Dagblaðið - 04.04.1977, Blaðsíða 32

Dagblaðið - 04.04.1977, Blaðsíða 32
170 milljón kr. lán gjaldféll er 30 millj. kr. afborgun brást ISuðri kyrr- settur í Rotter- dam í 5 vikur: Flutningaskipið Suðri hefur verið kyrrsett í höfn í Rotter- dam í Hollandi í fimm vikur vegna gjaldfallins láns, í banka í Englandi, að upphæð alls um 170 milljónir króna. Hafnargjöld eru um 300 þúsund krónur á dag, þannig að við tuttugu og sex milljónirnar hafa bætzt um tíu milljónir. Allt þetta verður að greiða — eða setja tryggingu fyrir — áður en skipið fær að fara úr höfn í Rotterdam. Hluti áhafnar skipsins er enn um borð þar ytra. Upphaflega átti að borga af láninu ásamt vöxtum 15. janúar sl„ en þegar sú greiðsla barst ekki frá eiganda skipsins, Jóni Franklín, gjaldféll allt lánið. Jón Franklín sagði í samtali við fréttamann blaðsins fyrir nokkru að heildarupphæðin væri um 900 þúsund Banda- ríkjadalir, en afborgunin með vöxtum hefði verið um 30 milljónir ísl. kr. Umboðsmaður útgerðarinnar hér heima sagði í samtali við DB í gær að verulegar líkur væru á að málið leystist í dag — mánudag — en stöðugar frek- ari kröfur bankans hefðu til þessa komið í veg fyrir að skipið losnaði. „Við áttum von á að þetta myndi leysast á föstudaginn," sagði umboðsmaðurinn, „en þá kom til ný og óvænt krafa bank- ans, sem ekki varð ráðið við.“ Lestar Suðra eru tómar sem stendur en skipinu er ætlað að flytja heim áburð fyrir Áburðarverksmiðju ríkisins. 13 ára gerði tvívegis jafntefli við Smyslov! — Lærði mannganginn fyrir þrem árum Þrettán ára fermingarstrákur á ísafirði vann mikið afrek um helgina. Hann knúði heimsmeist- arann fyrrverandi, Smyslov, til að semja um jafntefli i fjöltefli sem Smyslov háði vestra. Og ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Heimir Tryggvason heitir hann pilturinn og verður fermdur um páskana. ,,Ég fæ víst ekki tæki- færi til að tefla við annan eins kappa og Smyslov í bráðina," sagði hann við fréttamann Dag- blaðsins að þessum afrekum unnum. Hann kvaðst aðallega tefla við kunningja sína og föður sinn, Tryggva Guðmundsson sjó- mann, en hann kenndi syni sínum mannganginn fyrir þrem árum. í fyrra fjölteflinu gegn Smyslov bauð Heimir jafntefli eftir 27 leiki. Heimsmeistarinn fyrrverandi var ekki aldeilis á því. Það var ekki fyrr en í 36. leik að honum varð ljóst að hann réð ekki við stráksa og bauð nú jafn- tefli sem Heimir þáði. Enn var Heimir mættur til leiks á laugardagskvöld og nú gerðist það í 27. leik að Smyslov bauð jafntefli sem enn var þegið. 41 tóku þátt í fyrra fjölteflinu á laugardaginn. Þá gerðu fjórir jafntefli, Heimir, Matthías Krist- insson, skákmeistari Vestfjarða, Jón Kr. Jónsson og Högni Torfa- son, stjórnarmaður í Skáksam- bandinu. 1 seinna fjölteflinu tóku þátt 21. Þá sigraði Páll Áskelsson og sá um að heimsmeistarinn færi ekki ósigraður suður til Reykja- víkur. Þeir Heimir og Bolli Kjart- ansson, bæjarstjórinn sjálfur, gerðu jafntefli við meistarann. Smyslov hitti unga skákmann- inn eftír jafnteflin tvö og lýsti yfir mikilli ánægju með frammi- stöðu hans í skákunum. Trúlega á nafn Heimis eftir að sjást í fram- tíðinni í sambandi við skákmótin. -KP/JBP Að keppni lokinni — Heimir hinn ungi og Smyslov, heimsmeistarinn i skák fyrir allmörgum árum (DB-mynd Katrin). Kandidataeinvígjunum er lokið—nema á íslandi Hvor verður andstæðingur Portisch, Spassky eða Hort? Kandidataeinvígjunum í s'-.ák er nú lokið á öllum víg- stöðvum — nema á Islandi. Polugaj< wsky.og Mecking gerðu jafntefli nu um helgina og sömuleiðis Kortsnoj og Petrosjan. Lokatölurnar urðu þær, að tveir þeir fyrrnefndu hlutu 6H vinning og tefla saman i næstu urnferð. Þeir siðarnefndu hlutu báðir 5i4 vinning. Einvígi þeirra Portisch og Larsens lyktaði með 6'h — 3'á Portisch teflir því í næstu um- ferð við þann, sem sigrar hér á íslandi, — Spassky eða Hort. Ekki var hægt að segja neitt um það í morgun, hvenær þeir kapparnir leiða næst saman hesta sína, en Skáksambands- menn vonuðu, að þeir fcngju vitneskju um það síðar i dag eða á morgun. ÁT frjálst, úháð dagblað MÁNUDAGUR 4. APRÍL 1977. Féll 12-13 metra —lif ði þaðaf Ungur maður féll 12—13 metra á höfuðið innan í bygg- ingarkrana. Við rannsókn kom i ljós að sennilega væri hann ekki brotinn, h.ann fékk slæman heilahristing og er mikið marinn og skorinn í and- liti. Þetta gerðist á föstudaginn er verið var að reisa byggingarkrana við Grundartanga. Talið er að hann hafi slegizt við innan í krananum og það hafi dregið úr fallinu. Hann var með öryggishjálm. Samkvæmt upp- lýsingum frá gjörgæzludeild Borgarspítalans, þar sem hann liggur nú, leið honum vel eftir atvikum í morgun. EVI Dauðaslys við gufuborinn Dofra: Féll 4-5 metra og missti af sér ör- yggis- hjálminn 37 ára gamall maður, Hreiðar Grettisson, féll niður úr gufubornum Dofra á laugardagsmorgun og lézt. Fallið var 4—5 metrar en verið var að vinna við Dofra uppi í Mosfellssveit. Hreiðar mun hafa misst öryggishjálminn. Hann var látinn þegar komið var með hann á slysavarðstof- una. EVI Útvarpið hljöp aprfl Fréttaritari Reuters- fréttastofunnar í Eþíópíu situr þar suður frá og skellihlær að íslenzka ríkisútvarpinu. Hann sendi frá sér apríl- gabb sem útvarpið gleypti hrátt og skýrði frá í fréttum í gærmorgun. Fréttin var á þá leið að ljón nokkurt hefði komizt inn í gripahús þar í landi og étið þrjár geitur. Skelfingu lostinn asni horfði á hamfarirnar og var ekki i nokkrum vafa um að hann yrði næstur, því ljónið var soltið. Það varð asnanum þá til lífs að stór og sterkur hestur kom þar inn, beit i hnakkadrambið á ljóninu og hristi það duglega til. Ljónið vankaðist, sagði í fréttinni.og hesturinn hélt áfram þar til það lá dautt. Það fylgdi fréttinni að asn- inn hefði sloppið með skrekk- inn.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.