Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1976. Margir vilja fá ylrœktarver til sín Sími 26933 1. september sölu- skráin er komin út, heimsend ef óskað er. Kaupendur ath. að á söluskrá okkar er fjöldi eigna sem enn hafa ekki kom- izt í auglýsingu. Seljendur ath. að það stóreykur möguleika á sölu eignar yðar að hafa hana á söluskrá okkar. Eigna- markaóurinn — en þrir aðilar hafa sýnt verulegan áhuga Á hreppsnefndarfundi í Mos- fellshreppi á mióvikudags- kvöldið var samþykkt að skrifa landbúnaðarráðuneytinu bréf og óska eftir að athugað yrði hvort reisa mætti hollenzkt ís- lenzkt ylræktarver í Mosfells- sveitinni. Mosfellshreppur er þriðji aðilinn sem sýnir þessu ylræktarveri verulegan áhuga. Hinir tveir eru Hveragerði og Reykjavík sem hefur bent á jörðina Engi sem góðan sama- stað fyrir ylrækt. „Málið er á algjöru frumstigi hjá okkur," sagði Jón Baldvins- son sveitarstjóri í Mosfellssveit. „Við tókum það mál fyrir á hreppsnefndarfundi á miðviku- daginn að bjóða aðstöðu fyrir ylræktarver i hreppnum. Þar var samþykkt að rita land- búnaðarráðuneytinu bréf þar sem lýst væri yfir að við værum reiðubúnir til viðræðna um málið." Jón sagði ennfremur að ekk- ert ákveðið landrými hefði verið ákveðið fyrir vlræktar- verið. Hins vegar kæmu margir staðir til greina, bæði í einka- eign og eigu hreppsins. ,,Þó ég segi sjálfur frá,“ bætti Jón Baldvinsson við, „þá tel ég að hagkvæmast yrði að reisa ylræktarverið í Mosfellssveit. kannski fyrir utan Hveragerði. Heita vatnið sem Reykvíkingar nota er jú tekið hjá okkur. Það hlýtur að verá hagstæðara að b.vggja ylverið sem næst hita- uppsprettunum." Hvaða Hollendingar vilja reisa ylrœktarverið? Það eru nokkur hollenzk fyrirtæki sem óskuðu eftir at- hugun á því hvort til greina kæmi að reisa ylræktarver hér á landi. Aðeins eitt þeirra fer fram á að verða hluthafi í ver- inu og vill það eiga fjórðapart af öllu hlutafé. Þarna er um að ræða stórfyrirtækið Voskamp & Vrijland sem er stærsti gróðurhúsaframleiðandi í heimi. Fyrirtækið framleiðir um 400 hektara af gróðurhús- um á ári. Hollenzka rafmagnsfyrir- tækið Philips kemur til með að sjá um lýsingu gróðurhúsanna og enn eitt hollenzkt fyrirtæki, Moolenaar, hefur boðizt til að sjá um dreifingu afurðanna er- lendis. Þessar upplýsingar eru fengnar hjá Birni Sigurbjörns- syni forstjóra Rannsóknastofn- unar landbúnaðarins. Stofnun hans hefur tekið að sér fyrir landbúnaðarráðuneytið að kanna þá staði sem til greina koma fyrir ylræktarver. Björn sagði ennfremur í samtali við DB að aðilar um allt land hefðu sýnt áhuga á að fá hollenzk / íslenzkt ylræktarver til sín en Reykjavík, Hveragerði og Mosfellshreppur hefðu óskað sérstaklega eftir viðræðum. — AT — Laugavegur 26: Ellefu verzlanir opna I gær voru opnaðar 11 verzlanir í húsnæði því semHúsgagnahöllin var áður í að Laugavegi 26. Neðsta hæð hússins hefur verið innréttuð þannig að hver verzlun fær sinn bás. Er DB-menn bar að garði voru smiðir og aðrir iðnaðarmenn ásamt eigendum verzlananna að