Dagblaðið - 04.04.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 04.04.1977, Blaðsíða 10
10 DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 4. APRÍL 1977 EMEBIAÐIÐ frjálst, úháð dagblað Útgefandi Dagblaöiö hf. Framkvæmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas krístjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pótursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. Skrifstofustjórí ritstjómar: Jóhannes Roykdal. íþróttir: Hallur Símonarson. Aöstoöarfróttastjóri: Atli Steinarsson. Safn: Jórt Snvar Baldvinsson. Handrit: Ásgrímur Pólsson. Blaöamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Ingólfsdóttir, Gissur Sigurösson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrín Pólsdóttír. Krístín Lýös- dpttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson, Ragnar Lór. Ljósmyndir: Bjamleifur Bjamleifsson, [Höröur Vilhjálmsson, Svoínn Þormóösson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkerí: Þróinn *>orieifsson. Dreifingarstjóri: Mór E. M. 'fatldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. ó mónuöi innanlands. i lausasölu 60 kr. eintakiö. Ritstjóm Síðumúla 12, sími 83322, auglýsingar, óskriftir og afgreiösla Þvorholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: Dagblaðið og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerö: Hilmirhf., Síöumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Heilbrígð skynsemi Morgunblaðið ræðir í leiðara síðastliðinn -föstudag um heil- brigða skynsemi launþega. Það fagnar sérstaklega ummælum iðnverkakonu í Þjóðviljanum. Konan kvaðst hrædd um, að til verkfalla kæmi, ef launþegar slægju ekki af kröfunum um hundrað þúsund króna lágmarkslaun. Verkföll væru vafasöm fyrir launþega, því að mörg ár tæki að vinna upp það, sem þeir töpuðu í verkföllum. Verðbólguna yrði að stöðva. Út frá þessu leggur Morgunblaðið og segir sem svo, að launþegar geri sér fulla grein fyrir, hvaða blekkingar séu fólgnar í miklum kaup- hækkunum, ef ekki tekst að stöðva verðbólg- una. Ennfremur skilji launþegar, að verkföll séu engin kjarabót fyrir þá, eins og blaðið kemst að orði. Morgunblaðið nefnir hins vegar ekki eitt aðálatriðið. Heilbrigð skynsemi launþega leiðir þá líka í þann sannleika, að það er umbjóðandi Morgunblaðsins. ríkisvaldið, sem við er að etja. Það er ríkisvaldið, sem neitar að sjá til þess að launþegar komi fram kröfum um aukinn kaupmátt launa sinna, Morgunblaðið, helzta málgagn ríkisvaldsins á íslandi, hefur sett dæmið upp á sinn hátt. Við verkafólk er sagt: Þið verðið að slá af kröfunum um hundrað þúsund króna lágmarkslaun, ella tapið þið á verkföllum eða ríkið lætur verðbólguna éta upp kauphækkanirnar ykkar. Þið megið núna kannski fá tveggja eða þriggja prósenta kjara- bætur. Ella verður kollsteypa, sem ríkisvaldið mun láta koma harðast niður á ykkur. Morgunblaðið hefur ekki svo mikla trú á heilbrigðri skynsemi launþega, aó það telji, að þeir muni átta sig á þessu. Þvert á móti telur það, að gamli söngurinn muni nægja. Verkafólk muni slá af kröfum sípum og sætta sig við lítinn hlut, af því að þaö óttist verðbólguna án þess að skilja, hver óvinurinn er. Löngu er orðið ljóst, að kjarasamningar laun- þega og atvinnurekenda skipta ekki meginmáli þrátt fyrir allt talið um frjálsa samninga. Ríkis- valdið hefur yfirleitt stolið kjarabótunum af launþegum með ýmsum aðgerðum og þá skiptir ekki máli, hvort við völd er svokölluð vinstri stjórn eða svokölluð hægri stjórn. Ríkisvaldið hefur látið verðbólguna geisa og sjálft ýtt undir hana, eins og menn eru farnir að þekkja af reynslu síðustu ára. Síðan hefur ríkisvaldið iðulega gengið á hinn frjálsa samningsrétt með því að svipta launþega