Dagblaðið - 04.04.1977, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 04.04.1977, Blaðsíða 18
18 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. APRÍL 197': f % 1 Verður mark Watson hið þýð- ingarmesta á leiktímabilinu? Mark Dave Watson þremur mínútum fyrir leikslok í viður- eign Manch. City og Ipswich á Maine Road í Manchester á laugardag kann að verða þýð- ingarmesta mark leiktímabils- ins — mark, sem gæti skipt öllu, þegar gert verður upp í lokin, sagði fréttamaður BBC i gær. Markið færði Manch. City tvö dýrmæt stig gegn öðrum helzta keppinaut sínum um enska meistaratitilinn — en Liverpool náði efsta sæti í deildinni á ný á laugardags- morgun með góðum sigri á Leeds. Leikurinn var háður nokkrum kiukkustundum fyrr cn aðrir leikir vegna Grand National veðreiðanna, sem fóru fram í Liverpool síðar um dag- inn. Liverpool hefur 45 stig. Tveimur meira en Ipswich og þremur meira en Manch. City — en City hefur leikið Ieik minna, 32 leiki. Það var supervaramaðurinn David Fairclough, hinn 21 árs framherji Liverpool, sem kom hinum leikreyndu mönnum Leeds alveg úr jafnvægi á An- field. Hann hóf leikinn og vara- mannsnafnbótin hlýtur nú að fara að hverfa af honum. Rauð- hærða piltinum er spáð miklum frama sem enskum landsliðs- manni í náinni framtíð. Eftir heldur daufa byrjun beggja liða kom heldur betur fjör í hlutina á 35. mín. Þá fékk Fairclough knöttinn — lék upp allan völl og inn í vítateig Leeds. Þegar hann ætlaði að fara að reka endahnútinn á verkið var hann felldur. Víta- spyrna og úr henni skoraði Phil Neal öruggiega. 90 sekúndum síðar lá knötturinn aftur í marki Leeds. .Jimmy Case gaf vel fyrir markið á rauðhærða strákinn, sem skallaði í mark. Eftir það var sigur Liverpool öruggur. Steve Heighway skoraði þriðja mark liðsins i síðari hálfleik. Á lokamínútu leiksins skoraði miðvörður Leeds, Gordon McQueen, eina mark liðs síns. Liverpool stendur vel að vígi að verja meistaratitil sinn — en fram- undan er gífurlega erfiður kafli, ekki aðeins í deilda- keppninni, heldur og í Evrópu- bikarnum og FA-bikarnum. Leikmenn Liverpool eru bók- staflega ekki mannlegir ef þeir komast heilir í gegnum það. En hverfum þá á Maine Road. Manch. City, sem lék án tveggja sterkra landsliðs- manna, Mike Doyle og Dennis Tueart, hafði yfirburði i fyrri hálfleik gegn ípswich, sem lék án Osborne og John Wark varð að yfirgefa völlinn í f.h. vegna meiðsla. Leslie Tibbott kom í hans stað. Áhorfendur voru 42.780 og spenna mikil meðal þeirra — en hins vegar var leikurinn langt frá því að vera góður. Erfitt að leika vegna há- vaðaroks og taugaspenna var mikil. En þrátt fyrir yfirburði tókst Manch. City ekki að skora nema eitt mark í f.h. Brian Kidd var þar að verki á 33. mín. 15. mark hans á leiktímabilinu — en leikmenn Ipswich héldu því fram, að Kidd hefði hand- leikið knöttinn áður en hanri skoraði. Frægasti dómari Englands, Jeff Taylor, var á annarri skoðun og dæmdi markið gilt. Eftir markið tóku leikmenn City of létt á hlutun- um. Virtust greinilega telja leikinn unninn. Ipswich náði betri tökum á leiknum og það kom ekki á óvart, þegar Trevor Whymark jafnaði á 55. mín. eftir góðan undirbúning Mills. Talsverð spenna varð við bæði mörk. Markverðirnir, einkum Joe Corrigan hjá City, stóðu vel fyrir sínu. Það virtist stefna i jafntefli — og svo fékk City hornspyrnu á 87. min. Peter Barnes gaf vel fyrir og |)ar kom landsliðsmiðvöröurinn enski. Lundúnaiiðið kunna, Fulham, berst nú fyrir tilveru sinni í 2. deild og útlitið er allt annað en gott. Tap á laugard. í Hull, þar sem Peter Daniei skoraði eina mark leiksins úr