Dagblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. APRlL 1978. Vatnsverksmiðja i Saudi-Arabiu, þar sem vatn er unnið úr sjó. Þær takmörkuðu vatnslindir sem fyrir hendi eru eru neðanjarðar að nokkrum undanskildum. Saudi-Arabar eyða þvi milljörðum í verksmiðjur, sem vinna vatn úr sjó. Vatn þetta er bæði notað til drykkjar. og annarra þarfa. Miklum fjárhæðum hefur verið varið til vestrænna og japanskra fyrirtækja, sem vinna að áætlunum um vatnsvinnslu i Jeddah, Jubail, Duba og Al-Wagh. Aðeins Jubail áætltinin verður stærsta vatns- verksmiðja í heimi, þ.e. verksmiðja sem vinnur vatn úr sjó. Gert er ráð fyrir þvi að sú verksmiðja framleiði 290 milljónir gallona af vatni á dag en það vatn mun nægja Riyad, Jubail og nágrannahéruðum þeirra. Vatn á f löskum í landi þar sem vatnsvinnsla er dag- skipun númer eitt og raunar mörg svæði og héruð sem þarfnast vatns sár- lega, þá er vatnsinnflutningur mjög vinsæl atvinnugrein. Drykkjarvatn á flöskum er flutt inn frá Frakklandi og víðar. Hvert glas kostar sem svarar fimmtíu krónum íslenzkum og er dýrara en bensín, en gallon af bensíni kostar aðeins um 18 krónur íslenzkar og er það verð aðeins smá- munir miðað við vatnsverðið. Væntanlega þætti okkur lslendingum dýrt að borga slíkt verð fyrir vatnið, enda höfum við sem betur fer nóg af þvi. En á hinn bóginn er hætt við að færi um þá Saudi-Araba, hina miklu Saudi-Arabar eiga svo mikið af olíu, aö þeir gætu næstum gefið öðrum rikjum hana en á móti kemur svo mikill vatnsskortur, að þeir verða að kaupa og fram- leiða hreint vatn með óheyrilegum kostnaði. .11 Vatnsglasið kostar 50 krónur I Saudi-Arabiu og er hætt við því að okkur tslend- ingum brygði við að kaupa vatn á þvi verði, en sem betur fer eigum við nóg vatn og getum þvi leyft okkur að bruðla svolitið með þennan lífsins vökva. olíuframleiðendur ef þeir þyrftu að borga 120 krónur fyrir hvern lítra af bensini. Það er næstum grátbroslegt að hugsa til þess, að íbúar Saudi-Arabíu eiga svo mikið af olíu, að þeir geta næstum því gefið hana öðrum ríkjum, en á sama tíma verða þeir að greiða óheyrilegt verð fyrir hvern vatnssopa. Og víst er um það að þótt olían, svarta gullið, sé mikilvæg mönnum í nútímaþjóðfélögum og færi þeim lönd- um sem auðug eru af oliu mikinn auð, þá er vatnið þó dýrmætari náttúruauð- lind. Maðurinn kemst af án olíu en ekki án vatns. NEYZLULÝÐRÆÐI Það er með hryggilegri staðreynd- jm islenzkra samfélagshútta að neytendasamtök í landinu eru lítil og léleg. Af einhverjum ástæðum hefur gersamlega mistekizt að koma hér á laggirnar öflugum neytendasamtök- um. Afleiðingarnar eru þær, að litlum upplýsingum er miðlað til neytenda um vöruverð, vörugæði, heilnæmi eða baksvið viðskipta, svo sem umboðs- launa, álagningar eða annars þess háttar. öflug og starfssöm neytendasam- tök ættu hins vegar að vera snar og ekki ómerkasti þáttur lýðræðislegrar uppbyggingar samfélagsins. Öflug neytendasamtök ættu ekki aðeins að miðla upplýsingum um vöruverð og vörugæði. Þau ættu líka að upplýsa, hvort verzlunin sé ekki iðulega allt of óhagkvæm og kostnaðinum af óhag- kvæmninni