Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 11.09.1976, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 11. SEPTEMBER 1976. i; HA LEÐURSTIGVEL Á KVENFÓLK Stœrðir: 36—41 Litur: Brúnt og svart Skóbúðin Snorrabraut 38 Sími 14190 Iðnaðarhúsnœði til leigu Við 'Brautarholt er til leigu ca 122 fermetra iðnaðar- eða skrifstofu- húsnæði. Laust 1. október 1976. Húsnæði er á 3. hæð. Upplýsingar um húsnæðið í síma 19485 milli kl. 7 og 9 næstu daga. Almenni músikskólinn Kennsla hefst 20. september. Kennt verður á eftirtalin hljóðfæri: DÆGURLAGA-OG JAZZDEILD BARNADEILD ÞJÓÐLAGADEILD trompet melódika pianó saxófónn og gítar orgel harmóníka gítar fiðla og flauta básúna og bassi Nánari upplýsingar daglega í síma 75577. Innritun (stað- festist með greiðslu) virka daga á skrifstofu skólans, Háteigsvegi 6 kl. 17—19. Mólaskólinn Mímir I.ifandi tuugumálakennsla. IVIikið um nýjungar. Kvöld- námskeið — siðdegisnámskeið. Samtalsflokkar hjá Eng- lendingum. Léttari þýzka. íslenzka fyrir útiendinga. Franska. spánska, italska. Norðurlandamálin. Hin vinsælu enskunámskcið barnanna. Unglingum hjálpað fyrir próf. Innritun í sima 10004 og 11109 kl. 1-7 e.h. Opið allan sólarhringinn Bíloeigendur Ef þið þurfið að láta flytja eða sækja bílinn, bilaðan eða klesstan, aðstoðum við ykkur. Gerum föst verðtilboð. Félagsmönnum í FÍB er veittur af sláttur af allri vinnu. BÍLABJÖRGUN Sími 22948 Bílasendlar óskast strax Uppl. í síma 27022 BMBIAÐIB INGI R. GETUR NÁÐ STÓRMEISTARATITLI — og Haukur Angantýsson orðið alþjóðlegur meistari. Rœtt við Jóhann Þórir Jónsson annan skókstjóra mótsins Skákstjórar Reykjavíkur- mótsins eru tveir — Jón Þ. Þór og Jóhann Þórir Jónsson. Starf skák- stjóranna er að fylgjast með þvl að mótið fari fram lögum sam- kvæmt. DB náði tali af öðrum þeirra, Jóhanni Þóri Jónssyni, og spurði hann hvort þeir hefðu haft mikið að gera. ,,Nei, þetta hefur allt gengið vel,“ svaraði Jóhann. „Aðalstarfið okkar hefur verið að þagga niður í áhorfendum. Þetta hefur þó alls ekki verið neitt hávaðasamt mót en það koma svona tarnir þegar áhorfendur þurfa að ræða um á- kveðin atriði." — Hvað er það sem hefur komið þér mest á óvart í þessu móti? ,,Það er tvímælalaust frammistaða Inga R. Jóhanns- sonar. Þó er þetta kannski ekki beint óvæntur árangur, því að allir skákmenn vita að Ingi er mjög sterkur skákmaður. Öllu heldur kemur árangurinn á óvart af því að hann er ekki í neinni æfingu. Ef Inga tekst að vinna þær fjórar skákir, sem hann á eftir, hefur hann náð stórmeistara- árangri. Hann er nú kominn með sjö vinninga en þarf að ná ellefu. Það eru fleiri en Ingi sem hafa ákveðið markmið til að keppa að. Haukur Angantýsson er kominn með fjóra og hálfan vinning og þarf að vinna allar þrjár skákirnar, sem hann á eftir, til að ná alþjóðlegum meistaratitli." Allt er nú óvíst um það hver muni vinna Reykjavíkurmótið. Jóhann var inntur eftir því hvern hann teldi sigurstranglegastan. ,,Það er nú það sem við brjótum allir heilann um þessa dagana,“ sagði Jóhann og hló. „En svona að athuguðu máli sýnist mér Friðrik Ölafsson vera sigurstranglegur. Annars er allt til í þessu máli. Þeir fjórir geta jafnvel allir orðið efstir." — Hvernig fer þá með verðlaunin? „Þá verður þeim skipt jafnt milli þeirra efstu.