Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 6
6 Concorde á Bostonflugvelli: Það er ekki nóg, — New York skal það vera. „ DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977. CONCORDE ENN FRESTAÐ Stjórnmálaaðstæður íFrakklandi taldar vera ein undirrótanna Vitnaleiðslum í deilumálinu um hvort hinni hljóðfráu þotu Breta og Frakka, Concorde, verði leyft að lenda á Kennedyflugvelli í New York var frestað enn einu sinni, en þær skyldu haldnar i dag þar í borg. Samkvæmt heimildum er talið að Frakkar hafi farið fram á frest- unina. Dómarinn féllst á að fresta vitanleiðslunum að beiðni flug- félaga landanna tveggja en þær áttu að leiða i ljós hvort hafnar- yfirvöldum í New York, sem einn- ig fara með umsjón flugvalla í borginni, væri heimilt að neita Concorde um lendingarleyfi. Mun dómarinn ákveða hvenær vitnaleiðslurnar eigi að fara fram eftir um tíu daga. Samkvæmt heimildum er talið að Frakkar vilji fá vitna- leiðslunum frestað vegna hinnar miklu fylgisaukningar vinstri aflanna í stjórnmálum heima fyrir, eftir fyrri hluta borgar- og sveitarstjórnarkosningarnar þar í landi sl. sunnudag. Bretar, sem hafa verið mjög áfram um að fá málið á hreint, munu nauóugir viljugir fallast á frestunarbeiðni Frakka. Zaire: Fara fram á hemaðaraðstoð frá Bandaríkjamönnum Ríkistjórn Zaire hefur farið fram á hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum eftir það sem hún segir vera innrás málaliða frá Angóla. Seko forseti Zaire sakaði er- lend öfl um að hafa sótt inn í Shaba-herað sl. þriðjudag. Hafa Angólamenn harðneitað að vera viðriðnir málið. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði á blaðamannafundi i gær að verið væri að íhuga beiðnina, en hann vildi ekki gefa frekari upplýsingar um hvers eðlis að- stoðin ætti að vera. Allt það sem hann fékkst til að segja var að rikisstjórn Zaire hefði farið fram á „gagna- aðstoð“, nokkuð sem talsmenn utanríkisráðumeytisins sögðu, að túlka mætti sem hernaðar- aðstoð í formi hergagna.. Er talsmaðurinn var. að því spurður hvort ástandið í Zaire væri alvarlegt, sagði hann aðeins, ,,að ekki væri hægt að taka léttilega á þessu máli“. Stjórnvöld í Angóla hafa hins vegar neitað öllum ásökunum um innrás í Zaire og segja að þarna séu á ferðinni hersveitir frá Shaba-héraðinu, sem séu að berjast innbyrðis. Heildartilboð óskast í að reisa, gera tilbúna undir tréverk og fullgera að utan heilsugæslustöð o.fl. á Ólafsfirði. Kjallari og gólfplata hússins hefur þegar verið steypt. Endanlegur frágangur á lóð heilsu- gæslustöðvarinnar er hluti af útboðs- verkinu. Verkinu skal að fullu lokið 1. júlí 1979. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri og skrifstofu bæjarstjórans á Ólafsfirði, gegn 15.000 kr. skila- tryggingu. Tilboð verða opnuð hjá Innkaupa- stofnun ríkisins, Borgartúni 7, þriðju- daginn 5. apríl 1977 kl. 11.00. LA UGA VEGI73 - SÍMI15755 Vorum að fá mikið úrval af ferðatöskum og innkaupatöskum Töskuhúsið, Laugavegi 73 Mikil óánægja íPakistan: Stjómarandstaðan sakar Bhutto um kosningasvik Miklar mótmælaaðgerðir stjórnarandstöðunnar í Pakistan leiddu til þess að margir leiðtogar hennar voru handteknir í gærkvöldi, eftir miklar óeirðir í a.m.k. fjórum stórborgum í landinu. Stjórnarandstaða níu stjórn- málaflokka hafði hvatt til mót mæla um landið allt til þess að krefjast þess að Ali Bhutto for- sætisráðherra segði af sér en hann hefur verið sakaður um að hafa haft rangt við í kosning- unum sem þar eru nýafstaðnar. Bhutto svaraði þessari hótun með þvi að sýna vald sitt, — bannaði allar samkomur fleiri en fimm manna. Mest urðu átökin í stærstu borg landsins, Karachi, þar sem bardagarnir stóðu i meira en sjö klukkustundir á milli mót- mælendanna og lögreglu, sem beitti táragasi gegn mannfjöld- anum. Einn leiðtoga stjórnarand- stöðunnar, Sherbaz Mazari, sagði á blaðamannafundi í gær- kvöldi að lögreglan hefði æst til óeirðanna en viðurkenndi að stjórnarandstaðan hefði það til saka unnið að hafa haft bann Bhuttos um fjöldafundi að engu. Bhutto sýnir klærnar en óeirðir eru eina svarið. Morðingjasveitir handteknar í Kairó Hið hálfopinbera málgagn egypzku stjórnarinnar i Kairó, A1 Ahram, hefur tilkynnt að öryggissveitir landsins hafi handtekið félaga í „sérþjálfaðri sveit inorðingja", frá Líbýu, en þeir hafi átt að fremja pólitísk morð í landinu. Sagði í frétt dagblaðsins að nánari upplýsingar um ferðir morðingjasveitarinnar yrðu veittar þegar yfirheyrslum yfir félögum hennar lýkur. Mennirnir voru handteknir fyrir nokkrum dögum. Þá sagði í fréttum blaðsins, að saksóknari væri enn að yfir- þeyra fimm manna hóp frá Líbýu, sem handtekinn var í Kairó fyrir nokkrum dögum. Er þeim gefið að sök að hafa reynt að standa fyrir hermdarverkum á þingi Afríku- og Arabaríkja í borginni um síðustu helgi. Samkomulag Líbýumanna og Egypta hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og hafa morðásakanir og svipaðar orð- sendingar gengið á milli rikjanna nú um langt skeið. FYLGZT MEÐ ÚTLEND INGUNUM Bandariska utanríkisráðu- ne.vtið hefur tilkynnt að það fylgist nú náið með öllum til- k.vnningum frá Ugandastjórn, eftir að tilk.vnnt var þaðan að Bandaríkjamenn sem gæfu ósannar upplýsingar um landið myndu verða færðir til yfir- heyrslu. Þó sagði talsmaður utanrikis- ráðuneytisins bandaríska, að litlar líkur væru á, að Banda- ríkjamenn í Uganda væru í lífs- hættu. ' Talsmaðurinn, Frederick Brown, sagði á blaðamanna- fundi að taka bæri eftir, að Ugandamenn hefðu lýst yfir því að Bandaríkjamenn og Bretar er vildu fara með friði og spekt í landinu gætu búið þar áfram. t gær tilkynnti útvarpið í Kampala, að fylgzt væri náið með öllum Bandaríkjamönnum og Bretum í Uganda, því að þeir hefðu sumir hverjir veitt rang- ar upplýsingar um land og þjóð. Þá sagði í tilkynningunni að Idi Amin, forseti landsins. hygðist enn ávarpa þá Barida- ríkjamenn og Breta, sem búa i landinu. Sagði í fréttum út- varpsins að ríkisstjórn hans myndi áb.vrgjast öryggi þeirra.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.