Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1977. 11 "N tveggja ára kannanir er sú aö á bandarískum sjúkrahúsum virkar kerfiö sem á að finna hvað læknirinn geröi rangt í meðferð sjúklings, þveröfugt við það sem það á að gera. Þar miðast allt við að reyna að losa lækninn undan ábyrgð mis- gjörða sinna. — Þá tók dr. Mill- man einnig eftir því hvernig læknar reyndu að dreifa ábyrgð mistaka sinna yfir á alla þá samstarfsmenn sem hugsast gat. Lélegum lœknum sjaldnast vísað úr starfi Þá taldi Marcia Millman sig hafa komizt að því að læknar höfðu ætíð ríka samúð með þeim starfsbróður sínum, sem varð sannur að augljósum klaufaskap. Hún gekk því á fund yfirstjórna allra sjúkra- húsanna, sem hún kannaði og spurði, hve oft það kæmi fyrir að læknum væri visað úr starfi fyrir endurtekin mistök. I ljós kom að það gerðist nær því aldrei. Þá lá beinast við að spyrja hvers vegna óhæfir læknar væru látnir starfa. Svarið var einfalt. Læknir sem er rekinn, á auðvelt með að fá vinnu einhvers staðar annars staðar. Þá er hann kominn undir nýja stjórn, sem hefur lítið eftirlit með gjörðum hans, þar til hann er búinn að gera svo og svo mikið af sér aftur. Því er heilla- drýgst að hafa klaufann á sama stað, þar sem allir þekkja hæfi- leikaskort hans og láta hann helzt ekki gera meira en hann getur. Skoðanakönnunin meðal bandarískra hjúkrunarkvenna, 5em minnzt var á í upphafi, leiddi einnig margt furðulegt í Ijós. Alls voru 10.000 hjúkrunarkonur um öll Banda- ríkin beðnar að taka þátt í henni. Hér fara á eftir nokkrar tölulegar niðurstöður. Fjögur hundruð töldu sig hafa orðið sjúklingi að bana Átján prósent þeirra sögðust vita um dauðsföll sjúklinga sem stöfuðu beinlínis af kæruleysi hjúkrunarkvenna. Fjögur prósent viðurkenndu að hafa orðið á mistök sem leiddu til dauða sjúklings eða sjúklinga. Hvorki meira né minna en fjörutíu og tvö prósent hjúkrunarkvennanna tíu þúsund sögðust vita með vissu um dauðsföll sem hafi eingöngu stafað af van- kunnáttu læknanna sem höfðu sjúklingana á sínum vegum. Mest sláandi staðreyndin var þó sú, að 3.800 hjúkrunarkonur éða um þriðjungur þeirra, sem spurðar voru, sögðust ekki vilja eiga þau örlög yfir höfði sér að þurfa að leggjast sem sjúklingar inn á þau sjúkrahús sem þær störfuðu á! Verkamannabústaðirnir og lækkun húsnæðiskostnaðar I samningaviðræðum þeim sem nú standa yfir með laun- þegasamtökunum og samtökum atvinnurekenda munu jafn- framt vera til athugunar með þessum aðilum og stjórnvöld- um ýmsar hliðarkröfur laun- þegasamtakanna, m.a. tilmæli verkalýðssamtakanna um breytingar á húsnæðislöggjöf- inni. Er þar einkum lagt til að byggðar verði 800—950 íbúðir á ári hverju í verkamannabústöð- um í landinu og verði 80% byggingarkostnaðar lánuð til langs tíma, væntanlega með sömu eða svipuðum kjörutn og nú gilda. Er þar annars vegar um að ræða lán úr Byggingar- sjóði ríkisins, til 26 ára með 8,75% vöxtum og 40% verð- tryggingu (þ.e. venjulegt „hús- næðismálastjórnarlán"), og hins vegar lán úr Byggingar- sjóði verkamanna, sem nú er til 42 ára með 2 1/8% vöxtum, óvísitölutryggt. Leggja verka- lýðssamtökin til að hér eftir komi þessi lán til fulls úr Byggingarsjóði verkamanna en ekki úr sjóðunum báðum, eins og nú er. Jafnframt leggja þau til, að „lánstími og önnur lána- kjör Byggingarsjóðs verka- manna verði þannig, að láns- kjör í heild séu í samræmi við greiðslugetu láglaunafólks í , stéttarfélögum og fari greiðslu- byrði vegna lána af íbúð ekki yfir 15% af dagvinnutekjum viðkomandi“. Þetta