vísitöluuppbótum, þegar minnst varir. Hinn raunverulegi viðsemjandi launþega í öllum heildarsamningum hér á landi eru ekki atvinnurekendur heldur ríkisvaldið. Launþeg- ar reyndu í fyrra að semja beint við ríkið, eins og rökrétt var, en komu aó lokuðum dyrum. Þó höfðu atvinnurekendur í mörgu tekið undir þessa stefnu launþega gagnvart ríkisvaldinu. Kjarasamningar án virkrar þátttöku ríkis- valdsins eru út í hött, meðan það kerfi ríkir, sem hér hefur þróazt. Málgagn ríkisvaldsins er að hæðast að laun- þegum, þegar það metur svo lítils heilbrigóa skynsemi þeirra. Leirvogsmálið: Ríkissaksóknarí vill rannsaka ný og víðtækarí sakarefni —Sakadómur ekki íslenzkt réttarkerfi hefur meó réttu orðió fyrir harðri gagnrýni á liðnum mánuðum, sérstaklega þó á síðastliðnu ári, og er það í sjálfu sér engin nýlunda. Ég lagði orð í belg með nokkrum greinum í dag- blaðinu Vísi í maí í fyrravor um það sem nefnt hefur verið Leir- vogsármálið. Þar gagnrýndi ég sitthvað í rannsókn málsins og meðferð á leið þess um kerfið. Jafnframt greindi ég frá baráttu einstaklings, sem átti undir högg að sækja hjá kerf- inu, og hvernig hann hafði árangurslítið reynt að ná eyr- um þess í nær sjö ár. Á miðju sumri síðastliðnu virtist svo sem rofaði til. Em- bætti ríkissaksóknara tók málið til nýrrar athugunar að beiðni föður þess pilts sem fannst lát- inn i Leirvogsá að morgni 15. september 1969 og talið var að ekið hefði fólksflutningabifreið út í ána um nóttina. Bifreiðinni hafði verið stolið um nóttina og röskum sólarhring síðar viður- kenndi félagi Arnars Hjört- þórssonar, sem lézt, að þeir hefðu verið saman í rútunni og Arnar ekið. „Sálarstríð“ kerfisins I framhaldi af athugun ríkis- saksóknara, nánar til tekið Hallvarðs Einvarðssonar, þá- verandi vararikissaksóknara, var farið fram á nýja rannsókn. Þetta var upp úr miðjum ágúst í fyrra og nú er málið búið að velkjast á milli embætta í sjö mánuði. Nú er það ekki einstaklingur sem á í baráttu við kerfið. Nýi slagurinn er ein- hvers konar innri barátta kerfisins, sálarstríð kerfisins. Nú er málið til dæmis statt öðru sinni á skömmum tíma 1 Hæsta- rétti. I fyrra skiptið hét málið á málaskrá Hæstaréttar: Ákæru- valdið gegn Sakadómi Reykja- víkur. Þar sem ég hef orðið var við að ýmsir álíta að ný rannsókn Leirvogsármálsins hafi ekki náð fram að ganga þykir mér rétt að greina frá nokkrum staðreynd- um. Leirvogsármálið er sjö oghálf s árs gamalt umferðarslys og sakamál. Atburðir urðu árið 1969 og dæmt var í málinu tæp- um tveimur árum síðar og því þar með lokið af hálfu dóm- kerfisins. Þrátt fyrir málalyktir Kjallarinn Halldór Halldórsson fyrir dómstólum virtist ljóst að ekki væru öll kurl komin til grafar i málinu. Niðurstöður sem bentu til þessa birti ég i greinum mínum í Vísi. Sjálfur var ég sannfærður um, að málið þyrfti nýrrar rannsóknar við og svo fór að þáverandi vararíkis- saksóknari var á sama máli. Hann kannaði málið á grund- velli greinargerðar sem hann fékk um lausa enda í málinu. I framhaldi af því óskaði hann ekki einungis eftir endurupp- töku málsins heldur nýrrar rannsóknar á viðtækari grund- velli en endurupptaka málsins hefði haft í för með sér. Krafa um rannsókn á nýjum sakarefnum Með bréfi dagsettu 20. ágúst í fyrrasumar krafðist hann nýrr- ar rannsóknar, sem ekki beind- ist aðeins að gömlum atriðum í málinu heldur nýjum sakarefn- um. í bréfi sínu tiltók vara- ríkissaksóknari sérstaklega 12 atriði sem rannsaka skyldi nánar. I greinargerð föðurins, Hjörtþórs Ágústssonar, voru til tekin 40 atriði og er ég á þeirri skoðun, að vararíkissaksóknari hefði að ósekju mátt tilgreina fleiri rannsóknarefni í bréfi sínu til Sakadóms Reykjavíkur en hann gerði. Hvað