Dagblaðið - 04.04.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 04.04.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 4. APRlL 1977. ð Svíþjóð: V-Þjóðverjum vísað úr landi — ætluðu að ræna ráðherra Sænsk yfirvöld tilkynntu í gærkvöldi að tveim V- Þjóðverjum, sem handteknir voru í árás lögreglunnar inn í íbúð skæruliðahóps í gær, hafi verið vísað úr landi. Var flogið með þá með leynd úr landi og er búizt við að tveir landar þeirra sæti sömu meðferð í dag. Þá voru átta Svíar og einn Englendingur handtekinn í árás lögreglunnar. Þéttbýlis- skæruliðar þessir munu hafa haft uppi áform um að ræna ráðherra í fyrrum stjórn sósial- demokrata, Önnu Grétu Leijon, og auk þess átti að valda spjöll- um á opinberum byggingum. Munu mennirnir hafa ætlað að fá félaga í Baader-Meinhof samtökunum lausa í skiptum fyrir ráðherrann. Töluvert magn af vopnum og sprengiefni fannst við húsleit lögreglunnar, auk kassa, sem geyma átti frú Leijon í. ALLT FAST A HEATHROW FELLIBYLURI BANGLADESH Talið er að rúmlega 600 manns hafi látið lífið og þúsundir orðið heimilislausir er fellibylur gekk yfir tvö landssvæði sem eru í mikilli fjarlægð frá hvoru öðru í Bangladesh. Segja björgunarsveitir, að a.m.k. 1500 manns hafi slasazt illa. Sérstaklega hefur héraðið Madaripur orðið illa úti, þar sem þrjú þorp, með samtals fimmtán þúsund íbúum, hafa jafnazt við jörðu. Sagt er að 596 manns hafi látizt í fellibylnum sem gekk yfir Madaripur héraðið á föstu- daginn, þar af 200, er fullhlaðin ferja sökk á Megna ánni. Hinir týndu lífi er hús hrundu eða urðu fyrir trjám sem fuku eins og eldspýtur um allt. Verið er að fljúga með hjálpargögn og mat til hins nauðstadda fólks en búizt er við að tala látinna eigi eftir að hækka til muna er öll kurl verða komin til grafar. Þúsundir ferðamanna verða sennilega strandaglópar fram eftir degi og jafnvel lengur á Heathrow-flugvelli við London en flugvirkjar og annað fólk sem starfar við viðhald flug- véla er þar í skyndiverkfalli. Verkfallið hófst í nótt og í morgun, er flugumferð átti að hefjast fyrir alvöru á ný, stóð allt fast. Árrisulir ferðamenn verða því að bíða úti á flugvelli þar til samningar takast en búizt er við að það taki ekki mjög langan tíma. Peking: Er þingið hafið? Óstaðfestar fregnir frá Peking herma að þing kín- verska kommúnistaflokksins sé hafið þar i borg. Ferðamenn sem komið hafa frá borginni segja að þingfull- trúar hafi verið að koma til borgarinnar allar undanfarnar nætur með flugvélum og þá er einnig til þess tekið að almenn- ingur er farinn að hamstra flugelda og hvellhetturtil þess að fagna ákvörðunum þingsins en talið er að það verði stefnu- markandi fyrir framtíð þjóðar- innar eftir stjórnarskiptin. Trudeauhjónin skilin Tilkynnt var í Toronto fyrir helgina að forsætisráðherrahjónin Pierre og Margrét Trudeau hafi ákveðið að skilja. Frúin var sem kunnugt er mikið í fréttum nú fyrir skömmu vegna þess að hún sótti tónleika Roliing Stones allfast og lengi og lýsti því síðan yfir að hún „segði upp í opinberu lífi“. Hér eru þau hjónin með synina Justin og Sacha, t.v. HELGi PETURSSON Erlendar fréttir Nýtt frá Creda----------------------- Ef þvottavélin vindur ekki vel þá skilar Creda heimiiisþeytivindan þvottinum _________I þurrum og mjúkum. Tekur 2.8 kg af þurrum þvotti. Snúningshraði 2800 sn/min. Fæst í RAFHA Óðinstorgi, sími 10322 og hjá okkur, sími sölu- manns 18785. Raftækjaverzlun íslands hf. Ægisg. 7, sími 17975/76. Enskukennarar Janet Beneyto frá Longmans bókaútgáfunni veitir kennurum upplýsingar um nýjar enskukennslubækur í bókaverzlun okkar í Hafnarstræti 4, uppi, mánudaginn og þriðjudaginn 4. og 5. apríl Enskukennslu- bókasýning Longmans stendur yfir frá 4. til 5. apríl. BókaverzlunSnæbjarnar Hafnarstræti 4 Hljómburðurinn einmitt eins og þú óskar þér hann... s? lí m O I mótsetningu viö öll önnurstereo-heyrnar- tæki getur þú á KOSS Technican/VFR stjórnað hljómburðinum alveg eftir þínu höfði. ístaðinn fyriraðþúhlustiráuppáhalds tónverkin eins og aðrir heyra þau, nýtur þú þess að geta framkallað þann hljómburð sem er þér að skapi- aðeins með því að færa til VFR-stillinn. Tæknilegar upplýsingar: 50 mm aflhátalarar • Mótstaða : 230 ohm/1 kHz • Tíðnisvið: 10-22000 Hz« Næmleiki: 95 V-rms/1 kHz • Bjögun: Minni en 0,4%/1 kHz/100 dB SPL • Hljóðstyrkur við 1% bjögun: 108 dB/1 khlz • 3 metra gormlaga aðtaug • „Pneumalite" eyrnapúðar. • Tenging fyrir gálgahljóðnema • Þyngd: 483 g (u/aðtaug) Verð kr. 23.967 FALKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.