vítaspyrnu. Aðeins Bobby Moore, sem lék 108 iandsleiki fyrir England, er nú einn eftir af ieikmönnunum frægu, George Best og Rodney Marsh, sem áttu að koma Fulham í 1. deild á ný. Á myndinni að ofan er Moore í hvítu peysunni á miðri mynd í keppni við Keith Edwards, Sheff. Utd. fyrra laugardag. Fulham sigraði 3-2 í þeim leik eftir að hafa skorað þrjú fyrstu mörk leiksins. Watson, eins og hraðlest og skallaði í mark. Glæsimark — en leikmenn Ipswich gáfust ekki upp. Geystust I sókn og mínútu fyrir leikslok stóð Brian Talbot með knöttinn þrjá metra frá marki. Aðeins Corri- gan eftir — en Talbot spyrnti yfir markið. Gróf síðan andlitið í höndum sér i skömm. Slíkt færi á enskur landsliðskandi- dat ekki að misnota. Leikmenn City önduðu hins vegar léttar — og mark Watson kann að verða það þýðingarmesta á leik- tímabilinu. Hver veit? En það er nú víst kominn tími til að líta á úrslitin á laugardag. l.deild Chester — York 1-0 Gillingh.—Wrexham 2-0 Grimsby — Tranmere 1-0 Oxford — Peterbro 2-3 Port Vale — Portsmouth 1-0 Preston — Bury 0-1 Reading — Lincoln 1-2 Rotherham — C. Palace 1-1 Shrewsbury — Sheff. Wed. 1-1 Walsall — Chesterfield 2-2 4. deild Barnsley — Southport 1-0 Bradford—Doncaster 3-1 Colchester — Scunthorpe 1-1 Crewe — Bournemouth 2-1 Darlington — Brentford 2-2 Éxeter — Southend 3-1 Huddersfield—Aldershot 2-0 Rochdale — Hartlepool 0-1 Swansea — Newport 3-1 hættulausri stöðu, en tók ekki eftir því, að Keelan var hlaup- inn úr markinu. Arsenal, sem aðeins hafði hlotið eitt stig af 16 mögulegum í síðustu leikjum sínum, byrjaði heldur betur með krafti gegn Leicester. Eftir aðeins 10 mín. stóð 3-0 fyrir Arsenal, en fleiri urðu mörkin ekki í leikn- um. Graham Rix, 19 ára piltur frá Doncaster, sem lék sinn fyrsta leik í aðalliðið Arsenal, skoraði eftir fjórar mínútur. Hin tvö mörkin skoraði írski landsliðsmiðvörðurinn O’Leary. Þá vann Derby loksins, 2-0, gegn Stoke. Þeir Gerry Daly, vítaspyrna, og Leighton James skoruðu mörk- — Skoraði sigurmark Manch. City gegn Ipswich, þegar þrjár mínútur voru til leiksloka. Liverpool náði á ný efsta sætinu í 1. deild með góðum sigri á Leeds. Fyrsta tap Man. Utd. í 16 leikjum Arsenal — Leicester Birmingham — Newcastle Bristol City — A. Villa Coventry — Tottenham Derby County — Stoke Liverpool — Leeds Manch. City — Ipswich Norwich — Manch. City Sunderland — QPR WBA — Middlesbro West Ham — Everton 2. deild Blackpool — Cardiff Bolton — Oldham Burnley — Nott. F'or. Carlisle — Wolves Chelsea — Blackburn Hull City — Fulham Millwall — Orient Notts Co. — Hereford Plymouth — Bristol R. Sheff. Utd. — Charlton Southampton — Luton 3. deild l’uighton — Mansl'ield 3-0 Watford — Workington 2-0 1-2 Newcastle vann 'sinn þriðja 0-0 útisigur á leiktímabilinu og 1- 1 hefur geystst upp töfluna. 2- 0 Fjórum stiguni a eftir Liver- 3- 1 pool — en sennilega hefur loka- 2-1 spretturinn komið of seint. Þeir 2-1 Craig, vítaspyrna, og Barrow- 1- 0 clough skoruðu mörk liðsins í 2- 1 Birmingham. 2- 2 Manch. Utd. tapaði í fyrsta sinn í 16 leikjum og það í Nor- 1-0 wich. Heimaliðið byrjaði mjög 3- 0 vel og eftir 7 mín. skoraði Colin 0-1 Suggett. Þá þurfti United að fr. fara að sækja og við það 3-1 sköpuðust enn meiri veilur í 1-0 vörnina. Reeves kom Norwich í 0-1 2-0 á 33. mín. og greinilegt áð 3-2 hverju stefndi. í síðari hálfleik 1-1 sótti United miklu meira —en 3-0 árangurinn var aðeins algjör- 1-0 lega óþarft sjálfsmark Tony Powell. Ætlaði að skalla knött- 3-1 inn aftur til markvarðar sins i in. Coventry lék í fyrsta sinn á heimavelli í 10 vikur, en náði ekki nema jafntefli gegn Tottenham. Peter