Dagblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 25

Dagblaðið - 28.04.1978, Blaðsíða 25
DAGBLAÐIÐ. FÖSTUDAGUR 28. APRÍL 1978. 29 Kvik myndir GarðarSverrisson #• í dag opnum við nýjar dyr til fjarlægra landa. Dyr nýrrar söluskrifstofu okkar í Hótel Esju. Þar er greið aðkoma hvaðan sem er úr bænum og næg bílastæði. '^lac LOFTLEIBIR ISLAJVDS þar er ódýrara að lifa að öllu jöfnu. Húsnæði er til dæmis ódýrt og auðvelt að komast yfir það. Á móti kemur svo að þarna er töluvert atvinnuleysi, sér- staklega meðal ungs fólks og frum- byggjanna. Ég held því að Ástralía sé hreint ekki sú paradís sem menn hér halda og hefur valdið miklum flutningum þangað. Ég minntist á atvinnuleysi meðal frumbyggjanna. Þeir eru í rauninni mjög illa settir og eitt allsherjar vanda- mál. Meðal þeirra er mikill drykkju- skapur, svipað og Grænlendinga, ná- granna okkar. Það þarf að borga þeim fyrir allt sem þeir gera og þeir drekka launin sin jafnóðum út. Langflestir eru á atvinnuleysisstyrk. Og börnin fá borgað fyrir að fara í skólann. Ástralíumenn vilja ekki láta stimpla sig sem kynþáttahatara og því er allt gert fyrir þetta fólk. En það hvorki getur né vill laga sig að samfélaginu. Það vill halda öllu óbreyttu. Litið er hægt að nota þetta fólk í vinnu þvi það hverfur um leið og fyrstu launin hafa verið greidd og sést ekki meir. 5000 fjár og 200 nautgripir; meðalskammtur fyrir einn mann Þau voru stór I sniðum búin I New England þar sem við dvöldumst. Einn bóndi átti venjulega um 5 þúsund fjár og 2 hundruð nautgripi. Ef fleiri voru á búinu fjölgaði skepnunum að sama skapi. Það þurfti lítið fyrir þessum skepnum að hafa, þær gengu sjálfala' ■og sérstakir rúningsmenn sáu um að rýja féð. Ekki var heldur neitt vandamál að smala skepnunum því landið var svo flatt að maður sá ekki I hvora áttina vatniði áveituskurðunum rann. Okkur sýndist bændur hafa það mjög gott, þeir áttu fína bíla og sund- laugar í garðinum og lystisnekkjur, ásamt mótorhjólum I smalamennsk- una. En þeir kvörtuðu óskaplega og þóttust eiga bágt. Verð á nautakjöti hafði lækkað mjög mikið eftir að markaðurinn i Evrópu lokaðist og hefur það haft sitt að segja fyrir afkomu bændanna. Kjarnorkan stanz- laust í fréttum Þegar við vorum í Ástralíu var um fátt meira rætt en kjarnorkuna og það hvort leyfa ætti vinnslu á efnum eins og báxíti í landinu. Þetta mátti heita stanzlaust I fréttum bæði blaða og út- varps og sjónvarps. Þeir eru svo óheppnir stjómendur landsins að þeir eru varla búnir að afhenda frumbyggj- unum land til ábúðar fyrr en eitthvað óhemju verðmætt finnst þar I jörðu. Nú er það báxítið. Og frumbyggjarnir vilja ekkert láta grafa í sinu landi. Allra sízt kæra þeir sig um að gera það sjálfir. Því er orðið vandamál rétt einu sinni hvað gera eigi við þessa frum- byggja ef báxítið verður nýtt sem allar likur eruá. Frumbyggjarnir vilja láta land sitt vera eins og það hefur verið í margar aldir, ósnert af manna völdum. Reyndar ræður þetta náttúruverndar- sjónarmið miklu og stór landflæmi eru friðuð og til dæmis bannað að höggva Það þarf margar skrýtnar tilfæringar til að geta sýnt iþróttamynd frá sjónarhóli keppendanna. Sumar myndavélarnar I Ice Rock voru sérstaklega smíðaðar fyrir það eina tækifæri. Laugarásbíó—Vetrarólympíuleikarnir76 Mynd án söguþráðar Sveinn Smári Hannesson viðskipta- fræðingur var einn af Ástraiíuförunum á vegum Rótarý. DB-mynd Hörður. frá Evrópu og fyrir henni snobba þeir. Við urðum allir varir við mikinn áhuga hjá fólki að koma hingað og sjá iandið. Enda er það í leiðinni ef það skreppur til Bretlands og þaðan til Ameríku sem mikið er í tízku,” sagði Sveinn. 