Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 25.09.1976, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 25. SEPTEMBER 1976. 3 Óánœgja á Suðurnesjum með framlengingarleyfi Fiskiðjunnar i Keflavik Magnús í Keflavík hringdi: Ég sá í miðvikudagsblaðinu að Fiskiðjunni í Keflavík hafði verið veittur enn einn frestur- inn til að gera ráðstafanir gegn mengun og óþef frá verksmiðj- unni. Það er megn óánægja með þetta hér suður frá og svnist okkur mörgum að það hafi ekki verið ástæða til að veita þennan frest enda hafa forráðamenn verksmiðjunnar aldrei tekið mark á viðvörunum og enginn veit hvort þeir gera það nú. Mér er kunnugt um að vegna þessa óþefs og óþverra frá Fisk- iðjunni hefur orðið tjón á hús- gögnum og húsbúnaði í ná- grenninu því fnykurinn sezt í gardínur og annað og fer ekki úr þrátt fyrir þvott og hreinsan- ir. Verst er þetta náttúrlega þegar verið er að bræða hráefni sem verksmiðjan hefur þurft að liggja með um einhvern tíma og er orðið úldið. Það er sök sér þegar hráefnið er nýtt. En aðal- atriðið er það að óánægjan hér er megn og maður á í erfiðleik- um með að skilja hvers vegna ekki var farið að tillögum heil- brigðisnefndanna hér sem lögðust eindregið gegn því að þessi ársfrestur yrði veittur. DOMURINN IALÞINGISRITARAMÁLINU — Opið bréf til Más Péturssonar dómara Þormóður Guðiaugsson, Bauga- nesi 21, skrifar: Már Pétursson dómari. Ég hélt nú að hægt væri að treysta ættgöfgi þinni og hún- vetnskum eiginleikum. Þú ert kominn út af hinum fræga Birni Eysteinssyni sem þótti mikill málafylgjumaður og lét hlut sinn ekki fyrir óréttlætinu en þú virðist guggna fyrir mafí- unni og tekur fullt mark á kauða þeim er í réttinum mætti. Hvaða hvatir eru það sem stjórna gerðum þínum? Þegar þú varst ungur framsóknar- maður bar ég sem öldungur mikla virðingu fyrir frjórri og ferskri hugsun þinni er streymdi fram af húnvetnskri réttlætiskennd, en nú virðist þú vera sokkinn niður í lastafen B'ramsóknarflokksins þar sem þú trúir betur einum ættar- mafíukauða en tíu réttlátum svörnum " vitnum. Getur það staðizt að maður sé skipaður leynilegur yfirmaður og að það komi hvergi fram nema í réttar- höldum og á launaseðli? Hvaða yfirklór er það að láta máls- réttur? E>- það ef til vill gert til að róa hinn saklausa sem málinu tapaði? Hvert eru farnir þínir hún- vetnsku eiginleikar, Már Pétursson? *£0S"nA‘fí"‘l‘tyrlrh Sas &rgs: ssa£ gg&W. At/jyj, j*fnlaun, 'r*m i <j( ekki f*r Ha*nhud. r«nad,r«i 'e,*Ks Alþ ,**'“*•*; <ur" um 1 **<■ t.r.i. r ?wnKi, ->«< KrrUd u'1*r*<i ,.i ,. * """ur (, ■SLí*'"* vZr' “»' •»» '*u"»n„l >*■*' Maó — in memoriam Einar Mýr skrifar: Þá er hinn blessaði Maó formaður í Kína látinn. í minn- ingu hins mikla foringja og þjóðartákns Kínverja skrifa ég því þessar línur. Ég minnist með þakklæti hins góða anda þessa manns og vil senda með vinsemd inni- legar samúðarkveðjur til hinnar kínversku þjóðar. I líkum anda vil ég rita þessa grein. Rangindi, spilling og rangt hugarfar er orðið svo mikið hér að‘ sannarlega þarf hér menn- ingarbyltingu ef ísland á að geta orðið áfram ríki velferðar, laga og réttar cins og það hefur verið lengst af. Hér þarf byit- ingu hugarfarsins og nýja réttarvitund þjóðarinnar, kristið hugarfar í staðinn fyrir og til útrýmingar taumdrægni heimskommúnisma sem er til kúgunar, ófrelsis andans, tak- mörkunar mannréttinda og fleira sem kommúnismi, ein- ræði og alræði leiða af sér. Því miður