hamast við að ganga frá innréttingu þeirra. Ekki gafst tóm til að ræða við fólkið þar sem tíminn var orðinn naumur enda voru' verzlanirnar opnaðar klukkan níu í gærmorgun. Eftirtaldar verzlanir verða þarna til húsa: Bókabúð Braga flytur úr Hafnarstrætfnu á Laugaveginn. Plötuportið stofnar þarna sína aðra verzlun en heldur áfram með verzlunina á Laugavegi 17. Tízkuverzlunin Sonja verður með verzlun í þessu húsnæði, en rekur áfram eldri verzlunina í Suðurveri. Blómabúðin Blómava! verður með útibú á Laugaveginum en heldur áfram í húsnæóinu v/ Sig- tún. Tízkuverzlunin Boutique flytur starfsemi sina á Laugaveg 26. Verður þarna aðallega verzlað með ilmvötn og snyrtivörur. Gullsmiðirnir Jón og Óskar stofna þarna nýja verzlun en verða áfram með eldri verzlun sína á Laugaveginum. Að sögn Sigurðar Hjartarsonar (sonur eiganda hússins) er fyrirhugað að leigja efri hæð hússins einnig undir verzlanir. Er búizt við að sú hæð verði fullfrá- gengih 1. nóvember næst- komandi. í kjallara hússins verður aðstaða fyrir lager verzlananna og einnig verður þar kaffistofa en eingöngu fyrir starfsfólkið. Ný verzlun verður til húsa í þessari byggingu. Sú verzlun — hver i sínum bás kemur til með að verzla eingöngu með sænskan kristal frá fyrir- tækinu Kosta Boda. Verzlunin nefnist Kosta Boda og er eigandi hennar Guðrún Steingrímsdóttir. Jörgen Ingi Hansen verður með verzlun á Laugavegi 26, en hann hefur rekið verzlun að Laugavegi 42. -BA- Þessi mynd er tekin i verzluninni Kosta Boda. Eigandinn sést hér til vinstri en til hægri sést sá sem hefur umboð fyrir þessar vörur hér á landi. ÖKUÞÓRARNIR SPREYTA SIG VIÐ HAGAFELL — árleg torfœruaksturskeppni Stakks fer fram við Grindavíkurveg á morgun I Björgunarsveitin Stakkur í Keflavík g Njarðvíkum efnir til sinnar árlegu torfæruaksturs- keppni á morgun. Keppni þessi verður haldin í r.ámunda Haga- fells við Grindavíkurveg og hefst klukkan tvö. Búast má við því að allir helztu ökuþórarnir af Suður- landi mæti barna með jeppa sína. Fremur lítið hefur verið um torfæruakstur að undan- förnu, svo að búast má við að torfærumenn sé farið að klæja í lófana að reyna sig og jeppana. Þessi torfæruaksturskeppm Stakks er árlegur fjáröflunar- liður í starfsemi björgunar- sveitarinnar. Ágóðanum er varið til viðhalds og endurnýj- unar á tækjabúnaði sveitarinn- ar. Aðsóknin hefur farið vax- andi með hvcrju árinu og von- ast Stakksmenn til þess að enn einu sinni verði slegið met hvað það varðar. -ÁT- 150 ferm hœð til leigu á bezta staö í borginni. Hentugt fyrir arkitekta, verkfræðinga eða teikni- stofur. Björt og góð húsakynni. L.aus strax. Uppl. á Grettisgötu 16 og í síma 25252. SÖLUBÖRN SÖLUKEPPNI! Frá og með 36. tbl. hefst sölukeppni VIKUNNAR og stendur tvo mánuði. 5NOVUS-VASATÖLVUR í VERÐLAUN. Novus eru mjög ^ fullkomnar vasatölvur, með V 8 tölustöfum, prósentu, kvaðratrót og minni. Söluböm, hringið strax og tryggið ykkur föst söluhverfi. Síminn er 35320. 5 hiimiiiimiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.