Dagblaðið - 24.02.1978, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 24.02.1978, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. FEBRUAR 1978. „Þá vitumvið nokk meir um ísland’' — Eyja í hafinu, leikritJóhannesar Helga flutt í norska útvarpiö Eyja í hafinu — leikrit Jóhann- esar Helga sem Ríkisútvarpið flutti 1975 var flutt í norska út- varpið i desember síðastliðnum í þýðingu Ivars Eskelands. Þá hef- ur danska útvarpið svo og hið búlgarska beðið um flutningsrétt á verkinu. Eyja í hafinu hlaut mjög góða dóma i Noregi. „Það tók nokkurn tíma að venjast stíl Jóhannesar en síðan fangaði leikritið mann. Jóhannesi Helga hefur tekizt á kraftmikinn hátt að ná fram ís- lenzku umhverfi," skrifar Liv Herstad Röed í Verdens Gang. Verksins var víða getið í norsk- um blöðum og þau voru samdóma um ágæti verksins. „Eyja f hafinu fjallar ekki aðeins um Murtur og samskipti hans við fólk — miklu fremur árekstur nútíðar og for- tíðar, þar sem rótgróin íslenzk menning mætir nýjum, framandi áhrifum." Og Dagbladet skrifar— „Það var beinlfnis „upplevelse" að fylgjast með verki Jóhannesar Helga í mjög góðri þýðingu Ivars Eskelands. Þar sem Jóhannes stillir upp gróinni fslenzkri menn- ingu gegn hinum nýja tfma, þétt- býlinu með öllum áhrifum þess á forna menningararfleifð." Þá vitum við nokk meir um Island segir í fyrirsögninni. H. Halls. # Rúmgóöur og bjartur sýningasalur # Þvottaaðstaða # Kappkostumfljótaog öruggaþjónustu Wagoneer árg. 1971. Gullfallegur bíll í algjörum sérfl. Skipti koma til greina. Verð 1800 þús. HJÁ! OÐRUM ERU TIL SYNIS 0G SOLU ÞESSIR BILAR ASAMT MORGUM BÍLASÖLUNNI SKEIFUNNI. HJÁ SKEIFUNNI ER MIÐSTÖD BÍLAVIÐSKIPTANNA. HJÁ SKEIFUNNI ER GÓÐ ÞJÓNUSTA. SKOÐIÐ BÍLANA í SKEIFUNNI. SELJIÐ I SKEIFUNNI. SKIPTIÐ í SKEIFUNNI. KAUPIÐ Í SKEIFUNNI Toyota Corolla sport coupe árg. 1975. Bíll í algjörum sérflokki, silfurgrár, ekinn 28 þús. km, eingöngu á malbiki. Verð 2,150 þús. BenediktGröndal: „Ég verð fangelsaður”... „Ætli ég verði ekki fangels- aður eða sektaður,“ sagði Bene- dikt Gröndal, formaður Alþýðu- flokksins, er DB spurði hann um álit á frumvarpi til laga um bann við fjárhagslegum stuðn- ingi erlendra aðila við fslenzka stjórnmálaflokka sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi. „Við höfum fengið aðstoð frá jafnaðarmannaflokkum og verkalýðssamböndum á Norðurlöndum og það verða taldar miklar sakir ef þetta frumvarp nær fram að ganga.“ Flutningsmenn frumvarps- ins eru þeir Stefán Jónsson, Oddur Ölafsson, Jón Armann Héðinsson og Steingrfmur Her- mannsson og vilja þeir með frumvarpinu koma í veg fyrir, eins og segir í greinargerðinni, að erlendir aðilar geti rekið stjórnmálaflokka hér á landi. „Frumvarpið er flutt vegna þess að Alþýðuflokkurinn hefur tekið þá stefnu að vinna fyrir opnum tjöldum og það liggur fyrir að við höfum þegið aðstoð,“ sagði Benedikt enn- fremur. „Þannig var það með Alþýðublaðið, við treystum okkur ekki til þess að halda áfram nema með aðstoð, hver hún verður veit ég ekki. „Meginatriðið í sambandi við fjármál stjórnmálaflokka er að það liggi ljóst fyrir hversu mikil fjárráð þeir hafi og fólki sé skýrt frá því,“ sagði Bene- dikt. „Það leikur sterkur grunur á þvf að aðrir stjórn- málaflokkar hafi þegið aðstoð erlendis frá og hlýtur raunar að vera en nú á að hengja Alþýðu- flokkinn fyrir það að segja fófk- inu satt frá.“ - HP SKEIFAN Skeifunni 11, nordurenda Sími84848 - 35035 Opið frá kl. 10-21 virka daga og 10-19 laugardaga Mazda 818 árg. 1974, ekinn 34.000 km, Fíat 128 árg. 1975, ekinn 53.000 km. rauður. Skipti koma til greina. Verð Verð900þús. 1480 þús. Sunbeam station 1600, árg. 1974. Verð 1200.000. Saah 99 L árg. 1973. Ekinn 56.000 km, 'failegur bill. Verð 1750 þús. Benedikt Gröndal. Er gert ráð fyrir allt að tfu mill jón króna sektum eða varð- haldi ef brot á þessum lögum verða mikil. Ford Transit sendibíll árg. 1967. Þessi bfll er ekinn 47.000 km. Verðtilboð og skipti. To.vota Carina árg. 1972. Rauður, ekinn 77 þús. km. Verð 900 þús. Datsun 120Y árg. 1975, ekinn 30 þús. km. Verð 1650 þús. iCitroen Dyna 6. Undrabfll sem drifur allt. árgerð 1973. Verð 850 þús. Citroen GS 1220 Club 1974, ekinn 52.000 km. Skipti á dýrari bíl. Verð 1280 þús. Morris Marina Sport Coupe árg. '74. Laglegur bíll. Verð 950.000. Ford Maverie árg. 1970. Rauður m/svörtum víniltopp. 2ja dyra laglegur vagn. Verð 1150 þús. Skipti möguleg. Skoda Pardus '76 ekinn 12000 km. Verð 950.000. Góður bfll og fallegur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.