Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 14
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1977/ Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Lokastaðan íl.deild Lokastaðan í 1. deild: Valur 14 12 0 2 317-262 24 Víkingur 14 11 0 3 357-312 22 FH 14 8 2 4 329-313 18 Haukar 14 7 3 4 304-282 17 ÍR 14 5 2 7 311-325 12 Fram 14 4 2 8 286-317 10 Þróttur 14 2 4 8 273-308 8 Grótta 14 0 1 13 285-336 1 Hörður Sigmarsson, Haukum, varð markakóngur ísiands- mótsins í 1. deild með 111 mörk. Þróttur og KR, sem varð í öðru sæti í 2. deild, munu keppa um sæti í 1. deild næsta keppnistíma- bil. Beckenbauer ekki valinn Franc Beckenbauer, fyrirliði vestur-þýzka landsliðsins, var í gær í fyrsta skipti síðan hann varð iandsliðsmaður ekki valinn í vestur-þýzka landsliðið. Þetta var „stóra bornban" í Þýzkalandi í gær, en Þjóðverjar munu leika við Norður-íra og Júgóslava í næstu viku. Beckenbauer, sem er 31 árs, hefur leikið 103 iandsleiki og aðeins þrír leikmenn í heimin- um hafa leikið fieiri landsleiki í knattspyrnu. Pela 110 fyrir Brazilíu, Bobby Moore 108 og Bobby Charlton 106 fyrir Eng- land. Í fyrstu sögðu fréttastofur í gær, að Bekcenbauer hefði verið settur út úr þýzka landsliðinu vegna þess að hann sé á förum til New York Cosmos. Liðið bauð Beckenbauer 570 milljónir ísl. króna fyrir samning, en keisarinn sagði strax að hann mundi ekki leika með Cosmos fyrr en eftir heimsmeistarakeppnina 1978, svo þýzki landsliðsþjálfarinn Helmut Schön hefursett Beckenbauer úr liðinu vegna þess, að hann hefur átt slaka leiki að undanförnu með liði sínu Bayern Munchen. Borðtennis hjá KR-ingum Tvíliðaleiksmót KR fór fram í félagsheimili KR þann 15. mars sl. Allt tóku 18 pör þátt í mótinu. Urslit urðu þau, að Tómas Guðjónsson KR og Gunnar Finn- björnsson Erninum sigruðu Hjálmar Aðalsteinsson KR og Ragnar Ragnarsson Erninum í úrslitalik, 21-11, 21-18 og 21-17. t þriðja sæti urðu Olafur Ólafs- son og Birkir Gunnarsson Ernin- um. Punktamót KR í 2. flokki fór fram í félagsheimili KR 22. mars sl. 14 keppendur tóku þátt í mótinu. Urslit urðu þau að Tómas Guðjónsson KR sigraði etir harðan og spennandi úrslitaleik við Gunnar Finnbjörnsson, Erninum. í þriðja sæti varð Stefán Konráðsson, Gerplu. Punktamót KR í 3. flokki fór fram í íþróttahúsi Seljtarnarness 27. mars sl. AIIs tóku 32 keppendur þátt í mótinu. Sigurvegari varð Gunnlaugur Hjartarson, Erninum, bar hann öruggt sigurorð af öllum and- stæðingum sínum. í öðru sæti varð Kristján Jónasson Víkingi og í þriðja sæti varð Magnús Eiríksson, Erninum. Samhliða 3. flokks mótinu á Selt jarnarnesi var haidið stúlkna- mót KR fyrir stúlkur yngri en 17 ára. Alls tóku 6 stúlkur þátt í mótinu. Sigurvegari varð Sigrún Bjarkadóttir Borgarfirði. Hún sigraði alia andstæðinga sína. í öðru sæti varð Ragnhildur Sigurðardóttir, Borgarfirði og í þriðja sæti Hafdís Asgeirsdóttir KR. Islandsmeistarar Vals í meistaraflokki karla 1977. Aftari röð frá vinstri: Ægir Ferdinandsson, formaður Vals, Agúst Ögmundsson liðs- stjóri, Björn Björnsson, Karl Jónsson, Þorbjörn Guðmundsson, Gísli Blöndal, Jón Pétur Jónsson, Stefán Gunnarsson, Bergur Guðnason, Þorsteinn Einarsson, llilmar Björnsson þjálfari og Örn Höskuidsson formaður handknattleiksdeildar Vals. Fremri röð: Steindór Gunn- arsson, Bjarni Guðmundsson, Jön Breiðfjörð, Jón H. Karlsson, fyrirliði, Garðar Kjartansson, Gunnsteinn Skúlason, Jóhannes Guðmundsson og Ólafur Guðjónsson. VALSMENN SIGRUÐU Með 24 mörkum gegn Fram í gærkvöld og 24 stigum í 1. d. tryggðu Valsmenn sér íslands- meistaratitilinn 1977 — sigur, sem nokkuð lengi hefur verið innan seilingar. Lið Vals er mjög vel að meistaratigninni komið. Það var áberandi bezta liðið í upphafi mótsins — og hélt sinni stefnu með litlum áföllum. Aðall Valsliðsins er jafnræði meðal leikmanna — sterk vörn og góð markvarzla lengstum. Ekki vafi á þvi, að Valur átti jafnasta liðinu á að skipa — og baráttuvilji þess, vilji til að sigra á mótinu, var þungur á metunum. En baráttulaust féll Islands- meistaratitillinn ekki í hlut Vals- manna í gærkvöld í leiknum við Fram. Lið Fram sýndi einn sinn bezta leik á mótinu í gær — en það varð liðinu að falli öðru fremur, að leikmenn Fram eru