Dagblaðið - 25.09.1976, Side 24

Dagblaðið - 25.09.1976, Side 24
rC Birting nofnonna í ávisanamálinu: ) #/ Enginn mœlikvarði á sekt eða sakleysi •## segir Hrafn Bragason umboðsdómari „Það er eðlilegt að allt þetta mál tengist Klúbbnum, þannig byrjaði það,“ sagði Hrafn Bragason umboðsdómari í ávís- anamálinu á fundi með frétta- mönnum í Reykjavík i gær. Á þessum fundi lagði Hrafn fram lista yfir þá menn sem hafa átt og/eða notað reikninga sem skráðir voru á aðra. Öllum þessum reikningum hefur nú verið lokað, að sögn Hrafns, og í fyrradag skrifaði Seðlabankinn öllum bönkum landsins og sendi með bréfinu nöfn yfir þá menn og fyrirtæki sem tengjast þessu máli. í skriflegri yfirlýsingu um- boðsdómarans segir að „allir þeir reikningshafar, sem seðla- banki ísl. kærði með bréfi 9. ágúst sl. hafi verið yfirheyrðir. Þá hafa verið yfirheyrðir tveir menn, sem segjast i raun eiga reikninga, sem aðrir eru skráðir fyrir. Þar sem þetta fólk hefur allt komið fyrir dóm, því hafa verið kynntar sakar- giftir og hefur fengið að tjá sig um þær, eru nöfn þess ekkert leyndarmál rannsóknarinnar vegna. Hitt skal undirstrikað, að þótt fjölmiðlar birti þessi nöfn er það enginn mælikvarði á hvort fólkið er sekt eða sak- laust, Rannsóknin, sem ekki er nálægt því lokið, á einmitt að skera úr um það. Hrafn sagði á fundinum að allir reikningshafarnirhefðu við yfirheyrslur neitað því að hafa stundað keðjutékkastarfsemi en þeir hins vegar viðurkennt að hafa gefið út innistæðu- lausar ávísanir — að vísu með samþykki, ýmist munnlegu eða skriflegu, bankayfirvalda og/eða einstakra bankamanna. „Frá síðasta föstudegi hafa komið fyrir dóminn sem vitni ýmsir bankamenn," segir enn fremur í skriflegri yfirlýsingu umboðsdómarans. Hann bætti því við að þessir bankamenn, bæði bankastjórar, aðalgjald- kerar og deildarstjórar hlaupa- reikninga, hefðu „alls ekki í öllum tilfellum staðfest fram- burð reikningshafanna.“ I skriflegri yfirlýsingu Hrafns segir síðan að banka- mennirnir hafi „staðfest, að munnlegar yfirdráttarheim- ildir eru veittar, en telja að það sé aðeins gert til skamms tíma i einu. Misjafnlega tryggilega sýnist gengið frá slíkum yfir- dráttarheimildum. Þá hafa þeir tjáð sig um nokkur þeirra reikningsyfirlita, sem fyrir liggja í réttinum. Hefur því verið haldið fram um sum reikningsyfirlitin að þau veiti greinilega vísbendingu um keðjutékkastarfsemi, æn svo er ekki taiið um önnur. Það skal að lokum undir- strikað, að tékki í keðju þarf ekki að vera bókaður inni- stæðulaus í reikningsyfirliti og heldur ekki að falla utan yfir- dráttarheimildar, því bjarga mátti innistæðuleysinu með öðrum tékka áður en fyrri tékk- inn kom til bókunar,“ segir í yfirlýsingu Hrafns Bragasonar umboðsdómara. — ÓV. frjálst, nháð dagblað LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER Nýr peningur í umferð á nœstunni: Seðla- bankinn minnkar krónuna Seðlabankinn mun setja nýjan krónupening í umferð alveg á næstu dögum, verður hann úr áli og á stærð við gamla 25-eyringinn. Að sögn Stefáns Þórarinssonar aðalféhirðis Seðlabankans kostar orðið um þrefalt nafn- verð að slá hverja krónu en nýja krónan kostar rétt liðlega krónu i framleiðslu. Sagði hann að þegar ntálmvirði pen- ings væri komið upp fyrir nafnverð hans væri ekki lengur grundvöllur fyrir út- gáfunni. Danska blaðið Möntsamler- nyt skýrir nýlega frá því að til standi að slá íslenzkan 100 kr. pening og taka 100 kr. seðlana þá jafnframt úr umferð og einnig sé prentun 10 þús. kr. seðils í athugun. Stefán sagði urn það að frekarí breytingar á gjaldmiðl- inum væru í athugun hjá bank- anum og viðskiptaráðuneytinu og fengjust frekari upp- lýsingar um þær væntanlega áður en langt liði. Er hann var spurður hvort einhverjar sérstakar ástæður lægju fyrir hugleiðingunt um 100 kr. pening sagði hann að um helmingur alls seðlamagns- ins væri í 100 kr. seðlum, eða um 2,6 milljónir seðla. Þar sem nteðalending þeirra er aðeins 11 til 12 mánuðir væri mikill prentkostnaður samfara endurnýjunmni auk þess sem geysileg vinna væri samfara greiningu, talningu og pökkun notaðra seðla sem berast bank- anum og annaðhvort fara aftur í umferð eða. eru