Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 15.03.1977, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 15. MÁRZ 1977. Myndin sýnir nokkur dæmi um meinsemdir sem alkóhól veldur á hinum ýmsu líffærum: 1 veldur skalla og blæðingum, 2 bak- verkjum, 3 slysum og húðsýkíngu, 4 heilarýrnun, 5 andlegri streitu, 6 flogaveiki, 7 krabbameini í koki, 8 krabbameini í vélinda, 9 berklum, lungnasjúkdómum, 10 hjartasjúkdómum, 11 sýkingu í briskirtli, 12 magabólgum og magasári, sýkingu á smáþörmunum, 13 lifrarbólgum, 14 kyndeyfð, 15 vöðvarýrnun og 16 taugabóigu. Hátfskammast sínfyrír langlífið Eva Rubinstcin kyssir hinn fræga föður sinn, Arthur Rubinstein, á níutíu ára afmælisdegi hans. Hann er fæddur í Póllandi en er búsettur í París og hélt upp á afmæiið sitt í New York. Hann kom fram í fyrsta sinn í Carnegie Hall fyrir „aðeins“ sjötíu og einu ári. Rubinstein gamli sagði í afmæiisveizlunni: „Eg hálfskammast mín fyrir að vera enn á lífi. Mozart var ekki nema þrjátíu og fimm ára þegar hann dó og Schubert dó þegar hann var þrjátíu og eins árs. Ég veit ekki hvcrju ég á aó þakka þetta langiífi mitt en ég þakka bara Guði fyrir það.“ Heilsutjón vegna misnotkunar áfengis er gffuríegt Förum að dæmi Svfa og reynum að draga úr skaðsemi of neyzlunnar með breyttum umgengnisvenjum og aukinni fræðslu um skaðsemi hennar Undanfarið hefur mikið verið rætt og ritað um skaðsemi reyk- inga og alkóhólneyzlu. Það eru víst allir á einu máli um skaðsemi þessara „vímugjafa" eða eitur- lyfja, þótt verr gangi að fá fólk til þess að hætta að reykja og drekka. Þetta er víst svona alls staðar í heiminum og varla má opna erlent blað svo þar séu ekki greinar um þessi málefni. Við rákumst á eftirfarandi grein i Aftonbladet og þar sem hún á einnig erindi hér við okkur datt okkur í hug að snara henni lauslega. Árlega má rekja dauða fimm þúsund Svia að einhverju Ieyti til alkóhólneyzlu. Talið er að tóbaks- reykingar valdi álíka mörgum dauðsföllum. Reikna má með því að árið 1980 verði um það bil ein milljón Svía sem misnoti áfengi. Allir sérfræðingar eru á sama máli að ekkert gæti verið betra fyrrr heilsu alls þorra manna en að þeir stilltu áfengis- og tóbaks- notkun sinni í hóf. Sérfræðingar eru einnig á þeirri skoðun að bezta leiðin til þess að minnka þessa neyzlu sé að uppfræða almenning um skað- semi tóbaks og áfengis. Yfirvöldin (er hér átt við Svíþjóð) hafa gert skammarlega lítið í þessum efnum. í rauninni eru tóbak og áfengi það hættuleg efni að þau myndu flokkast með eiturlyfjum ef þau væru að koma fram á sjónarsviðið í dag. Heilaskemmdir Alltaf eru fleiri og fleiri ugg- vænleg tíðindi að berast okkur til eyrna. Dr. Carl Carlsson í Gautaborg hélt því fram fyrir tíu árum að hægt væri að sýna fram á heila- skemmdir hjá alkóhólistum. Hann heldur því fram að fín- gerðustu stjórnstöðvarnar skemmist fyrst, eins og stjórn- stöðvar fyrir kynlíf, minnið og skilning. Á geðsjúkrahúsum og langlegu- deildum er að finna marga sjúkl- inga og má rekja líkamleg mein þeirra beint til ofneyzlu áfengis. I Stokkhólmi er talið að um 50 þúsund manns misnoti áfengi á gróflegan hátt og eykst þessi hópur um 5 þúsund manns árlega. Talið er að unnt sé að spara hundruð milljónir sænskra króna ef hægt væri að koma í veg fyrir þessa misnotkun áfengis. Milljón ofdrykkjumenn Þriðji