Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 08.12.1976, Blaðsíða 3
I)ACHI.AÐU). MIÖVIKUDACURS. DKSKMBKK 1976 Meðferð útigangshrossa: Versta hraksmán íslenzkra búnaðarhátta Helgi Hannesson. Strönd. skrifar: Margir eiga formœlendur fóa Svo var lengi og sýnist enn um íslenzk útigangshross. Ég hef mörg undanfarin ár öðru hvoru minnt á þau í ýmsum blaðagreinum og reynt að vekja athygli fólks á afleitri meðferð þeirra. Agætur maður, Arni Eylands, tók eitt sinn eða oftar í sama streng. Hann flutti 2-3 erindi í útvarp um þá svívirðu íslenzkrar búmenningar. Vera kann að orð okkar Arna hafi haft einhver áhrif, en því miður ekki mikil á þá sem helzt þyrftu að bæta ráð sitt. Þeir munu flestir fylgja ennþá forn- um t'ólskuháttum, enda hef ég stundum kennt nokkurs kala úr þeirri átt. Aumkun á lífs- kjörum gaddhrossanna hafa sumir virt mér til elliglapa — aðrir til illkvittni og ómaklegr- ar ádeilu á mæta menn. Sumir blaðamenn sýnast á sama máli. Ingólfur frændi minn á Hellu hóf ritstjórn sína á „Suður- landi" með því að láta afmá kafla úr bréfi mínu til Guð- mundar Daníelssonar, litlu fyrr en Guðmundur var flæmdur frá ritstjórn blaðsins. Þar hafði ég minnzt á illa aðbúð hrossá i Rangárþingi. Ingólfur þorði ekki að styggja háttvirta kjós- endur sina, horkóngana! Re.vkvískir blaðamenn virðast einnig hl.vnntari rang- æsku harðjöxlunum en pislar- gripum þeirra: gadd- hrossunum. í fyrrahaust bað ég Morgunblaðið fyrir grein sem ég nefndi svo: „Hungurkettir Reykvíkinga og horhross Rang- •æinga". Moggi sýndist eigi þora að birta greinargreyið. — „Þjóðólfur litli þorði það eigi að síður“! Ég bað í sumar Dagblaðið fyrir dálítið greinarkorn. Líklega hefur það komið í blaðinu, allt nema þessi setn- ing: „A hverju vori skríða fram skinhoruð hross í Rangár- þingi“. Hún virtist vera of strembin fyrir frjálst og óháð blað, auk heldur aðra. Dagur dýradellu 1 haust var ein stund i kvöld- útvarpi kölluð „Dagur dýranna“. Engan veginn er það réttnefni. Elestallt það, sem þar var þulið, höfðaði til dýradellu- manna, fólks sem þykist vera dýravinir og sankar að sér ýms- um óþarfadýrum, svo sem hest- um, hundum, köttum, fuglum, fiskum; stundum af steigur- læti, einatt til ímyndaðs yndis sjálfu sér, en lætur sig litlu skipta sælu dýranna sjálfra. Ileldur er hann dapurlegur á svipinn þessi. enda ekki að furða að þurfa aö híma úli allan velurinn, hvernig sem viórar. með frekar stopull a*li. sem vissulega er oft af skornum skammti. Öll var umræða „dýra- dagsins" miðuð við monthross og ýmis önnur svokölluð gælu- dýr. Þar var engu orði eytt á örgustu svívirðu íslenzkra búskaparhátta: Útigöngu- hrossin í Rangárþingi. I Skagaþingi, Húnaþingi og hér og þar í öðrum sveitum munu íinnast merakóngar sem kvelja stóðhross sín á útigöngu, sjálfum sér og sveitungum sínum, hrepps- og sýslu- yfirvöldum til stórskammar og örlagarefsidóms. Eg þekki bezt til I Rangárþingi og tr '.i þvi að hvergi sé farið verr með hross en þar í sumum sveitum. Þar skríða skinhoruö hross fram á hverju vori og vanhiildin eru víða voðaleg. 3. Þú ættir að vera útigangsmeri. einn vetur, lags- maöur! Um síðustu aldamót þótti sjálfsagt að svelta hross og sauðfé hálfu hungri í harðindum. Þá þótti varla umtalsverí þótt stöku hross og nokkrar rollur dræpust af hor á venjulegu vori. Menn hrukku lítt við þótt heilir hópar féllu á hörðu vori. Aldamótabændur töldu þetta illa nauðsyn og sumir gróðabragð — „Ég hefði ekki orðið ríkur. ef ég hefði aldrei drepið úr hor“. var haft eftir Ofeigi gamla í Næfurholti. Þrátt fyrir ógnar þrældóm við sláttinn þurftu flestir þá að spara gjöf ef hey áttu að endast til vors á miðlungsvetri. Hvað þá á hörðu vori! Þá var ekki hægt að kaupa áburð til að örva sprettuna, ekki heldur amerískt fóðurkorn þegar heyið þraut. Nú kaupa bændur hvort tveggja fyrir marga milljarða á hverju ári. Þá voru hrossin nauðsynja- búpeningur. Hver einasti bóndi þurfti að eiga fleiri eða færri tamin hross. Nú eru hross með öllu óþörf, umfram 2-3 á hverju búi! Þótt flestir spöruðu hey af illri nauðsyn, létu margir sér mjög annt um