Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976. Vikan, sem nú er aú enda sitt skeið, hefur verið með þeim betri á ýmsa lund. Til að byrja með má nefna blessad sjónvarpsleysiö sem hefur veriö afskaplega kærkomin af- slöppun og stofufriöur. Og svo er líka aö nefna nokkur mál sem hafa gert vikuna viðfelldna að ööru leyti. Ekki rengi ég það. aö sjón- varpsmönnum sé skammtaöur skítur úr hnefa í launum, eins og títt er um ríkisstarfsmenn. Ilitt er þó ennþá verra ef satt er, aö ýmsuni stéttum þar i húsi sé borgað lakar en öörum sambærilegum aðilum sem þiggja gjöf af sömu jötu í öðrum ríkisstofnunum. En sjálfsagt verður búið að leysa þetta mál þegar Háaloft þetta kemur fyrir almenningssjónir, og því ekki ráðlegt að fjalla mikið um launamálin út af fyrir sig. En hitt skal ítrekað, að þetta var hinn ákjósan- legasti stofufriður og vinnu- friður, og það ber að þakka, sem vel er gert. Eg man ekki eftir einu einasta atriði sem ég hef saknað úr sjónvarpinu, nema ef vera skyldi auglýsingarnar. í annan stað má svo nefna það er menntamálaráðherra tók á sig rögg og fór að stjórna i stað þess að láta stjórnast. Mér þótti að vísu nokkuð vont, að þetta skyldi bitna á doktornum Braga Jósepssyni, því þótt hann ætti ekki skap saman við menntamálaráðuneytið á sínum tíma, né það við hann, er hann alls góðs maklegur og fjarstætt að meina honum um vinnu, þar sem hann er nógu langt frá ráðuneytinu. En mér hefur alltaf þótt það skrýtin ráðs- mennska ráðherra að láta ein- hverjar nefndir og þess háttar segja sér fyrir verkum, í stað þess að vega og meta málin sjálfir þar sem þeir eru nógu kunnugir til þess. I þessu tilfelli þekkti Vilhjálmur báða þá menn, sem kæmu til með að deila störfum við fjölbrauta- skólann í Breiðholti, og það hefur alltaf þótt viturlegt að velja santan menn sem vitað væri að gætu unnið saman, en að sama skapi lítið viturlegt að leggja þá saman í starf, sem líklegri væru til að fara heldur sinn í hvora áttina. Báðir geta verið mætir út af fyrir sig, en líklega erum við Vilhjálmur sammála um, að í skapi og skoðunum eigi þeir litla samleið. Og svo er hann Jónas minn að ólmast í Birgi Thorlacius út af þessu....sussu sussu' — En Braga verðurðu að sjá fyrir sómasamlegu starfi, Vilhjálmur minn, mundu það! Stofufriður, ráðherraröggsemi og hvernig Tíminn fer að þvi að selja sig út á Vilmund En það skemmtilegasta þessa vikuna — að minnsta kosti þegar þetta er skrifað.er viður- eign þeirra Vilmundar Gylfa- sonar og Alfreðs Þorsteinsson- ar sem Vilmundur segir að sé kallaður aðstoðarmaður ril- stjóra Tímans. Raunar er þeirrar aðstoðar að engu getið í blaðhaus Tímans. Fyrii þá sem ekki þekkja til skal þess getið, að Alfreð bar fram þá kenningu í þriðjudagstímanum, að Vil- mundur skrifaði núna í Dag- blaðið af því það hefði tímt að borga betur en Vísir, og er að sjá að honum líki sú þróun mála illa. Vilmundi hins vegar líkar það illa að almenningur haldi að hann fái vel borgað fyrir greinar sínar, og skrifar því heldur skömmótt bréf til Tímans, sem Alfreð birtir á miðvikudeginum. Ekki get ég skilið hvað kemur Alfreð til að birta það, eins og það er orðljótt og stórvrt í hans garð, nema hann sé einn af þeim sem hefur nautn af að láta kvelja sig og þar að auki af að bera þá nautn sína á torg. Meðal annars segir Vilmundur berum orðum að Alfreð sé vitlaus. Fyrir það, og að ekki skuli hljótast