Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1976. 22 Utvarp Bíóauqlysinqar eru á bls. 20 Sjónvarp Hann Hermódur danski hefur þessa tók Ragnar Th. ljós- sungið fyrir okkur í sjónvarp- myndari DB á skemmtun í inu og ef til vill tekur hann eitt Háskólabíói. lag fyrir okkur i dag. Mynd Útvarpið í dag kl. 13.30- 17.30: Út og suður Lagarfljótsormurinn Þróinn Jónsson hefur bœði séð og fundið fyrir honum Við rekum, ef svo má segja, endahnútinn á viðtal okkar við Austfirðinga,“ sagði Hjalti Jón Sveinsson sem sér um þáttinn „Ut og suður“ með Astu R. Jóhannesdóttur. „Það er viðtal við Þráin Jónsson athafnamann og þúsundþjalasmið á Egils- stöðum. Hann hefur oft séð Lagarfljótsorminn og fundið fyrir honum.“ Hjalti Jón sagði að þau fengju ýmsa góða gesti, svo sem hóp fólks, „Amanda Marga,“ er leggur stund á hugleiðslu. Þau munu syngja andlega styrkj- andi lög. Hermóður Birgir Al- freðsson, danskrar ættar sem býr í stærsta múrsteinshúsi landsins, Sænska frystihúsinu, mun reka nefið inn. Hann er nýbúinn að dvelja í Danmörku og keypti þar plötur fyrir 50 þús. kr. Eitthvað fáum við að heyra af þeim. Ýmislegt fleira hafa Hjalti og Asta í pokahorninu og þau ætla einnig að leggja meiri áherzlu á músík. Þau fara brátt að hætta með þáttinn. „Ég fer að kenna í Kvennaskólanum og held áfram að læra íslenzku, en Ásta fer að kenna í Fiskvinnsluskól- anum,“ sagði Hjalti Jón. —EVI Sjonvarp i kvöld kl. 21.50: Brigham Young LEITIN AÐ BETRA MANNLÍFI Bandarísk bíómynd frá árinu 1940 verður sýnd í sjónvarpinu kl. 21.50 í kvöld. Nefnist hún Brigham Young og fjallar um mormóna í Illinois-ríki í Banda- rikjunum. Kristnir menn ofsækja mormónana og taka leiðtoga þeirra af lífi. Við stjórn safnaðarins tekur Brigham Young, sem leiðir trú- bræður sína í vesturátt með þá von í brjósti að finna stað þar sem hægt er að lifa í sátt og samlyndi. Baksvið myndarinnar skiptir miklu máli, hin hrikalega nátt- úra, eyðimerkurnar, fjöllin og slétturnar gefa myndinni gildi, og fyrir utan söguþráðinn spilar barátta mannsins við náttúruöflin mikið inn I mynd- ina. Kvikmyndahandbókin gefur þessari mynd þrjár stjörnur og segir hana vera áhugaverða en ekki neitt sérstaklega spenn- andi. Með aðalhlutverk fara Tyrone Power, Dean Jagger og Linda Darnell. Handrit gerði Louis Bromfield en Henry Hathaway leikstýrði myndinni. Þýðandi myndarinnar er Jón O. Edwald. — KL Tyrone Power og Linda Darnell í hlutverkum sínum í myndinni sem sýnd verður í sjónvarpinu i kvöld Sjónvarp I dag kl. 21.00: Ugla sat á kvisti Uglan komin aftur á kreik — endursýndur þátturinn með Sigfúsi Halldórssyni tónskáldi Sjónvarpið endursýnir skemmtiþáttinn „Ugla sat á kvisti“ í kvöld kl. 21. Þáttur þessi er tileinkaður Sigfúsi Halldórssyni, tónskáldi og list- málara. Sigfús er einna þekkt- astur fyrir sönglög sín og hver þekkir ekki „Litlu fluguna" hans Sigfúsar. Á prenti hafa verið gefin út eftir hann 30 sönglög og kórverk hans, Stjáni blái, hefur verið gefið út á plötu. Sigfús hélt fyrstu leiktjalda- sýningu sem haldin hefur verið á íslandi en hann starfaði um skeið hjá Þjóðleikhúsinu. Einnig hefur hann haldið nokkrar einkamálverkasýning- ar. Stjórnandi þáttarins er Jónas R. Jónsson, en meðal þátttak- enda eru Fjórtán fóstbræður, Haukur Morthens, Björgvin Halldórsson