Taylor skoraði fyrir Tottenham, en Ian Wallace jafnaði fyrir Coventry. Sunderland vann sinn sjötta heimasigur í röð, en hafði farið illa með tækifæri áður en Bob Lee skoraði eina mark leiksins gegn QPR á 70. mín. Lundúna- liðið reyndi allt til að jafna, en Peter Eastoe fór tvívegis illa með góð færi. Bristol City var nær sigri gegn Aston Villa í slökum leik. Tvívegis var bjargað á marklínu Villa í leiknum. Þá vann WBA enn einu sinni á heimavelli. Nú Middlesbro með mörkum blökkumannsins, Laurie Cunn- ingham frá Orient, sem er sagöur einn albezti leikmaður- inn i ensku knattspyrnunni. 21 árs að aldri, og Willie John- stone. David Mills skoraði fyrsta markið í leiknum fyrir Middlesbro. Hjá West Ham dökknar út- litið stöðugt — aðeins jafntefli gegn Everton á laugardag. Þó lék Everton án King og McKenzie. Goddlass náði for- ustu fyrir Everton, en Pob Robson jafnaði úr vítaspyrnu. Varamaðurinn Jim Pearson kom Liverpool-liðinu í 2-1, en aftur fékk West Ham víti og Robson skoraði. I 2. deild náði Chelsea forustu á ný — en Ulfarnir léku ekki. Wicks og Finnieston, tvívegis, skoruóu mörk Chelsea gegn Blackburn. Bolton vann góðan sigur á Oldham — og þar munaði miklu fyrir liðið að Steve Taylor lék nú með á ný eftir tíu vikur vegna meiðsla. Hann skoraði eitt af mörkum Bolton. Á sama tíma féll Luton fyrir bikarmeisturum South- ampton á The Dell — og þar með var sigurganga Luton stöðvuð. Sigurganga, sem hafði gefið 23 stig af 24 mögulegum. Miklu munaði fyrir Luton, að fyrirliðinn Alan West gat ekki leikið vegna meiðsla — en þó átti leikurinn í Southampton ekki að tapast. Fyrirliði Dýrlinganna, Rodrique, hafði bjargað á eigin marklínu áður en Alan Ball skoraði eina mark leiksins. Þegar sjö mín. voru til leiksloka náði Ron Futcher knettinum, lék á varnarmenn Southampton og síðan mark- vörðinn. Markið var galopið fyrir framan hann — en á ein- hvern óskiljanlegan hátt tókst þessum mikla markaskorara að spyrna knettinum framhjá markinu. í 3. deild vann Brighton þýðingarmikinn sigur á efsta liðinu fyrir umferðina, Mansfield, 3-1. Brighton og Rotherham eru efst með 48 stig, Mansfield hefur 47 stig og Wrexham 45 stig. I 4. deild er Cambridge efst með 50 stig. Bradford hefur 46 stig. Col- chester 45 og Barnsley 44. Staðan í tveimur efstu deild- unum er þannig: 1. deild Liverp. 33 19 7 7 53-28 45 Ipswich 33 18 7 8 58-32 43 Man. C. 32 15 12 5 44-24 42 Newc. 33 15 11 7 54-37 41 WBA 33 13 11 9 48-41 37 Man. U. 30 14 8 8 54-40 36 Leicester34 11 14 9 43-49 36 A.Villa 28 15 5 8 55-31 35 Leeds 31 12 9 10 38-40 33 M’bro 33 12 9 12 32-37 33 Arsenal 33 11 9 13 51-53 31 Norwich 33 12 6 15 38-52 30 B’ham 32 10 8 14 49-50 28 Everton 30 10 8 12 44-51 28 Stoke 31 9 9 13 18-31 27 QPR 28 9 7 12 32-37 25 Coventry 29 9 9 12 32-41 25 Tottenh. 33 9 7 17 38-61 25 Derby 30 6 12 12 33-42 24 Bristol C.30 7 9 14 26-33 23 Sunderl. 33 8 7 18 33-42 23 W.Ham 30 8 6 16 30-51 22 2. deiid Chelsea 33 17 11 5 59-43 '45 Wolves 31 17 9 5 69-36 43 Luton 34 19 4 11 57-35 42 Bolton 32 17 7 8 61-42 41 Not.For. 33 16 8 9 62-36 40 Blackp. 34 13 13 8 46-37 39 Notts C. 33 16 7 10 53-47 39 Millwall 33 12 10 11 46-42 34 Charlton 33 11 12 10 53-50 34 Blackb. 33 13 8 12 36-42 34 Oldham 32 12 8 12 41-45 32 Hull 33 8 15 9 38-37 31 Shef.U. 33 10 11 12 43-43 31 South.t. 29 10 10 9 50-46 30 Plym. 34 7 15 12 40-50 29 Orient 30 9 10 11 31-36 28 Bristol R 33 9 9 15 39-56 27 Fulham 34 8 10 16 43-57 26 Cardiff 32 9 7 16 40-49 25 Burnley 33 7 11 15 34-53 25 Carlisle 33 8 7 18 36-64 23 Hereford 32 4 10 18 39-64 18

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.