Dagblaðið - 24.02.1978, Blaðsíða 20

Dagblaðið - 24.02.1978, Blaðsíða 20
■ Srjálst, úháð dagblað FOSTUDAGUR24. FEB. 1978. Reyndi pelsrán í Austurstræti — en varaði sig ekkiávakt óeinkennisklæddra lögreglumanna „Það lítur einna helzt út fyrir að fleiri hafi verið í fríi en blaða- menn þessa síðustu viku.“ sagði Páll Eiríksson aðalvarðstjóri lögreglunnar í morgun. „Vikan hefur verið róleg og án stórtíð- inda ef undan e'r skilið mann- drápið á Skólavörðustíg aðfara- nótt 18. febrúar." Allmikið var um rúðubrot í miðbænum um síðustu helgi en vegna starfa óeinkennisklæddra lögreglumanna þar náðust allir sökudólgarnir. Ein rúðan sem brotin var var hjá feldskera og pelsagerðarmeistara í Austur- stræti. Þar tóku óeinkennis- klæddir lögreglumenn að sér vakt við brotna rúðuna eftir að þeir höfðu náð þeim seri| rúðuna braut. Unga stúlku bar þá að og áttaði hún sig ekki á vaktinni við glugg- ann. Þreif hún pels úr glugganum og ætlaði að hlaupa á brott. Komst hún skammt með ránsfenginn. Þá hefur verið allmikið um smáinpbrot, nokkur minni háttar árásarmál, heimiliserjur og lítt dregur úr akstri manna undir áhrifum áfengis. Innbrotafar- aldurinn hefur helzt beinzt að sælgætissölustöðum. Einn ungur var staðinn að slíku innbroti í nótt. Var hann settur á Upptöku- heimilið. ASt. Fór í gegnum hurö ÁTVR um hánótt að sækja vín Þjófabjöllur áfengisútsölunnar við Snorrabraut glumdu hátt og hvellt kl. 1.50 í nótt og brá lögreglulið hart og snöggt við hringingunum. Að húsi útsöl- unnar hafði borið náunga vel slompaðan en þó enn þyrstan. Gerði hann sér lltið fyrir, þegar dyr voru lokaðar, braut rúðu í hurð verzlunarinnar og gekk inn. Hann var lítillátur mjög, tók aðeins fjóra pela og gekk út. A dyrahellunni missíi hann þrjá pelana sem brotnuðu en af þeim fjórða fékk hann sér slurk og sá að einn peli myndi ekki nægja. Hélt hann því inn í búðina aftur og sótti þrjár heilflöskur af vodka. Með þær ,hélt hann á brott en í því birtust vælandi lögreglubílarnir. < Maðurinn losaði sig við flösk- urnar þrjár og hugðist flýja en þær tilraunir náðu skammt. Var hann kominn í fangaklefa litlu síðar. ASt. Fimml2áraá gúmbátum útíViðey Fimm strákar í kringum 12 ára aldurinn brugðu á stórhættulegan leik um miðjan dag í gær. Lögðu þeir á tveimur gúmbátum frá Sundahöfn og héldu út í Viðey. Aðeins einn drengjanna var með bjargbeiti, en það þýðir að hefði eitthvað komið fyrir voru dreng- irnir dauðans matur á Viðeyjar- sundi. Ibúi við Kleppsveg sá til ferðar drengjanna og gerði aðvart. Fóru lögreglumenn á hafnsögumanna- báti út í Viðey og bundu enda á þennan hættulega leik. Dreng- irnir kváðust „hafa fundið“ annan bátinn en hinn var fjöl- skyldueign. ÁSt. Gamli síldarkappinn Eggert Gíslason ekki í vandræðum með loðnuna: Fórfyrsturyfir 10 þús. tonna markið Gamli síldarkappinn Eggert Gíslason á Gísla Arna RE náði fyrstur því marki í gær að landa tíuþúsundasta tonninu úr skipi sínu á þessari vertíð, nánar tiltekið á Neskaupstað. Annars var góð veiði síðasta sólarhring um 30 milur suð- austur af Hvalbak og fengu 28 skip samtals 14.320 tonn, sem þykir allgott. Eftir miðnættið fór hins vegar að bræla og eru margir á leið í land, fjórir eða fimm af þeim með einhvern slatta, sam- tals á annað þúsund tonn, skv. upplýsingum Loðnunefndar í morgun. Magnús Kristjánsson á Berki NK fylgir fast á hæla Eggerts með 9630 tonn og því næst Pétur Stefánsson á Pétri Jóns- syni RE. GS. Eggert Gíslason. ; * ■ ■ tfjorn ónsson forseti ASÍ talinnúr lífshættu Samninganefndin hefur lokið