Dagblaðið - 24.02.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 24.02.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 24. FEBRtJAR 1978. BRBS Iþróftir Íþróttir íþróttir Iþróttir i) t marka Víkings gegn Fram. A DB-mynd Bjarnleifs er Björgvin á ferðinni IÐIN í 1. DEILD j TAPAÐ STIGUM skoraði 5 mörk — en hjá Ármanni skoraði Þráinn Asmundsson 5 mörk. Á þriðjudag lék Víkingur við Fram. Fyrirfram mátti búast við hörkuleik — Fram hafði áður sigraði Val — en Víkingar misst tvö stig í jafnteflis- leikjum við Hauka og IR. Þetta varð hörkuleikur en Víkingur höfðu yfirburði. Arnar Guðlaugsson, prímus-mótor Fram, nefbrotnaði, Jens Jensson var rekinn af leikvelli Vikingur 6 4 2 0 129-99 fyrir fullt og fast í leiknum. Víkingur FH 5 4 0 1 101-95 hafði yfir í leikhléi, 11-6, og sigraði ÍR 6 2 3 1 116-112 23-16. Björgvin Björgvinsson skoraði Haukar 5 1 3 1 92-91 mest fyrir Víking, 5 mörk gegn sinu Valur 6 2 1 3 113-107 gamla félagi. Hjá Fram skoraði Árni KR 6 2 1 3 119-126 Sverrisson mest — 4 mörk. Fram 6 1 2 3 119-136 . Síðan léku Islandsmeistarar Vals Ármann 6 1 0 5 109-132 við Ármann — fyrri hálfleikur var ákaflega jafn, staðan í leikhléi 10-8 Val í vil. Ármenningar fóru mjög illa með tækifæri sín — höfðu lengst af frumkvæðið. Þeir höfðu yfir, 8-7, en leikreynsla Vals varð sterkari — hinir ungu leikmenn Armann stóðust Valsmönnum þar ekki snúning. Valur hafði síðan yfirburði í síðari hálfleik — sigraði stórt, 25-16. Þorbjörn Guð- mundsson skoraði mest fyrir Val, 7 mörk, en hjá Armanni var Björn Jóhannsson markahæstur með 5 mörk. Staðan í 1. deild er nú: Tveir leikir verða í 1. deild í kvöld. Leikið verður í Hafnarfirði. Kl. 20.00 ieika Haukar og Ármann og strax að þeim Ieik loknum FH og Valur. Tvö mörk í lokin færðu Vestur-Þýzkalandi sigur Heimsmeistarar V-Þýzkalands í knattspyrnunni sigruðu England 2-1 á miðvikudag á olympiuleik- vanginum í Miinchen. Skoruðu bæði mörk sin á síðustu tíu mín- útum leiksins. Stuart Pearson náði forustu fyrir England á 43. mín. og enska liðið lék vel, þar til lokakaflann, sem var hrein martröð fyrir það. Böhme, sem hafði komið inn sem varamaður — lék í B-liðinu þýzka, sem tapaði fyrir B-liði Englands í Augsburg á þriðjudag — jafnaði á 80. mín. þegar ensku varnar- mennirnir héldu að dæmd yrði _ aukaspyrna. Þremur mín. fyrir leikslok skoraði Reiner Bonhof sigurmarkið beint úr aukaspyrnu rétt utan vítateigs. Mjög glæsileg spyrna, sem Ray Clemence hafði ekki möguleika á að verja. Mjög kom á óvart, að Hans- Georg Schwarzenbeck lék á ný I v-þýzka liðinu eri enska liðið var eins skipað og í sigurleiknum gegn Ítalíu nema hvað Pearson lék í stað Bob Latchford og Mick Mills í stað Trevor Cherry. í B-landsleik landanna á þriðju- dag skoruðu Liverpool- leikmennirnir Terry Dermott og David Fairclough mörk Englands í 2-1 sigri. Skotland sigraði