málssókn af, ber Alfreð í bætifláka með því að lýsa því yfir að hann telji Vilmund ekki sakhæfan. Og þar með er hrossaskíturinn far- inn að fljúga í báðar áttir og fljúga fast, og vonandi verður ekki strax lát þar á, þetta eru skemmtilegar skanderingar. Alfreð kallar Vilmund Siðferðiskrata, sem ber víst að skilja sem vont orð, en Vil- mundur kallar Alfreð ósvífinn. Nú má enginn halda að ég ætli að fara að gerast dómari í deilu þeirra. Eg þekki báða mennina lítið, þótt við heilsumst, er við rekumst saman. Með báðum hef ég þó víst unnið einhvern tíma, en það var áður en þeir fengu í sig veðrið. Aftur á móti hef ég stundum undrast, hvað Alfreð á til að vera persónulega ill- vígur, og eins hitt, hvað Vilmundi er oft dæmalaust vel við þá menn sem hann er að hakka í sig. getur þess stundum meira ao segjafast að því berum oröunt, að þetta séu góðir vinir sínir og pabba. Hinu skal ég ekki neita, að mér þykir oft gaman að skrifum Vilmundar og líka hinu, hvað Alfreð leggur sig fram um að gera þau sem lítilmótlegust hvenær sem hann sér sér færi á. Þarna býr meira undir en sýnast kann i fljótu bragði. Og kannski verða þessar línur til þess að ég fái úr því skórið. hvort Alfreð telur mig sakhæfan eða ekki. Það sem mér þykir furðulegt steinkast í glerhúsi hjá Alfreði er þegar hann notar orðið „leigupenni“ hvað eftir annað sem skammaryrði. Hvernig er það, Alfreð minn, skrifar þú í Tímann fyrir ekki neitt? Það mætti segja mér að kaup þitt væri vel í skárra lagi. Þar með hefur þú leigt penna þinn og ert þar með meiri leigupenni heldur en við Vilmundur, sem höfum aðra iðju að aðalstarfi, þótt okkur þyki gaman að slá tvær flugur í einu höggi, skrifa okkur til skemmtunar og útrásar og fá um leið nokkuð fyrir snúða okkar. En sá sem leigir sig til ritstarfa að aðal- starfi hlýtur að vera meiri leigupenni en sá, sem aðeins grípur í það við og við. Það er slæmt, ef þitt mat er lagt á orðið, en mér finnst þetta orð ekkert ljótt. En ein hugsun varð ansi áleitin við mig sl. miðvikudag er ég var að fletta Timanum. Það kynni þó ekki að vera, að Tíminn hefði gjarnan viljað versla við Vilmund og fá greinarnar hans? Það leyndi sér minnsta kosti ekki að Tíminn telur skrif Vilmundar góða söluvöru. Því þvert yfir forsiðu blaðsins yfir hausnum og öllu öðru, var daginn, sem skammarbréf Vilmundar birtist, íhaldsblár borði, sem í var letrað með svörtu: „Vilmundur skrifar í Tímann.“ Þau eru mörg, brögðin, sem beita má til að selja blaðið sitt. Háaloftið SIGURÐUR HREIÐAR HREIÐARSSON áVÍÖaVan8Í /áwSSTangi Vllmundur skrifar Þögn Vilmundar Eins og monn rokur e.t.v minni til, Vilmundur Gylfason 4k.fle*«. þ,Kar þvf var haldift fram I þessum dalkum. a0 hann heffti fengift launahækkun hjá Vfsl eftir aft hann nóf ohróftursskrif sln um Olaf Johannrsson. Motmclti hann histöfum og sagfti. aft rngin prningasjónarmift latgju aft baki skrifum sinum heldur fvrst og fremst sannleiksást "K heifta rlr iki. Svo mjög rriddist þrssi krata-siftferftis- postuli. aft hann krrði blafta- mann Timans fyrir síftareglu- nrfnd Blaftamannafélags Is- lands. o'g auglýstl þann verkn- aft sinn meft abrrandi hartti. i þaft er svo önnur saga. aft einhverjum annarlegum taftum hefur Vilmundur kosift aft þegja yflr urskurfti siftartglunefndarinnar. i Hofnoði 50% tækkun . Siðferðís-krati nefndar Hlaftamam ft^lags I * i _ tillrkiia máli. end i er það nheimilt á