hver sjúklingur á geð- sjúkrahúsunum hefur orðið fyrir heilsutjóni vegna misnotkunar áfengis. Meira en fjórði hver sjúkdómur sem tekinn er til með- ferðar á lyflækningadeildum sjúkrahúsanna á einnig rætur sínar að rekja til misnotkunar áfengis. Rannsóknarnefnd á vegum heilbrigðisyfirvaldanna telur að árið 1980 verði 800 þúsund til ein milljón Svía sem geti kallazt alkó- hólistar eða misnoti áfengi mjög gróflega. íbúar Svíþjóðar nú eru rúmlega átta milljónir. Heilbrigðisyfirvöld vilja gjarnan kanna nánar hvaða áhrif ofneyzla áfengis hefur á heilann og hvaða skemmdir koma fram af völdum hennar. Einnig þarf að rannsaka nánar áhrif áfengis- neyzlu á lifrina. Þá er talið að alkóhól hafi eitr- andi áhrif á blóðið og beinmerg- inn og geta allir sagt sér sjálfir hve skaðlegt það getur verið. Blóðsjúkdómarnir hafa þau áhrif að fólk er sífellt þreytt og illa upplagt til allra verka. Talið er líklegt að alkóhól hafi þau áhrif að blóðfitan eykst. Einnig er talið mikilvægt að rann- saka sambandið á milli alkóhól- neyzlu og sykursýki. 80 af hverjum 100 neyta ófengis Það er fyrir löngu vitað að áfengisneyzla hefur áhrif á skjaldkirtilinn, en ekki er full- rannsakað hve mikil áhrif þessi eru. Það er talið fullvíst að áttatíu prósent karla neyta áfengis og sextíu prósent kvenna. Það þykir orðið „fínt“ að drekka. Það er löngu viðurkennt og tilheyrir umgengnisvenjum' fólks. Það er nauðsynlegt að brjóta þessar siðvenjur á bak aftur. Alkóhólneyzlan eykst stöðugt. Við getum ekki unnið bug á þeim skemmdum sem af henni hljótast nema með því að draga verulega úr neyzlunni. Ein af leiðunum til þess er að hafa verðið svo hátt að fólk skirrist við að kaupa áfengi. Svíar telja að það þurfi að gera meira en að hækka verðið. Það verði að fræða ungdóminn um skaðsemi áfengis, styðja á við bakið á ungmennafélagsskap og auka eftirlit með samkomustöð- unum. Lagt er til að sölu á brenndum vínum verði hætt. Geðlœknarnir eru þögulir „Við verðum að vera minnug þess að það finnst ekki nein „patent“lausn á áfengisvandamál- inu,“ segir dr. Carl Carlsson. „Flest sem reynt hefur verið að gera hefur mistekizt, þeir einu sem einhverjum árangri hafa náð í baráttunni við Bakkus eru AA- samtökin." Dr. Carlsson segir að geðlækn- arnir, sem eru þeir sem eru í nánustu tengslunum við alkóhól- istana, hafi verið mjög þögulir og lítið lagt til málanna. Það verður aldrei hægt að losna við alkóhólismann fyrir fullt og allt, segir dr. Carlsson. Það er aðeins óraunverulegur draumur. Það ætti heldur að snúa sér að því að breyta umgengnisháttum fólks í sambandi við áfengi. Það gerum við bezt á þann hátt að halda uppi öflugri fræðslustarf- semi um skaðsemi áfengis. Telur læknirinn að slíkt sé vænlegra til árangurs heldur en að vera að reikna út hve mikil aukningin á alkóhólistunum verði í framtíð- inni. Þýtt og endursagt. -A.Bj. Hæstlaunada frétta- kona f heimi Barbara Walters er líklega hæstiaunaða fréttakona heimsins. Hún er auðvitað bandarísk og fekk eina milljón dollara fyrir að fara frá NBC stöðinni til ABC sjónvarps- stöðvarinnar. — Nú er ’hún ásökuð fyrir að gripa frammi fyrir þeim, sem hún ræðir við í viðtölum sínum. Ekki er ólíklegt að henni finnist að fyrirtækið eigi heimtipgu á aðfá „eitthvað mik» ið" fyrir snuó sinn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.