viðhorf, þannig fram sett, er nýjung í húsnæðismálaumræðum hér á landi. Þó eru rætur þess ljósar. Lánakjör Byggingarsjóðs 'verkamanna hafa vitaskuld ætíð verið við það miðuð, að þau væru sem mest I samræmi við greiðslugetu láglaunafólks — og sýnir það vel, ásamt mörgu öðru, hve vel og hyggi- lega staðið hefur verið að gerð verkamannabústaðakerfisins allt frá upphafi, 1929. En þessi hugsun á líka rætur sínar að rekja til nágrannalandanna. I Noregi hefur sú skipan verið á um nokkurra ára skeið að lán- takandi í Húsbanka Noregs getur valið um hvort hann vill heldur taka íbúðarlán sem er með þeim kjörum að hann þarf aldrei að greiða meir af því á ári hverju en sem nemur ákveðnum hundraðshluta dag- vinnuteknanna. Að baki slíkri afstöðu lánastofnunar býr sannarlega félagsleg hugsun í bezta skilningi þess orðs og er vel að verkalýðssamtökin skuli nú hafa tekið hana upp. Raunar má einnig geta þess I leiðinni að I hinni nýju stefnuskrá Alþýðuflokksins er sama krafa sett fram. Nái hún fram að ganga hefur mikið framfara- spor i baráttu launafólksins í húsnæðismálunum verið stigið, hún mun lækka húsnæðiskostn- aðinn og þar með auka daglegar ráðstöfunartekjur þess launa- fólks sem íbúðirnar á og í þeim býr. Verkamannabústaðirnir hagstœðasta lausnin fyrir almenning Það kemur að sjálfsögðu ekki á óvart að verkalýðssamtökin skuli hafa sett fram kröfu um byggingu 800—950 ibúða í verkamannabústöðum með þeim kjörum sem lýst hefur verið, slík er reynslan af þeim nú um nær hálfrar aldar skeið. Ekkert byggingarkerfi almenn- ings í landinú hefur f raun reynzt jafn vel. Samkvæmt gömlu verkamannabústaðalög- unum, er felld voru úr gildi vorið 1970, voru byggðar 1748 íbúðir, Framkvæmdanefnd byggingaráætlunar hefur byggt 1221 íbúð og nýja verkamanna- bústaðakerfið hefur fullgert 126 íbúðir. Samtals eru þetta því 3095 íbúðir. Sé saman- burður gerður á lánakjörum kemur glöggt í ljós hve lánin á verkamannabústöðunum eru afar hagstæð. Launamaður sem væri með 6,4 millj. kr. lán (80% byggingakostnaðar) á verka- mannabústað, myndi í dag greiða af þvi rúmar 403 þús. krónur á ári. Væri hann hins vegar með jafnhátt almennt lán úr Byggingasjóði ríkisins (t.d. á vegum „leiguíbúða sveitar- félaga") myndi hann greiða af þvi rúmar 609 þús. krónur. Munurinn er rúmar 205 þús. krónur. Haldi byggingarkostn- aður íbúða áfram að hækka verður þessi munur enn meiri, Kjallarinn Sigurður E. Guðmundsson einnig ef verðbólgan heldur áfram að vaxa. Verkamanna- bústaðakjörin eru því öflug við- leitni til þess að halda niðri húsnæðiskostnaðinum á einu sviði húsnæðismálanna. Gœti húsnœðiskostnaðurinn lœkkað á fleiri sviðum? I samningaviðræðum nú sem fyrr munu launþegasamtökin hafa sett fram það álit að verði útgjaldaliðir almennings lækk- aðir svo um muni verði tekið fullt tillit til þess við gerð kjarasamninganna. Liklegt má telja að húsnæðiskostnaðurinn sé mjög fjárfrekur kostnaðar- liður hjá flestum fjölskyldum launamanna og er því meir en ómaksins vert að ihuga hvort ekki geti verið fyrir hendi möguleikar á að lækka hann. Mér vitanlega hafa augu manna lítt beinzt í þá átt, löngum er hamrað á því, og ekki að ófyrir- synju, að lækka þurfi bygg- ingarkostnaðinn. En þótt hann eigi sinn ríka þátt í háum hús- næðiskostnaði kemur þó fleira til. Þar má t.d. minna á fast- eignaskatta og fasteignagjöld af ýmsu tagi, sem eru í hendi hins opinbera og hugsanlegt væri að draga úr eða lækka. Yrði það gert myndi það verða búbót á mörgu heimilinu. Þá má minna á lánakjör þau sem almennt gilda 1 fasteignavið- skiptum og eru mörgum mann- inum þung í skauti. Þar er ann- ars vegar um að ræða lán líf- eyrissjóðanna. Þau eru í alltof, mörgum tilfellum til aðeins 10—15 ára með. hæstu lög- leyfðum vöxtum og í ofanálag á þann veg að þótt afborganirnar séu jafnháar öll árin eru vaxta- greiðslurnar langhæstar fyrstu árin en fara síðan stiglækkandi. Flestir llfeyrissjóðir virðast hafa þetta lag á, þ.