og fleiri. Munu þeir syngja lög eftir Sigfús, hver með sínu nefi. Sjálfur mun Sigfús taka lagið og leikur hann væntanlega Litlu fluguna. Margir telja þó Sigfús betri lagasmið en söngmann. Þátturinn var áður á dagskrá sjónvarpsins 13. apríl 1974. — KL 'Sigfús Halldórsson tónskáld meö stjórnanda Uglunnar. Jónasi K. Jónssyni. SISS Laugardagur 11. september 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbœn kl. 7.55. Morgunstund bamanna kl. 8.45: Sigurður Gunnars- son les sögu sína. „Frændi segir frá“ (10). Óskalög sjúklinga kl. 10.25: Kristín Sveinbjörnsdóttir kynnir. 12.00 Dagskráin, Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir og fróttir. Tilkynning- ar. Tónleikar. 13.30 Út og suður. Ásta R. Jóhannesdótt- ir og Hjalti Jón Sveinsson sjá um síðdegisþátt með blönduðu efni. (16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir). 17.30 Ferðaþœttir eftir Bjama Sœmunds- son fiskifræðing. Óskar Ingimarsson les úr bókinni „Um láð og lög“ (4). 18 .00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Noregsspjall. Ingólfur Margeirsson fjallar um nokkra viðburði sumarsins i Noregi. 20.05 Óperutónlist: Þættir úr „Orfeus og Evridís" eftir Gluck. Grace Bumbry og Anneliese Rothenberger syngja með Gewandhaus hljómsveitinni og út- varpskórnum í Leipzig. Stjórnandi: Vaclav Neumann. 20.50 „Oblótan", smásaga eftir Hans Bender. Þýðandinn, Erlingur Halldórsson, les. 21.25 Tvö hjörtu í valstakti. Robert Stolz flytur nokkur laga sinna með hljóm- sveit. 21.50 „Leyfið okkur að syngja" Jón frá Pálmholti les frumort ljóð. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir.Dagskrárlok. Sunnudagur 12. september 8.00 Morgunandakt. Séra Sigurður Páls- son vígslubiskup flytur ritningarorð og bæn. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Lótt morgunlög. 9.00 Fréttir. Utdráttur úr forustugrein- um dagblaðanna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10 Veður- fregnir). a. Messa nr. 6 í Es-dúr eftir Franz Schubert. Pilar Lorengar, Betty Allen, Fritz . Wunderlich, Manfred Schmidt og Josef Greindl syngja með Heiðveigarkórnum og Fílharmoníu- sveit Berlínar. Stjórnandi: Erich Leinsdorf. b. Píanókonsert í B-dúr (K595) eftir Wolfgang _ Amadeus Mozart. Alicia de Larrocha'og Suisse- Romande hljómsveitin leika; Pierre Colombo stjórnar. 11.00 Messa í Keflavíkurkirkju (hljóðr. á sunnudaginn var). Prestur: Séra Ólafur Oddur Jónsson. Organleikari : Geir Þórarinsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.20 Mór datt það í hug. Bryndís Jakobs- dóttir húsfreyja á Akureyri rabbar vió hlustendur. 13.40 Miðdegistónleikar. Píanóleikararn- ir Wilhelm Kempff, Christoph Eschendach og Stefan Askenase, — söngvararnir Edith Mathis, Dietrich Fischer-Dieskau, Lisa Otto o.fl. flytja sígilda tónlist ásamt frægum hljóm- sveitum. 15.00 Bikarkeppni Knatspymusambands íslands; úrslitaleikur. Jón Ásgeirsson lýsir síðari hálfleik Vals og Iþrótta- bandalags Akraness. 15.45 Lótt tónlist frá austurríska útvarpinu. 16.15 Veðurfregnir. Fréttir. 16.25 Alltaf á sunnudögum. Svavar Gests kynnir lög af hljómplötum. 17.10 Bamatími: Ágústa Bjömsdóttir stjómar. Kaupstaðirnir á íslandi: Akranes. 1 tímanum segir Björn Jóns- son sóknarprestur ýmislegt um sögu kaupstaðarins, og Helgi Daníelsson lögreglumaður greinir m.a. frá upp- hafi knattspyrnuiðkunar á Akranesi. 