sofum við hinar vestrænu þjóðir á verðinum. Það er full ástæða til að taka mark á aðvörunum Kínverja, svo og vísindamanna Sovétríkj- anna. Hafa má í huga ummæli Sakharovs: ,,Hin sovézka valda- klíka fer ávallt á bak við oss“. Glögg dæmi um það eru hinar svonefndu Saltviðræður þar sem takmark hinna vesturænu þjóða um takmörkun víg- búnaðar er sniðgengið að fullu af Sovétmönnum. Það er aug- ljóst að viðræður um afvopnun eru aðeins fyrirsláttur af hálfu Rússa. Það er aftur á móti ljóst síðan ■<----------------m. Mikil þjóðarsorg ríkti í Kína þegar Maó var allur og virðist treginn hafa breiðzt út víðar. Þessi m.vnd er af Maó á líkbör- unum. Kína varð opið land og Kín- verjar gengu í Sameinuðu þjóð- irnar að þeir eru friðarsinnaðir í reynd og að hin gula hætta, sem margir óttuðust, er í raun- inni ekki til. Kínverjar hafa á vettvangi SÞ sýnt velvilja til vestrænna þjóða ásamt hrein- skilni. Ber okkur því að þakka þeim og launa ef við getum. Svo: Blessuð sé minning Maós og lengi lifi andi hans og góð samskipti okkar við Kína en burt með áhrif sovézkrar valdaklíku og þeirra manna sem ástunda fólskulegt Moskvuhugarfar í landinu. Raddir lesenda Hvaða óbyrgðarstöðu vild- irðu helzt gegna? Hans Eyjólfsson, vinnur í Stjórnarráðinu: Bankastjóri. Þá hefði maður alltaf peninga undir höndum og væri aldrei blankur. Það getur meira en verið að ég sæki um stöðu. Jónas Ketilsson lögregluþjónn: Þetta er nú flókin spurning. Maður þarf að hugsa sig vel um. Jú, einhverri stöðu í banka. Já, bankastjóri. Hallbera Jóhannsdóttir í Kennaraháskólanum: Þessu er ægilega vont að svara. Ég held að ég myndi bara leggja það fyrir mig sem ég er að læra. Pétur Guðmundsson, dyravörður i Sesari: Ég veit nú ekki. Jú, kannski hótelstjóri eða jafnvel enn'frekarað vera eigandi Sesars. Kristín Konráðsdóttir skrif- stofustúlka: Eg held húsmóðir. Ég á barn og það að ala upp börn krefst afar mikils. Eg myndi vilja vera heima hjá barninu mínu að minnsta kosti fyrstu tvö árin. Allt í lagi með annan Eið en Oli Kristinn Trvggvason, Vest- mannac-.vjuui, hringdi: „Mig langar til þes.s að koma eftirfarandi á framfæri í sam- bandi við svar Baltasars við spurningu dagsins um hvort hann vildi fá aðra útvarpsstöð hér á landi. Svar Baltasars var á þá leið að hann vildi gjarnan fá „annan Eið og annan lón M'.ii;i“ V Það er kannski allt i lagi að fá annan Eið Guðnason en það er rui þi'g..i (‘toiiiii Jóni Múla of mikið. Það er alveg niðurdrep- andi þetta uml hjá honum og svo óhljóðin á milli (tónlistin). Þetta ætlar að drepa niður alla vinnugleði hjá ntönnum sem hlusta á útvarp við vinnu sína. Þetta svæfir þá aftur sem ekki voru komnir út úr rúminu. Ef maður nær að halda sér vakandi fram að morgunbæn- inni er hað stór upplyfting að hlusta á hana miðað við Jón Múla. Eg hélt að það væri skil- yroi a<) menn gætu talað t sömu tónhæð og nokkuð skýrt alla setninguna út til þess að fá þularstarf hjá ríkisútvarpinu. Það er e.t.v. nóg og kannski nauðsyn að vera kommúnisti til að fá starf hjá þessari stofnun. • Ef önnur útvarpsstöð verður starfrækt hér i framtíðinni vona ég að þar verði útvarpað einhverju öðru en háfleygu og hálfbrengluðu menntamanna- hjali og kommúnistaáróðri eins og tíðkast hjá ríkisútvarpinu, t.d. 1. des.“ Sigurður Sigurðsson nemi: Eg get varla svarað þessu í einni setn- ingu. Það . er svo margt. Jú. ábyrgur þjóðfélagsþegn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.