sé siðan velt út í vöruverð- ið. Fullyrða má, að öflug og virk neytendasamtök væru raunhæf kjarabót — og að auki raunveruleg kjarabót. Æ fleiri viðurkenna að hefð- bundnar leiðir kjarabaráttu eru um margt úr sér gengnar. Þar er slegizt um krónur sem raunverulega eru ekki til. Það væri verulegur ávinningur ef launþegasamtökin færu í rikari mæli að snúa sér að neytendamálum og neyzlu. Albert Guðmundsson, alþingis- maður, sagði margt skynsamlegt á þættinum Bein Una í útvarpinu skömmu fyrir jól. Hann var spurður eitthvað í þá veruna, hvort heildsal- arnir hirtu ekki eftir alls konar skúma- skotaleiðum alls konar þóknanir, og neytendur þyrfti síðan að borga hærra vöruverð. Albert spurði þá á móti, að ef svo væri, hvernig stæði á því að félagsverzlunin, Samvinnuhreyfingin væri ekki fyrir löngu búin að drepa af sér alla heildsala með sínu vörufram- —— boði og vöruverði. Þetta er auð vitað fullkomlega rökrétt svar. En hvort sem heildsalar taka alls konar þóknanir eða félagsverzlun er óhag- kvæmt bákn — nema hvort tveggja sé — þá er svo mikið vist að varnarlausir neytendur verða að borga brúsann. Neytendur hafa vald Neytendur eru undirstaða þess hag- kerfis sem við búum við. Sameiginlega ráða þeir því, hvaða vara selst og hvaða vara selst ekki. Sumar vörur eru nauðsynjar, aðrar tizkuduttlungar eins og gengur. En kjarninn er samt sá að engin vara selst nema til séu neyt- endur sem neyta hennar. Á íslandi er mikið af haftaboð- endum, fólki með frumstæðar hug- myndir um hagkerfi. Það trúir þvi, að leiðin til betri tima sé fólgin i því að stjórna efnahagslífinu með boðum og bönnum í smáu og stóru. Þetta fólk talar gjarnan um innfluttan óþarfa. En að baki hugmyndum um innflutt- an óþarfa býr þröngsýnt hugarfar. Hver á að ákvarða hvað er óþarfi ef ekki neytandinn sjálfur? Það verða ekki til skranbúðir nema vegna þess að einhver vill kaupa og eiga skranið. Það verða ekki til margar tízkuverzlanir nema vegna þess að einhverjir — margir — hafa ánægju af því að ganga I þess háttar fatnaði. Á bak við hug- myndir um innfluttan óþarfa býr gjarnan sú hugsun að það sem er óþarfi er eitthvað sem ég kæri mig ekki um. Og úr því að ég kæri mig ekki um það, þá hefur náunginn ekkert með það að gera. Þessar frumstæðu haftahugmyndir Kjallari á föstudegi VilmundurGytfason hafa samt verið mjög á undanhaldi og guði sé lof. Nú verður það að segjast líka, að auðvitað eru þessar hug- myndir um neyzluna ideal, auðvitað gengur neyzlan ekki alltaf nákvæm- lega svona fyrir sig. Auðvitað er hægt að búa til þarfir, búa til tízku með auglýsingum og skrumi. En kjarninn er samt sá, að á hvað er hægt að setja traust sitt ef ekki hæfni og færni einstaklingsins til þess að velja fyrir sig sjálfur. Haftakenningar fela alltaf í sér valdboð og merkilegheit. Þær fela í sér viljann og kröfuna um að velja fyrir náungann, segja náunganum hvað • honum sé fyrir beztu. Höftum hefur þar að auki alltaf fylgt spilling og óhagkvæmni. Upplýstari neytend ur Það sem við þurfum eru ekki aukin boð og bönn, heldur upplýstari neyt- endur. Þar vegur þyngst að við þurfum öflugri