Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MARZ 1977. 7 Flugrán ínótt: Fékk þriggja ára dóttur sína framselda Mun vera á leið til heimaborgar sinnar á Norður-Ítalíu Ungur Itali, sem gefið hefur upp nafnið Luciano Poccari, rændi spánskri farþegaflugvél í innanlandsflugi frá Barcelona til Mallorka í gærkvöldi og skipaði flugstjóra hennar að fljúga til Alsír. 28 farþegar eru með flugvél- inni sem er þota af gerðinni Boeing 727. Eftir að hafa fengið eldsneyti í Alsír, hóf þotan sig á loft á ný og var ferðinni heitið til Abidjan. höfuðborgarinnar á Fílabeinsströndinni. Þar krafðist ræninginn, sem er vopnaður skammbyssu og haglabyssu, að fá afhenta þriggja ára gamla dóttur sína. sem er hjá fyrrum eiginkonu mannsins þar, og um 80 þúsund pund í reiðufé. Er yfirvöld í Abidjan höfðu látið undan kröfum mannsins hélt þotan í loftið á ný og var stefnan tekin í norður. Þó leyfði flugræninginn að ný áhöfn kæmi um borð í Bamko á Mali. Síðan vildi flugræninginn að þotunni yrði lent í Casablanca en yfirvöld í Marokkó neituðu honum um lendingarleyfi og lét hann flugstjóra vélarinnar þá fljúga til borgarinnar Sevilla á Spáni.' Þar var á ný tekið eldsneyti og hóf þotan sig til flugs skömmu eftir klukkan sjö í morgun á leið til Torino á Norður-Italíu, þar sem talið er að flugræninginn eigi heima. Samkvæmt fréttum mun maður þessi hafa reynt að ræna flugvél á flugvellinum í Abidjan fvrirfimmárum, en þá skutu öryggisverðir hann í fótinn er hann reyndi að ryðjast um borð í þotu á flug- vellinum. Hann slapp síðar af sjúkrahúsinu og komst til ítaliu um Ghana. Ekki er vitað hvað maðurinn hyggst fyrir er til Turin kemur, en þar hefur lögreglan mikinn viðbúnað. REYKIÐJAN HF. SMIÐJUVEGÍ 36 ‘S 7 63 40 Önnumst hvers konar matvælareykingar fyrir verslanir, mötuneyti og einstaklinga. BANDARÍKJAMENN HÆTTA AÐ KAUPA KRÓM AF RÓDESIUMÖNNUM: BIAÐIÐ Mikiö áfall fyrir Smtth CARTER LÆTUR UNDAN ÞRÝSTINGIFRÁ SAMEINUÐU ÞJÓÐUNUM Ian Smith: Nú neyðist hann til að semja. Bandaríska þingið hefur ákveðið að beygja sig fyrir þrýstingi frá Sameinuðu . þjóðunum og hætta að kaupa króm af Ródesiumönnum. Hefur ríkisstjórn Carters lagt hart að þinginu að samþykkja lagabreytinguna, en Bandaríkjamenn hafa keypt þessa þýðingarmiklu út- flutningsvöru af Ródesíumönn- um frá árinu 1971 þrátt fyrir verzlunarbann Sameinuðu þjóðanna. Afstöðubreyting Bandaríkja- manna til þessara kaupa er talin verða stjórn Ian Smiths mikið áfall og enn ein ábending um að hann verði nú að ganga til samninga við meirihluta svartra manna í landinu um ríkisstjórn. Hálft tonn af hassi Landamæraverðir í Búlgaríu fundu rúmlega 500 kíló af hassi í flutningabíl á landamærum Tyrklands og Búlgaríu í gær Er þetta i þriðja sinn á einni viku sem stórar sendingar af hassi finn- ast á landamærunum, en billinn var á leið til Vestur- Þýzkalands. Skömmu fyrir helgi fundu landamæraverðir 628 kíló af hassi í fölskuin bensínlanki flutningabifreiðar á landa- mærunum og nokkrum dögum fyrr höfðu þeir fundið 440 kíló í bíl á landamærunum. Beriingurínn i sjálfheldu Blaðið jafnvel prentað eriendis Danska vinnuveitendasam- bandið hefur krafizt þess að „sérstaklega háum sektum" verði beitt gegn prenturum, sem lögðu niður vinnu í sex vikna vinnudeilu við Berlingske-forlagið i Kaup- mannahöfn. Tvö dagblöð forlagsins, íhalds- blaðið Berlingske Tidende og síðdegisblaðið BT, hafa ekki komið út síðan 30. janúar. Deilan stendur um breytingar í rekstri fyrirtækisins og nýjar aðferðir við prentun. Hafa prentarar lýst sig and- snúna fækkun í starfsliði og kauplækkunum, sem þeir telja að verði afleiðing nýrra aðferða við prentun. Vinnudómstóll hefur þegar sektað samtök prentara og krafizt þess að þeir snúi til vinnu á ný, en það hefur engan árangur borið. Er nú svo komið, að Berlingske hefur tilkynnt, að það muni fl.vtja einhvern hluta pentunar blaða sinna úr landi, ef sættir nást ekki í deilu þess- ari, enda hefur forlagið tapað stórum upphæðum á verk- fallinu. HAFNARFIRÐI Umboðsmaður: Steinunn Sölvadóttir Selvogsgötu 11 Simi 52354 (kl. 5-7) NYK0MIN KÚREKASTÍGVÉL Skóverzlun Þórðar Péturssonar Kirkjustræti 8 v/Austurvöll - Sími 14181 Teg.H-7 Litur natur-leður Stærðir6-ll, fáanlegfl/2nr. Verðkr. 10.975.-

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.