50 fyrirspurnir á viku Óskar tók þá til máls og sagði að ef einhver maður stefndi að því mark- visst að menn fengju áhuga á tslandi og langaði að koma- þangað þá væri það íslenzki ræðismaðurinn í Sidney. Enda þyrfti hann að svara allt að 50 fyrirspurnum á viku og það gerði hann án launa. Verst væri þó að hann hefði ekki nægar upplýsingar í höndunum til þess að veita öllum þeim sem spyrðu og vildu þeir félagar endi- lega hvetja íslenzka aðila að senda betri upplýsingarsuður. DS skóg. Okkur þótti nóg um þegar ekki einu sinni mátti drepa eiturslöngur sem gerðu itrekaðar tilraunir til að éta mann. Það var í rauninni það sem við áttum verst með að þola fyrir utan hitann, þessi kvikindi sem vildu éta mann. Voru það ekki bara slöngur heldur einnig maurar, flugur og þess háttar. Verulega óhugguleg kvikindi. Að anda að sér með skeið Hitinn i Sidney þegar við komum var óskaplegur. Ég held að hann hafi verið ein 37 stig og rakinn í loftinu var það mikill að mér fannst ég þurfa að anda að mér með skeið. Hitinn flakkaði þarna á milli20 og 40 stigaþó komið væri haust. Þegar hann fór niður í 20 var orðið kalt og við gengum um á lopapeysum. Við ókum geysilega mikið um. Það voru þúsundir kílómetra sem við lögðum að baki því allir gestgjafar okkar vildu sýna okkur sem mest á sem skemmstum tíma og var það ekki alltaf þægilegt I hitanum. Við vorum 4 daga hjá hverjum gestgjafa og dreifðist hópurinn þvi nokkuð. En þvilik gestrisni sem þeir sýndu okkur. Undarlegt nokk þar sem þeir eru orðnir vanir þvi að alls kyns hópar komi og dvelji í landinu. En við vorum Það er Rick Wakeman, einn virtasti tónlistarmaður eftirstríðsáranna, sem semur og leikur tónlistina i Ice Rock. sijórnar sjöundu vetrarólympiuleik- anna og ber þess merki að fjármagn hefur ekki verið skorið við nögl. Við kvikmyndunina voru notaðar mynda- vélar sem sérstaklega voru hannaðar til notkunar i fjöllum Austurrikis. Leikstjórinn. Tony Maylam. leik- stýrir Cohurn ágætlega. Aðrir leik- endur stýra sér að mestu sjálfir. Þó innihald myndarinnar veki ekki áhuga manna þá gefst þeim kostur á að sjá og heyra skemnuilegt samspil góðrar kvikmyndunar og vandaðrar tónlistar. 1 Ice Rock sjáum við hinar ýmsu iþróttagreinar frá sjónarhóli keppend- anna og eigum þess hæglega kost að setja okkur I spor þeirra. Þess vegna er myndin skemmtilegt fráhvarf frá þess- um klassisku íþróttamyndum sem teknar eru á áhorfendapöllum og sýndar með tilheyrandi lúðraþyt. James „karlmenni” Coburn kynnir Laugarásbió: Vetrarólympíuleikamif 76 (lce Rock). Framleiðandi: Samuelson Film Sorvico Ltd. Tónlist Rick Wakeman. Myndataka: Michael Samuolson. Leikstjóm: Tony Maylam. Því fer viðsfjarri að lce Rock sé í takt við þær iþróttamyndir sem við megum þola í sjónvarpinu. Því þó að hún fjalli fyrst og síðast um Ólympiu- leikana i Innsbruck, þá ber ekki svo að skilja að hún sé einvörðungu sniðin fyrir íþróttaunnendur. Engu siður er hún bitastæð áhugamönnum um kvik- myndagerð og tónlist. Fyrir ýmissa hluta sakir nýtur myndin töluverðrar sérstöðu. í henni er enginn söguþráð- ur. En hún ér I senn heimildar- og kynningarmynd um vetraríþróttir, þar sem sjálfir heimsmeistararnir eru í aðalhlutverkum. þessar voðalegu og stórhættulegu íþróttagreinar með miklum hetjubrag. Ekki er laust við að maður fái stríðs- myndatilfinningu af að hlusta á Coburn. Einn virtasti lónlistarmaður eftir- striðsáranna. Rick Wakeman. semur músíkina \ið lce Rock. Um gæði hennar þarl' vart að fjölyrða en hug- myndaflug Wakemans og fjölbreytni eru með emdæmum. Tónlistin er skemmtilega útfærð I stereó og mér til efs að betri hljómflutningur hafi áður heyrzt i bíói hérlendis. 1

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.