sama hitt og VilJ mundi var óheimilt upphafl Irga aftflaggu meft ka-ru sinal Þ<> aft hann gerfti þaft l.atunl lÍKKja milli hluta. r um okkur aft rnn a efni siftferftispostula. neitar þvl aft prnlng.r' nukkur ahrif a skrif sln. Þegar Vilmundur hóf skj aftur nú I hausl. vakti þJ inkkra alhygli. aft þau birt f I DagbU&inu. rn rkki f VlT Ekki stafaði þaft þo af þvl 1 Msir hrffti ekki ahuga á grrl um Vilmundar. siftur en i " fco þegar piitur niKtti nu *l«a íyrstu grein krafftist h J .,r, fvrír 8r,i"®f slf en Vlsir haffti greitt honum | »[• Vlm-men" kváftu kÍrH*ul°* bUÖU h°nUm ? I Tímann SZTM T ^ farandl athuMs0," hjnlr mundi OylSjVf Vil' 'nnihalds alhn» ’ ekk' vegna "samift Um riii ,**'r|e«a ,r Athugasemd >■?,“" vi1ft h»"n. )| **er 4 eftir; V,lm“odar fer ■KiUni||in-u Tl ‘em ritar d.lki,;. /,man*. sá Kerir i daK briÍ? \ v,öavangi. »"■ <«*• ttí* «“•- sH3a$í* 1'*ft "'iiegum orftúm “m yxpsSF'-*-' íSr.ÍA-V" lesrnda Tfma»"f,JJ Jar*feft l*e*sum a»s|0önr *a*«vari stjora. eins ou Jjma,'ni ri,- •'ullaftur. rkki u. "" ,r Vfet úsvlfinn bann £*"" þe“ *rr °eiri - heldur'v,^*0 eruö ulí'T hann er.e*n# *rimÍ:£SS!Z' h-nr rromúrstefnu. maðurinn ‘•.Mfa,son,,rUnd|j,ftVi,m^ndV.Ír vannariega Pkkt '*r “‘u r'.mú, mrinmgin meft skrif. #r . i“,f> "efndam plstli -a sW 1 fv"- frama v .. í brnda a ..skribents". *r ‘em svo hol fvrir e[ ekki ‘•Wegisblöftin ak«« a0 “Ppboftssarnine s í“Ui Un> ■nennska. *ui Wafta- fn votford Bii. _ t. 1 PoningalefJí. Sftí „Á Viðovo *£.______* ngi" bls. s Vilmundur skrifar í Tímann. — sjá „Á víðavangi" bls. 3 .rstaftir: lur-Blönduós Budardalur i-Giögur-Hólmavik ■stangi-Rif Reykhólar TÖur-Stykkishólmur sf jörður og leiguilug mmn [212. tölublað — Miftvikudagur22. september—60. árgangur ] Sljórnlokar Oliudælur - Oliudi ■KELEHÍHcIaBI SlðumúU 21 — Slmi 8-4 Hinn 20.—21. ágúst árið 1700 kom áftakahríð á Ncrðnrlandi ogselti \)í niður svo nukinn snjó á fjallvegum og í afdölum að enginn mundi þvílíkan nema um vetur. Sérstaklega urðu þó fannalög mikil í Þingeyjarsýsl- um og þar, eða á Húsavík, urðu miklir skaðar á bátum og skipum, og segir i einni heimild að 90 skip brotnuðu í spón. Um þessar mundir bjó að Keldunesi í Kelduhverfi Jón Arnason, Björnssonar ásamt konu og nokkrum uppkomnum börnun. Eitt barna þeirra hjóna var Oddný móðir Skúla land- fógeta. Sonur þeirra einn, Gunnar að nafni, þá ungfullorð- inn, tók um sumarið einkenni- lega veiki með flogum og óviti. Var taliö el'alaust að illur andi hefði tekiö sér bólfestu í honum, nema göldrum væri til að dreifa. Fátt var urn læknis- ráð og dugðu litt, sem reynd voru. Þá bjó á Skógum í Fnjóska- dal Indriði Pétursson. Hann var talinn læknir góður og ráð- snjall í mörgum greinum. Sagt er að kona Jóns í Keldunesi hafi lengi nauðað á manni sínunt að vitja Indriða og fá ráð hjá honum við sjúkleika drengsins ?n Jón bóndi svaraði því jafnan til að það yrði sin síðasta ferð, ef farin yrði. Þó kom þar, að Jón býst til ferðar og ríður vestur að Skógum. Réðist svo þannig máluin, að Indriði la'knir fór með honum austur til að athuga sjúklinginn. Þeir lögðu up|) í þá ferð hinn 20. ágúst og var ung- lingspiltur i fylgd með þeim, sem ekkier nafngreindut. Allir Helför Jóns í Keldunesi voru þeir vel riðandi og báðir bændurnir taldir sérstakir hraustleikamenn og ókvalráðir í hvívetna. Þegar þeir eru komnir upp á Reykjaheiði, skellur óveðrið á þá með fádæma veðurhæð og