Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 24.09.1976, Blaðsíða 2
2 DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1976. Dómsvaldið hefur um of undir ríkisgeironn að sœkja! Jón Arngrímsson, Háteigsvegi 52 skrifar: „Miklar umræöur hafa undanfarið farið fram um dómskerfi okkar tslendinga. Þar hefur verið bent á að mörgu virðist vera mjög áfátt. Ef dómsvaldið á að geta starfað eðlilega og óháð rikisvaldinu verður það að halda sjálfstæði sínu gagnvart þvi. Enda er svo, að einn af hornsteinum lýðræðis gerir ráð fyrir skiptingu valdsins í þrjá megin- flokka, dómsvald, fram- kvæmdavald og löggjafarvald. Þessir þættir verða að vera hver öðrum óháðir ef vel á að fara. En er þessu svo háttað hér? Er til að mynda löggjafarvaldið óháð framkvæmdavaldinu, sem eðli sínu samkvæmt leitar alltaf inn á sVið dómsvalds og löggjafarvalds? Nei, því miður er löggjafarvaldið allt of háð framkvæmdavaldinu. Þingið er — eins og við þekkjum frá svo mörgum þingum — aðeins málpípa framkvæmdavaldsins, ríkisstjórnarinnar. Það sannaði dæmið um samningana við Breta. Hvað þá um dómsvaldið? Er það háð framkvæmdavaldinu? Já, því miður. Hér er þvl þannig háttað gagnstætt því sem gerist í flestum réttarríkj um að dómsvaldið er hluti af ríkiskerfinu en ekki sjálf- stætt vald. Pólitískur ráðherra skipar í stöður og veitir stöðuhækkanir. Hann ræður launakjörum og fram- kvæmdum. Afleiðing þess er, að dómstólar dæma oft sam- kvæmt ,,pöntun“ ríkisvaldsins. Vmis dæmi má nefna en hið nýjasta er dómurinn um jafn- rétti í launamálum starfs- manna Alþingis. Athyglisverð er umsögn Jafnlaunaráðs í því sambandi. Dómstólar eru nú, því miður, aðeins afgreiðslustofnun fyrir ríkisvaldið. í sumar komst Hæstiréttur að þeirri niður- stöðu að í máli um forræði barns væri hann ekki úr- skurðarhæfur. Hann benti á lög Því eru dómstólor okkar um of hóðir ríkisvaldinu og verða afgreiðslustofnun ríkisins, segir Jón Arngrímsson eða reglugerð þar að lútandi. Sem sé, að aðeins dómsmála- ráðuneytið færi með æðsta úr- skurðarvald í slíkum málum. Hvað er að gerast I dómsmálum þegar Hæstiréttur úrskurðar að hann sé ekki í rétti til að fara með endanlegan dóm?Þá hefur það gerzt að Hæstiréttur dæmdi eignarrétt á verðmætum sem dómurinn vissi að voru tengin ófrjálsri hendi. Hann dæmdi ekki eignarréttinn hinúm .rétta eiganda — nei, heldur þeim er tók verðmætin ófrjálsri hendi. I því tilfelíi var eigandinri einn af þeim sem Jónas Haralz kallaði „ekki verðugur“ í nýlegri Moggagrein. Nei, því miður er dómsvaldið alls ekki nógu óháð ríkisvald- inu. I þjóðfélagi nýríkra og ættarsambanda grefur um sig spilling og hún nær inn í alla þrjá meginflokka ríkis- skiptingarinnar, dómsvaldið, framkvæmdavaldið og lög- gjafarvaldið. Eins og málum er nú skipað tengjast þættirnir um of — það verður að slíta þá úr tengslum hvern við annan. Þannig að hér á landi verði sjálfstæðir dómstólar, sjálfstætt löggjafar- vald og sjálfstætt framkvæmda- vald.