ekki í jafngóðri æfingu og Vals- menn. Það var ekki fyrr en loka- kafla leiksins, sem Valur náði yfirhöndinni. Þá var varnarleikur Vals bráðsnjall og leikmenn liðsins breyttu stöðunni úr 16-16 í 24-20 síðustu fimmtán mínúturnar. Skoruðu því þá átta mörk gegn aðeins fjórum mörkum Fram. Leikmenn Fram mættu til leiks tvíefldir eftir stórsigur Fram- stúlknanna á Val í leiknum á und- an. Greinilegt, að þeir ætluðu sér nú meiri hlut en í leikjum liðsins að undanförnu. Þetta kom Val talsvert á óvart. Hinn öruggi sigur, sem leikmenn liðsins hafa jfíaust búizt við, lét á sér standa. Jafnt var 1-1, 2-2, en siðan komst Fram í 4-2, 5-3, 6-4, og 7-5, en Valsmönnum tókst að jafna í 7-7. Síðan sáust allar jafnteflistölur upp í 11-11, en Fram skoraði síðasta markið í fyrri hálfleik. Staðan því 12-11 fyrir Fram í hálf- leik. Valsmenn mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik. Skoruðu tvö fyrstu mörkin og breyttu stöðunni í 13-12. fyrir Val. En leikmenn Fram höfðu enn ekki gefizt upp. Þeir jöfnuðu og kom- ust aftur yfir í 15-14. Siðan jafnt 15-15 og 16-16, en þá var allt púður þrotið í herbúðum Fram. Valsmenn skoruðu næstu fimm mörk og úrslit voru ráðin. Sigur Vals í höfn — og um leið Islands- meistaratitillinn. Lið Vals stóð vel fyrir sínu í gær. Þorbjörn Guðmundsson beztur framan af — en siðan tók Jón Karlsson við aðalhlutverkinu. Bjarni Guðmundsson driffjöður í sókninni — Stefán Gunnarsson í vörn. Hins vegar voru stór- skytturnar Jón Pétur Jónsson og Gísli Blöndal ekki eins atkvæða- miklir og að undanförnu. Hjá Þróttur tók stig af meisturum Víkings! — íReykjavíkurmótinu íknattspyrnu ígær Þróttur tók stig af Reykja- víkurmeisturum Víkings á Melavellinum í gær. Leik liðanna í meistaraflokki Reykjavíkur- mótsins í knattspyrnu lauk án þess að mark væri skorað. Ef nokkuð var voru Þróttarar nær sigri. Leikmenn liðsins höfðu mun meiri baráttuvilja og voru fljótari á knöttinn. Bæði lið fengu sín tækifæri. Þróttur framan af. Víkingur í lokin. Þálfari Víkings Haydoch gerði ýmsar breytingar á liði sínu nteðan á leiknum stóð. Reyndi marga leikmenn og greinilegt, að hann leggur lítið upp úr sigri i mótinu. Frekar að kynna sér getu leikmanna fyrir átökin á Islandsmótinu, en það hefst 7. maí. Eftir þessi úrslit í gær stendur Fram langbezt að vigi í mótinu, en staðan er þannig: Fram Víkingur Valur Þróttur KR Armann Fram var Andrés Bridde beztur bæði í sókn og vörn. Pálmi Pálma- soji og Arnar Guðlaugsson stóðu vel fyrir sínu og pilturinn ungi, Jón Árni Rúnarsson var drjúgur i sókninni í fyrri hálfleik. Mörk Vals i leiknum skoruðu Jón Karlsson 7 (4 víti), Þorbjörn, Jón Pétur og Gísli þrjú hver Steindór Gunnarsson og Bjarni tvö hvor, Gunnsteinn Skúlason, Stefán Gunnarsson og Björn Björnsson eitt mark hver. Fyrir Fram skoruðu Arnar 4, Pálmi 4 (eitt víti), Jón Árni 4, Andrés 2, Gústaf Björnsson 2, Sigurbergur Sigsteinsson og Pétur Jóhannsson eitt hvor. Dómarar Kjartan Steinbach og Kristján örn. Stjörnuhlaup Annað Stjörnuhlaup FH var háð 16. apríl. I karlaflokki voru hlaupnir 5 km. Agúst Asgeirsson, ÍR, sigraði á 15:42.5 mín. Sigurður P. Sigmundsson, FH, varð annar á 15:50.5 mín. Haf- steinn Óskarsson, IR, þriðji á 16:34.0 mín. og Erlingur Þor- steinsson, FH, fjórði á 17:26.0 mín. Eftir tvö stjörnuhlaup er Ágúst með flestar stjörnur níu. Vegalengdin hjá konum var 2 km. Þar sigraði Thelma Björns- dóttir, UBK, á 8:15.0 mín. Guðrún Árnadóttir, FH, varð önnur á 8:30.0 mín. Annar Haraldsdóttir, FH, þriðja á 8:50.0 mín. og Bára Friðriksdóttir, FH, fjórða á 8:55.0 min. Þar hefur Thelma hlotið 10 stjörnur, Guðrún átta. Víðavangshlaup Hafnarfjarðar fer fram á morgun, sumardaginn fyrsta. Keppt verður i sjö aldurs- flokkum. Hinn 7. maí verður þriðja og siðasta Stjörnuhlaup FH í ár og verða þá hlaupnar tvær mílur f karlaflokki, en 1000 metrar i kvennaflokki á braut. Þjálfi ræðir við sálfræðinginn (^tímanum, Þjálfi Hann lagast með ég þarfnast hans í lið Spörtu. Læknir hans segir fótinn góðan ; Vandamál 1 I Bommi. hans nú er ekki, ■ þú mættir likamL.^i tíöJ Bara til að vita hvort ég get gengið án stafsins viiisak C' King Fcatu-es Syndicata Inc 1975 WorU

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.