störfum. Mvndirnar tók Sjödagarán dagblaðanna: Ijósmyndari blaðsins um kl. 6 í morgun. Magnús Finnsson, for- maður Blaðamannafélags Islands með samningagögn sin. Inni í lyftunni er sáttasemjari. Torfi Hjartarson, en til vipstri Sigtryggur Sigtryggsson (Mbl.) Næsta mynd sýnir Svein Eyjólfsson (Dagblaðið) og Kristin Finnbogason (Tím- inn) búast til heimferðar, allnokkuð slæptir sem eðlilegt er eftir vökurnar síðustu vik- una. Þriðja myndin er af Braga Sigurðssyni i samninganefnd blaðamanna DB. Hann þakkar hér sáttasemjara fyrir hans þátt í samningsgerðinni. DB-mynd R.Th.Sig. Blaðamenn og útgefendur sömdu eldsnemma í morgun Rétt fyrir kiukkan sex í morgun voru undirskrifaðir samningar á milli Blaðamanna- félags fslands og útgefenda dagblaðanna. Venjulegir fyrir- varar um samþykki félags- funda voru viðhafðir en ef sam- þykki fæst á fundum seinna í dag er öðru verkfallinu í átta- tíu ára sögu Blaðamannafélagi íslands lokið eftir að hafa staðið í sjö sólarhringa og nokkrum klukkustundum meira þó. Meginniðurstöður samkomu- lagsins eru þær að náðst hefur jöfnuður hvað varðar kaupliði á milli blaðamanna og frétta- manna á ríkisfjölmiðlunum. Laun byrjenda og þeirra sem skemur hafa unnið við blaða- mennsku hækka samkvæmt samningum mun meira en þeirra sem lengri starfsaldur hafa. Ný ákvæði um mat háskóla- menntunar og prófs frá biaða- mennskuskóla voru sett í samninginn og er nám þeirra metið sambærilegt við tveggja ára starf i blaðamennsku. Vísitöluákvæði samningsins eru sambærileg við samninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Gildistími er til 1. júní 1979. ÓG Reykjavík- urferðin . endaði íklessu Utanbæjarfólk á ferö í Reykja- vík varð fyrir því í gær, þegar það átti leið um Arnarbakka í Breið- holti, að bíl var ekið inn á götuna, sem er aðalbraut, og árekstur - varð. Sem betur fer varð ekki * verulegt tjón á öðru en dauðum hlutum, þ.e. bifreiðunum tveimur, sem i hlut áttu. Lögregl- an var mætt á staðnum og tók skýrslu af ökumönnum. Myndin er af unga utanbæjarfólkinu sem ienti í árekstrinum sem vissulega verði strik í Reykjavíkurferð þeirra. B; eisson, forseti Al- þýðusambands tslands, liggur nú á sjúkrahúsi. Síðastliðinn l ' itarda \ arð Björn fyrir mjcg alvarlégu hjartaáfalli. Var hann i skyndingu fluttur á gjörgæziu :eild Borgarspítal- ans. Þótti u:n tíma tvísýnt um hvort lífi hansyrði borgið. Björn Jónsson er nú talinn úr lífshættu en er ennþá alvarlega sjúkur. Varaforseti ASÍ, Snorri Jóns- son. hefur tekið sæti sem for- seti Alþýðusajnbandsins. - BS Björn Jónsson (til hægri) ásamt Snorra Jónssvni. sem tekur við störfum Björns sem forseti Alþýðusamhandsins. Kaup Nokkur kauphækkun verður 1. marz hjá launafólki almennt þótt rikisstjórnin hafi með samþykkt frumvarpsins um efnahagsað- gerðir skorið þá kauphækkun niður um nánast helming. Hækkun launamanna í Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja verður 5,32 prósent frá núverandi og fólk í Bandalagi háskólamanna fær sömu hækk- un í prósentum. Hjá Alþýðusambandsfólki verður hækkunin 6,93 prósent eftir að launin hafa verið lækkuð sem svarar 1590 krónum á mánaðarlaun. Siðastnefnda talan er svonefndur verðbótaauki frá 1. marz desember, en hann er sem sé tekinn út úr dæminu áður en verðbótaprósentan er á lögð. Hefði rikisstjórnin ekki gripið í taumana hefðu þessar hækkanir orðið um það bil tvöfalt meiri. Hjá ASÍ hefði orðið 12,33 prósent hækkun og 10,64 prósent hækkun hjá BSRB og BHM. HH hækkar 1.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.