á m. llfeyris- sjóðir launþegasamtakanna, svo furðulegt sem það er, því að þessi kjör („nominel lán“) eru lántakendum mjög erfið og miklu þyngri í skauti en jafn- greiðslulánin („annuitets- lán“). Yrði horfið til annars og hagstæðara fyrirkomulags í lánakjörunum og lánstíminn ef til vill einnig lengdur verulega, gæti það létt mjög byrðar hús- næðiskostnaðarins og verkað sem tekjuauki fyrir fjölskyld- urnar. A hinn bóginn er um að ræða lán þau sem seljendur íbúða veita. Þau eru yfirleitt til skamms tlma og með háum vöxtum. Slík viðhorf seljenda I verðbólguþjóðfélagi eru að sjálfsögðu afar vel skiljanleg og mega jafnvel teljast eðlileg. Samt er ljóst að þau gera Ibúða- kaupendum oftsinnis mjög erfitt fyrir og þyngja byrðar þeirra miklu meir en hóflegt getur talizt. Því er von að hug- leitt sé hvort til greina geti komið að stjórnvöld beiti sér fyrir lagasetningu þess efnis, að við sölu íbúðar skuli lán seljanda eigi vera til skemmri tlma en t.d. 15 ára, með eigi meir en 10—12% vöxtum og ’vera jafngreiðslulán. Yrði þetta gert má telja líklegt að það gæti stuðlað, ásamt öðru, að lækkun húsnæðiskostnaðarins. Það myndi vitaskuld drýgja tekjur heimilanna og því væntanlega verða tekið með I reikninginn I kj aramálaviðræðunum. Hlutur íbúðaleigjenda Llta má svo á, að u.þ.b. 80% þjóðarinnar búi I eignar- Ibúðum. Samkvæmt því búa um 40 þús. Islendingar I leigu- Ibúðum, þ.e. hugsanlega um 10 þúsund fjölskyldur. I mjög mörgum tilfellum er hér vafa- laust um að ræða verst setta og lægst launaða fólkið. Venjulega er húsaleiga há, oft nánast okurleiga og leigusalar geta vfsað leigjendum út á guð og gaddinn með litlum sem engum fyrirvara. Hinir slðarnefndu hafa engin lög sér til verndar, gömlu húsaleigulögin voru þvi miður felld úr gildi 1967—1968. I nágrannalöndunum er víða fyrir hendi vönduð og traust löggjöf um viðskipti leigusala og leigutaka. Sllkri löggjöf er vitaskuld unnt að koma á lagg- irnar hér á landi er tryggði sanngjörn viðsktipi beggja aðila, svo að hvorugur niddist á hinum. Óhugsandi er annað en launþegasamtökin láti sig miklu varða hver þau hús- næðiskjör eru sem u.þ.b. 10 þús. fjölskyldur búa við, sjálf- sagt flestar I launamannastétt. Væri með löggjöf unnt að treysta hag þeirra og lækka húsnæðiskostnaðinn myndu þau væntanlega einnig skoða það sem búbót launafólkinu til góða. Viðleitni til lœkkunar á húsnœðiskostnaði I þessum linum hafa komið fram nokkrar hugleiðingar um lækkun á húsnæðiskostnaði. Það er viðfangsefni sem sjaldan og litt kemur til um- ræðu hér á landi en er þó veiga- mikili þáttur í kjörum flest allra fjölskyldna í landinu. Húsnæðiskostnaðurinn hefur hvorki verið skilgreindur né rannsakaður til hlítar svo mér sé kunnugt, en það gæti verið mjög gagnlegt-ef menn vildu stefna að þvi að halda honum í lágmarki sem flestir eða allir eru vafalaust sammála um að sé mjög æskilegt markmið. Gætu þessar fáu línur vakið menn til umhugsunar um það efni er betur farið en heima setið. Sigurður E. Guðmundsson, framkvæmdastjóri.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.