neytendasamtök. Ef helmingur neytenda eða meira væri í slíkum samtökum þyrfti ekki að koma til nema lágt félagsgjald til þess að slík samtök hefðu úr verulegum fjármun- um að spila. Þau gætu gefið út blað, haft þjálfað starfsfólk og m'iðlað afar dýrmætum uppl. Slík samtök þyrftu að vera mjög lýðræðisleg. Vel væri hugsanlegt — og þó kannske óþarft — að ríkisvaldið kæmi til móts við sltk samtök og launaði einn starfs- kraft fyrir hverja fjögur þúsund félags- menn eða eitthvað slikt. Það þarf að kanna til hlítar af hverju núverandi neytendasamtök eru jafn bitlítil og raun ber vitni. Þar virðist hafa svifið yfir vötnum einhver ótti við framleiðendur, ótti við inn- flytjendur eða hverja þá aðra sem hafa fjárráð en neytendasamtök eiga að hafa eftirlit með. Verkefni slíkra neytendasamtaka eru hins vegar óþrjötandi. Veigamest er þ>ó það, að i samfélagi lýðræðis og blandaðs hagkerfiseru hagsmunir neyt enda ekki tryggðir, nema slik samtök séu sem allra virkust. Neyzlumórall Hlutverk neytendasamtaka á ein- ungis að vera praktiskt hlutverk. Þau gera einungis reikningslegar athuganir og birta síðan niðurstöður sínar. Þau eiga að veita upplýsingar um sannanleg vörugæði og reiknanlegt verð. Þau eiga hins vegar að láta öðrum eftir að draga ályktanir. Neytandinn hefur eftir sem áður gífur- legt efnahagslegt vald. Hann á að beita þessu valdi til þess að kaupa íslenzkar vörur og ekki erlendar þar sem því verður mögulega komið við. Það gerir hann vegna þeirrar vissu að það þjónar íslenzkum atvinnuvegum — langtímahagsmunum okkar sjálfra. En neytendur þurfa í vaxandi mæli að fara að taka annars konar ákvarðanir en þeir hafa gert til þessa. Allt i kring- um okkur er lifandi umheimur lifandi fólks. Þar er sums staðar stefnt til mannlegrar fullkomnunar, • annars staðar ríkir lágkúra og skepnuskapur. Með neyzluathöfnum okkar eigum við að taka þátt í leiknum, styðja þaö sem okkur líkar, hafna því sem okkur mis- likar. Portúgalir hafa fyrir nokkrum árum losnað við fimmtíu ára viðurstyggilega fasistastjóm og eru aö stíga stórkost- lega virðingarverð spor á brautum stjórnarþátta sem okkur eru að skapi. Þess vegna eigum við að kaupa portú- galskar vörur, leggja þannig lóð okkar til styrktar þróun í Portúgal. í Suður- Afríku er hins vegar rekið eitthvert viðurstyggilegasta stjórnarfar nútim- ans. Þess vegna eigum við ekki að kaupa suður-afriskar vörur. Því upplýstara sem fólk er, þvi skyn- samlegri ákvarðanir tekur það. Boð og bönn eru neyðarúrræði. Það væri óskynsamlegt að banna innflutning frá Suður-Afríku þó svo stjórnarfarið þar sé ógeðslegt. Það getur verið meira ágreiningsefni um stjómarfarið i næsta riki.-eða þarnæsta, og hver á þá að ákveða? Miklu vænlegra til árangurs er að fólk sé sem upplýstast. Og upplýst fólk á að hafa með sér samtök. Með sérhverri efnahagslegri athöfn erum við að leggja litil lóð á vogar- skálar afkomu bræðra og systra, hér heima eða úti i hinum stærri heimi. Upplýstari ákvarðanir eru betri en óupplýstar. Bezt af öllu eru samtök um upplýstar ákvarðanir. / V

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.