fannkyngi. Varð strax þungt fyrir fæti og illt að rata enda veðrið beint í fangið. Þegar þeir komu austur á heiðina, þar sem heita Höfuðreiðar, villtust þeir eða hrakti af leið og lentu suður í hraunið. Þá var veður- hæðin slík að þeir réðu sér ekki og hestarnir komust ekki áfram fyrir ófærð. Létu þeir þar fyrir- berast um hríð og grófu dreng- inn í fönn, því hann var þá örmagna af þreytu og kulda. Einnig var Jón orðinn mjög dasaður og miður sín. Dokuðu þeir þarna við nokkra stund, en þá vildi Indriði freista þess að halda áfram. Jón latti jtess og kvað þetta vera kynngiveður og honum ekki ætluð lengri veg- ferð hérna megin grafar. Indriði reyndi með öllu móti að tala kjark í hann og hjálpa honum á bak hestinum, en Jón var þá svo máttfarinn að hann mátti naumast standa óstuddur. Þó tókst Indriða að reisa hann upp við hestinn, kom öðruni fæti hans i ístaðið og bað hann reyna að vega sig upp. Sjálfur hélt hann i sligreipið hinum tnegin, til að ekki snaraðist reiðverið. En þegar Jón ætlaði að vega sig upp, steig hann niður úr ístaðinu og féll til jarðar. Indriði lét hann reyna öðru sinni og sneri klárnum við, en er til átaka kom, fór á sömu leið, iljárnið brotnaði og Jón féll afturyfir sig. Varð þá laus handfylli hans úr faxi hestsins. Eftir þetta var Jóni öllum lokið, fól hann sig svo guði á vald, bað Indriða að reyna að komast til byggða með dreng- inn og skyldu þeir halda vestur af, niður i Aðaldal, því það væri styttri leiö og heldur undan veðri. — Segið Bergþóri þróður mínum (hann bjó í Haga) að sækja líkama minn á morgun, ef fært verður, því þá mun ég sofnaður, fl.vtja hann til Múla og jarða hann þar. Indriði skildi svo við hann þarna, en tók áður staf hans eða atgeir, eins og annálar segja, og stakk honum niður við háan hraunklett til að auðkenna staðinn. Síðan gróf hann pilt- inn úr fönninni og héldu svo vestur af. Náðu þeir að lokum við illan leik i Klömbrusel, sem þa var óbyggt, skriðu þar inn í kofa nokkurn og biðu ntorguns. Þá lægði veðrið sk.vndilega og komust þeir þá niður i Aðaldal. rnjög þrekaðir og reyndar langt leiddir, ekki síst unglingurinn. en ókalnir. Var svo gerð leit að Jóni og fannst hann eftir tilvísan Indriða og atgeirsins, en var þá látinn. Sagt er að tveggja metra snjór væri ofan á líkinu og gefur það nokkra hugmynd um fannfergið i þessu skelfilega áhlaupi um hásláttinn. Lík Jóns var flutt að Múla og greftrað þar, eins og hann hafði mælst til. — Tínt satnan og endursagt. KRUMMABER RÓSBERG G. SNÆDAL SKRIFAR ÍV/’ Björg með bölvaldi Stundum var það að „lands- ins forni fjandi" hafisinn, færði á undan sér björg í bú soltinnar þjððar. Hvað eina sent ísnum fylgdi, nema kuldinn, var þakk- samlega þegið og kom sér oft vel. Þannig kom oft björg með bölvaldi og ekki svo lítil i þessu tilfelli, sem hérgreinir frá: Á útmánuðum 1819 rak snögglega mikinn hafis upp að Norðurlandi, og reyndar Aust- fjörðum líka. tsnum fylgdi mikið af kóp og sel. Fyrir Þingeyjarsýslu voru þá rotaðir 664 kópar, en 491 veiddur í nætur. Fyrir Norðurmúlasýslu voru á sama tíma rotaðir yfir 2000 kópar og vöðuselir. Nálægt 100 smáhveli hlupu á land við Þingeyrasand í Húnavatnsþingi og 16 í Hrúta- firði. Bjarndýr var þá unnið i Þing- eyjarsýslu. Kokkur guðs „Guð ,i einn kokk sein gerir matinn sætan, hann lieitir sultur." —Urgamalli predikun.—

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.