Dagblaðið - 24.09.1976, Síða 3

Dagblaðið - 24.09.1976, Síða 3
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. SEPTEMBER 1976. Kannabisef ni leyfð í USA — því ekki ó íslandi? — segir fyrrverandi neytandi og bendir á heróin hér á landi Fyrrverandi neytandi skrifar: „Þann 16. september síðast- liðinn birtist í Dagblaðinu grein frá Helga nokkrum þar sem hann er að svara bréfi frá lesanda, sem er að svara fyrra bréfi frá Helga. Mikið hefur verið skrifað um fíkniefni að undanförnu og víst er að þau eru flest mjög skaðleg og á allan hátt óæskileg í þjóðfélaginu. En það er ekki sama hvað barnið heitir t.d. er mjög mikill munur á ópíum og kannabisefn- um. Ópíumefni svo sem morfín og heróin eru lítið sem ekkert notuð af ungu fólki hérlendis og ei fáanleg á opnum markaði vegna þess að ungt fólk hér hefur ekki áhuga á þeim og því enginn grundvöllur fyrir sölu á þessum efnum, sem eru mjög hættuleg neytanda sínum. T.d. eru flest dauðsföll tengd eiturlyfjum vegna of stórs skammts af heróíni. (1) En hingað til eru engin dauðsföll kunn af völdum kannabisefna. Það er staðreynd að í sumum ríkjum í Bandaríkjunum hefur banni við neyzlu kannabisefna verið aflétt og í viðtölum við skóla- fólk hefur komið í ljós hversu jákvæð áhrif þetta hefur haft. Til dæmis hefur spennan minnkað milli skólayfirvalda og lögreglu annars vegar og neytenda hins vegar og auð- veldara er að fá unglingana til að tala um málið. Áfengi, sem er hinn löglegi vímugjafi hérlendis er að flestu leyti mjög óheppilegur þannig að neytendur örvast mjög mikið og hættir til að fremja ýmsa glæpi í ölæði. Einnig er drukkið fólk oft skapmikið og mikið er um slagsmál, sem oft eru grimmileg. Kannabisneytendur eru aftur á móti mjög rólegir og afslappaðir og elska friðinn meira en nokkuð annað og því langt frá því að vera skaðlegir umhverfi sínu eins og áfengis- neytendur eru oft. Það er algjör misskilningur hjá fólki að ef hassneytandi nær ekki í hass þurfi hann sterkari efni(l) og engin sönn- un hefur heldur verið sett fram -þar að lútandi. Það er staðreynd að kanna- bisefni eru skaðlaus neytanda sínum og umhverfi hans og þá staðreynd eru menn óðum að viðurkenna svo sem sést á framvindu mála i Banda- ríkjunum, og eru kannabisefni á allan hátt heppilegri vímugjafi en áfengi. Helgi segir að það að smygla eða dreifa fíknilyfjum á meðal borgara að ungt fólk noti ekki morfín og Það er mikið að gera í Afengisverzlun rikisins enda er þar seldur hinn eini löglegi vimugjafi hérlendis. þjóðfélagsins sé undan- tekningarlaust ógeðslegasti og lágkúrulegasti glæpur sem hægt er að fremja. Þetta er eflaust smekksatriði en per- sónulega mundi ég telja þjófnaði, nauðganir, líkams- árásir og morð ógeðslegri glæpi. (2) „Hassneytandi verður ekki líkamlega háður lyfinu og fær ekki fráhvarfseinkenúi ef hann hættir neyzlunni. Ekki er talið að neyzla hass hafi eyðileggjandi áhrif á líkamlega heilsu manna.“ Að lokum vill ég undirstrika að þegar talað er um fíkniefni eru tveir ólíkir hlutir kannabis- efni og önnur efni.