkvæmt öruggri vissu minni er engin persónanna I þessari sögu á lista Seðlabankans vegna ávísanahringsins. Halldór Halldórsson.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.