“ — Og ef við rifjum upphæðirnar upp. „Fyrstu verðlaunin eru 2200 dollarar, önnur verðlaun 1600 og þriðju 1000 dollarar. Síðan fer upphæðin lækkandi og endar á áttundu verðlaunum, sem nema 100 dollurum. Auk þess eru veitt 200 dollara verðlaun í svokölluð fegurðarverðlaun." — Aðalathvglin í dag beinist að þeim Najdorf og Tukmakov. Hvor telur þú að vinni? „Það er nú alltaf erfitt að spá þvl að allt getur gerzt í skákinni. En eftir að hafa fylgzt með þeim báðum, tel ég meiri líkur á því að Najdorf vinni,“ sagði Jóhann Þór- ir Jónsson að lokum. -AT- r r r Helgi Ölafsson skákmaður var meðal áhorfenda í félagsheimili Taflfélags Reykjavíkur er bið- skákirnar voru tefldar í gær. DB náði tali af honum og spurði hann fyrst hvernig stæði á því að árangur hans í Reykjavíkurmót- inu væri ekki betri en raun ber vitni. „Ég er í hálfgerðu óstuði þessa dagana,“ svaraði Helgi. „Skýringin á því kann ef til vill að vera sú að ég hef teflt of mikið að undanförnu og er því orðinn þreyttur. Ég tefldi á nokkuð sterku skákmóti í New York fyrr í sumar og hef kannski lagt heldur hart að mér þar.“ — Nú hafðir þú að ákveðnu marki að keppa á þessu móti, — það er alþjóðlegri meistaratign. Hefur þú ekkert lagt á þig að reyna að ná þvi marki að þessu sinni? „Nei, mér liggur ekkert á. Ég þurfti að fá að minnsta kosti fimmtíu prósent vinninga að þessu sinni en er bara kominn með þrjá og hálfan vinning. Reyndar verður annað mót í október þar sem mér gefst kostur á að ná alþjóðlegum meistaratitli. Það getur svo sem alveg eins verið að ég leggi að mér þá, en get svo sem ekkert sagt um hvort ég keppi að því núna.“ Helgi Olafsson hefur skrifað um Reykjavikurmótið í Þjóðvilj- ann. Hann býst við að halda skák- skrifum þar áfram í vetur. — AT — „EG ERI HALFGERÐU ÓSTUÐINÚNA" r — segir Helgi Olafsson um frammistöðu sina ó Reykjavikurmótinu Sigalda: Misjafnar skoðanir ó yfirgreiðslutilboðinu Ekki er búið að fjalla um hið nýja tilboð til 120 manna við Sig- ölduvirkjun sem felst i því að ljúka við frágang aðrennslis- skurðar við stöðvarhúsið. Munu menn þar eystra ekki á eitt sáttir um ,,tilboðið“ og telja að ýmsir aðrir séu hlunnfarnir eigi þessir 120 menn að fá sérstaka auka- greiðslu fyrir þetta áhlaupaverk. Trúnaðarmaður einnar stéttar þar eystra hafði samband við blaðið og kvað margar stéttir hafa verið hafðar útundan við samn- ingaumræðurnar. Þar hafi þó verið yfirtrúnaðarmaður og trúnaðarmaður trésmiða en þeirra hlutur þar eystra sé beztur fyrir og 30% aukagreiðsla kæmi þeim því vel. Ekkert samband hefði verið haft við járnsmiði, raf- virkja, múrara og fleiri stéttir. „En þessir ákveðnu 120 menn 1 sérstöku áhlaupaverki skapa mjög aukið álag á ýmsa aðra starfshópa og þeirra aukahlutur á enginn að verða,“ sagði við- mælandi Dagblaðsins. Taldi hann að lyki þessu ákveðna verki 4. október fylgdu fjöldauppsagnir fast á eftir og drögin að þessu samkomulagi mætti því kalla: „Kleppur hraðferð í atvinnu- leysið í bænum“. Helgarfrí var í Sigöldu um þessa helgi og verður því vart fundað um tilboðið til áhlaupa- verksins fyrr en á mánudag. Ný pökkunar- og geymsluaðferð ó laxi lofar góðu: Alþjóðlegt pökkunarfyrirtœki vill gera frekari tilraunir með aðrar fisktegundir Fulltrúi alþjóðaumbúðafyrir- tækisins Grace hefur lýst yfir áhuga sinum á að Rannsókna- stofnun fiskiðnaðarins hér geri tilraunir með að pakka fleiri tegundum en laxi í lofttæmdar umbúðir til flutnings í kælingu, en eins og blaðið skýrði frá fyrir skömmu er nú að ljúka saman- burðarrannsóknum á þessari pökkunaraðferð og gildi hennar fyrir geymsluþol á laxi. Að sögn Helga Þórhallssonar efnaverkfræðings kom hinn erlendi fulltrúi hingað í vikunni og bar upp þessa hugmynd en stofnunin hefur ekki tekið af- stöðu til hennar enn. Endanlegar niðurstöður tilraunanna með laxinn liggja ekki fyrir en ljóst er að geymsluþol hans er mun meira í þessum umbúðum miðað við lax geymdan óvarinn 1 kælingu. Það þýðir að hugsanlega væri hægt að flytja laxinn ferskan á Evrópumarkað, aðeins kældan, en sem kunnugt er glatar hann alltaf talsverðu við frvstingu. -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.