“ Bækur, sem vitnað er í: (1) Drugs (medical, psychologi- cal and social facts, Peter Laure) (2) Flóttinn frá raunveru- leikanum. Vilhjálmur G. Skúlason. TORFÆRUKEPPNIVERÐSKULDAR SESS HJÁ SJÓNVARPINU Torfæruakstursaðdáandi skrifar: „Torfærukeppnir eru árlegir viðburðir hér á landi og njóta Raddir lesenda mikilla vinsælda. Því til árétt- ingar má benda á að áhorfend- ur eru fleiri á torfærukeppnum en knattspyrnuleikjum i ts- landsmótinu. Torfærukeppni er vissulega íþrótt og því er lágmarkskrafa að skýrt sé frá slíkum keppnum í íþróttaþætti sjónvarpsins og þá jafnvel að sýna alla keppn- ina samanber sýningu á hesta- mannamótum, sem enginn horfir á. Alveg er ég viss um að fl'eiri myndu horfa á torfærukeppni í sjónvarpi heldur en eitthvert hesta- mannamótið. Því vil ég beina orðum mínum til Bjarna Felixsonar hjá sjónvarpinu um að kippa þessu sem fyrst í lag. Að vísu kæmi þetta ekki til fram- kvæmda fyrr en á næsta ári. En því miður hefur Bjarni ekki haldið þeirri ágætu reglu, sem Ömar Ragnarsson viðhélt að hafa eins mikla fjölbreytni í íþróttaþáttum sjónvarpsins og kostur er. Sýning frá torfæru- keppnum væri vissuiega skref í þá átt.“ segir unnandi torfœrukeppni og vill fó sýndar myndir frá slikum mótum i sjónvarpi Almenningur bezta verðlagseftirlitið segir vesturbœingur sem tilgreinir dœmi um mismunandi verð i þremur verzlunum þrátt fyrir auglýst verð Vesturbæingur skrifar: „Það er vist samdóma álit flestra aðverðlagseftirlit í verð- bólguþjóðfélagi eins og okkar er miklum annmörkum háð. Þetta vita kaupmenn og margir hafa notfært sér þetta. Þeir hafa notfært sér aðneytandinn fær ekki fylgzt með þeim öru verðsveiflum sem sifellt dynja yfir. Verðlagsskyn neytenda er verulega skert, því miður. Þssu til áréttingar vil ég nefna dæmi. Gulrófur voru fyrst þegar þær komu á markað í sumar á 180 krónur kílóið. Síðan hefur verðið tvívegis verið lækkað. Fyrst í 130 krónur og siðan i 110 krónur. Þann 16. september fór ég i þrjár verzlanir hér i vesturbæn- um Hin fyrsta sem ég fór i seldi gulrófukilóið á 138 krónur. Sú næsta, stór SS verzlun, seldi kilóið á 183 krónur. Sú þriðja, sem var við Framnesveg,seldi kilóið á 110 krónur — eða réttu verði. Þarna munaði 73 krónum á kílóinu — fólk munar um minna og margt smátt gerir eitt stórt. Ef ég hefði ekki heyrt þessa lækkun auglýsta tvisvar þá hefði ég sennilega keypt gul- rófurnar á 183 krónur. Já, aí menningi er betra að vera á varðbergi því fólkið sjálft er bezta verðlagseftirlitið." Spurning dagsins Langar þig að flytjast til útlanda? Gisli Olafsson, vlnnur hjá ATVR. Nei, ég er hræddur um ekki. Ég hef það hvergi betra en hér, að vísu mættu launin vera hærri á Islandi. Rlkharður Jónsson sjómaður. Nei, mér likar ágætlega að búa hér. Annars hef ég ekki kynnzt öðrum löndum að ráði. Steinar Hallgrímsson skrifstofu- maður. Já. ég mundi flytja til Englands. Mér líkar vel við landið og finnst gott að vera þar, svo mundi ég taka fjölskylduna með. Bjarni Einarsson raflinumaður. Nei, ég vildi ekki vera annars staðar. Maður er orðinn svo vanur heimahögunum. Ingunn Sveinsdóttir nemi Já, ég mundi vilja búa ytra. Ég mundi velja Norðurlöndin, þau eru likust þvi sem maður er vanur hérna. Indriði Traustason nemi. Já, ég vildi flytja til Ameríku. Það er ailt í lagi að búa erlendis þvi það er mjög auðvelt að skjótast á milli, það tekur enga stund.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.