Dagblaðið - 08.12.1976, Side 9

Dagblaðið - 08.12.1976, Side 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 8. DESEMBER 1976 9 N Lífeyríssjóðir á fallandi fæti Lífeyrissjöður verzlunar- manna verður gjaldþrota árið 2025, ef svo heldur áfram sem stefnir. í þeim útreikningum er miðað við, að lífeyrir verði verðtryggður, enda telja kunn- ugir, að svo verði almennt inn- an tíðar. Aðrir smærri lífeyris- sjóðir mundu ekki standast jafnlengi og hinn stóri Lífeyris- sjóður verzlunarmanna. Blaðið hafði samband við Ingvar N. Pálsson, fram- kvæmdastjóra Lífeyrissjóðs verzlunarrtianna, og staðfesti hann þessa frétt. Útreikninga hefur Pétur Blöndal trygginga- fræðingur gert. Ingvar lagði áherzlu á, að ýmislegt gæti breytt þessum reikningum, svo sem það, ef útlán yrðu verð- tryggð. Pétur Blöndal lagði á það áherzlu í viðtali við blaðið, hve ávöxtun fjár lífeyrissjóðanna væri geysilega neikvæð miðað við laun. Verðbólgan kæmi þungt niður á sjóðunum. Líf- eyrissjóður verzlunarmanna væri mjög stór, með heppilega aldursdeifingu sjóðfélaga, mik- ið af ungu fólki. Útreikningar sýndu, að hann færi ekki á höf- uðið, ef lífeyririnn yrði ekki verðtryggður. Margir smærri sjóðir mundu hins vegar að lík- indum verða gjaldþrota strax á jafnvel Lífeyrissjóður verzlunarmanna gjaldþrota árið 2025, miðað við verðtryggingu lífeyris næstu áratugum, miðað við verðtryggingu lífeyris. í út- reikningunum var byggt á fjölda sjóðsfélaga í dag og ald- ursskiptingu þeirra. Metið var miðað við meðaltöl, hversu margir „yrðu eftir" og fengju lífeyri. Reiknað var með, að aðrir kæmu í stað þeirra, sem hætta. Forsendur voru gefnar um hækkun launa og miðað við ákveðna, verðtryggða prósentu af launum, þegar menn fengju lífeyri. Sjóðfélögum var með þessum hætti „fylgt eftir“ 60 ár fram í tímann. Reikningsmenn gengu út frá tilteknum ið- gjaldatekjum. Allir þættir voru þannig reiknaðir miðað við þró- un mála að undanförnu. Út- koman var efnahagsreikningur, sem sýndi, að Lífeyrissjóður verzlunarmanna. mundi ekki eiga fyrir skuldum árið 2025. -HH Efnafræðilegt ólympíuljós Dálítið furóulegl ljóserkomiðá markaðinn hér á landi. Ljós þetta sást fyrst opinberlega, þegar íþróttafólk Olympíuleikanna í Montreal gekk inn á leikvanginn við lokaathöfnina. Hélt hver þátt- takandi og áhorfandi á ljósstaf af Cyalume-gerð, eins og þeim sem hér eru kynntir. Ljósið kviknar við efnahvörf. Stafurinn er sveigður og við það brotnar gler inni í honum og gengur efni hans í samband við önnur. Kviknar þá svolítil ljós- týra, grænleit og jólaleg mjög. Ljósið er ekki hægt að slökkva, það deyr út á u.þ.b. tveim sólar- hringum. Framleiðendur telja að ljósstaf- urinn geti komið að gagni í ýms- um tilvikum, t.d. þegar ökumaður lendir í vandræðum í myrki á bíl sínum. Má jafnvel notast við ljós- ið til að lesa við. Ljósið hitnar ekki og getur ekki vaídið íkveikju, og raimar er það hið jólalegasta að sjá.Innflytjandi ljósstafsins er Ragnar Sigfússon. Ungi maðurinn á myndinni sýn- ir olvmpíuljósið, ljós sem m.ynd- ast við efnabreytingu. Það er myndað með annars konar orku en langafi drengsins framleiddi fyrstur manna hér á landi, raf- orku sem framleidd var með vatnsafli. Ungi maðurinn heitir Jóhannes Reykdal, og það hét langafi hans reyndar líka en bara hundrað árum eldri. (DB-mynd Sv. Þorm.) ALLT AÐ VERÐA ÓFÆRT Á NA-LANDIVEGNA SNJÓA