“ Kolli fólksins ekki sinnt — leiðakerfi SVR í Breiðholti verður að bœta Breiðholtsbúi hafði samband við DB: „Hverjir stjórna eiginlega þessari hringavitleysu sem kölluð er strætisvagnaferðir hér upp í Breiðholt. Hér á ég við t.d. leið nr. 14. Er meiningin að stefna öllum vögnum inn á skólalóðir og barnaheimili hverfisins. Ég á við Breiðholts- skóla, Fellaskóla og Hólahverf- ið, þar sem gert er ráð fyrir leikvelli fyrir börnin og þar aka SVR inn á svæðið. Einnig er hægt að benda á Norðurfell að Iðufelli, en þar fara leið'r 12,13 og 14. Eru þar því 3-4 vagnar í einni dembu. Svo eru börnin á leið í skólann og það er mesta mildi að ekki skuli hafa hlotizt slys af þessu. Það er vagnstjór- unum að þakka, þeir eru svo vökulir. Ég skil ekkert í lög- reglunni að stöðva þetta ekki. Þeir gera það kannski ekki fyrr en slys hefur hlotizt af. Nú hefur verið leitað til full- trúa Sjálfstæðisflokksins I Breiðholti varðandi þetta mál. Gerð var áætlun fyrir vagn nr. 14, sem formaður SVR veit vel um. Einnig var talað við full- trúanajl borgarstjórn, en þessu máli var ekki sinnt frekar en endarnær. Svo virðist sem SVR séu reknir sem einkafyrirtæki, vegna þess að kvartanir eru alltaf hundsaðar. Ég vil skora á ráðamenn SVR að tala við fulltrúa Breiðhyltinga sem fyrst og kynna sér nýja leiðakerfið, sem gert hefur verið. Ekki má gleyma Seljahverf- inu sem er eins og fangelsi. Þangað ganga vagnar aðeins frá kl. 7 á morgnana til 7 á kvöldin upp að verkamannabú- stöðunum. Ég skora á viðkom- andi forráðamenn að svara kalli fólksins um betri sam- göngur. Vonandi heyrist frá SVR og fulltrúaráði Sjálf- stæðisflokks um þetta mál.“ Það er mildi að slys hafa ekki orðið við leiksvæði i Hólahverfi þar sem SVR aka um. Hundar eiga ekki heima ó Til Vilmundar Gylfasonar Hermundur sendi DB eftirfarandi: Vilmundur ég vona það að verk þitt verði ei einangrað og leiddu fram þann glæpalýð kaffi - stofum J.G. hringdi: „Hundaeigendur eru farnir að færa sig upp á skaftið. Eg var um daginn á sýningu a Kjarvalsstöðum og þá voru þar ung hjón með hundinn með sér. Mér finnst þetta alls ekki viðeigandi. Hundaeigendur eiga að sýna fólki þá tillitssemi að fara ekki með hunda sina inn á opinbera staði og allra sízt á kaffistofur, eins og í þessu tilfelli. Mér er ekki illa við hunda, en það er mjög illa farið ef nokkrir hundaeigendur ætla að spilla gleði margra, sem hugsa vel um hunda sína og láta þá ekki þvælast: lausa eða annars staðar þar sem þeir angra aðra.“ sem leynzt hefur hér í seinni tíð. Dómsvaldið er doða haldið dragnast áfram þeirra er valdið salta niður sakamálin myrk er orðin i þeim sálin. Hertu hrútinn hetjan mikla herrar þessir á lygi stikla láttu aldrei undan siga sæktu fram til orðsins viga. Vá fyrir dyrum i voru landi varast skalt það er illur andi sem svifur yfir þeirra verkum þú skalt berjast með orðum sterkum. Lélegir f jölmiðlar €€ Þaö er leitt ef kærulausir hundaeigendur eyðileggja fyrir þeim sem hugsa vel utt. hunda sína. Hann kaus að nefna sig Tuma maður er sendi okkur þessa visu til birtingar: Lélegum fjölmiðlum létt væri að fórna landinu ábyrgir menn þyrftu að stjórna sem réðu við málin og rýmkuðu gjöldin þá rekinn á dyr yrði bitlingafjöldinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.