Búlgaríu 2-1 á Campden Park á miðvikudag. Skotland án fimm fastamanna hafði mikla yfirburði í leiknum eftir að Búlgaria hafði skorað fyrsta markið á níundu mínútu. Archie Gemmill jafnaði úr víti rétt fyrirleikhléið og Ian Wallace, Coventry, skoraði sigurmarkið á 82. mín. í sínum fyrsta landsleik. Hann kom inn sem varamaður ásamt Derek Johnstone, Rangers, um miðjan s.h. í stað þeirra Kenny Dalglish og Joe Jordan. Þá vann Holland Israel í landsleik I Tel Aviv sama dag, 2-1. Kári tryggð i Njarðvík bæði stigin gegn ÍS — er hann skoraði á síðustu sekúndum leiksins Njarðvík sigraði í gærkvöld stúdenta i 1. deild fslandsmótsins í körfuknattleik í íþróttahúsi Kennaraháskólans — en naumur var sigur Njarðvíkinga. Kári Marísson skoraði sigurkörfur Njarðvíkinga á síðustu sekúndum leiksins úr vítaköstum, sigur UMFN, 94-93. Þar með náði UMFN að rétta úr kútnum eftir ósigur gegn KR í Njarðvíkum. Leikur ÍS og UMFN í gærkvöld var baráttuleikur frá upphafi til enda. Njarðvlkingar byrjuðu af krafti, komust i 14-6, en stúdentar náðu sér vel á strik fyrir leikhlé og komust I 44-40 fyrir leikhlé. I síðari hálfleik mátti vart á milli sjá — stúdentar höfðu frum- kvæðið lengst af, komust í 10 stiga forustu. En barátta Njarð- víkinga er rómuð — þeir náðu að vinna upp forustu ÍS — og sigu fram úr á síðustu mínútu leiksins — 94-93. Það háði IS að liðið missti þrjá af máttarstólpum með 5 villur í síðari hálfleik — og skipti það sköpum i leiknum. Dirk Dunbar var stigahæstur ÍS með 26 stig— en einnig voru sterkir Steinn Sveinsson og Jón Héðinsson. Hjá UMFN bar mest á þeim Þorsteini Bjarnasyni, Jóni Jóhannssyni og Gunnari Þorvarðarsyni. Þá var Kári Marisson drjúgur — og inn- byrti stigin í lokin. Staða KR í baráttunni um ís- la’ndsmeistaratign er nú bezt — KR hefur tapað aðeins tveimur stigum — til UMFN. Njarðvík og Valur hafa tapað 4 stigum — og ÍS nú 6 stigum. önnur lið koma ekki til greina um meistaratign en baráttan á botninum er einnig hörð. Næsta vetur verður sex liða úrvalsdeild — tvö lið falla beint. Staða Armanns er nú vonlaus — en Þór og Fram berjast um sjötta sætið í 1. deild — eru bæði með 4 stig. ::::::::: Látið draummn rætast... Nú býður Sunna upp á ^agflug til allra eftirsóttustu sólarlandanna. Hvergi fjölbreyttara ferðaval. SPANN MALLORCA - COSTA DEL SOL - COSTA BRAVA - KANARÍEYJAR ÍTALÍA SORRENTO - KAPRÍ - RÓM GRIKKLAND aþenustrendur - eyjarnar rhodos OG KORFÚ - SKEMMTIFERÐASKIP PORTÚGAL ESTORIL - LISSABON Skrifstofur Sunnu á öllum dvalarstöðum með þjálfuðu íslensku starfsfólki veitir öryggi og þjónustu. Barnagæsla og leikskóli með íslenskum íóstrum. Fjölbreyttar skemmti- og skoðunarferðir. Dagflug með rúmgóðum þotum. ÞÚSUNDIR ÁNÆGÐRA VIÐSKIPTAVINA VHLJA SUNNUFHRÐ ÁR EFTIR ÁR BANKASTRÆTI 10. SÍMAR 29322 - 16400 - 12070 - 25060

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.