um það. Sakadómi barst krafa ríkissaksóknara þremur dögum síðar. Þar lá málið óhreyft í nokkra mánuði. I samtali við Vísi laugardaginn 18. september sagði Gunnlaug- ur Briem, settur yfirsakadóm- ari: „Leirvogsármálið bíður síns tíma“. Fyrrverandi rannsóknardómara málsins var fengið það til meðferðar enn einu sinni. Dráttur varð á við- brögðum af hans hálfu. Á haustdögum ræddi ég stuttlega við rannsóknardómarann og kvaðst hann þá því miður vera of upptekinn við önnur mál. Lái honum það enginn. Hann bætti því við að það væri alls ekki viljaleysi af sinni hálfu að dráttur hefði orðið á fyrirtekt málsins heldur einungis annir. Hvað áékk á spýtunni? I desembermánuði síðastliðn- um fékk ég svo þær fregnir að rannsöknardómarinn Þórir Oddsson aðalfulltrúi í Saka- dómi Reykjavíkur, hefði úr- skurðað 3. sama mánaðar að kröfu ríkissaksóknara um nýja rannsókn Leirvogsármálsins skyldi vísað frá embættinu þar sem ekki hefði verið farin rétt leið samkvæmt íslenzkum lög- um. Raunveruleg ástæða frávísunar hefur aldrei birzt Fangelsismál Að undanförnu hefur rétti- lega verið bent á ýms vandamál varðandi framkvæmd og skipu- lag fangelsismála hér á landi. í þessari grein verður aðallega fjallað um vissa þætti varðandi rekstur vinnuhælisins að Litla- Hrauni. Eins og kunnugt er eru fangar þar ekki aðskildir í sérstakar einingar eftir eðli brota eða heilbrigðisástandi þeirra, enda fer ekki fram nein sérfræðileg skoðun eða mat á hvernig vista skuli fangana yfirleitt. Þar er þvi óhindraður samgangur forhertra saka- manna fyrir alvarlegustu teg- undir afbrota við fanga (m.a. unglinga), ■ sem þar dvelja vegna óskyldra og veigaminni afbrota. Það er eindregið álit margra aðila, sem þekkja vel til þessara mála, að framkvæmd dómsyfirvalda i þessum efnum sé þannig háttað, að knýjandi nauðsyn beri til að tilnefndir verði sérhæfir menn til að rannsaka heilbrigðisástand fanga að Litla-Hrauni. Þá verði einnig sérhæfum mönnum falið að gera tillögur um breytta hús- næðisskipan fangelsisins með tilliti til aðgreiningar fang- anna. Árið 1972 var lagt fram á Alþingi frumvarp til laga um fangeisi og vinnuhæli. 2. gr. hljóðar svo: Fangelsið skiptist í eftirtalda flokka: 1. Ríkisfangelsi. 2. Vinnuhæli. 3. Unglingavinnuhæli. 4. Fangelsi til geymslu hand- tekinna manna og gæzluvarð- haldsfanga. í -athugasemdum við frum- varpið er m.a. lagt til að ríkis- fangelsinu verði skipt niður í sjálfstieðarrekstrareiningar.svo sem kvennafangelsi, öryggis- gæzludeild, einangrunardeild, geðveilladeild og móttökudeild þar sem afplánun hefst og þar myndi fara fram sérfræðileg skoðun og mat á föngunum sem ákvarðaði hvaða stofnun ætti aö vista fangana til afplánunar. Nú, 5 árum seinna, er ekkert af þessu komið til framkvæmda þrátt fyrir síaukna þörf á ríkis- fangelsi og vinnuhælum vegna stóraukinnar tíðni afbrota. Það er þjóð okkar til háborinnar skammar hvernig búið er að föngum hérlendis og fullnægir hvergi lágmarkskröfum i þeim efnum. Þeir sem dæmdir hafa verið til .afplánunar fangelsis- refsinga eiga skilyrðislausan og siðferðislegan rétt á mannúð- legri meðferð, bæði er tekur til aðbúnaðar, húsnæðis og félags- legrar meðferðar. Fangelsisvist er, eins og kunnugt er, oft nauðsynlegt form afplánunar jafnframt sem oft þarf að ein- angra hættulega afbrotamenn frá umgengni við almenning um lengri eða skemmri tima. En verum þess minnug að vinnuhælin eiga og verða að vera uppbyggjandi stofnanir fyrir vistmennina. Innan vinnuhælanna eiga fangarnir að fá reglulega sérfræðilega þjónustu sálfræðinga, félags- fræöinga. lækna, presta og annarra fræðimanna. Þá verða fangarnir að hafa góða aðstöðu

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.