18.05 Stundarkom með ítalska söngvaran- um Giuseppe di Stefano. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynninr. 19.25 Orðabelgur. Hannes Gissurarson sér um þáttinn. 20.00 Tónlist eftir Mozart. Elly Ameling, Irwin Gage og Concertgebouwhljóm- sveitin I Amsterdam flytja þrjú tón- verk. Stjórnandi: Hans Vonk. a. „Voi averte un cor fedele“ (K217). b. Rondó í D-dúr (K382). c. „Ch’io mi scordi di te?“ (K382). 20.30 „Einn er Guð allrar skepnu". Ágrip af sögu Kaþólsku kirkjunnar á íslandi frá 1855 til vorra daga. Sigmar B. Hauksson tekur saman dagskrána. Lesarar með honum: Helga Thorberg, Kristinn Jóhannsson og Gunnar Stefánsson. 21.50 Sembaltónlist. William Neil Roberts leikur tvær sónötur eftir Carlos Seixas. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög. Sigvaldi Þorgilsson danskennari velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir. Dagskráarlok. d ^gSjónvarp I Laugardagur 11. september 18.00 íþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. Hló. 20.00 Fróttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Maður til taks. Breskur gaman- myndaflokkur. Þýðandi Stefán Jökulsson. 21.00 Ugla sat á kvisti. Skemmtiþáttur til einkaður Sigfúsi Halldórssyni. Meðal þátttakenda eru Fjórtán Fóstbræður, Haukur Morthens, Björgvin Halldórs- son og margir fleiri. Áður á dagskrá 13. apríl 1974. 21.50 Brigham Young. Bandarísk bló- mynd frá árinu 1940. Handrit Louis Bromfield. Leikstjóri Henry Hat- haway. Aðalhlutverk Tyrone Power, Linda Darnell og Dean Jagger. Mormónar I Illinois-fylki eru ofsóttir af kristnum mönnum, og leiðtogi þeirra, Joseph Smith, er tekinn af llfi. Brigham Young tekur við stjórn safnaðarins að Smith föllnum, og hann leiðir trúbræður sína I vesturátt I von um að finna land, þar sem allir geti lifað I sátt og samlyndi. Þýðandi Jón O. Edwald. 23.40 Dagskráifok. Sunnudagur 12. september 18.00 örkin hans Nóa. Bresk teiknimynd um Nóaflóðið. „Rokk-kantata“ eftir Joseph Horovilz við texta Michaels Flanders. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. Áður á dagskrá á gamlársdag, 1975. 18.25 Gluggar. Bresk fræðslumynda- syrpa. Þýðandi og þulur Jón Ó/ Edwald. Hló. 20.00 Fróttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.35 Halldór Laxness og skáldsögur hans VI. í lokaþætti þessa myndaflokks ræðir Helga Kress, bókmenntafræð- ingur, við skáldið um Paradísarheimt og Kristnihald undir Jökli. Stjórn upptöku Sigurður Sverrir Pálsson. 21.25 Ljóð og jass. Þorsteinn frá Hamri. . Steinunn Sigurðardóttir, Jóhann Hjálmarsson og Nína Björk Árna- dóttir lesa eigin Ijóð við jassundirleik. Karl Möller samdi tónlistina og er jafnframt hljómsveitarstjóri, en hljóðfæraleikarar auk hans eru Guð- mundur Steingrímsson, Gunnar Ormslev, Arni Scheving og Örn Ár- mannsson. Dansarar eru Guðmunda Jóhannesdóttir, Ásdis Magnúsdóttir. Guðrún og Ingibjörg Pálsdætur og Gunnlaugur Jónasson og dansaþau frumsamda dansa. Snorri Friðriksson sá um útlit. Stjórn upptöku annaðist Tage Ammendrup. 21.50 iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 22.40 Aö kvöldi dags. Hákon Guðmunds- son, fyrrum vfirborgardómari. flytur hugleiðingu. 22.50 Dagskrárlok.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.