meðan rykið fyllir vit og vistarverur fólks hér syðra Færð er nú að verða allþung víða á Norðausturlandi og norð- anverðum Austfjörðum. Víða á Norðurlandi er orðið þungfært eða ófært og veður hefur víða verið slæmt svo að ekki hefur verið hægt að vinna að snjó- ruðningi eða mokstri eða þá að slíkt heíur reynzt ókleift vegna skafrennings. Flug féll að niestu niður til Egilsstaða í tvo daga þangað til síðari hluta dags í gær. En það var skammgóður vermir fyrir suma, því ófært var að verða frá Egilsstöðum niður á firði og óvíst hvort þeir sem ætluðu þangað kæmust á áfangastað í bráð. I gær var flogið til allra staða sem fljúga átti til nema til Norðfjarðar, þar sem flugvöllur var lokaður vegna snjóa. Arnkell Einarsson hjá Vega- eftirlitinu sagði að greiðfært væri um allt Suðurland og ágæt færð allt norður í Skagafjörð. Öfært er til Siglufjarðar og þar varð að hætta mokstri í gær vegna óveðurs. Verður haldið áfram í dag leyfi veður. Vegurinn yfir Öxnadalsheiði og um Öxnadal var ruddur í gær. í Eyjafirði og S- Þingeyjarsýslu er töluverður jafnfallinn snjór. Tók að skafa er á leið þriðjudag og því óvíst um færð i dag. Ekki var nema stórum bílum fært út á Dalvík í gær. Gerð var tilraun til að rjúfa einangrun Ölafsfirðinga en hætta varð við þá tilraun í gær og verður því ekki komizt til eða frá Ölafsfirði nema á sjó. A mánudag var rudd leiðin frá Akureyri um Dalsmynni til Húsavíkur. Þar var færð orðin ótrygg í gær og veður fór versn- andi. Mokað var í Mývatnssveit i gær en ófært er fyrir Tjörnes. A NA-landi er fært með ströndum um Kelduhverfi og austur á Þórshöfn. Þaðan er hins vegar ófært um heiðar til Vopnafjarðar. Á Austurlandi eru flestir vegir ófærir. Slæmt veður var það í gærmorgun en batnandi á Egilsstöðum og flugleið sem lengi hafði verið lokuð opnað- ist. En í gærkvöldi tók færð að þyngjast niður á firði frá Egils- stöðum og var hætta á að fram- haldsleiðir flugfarþega á landi myndu lokast. Byrjað var að moka veginn um Fagradal sið- degis í gær en útlit var f.vrir að því verki yrði að hætta vegna vaxandi skafrennings sem jafn- harðan fyllti slóðir. Allir fjailvegir evstra eru ófærir og flestir vegir á lág- lendi. En frá Re.vðarfirði er fært suður um alla firði og síð- an greiðfært til Re.vkjavikur. -ASt. „Vor við Húsafell” Hvað skyldum við ísléndingar senda mörg jólakort til ættingja og vina heima og erlendis? Við sendum m.a.s. til þeirra sem við höfum hvorki heyrt né séð í mörg herrans ár. En enginn veit ævi sína fyrr en öll er og ein lítil kveðja til vina og kunningja á jólum getur orðið tii þess að treysta vináttuböndin. Ætli við getum ekki slegið því föstu að allir hér á landi kannist við málarann Ásgrím Jónsson. Fáir eiga málverk eítir hann, en allmargir eftirprentanir hans. Þeir eru þó margir sem árlega hafa fengið listaverkakort Ás- grímssaíns sem jólakveðju. Þetta, kort er geíið út sem aldarminning Ásgríms Jónssonar 1976. Myndin heitir „Vor á Húsafelli", 100x145 cm, olíumálverk 1950, Asgríms- safn á myndina. EVI Smurbrauðstofan BJORNINN Njálsgötu 49 - Simi 15105 Skrásett I vörumerki [ Ný sending TRAMPS TRAMPS-kuldastígvél úr sérstaklega góðu leðri með loðfóðri og þykkum hrágúmmísólum Stærðir 35—46 Litur: Brúnt leður KR. 6860 Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll. Sími 14181

x

Dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.