hrossin sín, létu þau hvorki híma né hrekjast úti í öllum veðrum. Þá áttu Rangæingar hús yfir hrossin sín, en þar á er orðin stórkostleg afturför. Mikil og líklega meirihluti rangæskra útigönguhrossa á ekkert skjól til að skríða i — þau hima úti hvernig sem viðrar. undir veggjum eða á víðavangi. A mörgum bæjum eru engin hús til yfir stóðið. Gömlu hesthúsin hrundu eða voru rifin og viða hafa engin hús verið reist í þeirra stað! Greindur og nærgætinn hestamaður. Sigurður Haraldsson bóndi í Kirkjubæ, átti um árabil heima í Skaga- firði. Hann telur að af tvennu vondu sé mun verri ævi úti- gangshrossa i Raogárþingi en i Skagafirði. In i valda sunnlenzku hrakviðrin og harla þrálátir stormar i öllum áttum. íslenzkir stóðbændur hafa, því miður. harðlyndan æðsta- presl hrossaræktarráðunaut svokallaðan. Hann hefur fyrir fáum árum mælt með algjörum útigangi hrossa að vetri til. Þann kennimann vildi ég ávarpa i anda Jóns gamla i Iloltsmúla. gengins vinar míns. meóþe-,sum uiöum: ,l»ú adlir aö vera útigangsmori. einn vetur. lagsiháöur!" Bœði skömm og skaði Sagl er að í Rangárþingi séu i kringum átta þúsund hross. til muna fleiri en í nokkru iiðru héraði landsins. á að gizka fjörfall fleiri en nokkur þiirf er f.vrir! Kutóu maigir Ranga'ingar ganga með þráláta meradellu, líklega ólæknandi. Þeir safna stóðmerum í tugatali, í ofanálag á nægilegan bústofn á kúm og' sauðfé. Hjá langflestum þess- um merakóngum stórspillir stóðið sumarhögum fyrir kúm og ám. í öðru lagi níðir stóðið mörg lönd svo mjög að leiða hlýtur til langærra gróður- spjalla. I þriðja lagi er því viða, ekki ætlað hey á hausti svo að heitið geti. Geri hagleysi hálfan vetur fer ekki hjá því að það éti annan fénaó út á gaddinn. Auk þess vofir þá víða hordauði yfir sjálfu því. Þó er sú ósvinna þessa mest: Að ætla því ekki, eins og öðru fé, hús í vetrar- hörkum. Sú hrakmennska leiðir mörg hross til dauða í hverju meðalári, hvað þá í af- taka hörðum vetri! Það gæti enn gerzt, sem fyrir kom fyrrum, er hrossin stóðu úti á hjarni, stálfrosin og dauð! Meðferð hrossa i Rangár- þingi er sviviröing allra héraðs- búa. en bændum sjálfum og, búskap þeirra til skaða og skammar. Lög sem þarf að laga sem sett er á vetur. Tveir trúnaðarmenn I hverjum hreppi skulu öll haust, fyrir veturinn, lita eftir að þau lög séu virt. Þráist menn gegn þessum boðum skulu hrepps- nefndir taka til sinna ráða. Það verður að segjast eins og er: Þetta eftirlit er ekki nærri nógu gott. Asetnings- og hreppsnefndarmönnum er yfir- leitt ekki trúandi fyrir því. Sumir þeirra eru sjálfir eigi barna beztir. Aðrir temja sér afskiptaleysi, umfram skörungsskap og rekistefnur. 1 Rangárþingi eru þessi lög brotin hroðalega. Það þarf að breyta þeim lögum þannig: Að lögregia og dýralæknar liti eftir ásetningi og fóðrun alls búfénaðar- og annarra dýra í eigu og umsjá manna. Og einnig því að búpeningur ' eigi greiðan aðgang að vatni allan ársins hring. Þar á er mikil og ill breyting orðin síðan menn fóru að ræsa fram mýrarnar eins og vitlausir væru. Hér að ofan er því miður, litlu logið. Með skírskotun til þess skora ég á alla, einkum Alþingi og yfirvöld, að afstýra því að nokkurt hross sé sett á Það er lögboðið hér á landi að ætla hey og hús hverri skepnu guð og gaddinn. Hvfldarstóll MJOG TAKMARKAÐ UPPLAG FRAMLEITT. INNBYGGT I ARMA OG VlNSKÁPUR MEÐ BLAÐAGRIND A HJORUM SPEGLI. LAUS PUÐI I SETU. Litaprufur sendar ef óskað er. Póstsendum um allt land. SNvia LAUGAVEGI 134 (91)16541 Spurning dagsins Hvað viltu helzt fá i jólagjöf? Öirún Marðardóttir. 5 ára. Mig langar í dúkkustelpu, þær eru miklu skemmtilegri en strákar. Páll S. Pálsson. 6 ára. Mig langar mest í gröfu. Hún fæst einhvers staðar niðri í bæ. Almar Þór Ingason. 5 ára. Eg mundi vilja slökkvibii, ekkert voða stóran, en með stiga. Sólbjörg Harðardóttir. 4 ára. Mig langar I dúkku. ég vil frekar stelpu en strák. Sigríður Kristín. 4 ára. Mig langar i rauðan kappakstursbil. Klísahelli Sveinsdótlir. 5 ára. Mig langar i dúkkuvagn og ég vildi helzl hafa haun rauðan.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.