brenndir. Öðru ntáli gegndi um mynt sent entist áratugi og unnt væri að greina og telja i vélum þar sem mannshöndin kæmi vart nærri. — G.S. Fiat-biilinn sem ekið var attan á er skakkur og skældur og talinn ótnýtur. Vafasamt er að hann fari fleiri ökuferðir. Sæti konunn- ar sem ók brotnaði við höggið og kom höfuðpúðinn að góðu gagni. Konan hófst upp úr sætinu og hafnaði í brakinu aftur í. DB-mvnd Sv. Þorm. r w •• FIATINN IK0KU — höfuðpúði bjargaði Kona er ók litilli bifreið eftir Miklubraut var flutt í slysadeild eftir að sendiferðabíll hafði ekið aftan á bíl hennar og eyðilagt hann. Áreksturinn varð-með þeim hætti að bifreiðunum var ekið á nyrðri akbraut Miklubrautar til ökumanni litla bílsins til vesturs. Ökumaður sendi- ferðabifreiðarinnar lenti aftan á litla bílnum og inn í hann miðjan. Hemlaför sendiferða- bílsins mældust 26 metrar. Það mun hafa orðið bjargar að höfuðpúði var í bif- reiðinni. Minni ibíllinn er gerónýtur og eitthvað mun sjá á sendi- ferðabifreiðinni. -BÁ Valdi húsið fremur en bilinn Maður slasaðist á Höfn í Hornafirði er bifreið hans lenti á húsvegg þar á staðnum um kl. 10 í gærmorgun. Maðurinn, sem var einn í bifreiðinni, var fluttur með sjúkraflugvél til Reykjavíkur. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hve meiðsli hans voru alvarleg. Tildrög slyssins voru að líkindum þau að ökumaðurinn var að forðast árekstur við annan bíl og valdi frekar að keyra á húsið en bílinn. Bifreiðin er talin gjörónýt, en tiltölulega litlar skemmdir urðu á húsinu. -KL Tollverðir finna vodka, vindlinga og svínakjöt um borð í farskipum Tveir hásetar og matsveinn á ms. Dettifossi eru nú uppvísir að því að hafa reynt að smygla 164 þriggja pela flöskum af áfengi, aðallega vodka, og 1800 vindlingum, en tollverðir fundu þennan varning i skipinu í fyrradag og daginn þar áður. Var megnið falið í rennusteinum í lestarbotni. 164 flöskur samsvara 14 kössum og með vindlingunum má ætla að söluverðið hefði aldrei orðið undir hálfri milljón króna. Þá fundust 57 þriggja pela vodkaflöskur, 4000 vindlingar og 88 kg af niðursoðnu svínakjöti um borð í ms. Lagarfossi þann 16. þ.m. einkum falið I frystilúgum á höfuðþilfari í lest. Bryti, háseti og viðvaningur reyndust eigendur þar. í báðum tilvikunum fannst varningurinn í Reykjavíkurhöfn. -G.S. Síldin treg í reknetin — margir bátanna komu tómir inn í gœrmorgun Reknetasíldveiðarnar, sem stundaðar eru frá Höfn í Hornafirði, hafa gengið illa nú síðuslu dagana og nú í gærmorgun kontu t.d. átta bátar alveg tómir inn eftir nóttina en fjórir höfðu íengið afla og a.m.k. einn góðan afla, eða 140 til 150tunnur. Þetta kom fram er blaðið ræddi við Jens Mikaelsson á Höfn í gær en hann sagði að tiu heimabátar gerðu nú út á rek- net og með uðkomubátum hefðu reknetabátarnir komizt upp i 17 til 18. Þrátt fyrir afla- leysið nú er heldur nteira kornið á land en á sama tíma i fyrra og búið að salta í 9 þúsund tunnur og frysta lítils- háttar. Jens sagði að nægileg síld virtist \era til, hún gengi bara ekki nógu oíarlega i sjóinn til að ná til netanna. Sjómenn rek- netabátanna kvíða fyrir vertíð hringnótabátanna, sem mátti hefjast á miðnætti sl„ en þeim þ.vkja þær veiðar heldur groddalegar og eru sme.vkir urn að þeir taki meira en þeir rnega og a.m.k. í sumum tilvikum sé aflanum úr þeim ekið fram hjá vigtum. Einn stór hringnóta- bátur er á Höfn, en svo ein- kennilega vill til, að sögn Jens. að hann hefur ekki fengið leyfi til síldveiða og má hann þó kallast eini heimabáturinn miðað við veiðisvæðið Suðausturlandi. út af — G.S. Samkomulag um sildarverðið: 5 krónum meira fyrir kílóið en í fyrra Samkomulag varð milli áðila í verðlagsráði i gær um síldar- verðið og ætti hringnótabátun- um því ekkert að vera að van- búnaði að hefja veiðarnar. Var blaðinu kunnugt unt að bátar voru farnir að tygja sig af stað síðla dags í ga-r. Bátarnir fá nú 63 kr. fyrir kilóið af síld yfir 33 cm að lengd, 49 kr. fyrir síld af stærðinni 30 til 33 cm og 37 kr fyrir kílóið af smærri síld. í fyrra var verðið tviskipt, 58 kr. fvrir síld vfir 32 cm að lengd og 35 f.vrir smærri síld.

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.