Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 2
Óánægja með landbúnaðar sýninguna á Selfossi — Skipulag ekki nógu gott Ásgeir Ásgeirsson hringdi og sagðist ekki geta orða bundizt yfir skipulags- leysinu á landbúnaðarsýningunni. „Þegar komið er inn á Selfoss eru engir vegvisar sem sýna hvar sýningin er og ekki tekur betra við þegar að sýn- ingarsvæðinu kemur, þvi ekki er inn- gangur nema á einum stað og hann ómerktur.” Ásgeir sagði að þegar hann hefði farið á sýninguna sl. sunnudag hefði troðningur venð gifurlegur og engar leiðbeiningarveiiðtilað reyna að beina straumnum i sömu átt. Þess vegna hefðu menn troðizt þurna hver gegn öðrum, enda alltof mörgum hleypt inn á svæðið í einu. Þá hafi ekkert verið gert af þvi að leiðbeina fólki með bila- stæði. Þá sagði Ásgeir að skiltin hefðu verið misheppnuð og illa merkt, ,t.d. grænt letur á grænum fleti og væri mjög erfitt fyrir sjóndapra að lesa á slik skilti. Þá hafði verið auglýst að stærsti og minnsti hestur landsins yrðu til sýnis en ekki hefði veriö staðið við það. Einnig hafi verið auglýst að hestaleiga yrði starfrækt á svæðinu en ekki hefði hann orðið var við að svo væri. Sagðist Ásgeir m.a. hafa spurt nokkra hestamenn að þvi en þeir bara yppt öxlum. „Menn verða að vera við þvi búnir að mikill mannfjöldi komi á slíkar sýningar og gera ráðstafanir í samræmi við það,” sagði Ásgeir að lokum. lfá hringdi 8332-8746 og vildi einnig kvarta yfir landbúnaðarsýningunni og sagði, að hún hefði vægast sagt verið. mjög léleg. Algjört skipulagsleysi hefði verið þarna. „Þetta var algjör kaos. Fólk var hreinlega i vimpingum við að komast áfram. Vantaði alveg leið- beiningar til fólks i hvaða átt það ætti að fara. Þá voru hestarnir tveir sem búið var að auglýsa mjög mikið ekki til staðar, þ.e. stærsta og minnsta hest landsins. Einnig voru veitingar mjög dýrar. Þannig kostaði litil dolla af kók 300 kr.” „ Vonlaust aó láta 10 þús. manns rcnna liðlega I gegn, ” segir Sigurður Jónsson blaðafulltrúi lamlhúnaðar- sýningarinnar. DB sneri sér til Sigurðar Jónssonar blaðafulltrúa landbúnaðarsýningar- innar og innti hann álits á þessum kvörtunum sýningargesta. Sigurður sagði, að gifurlegur mannfjöldi hefði komið á sýninguna á sunnudaginn. Á tveimur tímum hefðu komið um 10 þús. manns og það væri sama hvað gert hefði verið, vonlaust væri að láta slíkan fjölda renna liðlega i gegn. Þeir hefðu þó reynt ýmislegt til þess, t.d. með því að bæta við öðru inngöngu- hliði. „Við reyndum einnig að auglýsa eins og við gátum það sem var að gerast úti við til þess að beina straumnum út og tókst það allvel, eins og t.d. þegar landgræðsluvélin fiaug yfir svæðið.” Um það atriði að vegvisa hefði vantað að sýningarsvæðinu sagði Sigurður, að vegvisir væri þar sem DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978. Dr. Kristján Eldjárn forseti Islands setur landbúnaðarsýninguna á Selfossi. Að- sókn að sýningunni hefur verið gifurlega mikil en þær raddir hafa he.vrzt að skipu- lagi sýningarinnar sé áfátt í inörgu. keyrt væri að sýningarsvæðinu frá aðalgötu bæjarins, þ.e. Austurvegin- um. Hins vegar vantaði slikan vegvísi við brúna en það væri mál lögregl- unnaraðbeina umferðinni rétta leið. Um hestaleiguna sagði Sigurður að hún hefði verið starfrækt alla helgina. Hestarnir þyrftu hins vegar hvíld öðru hvoru og af þeim sökunt hefði orðið nokkurhléá henni. Um minnsta og stærsta hest landsins hafði Sigurður það að segja, að þvi miður hefði ekki tekizt að fá þá tæka tíð en unnið væri að því að fá þá og vonandi yrðu þeir komnir á sýning- una þegar þetta birtist i blaðinu. Þeim þætti ákaflega leiðinlegt að ekki hefði tekizt að standa við þetta fyrirheit og hefðu nú allar auglýsingar þar að lút- andi verið stöðvaðar en vonandi stæði þetta til bóta. SIÐSPILLANDIÁHRIF SJÓNVARPS Víndrykkja unglinga á Hallærisplaninu er orðið umtalað vandamál. Rannveig Þórðardóttir skrifar: Vegna greinar i Dagbl. 4. ágúst. sem nefn/st sjónvarpið getur dregið úr víndrykkju unglinga óska ég eftir að taka fram eftirfarandi. Viðvikjandi Kanasjónvarpinu er ég bréfritara alls ekki sammála heldur þvert á móti álit ég að ýmislegt sé sýnt í því, sem geti haft siðspillandi áhrif á isl. unglinga. I þvi sambandi vil ég t.d. benda á þann hvimleiða ósið, sem tiðkast mjög áberandi i bandarískum biómyndum. þ.e. að láta leikarana fá sér i glas i tima og ótima eða næstum hvenær sem sýnt er atriði þar sem gestur kemur i heimsókn eða fólk spjallar saman smástund innan dyra. í isf. sjónvarpinu og i kvikmyndahúsum hér eru oft sýndar slikar bandarískar glansmyndir log þar geta unglingar drukkið / sig næstum eins mikið af ranghugmyndum um vindrykkju og þeir viljaj. Viðvikjandi vindrykkju unglinga á „Hallærisplaninu" er staðreyndin sú að fiestir þeirra drekka sig ölvaða í einhverju húsi eða bilum áður en þeir safnast þar saman. Fullorðna fólkið er ekki allt til fyrirmyndar í þessum efnum. Það fer iika út að skemmta sér um helgar i stórum stil og i sumurn húsum eru fullorðinspartý fram eftir nóttu eftir skemmtanir þess t.d. á vinveitingahúsum. Sumir unglingar búa hjá foreldrum en margir leigja sér líka sjálfir húsnæði úti i bæ. í báðum tilfellum er liklegt að þeir hafi tækifæri til að halda „partý” á föstudagskvöldum eða oftar eftir at- vikum áður-en haldið er af stað niður á Hallærisplan (þvi ekki komast þeir á böllin eins og þeir fullorðnul. Hvernig væri ef áhugafólk um þessi vandamál myndaði með sér samtök og reyndi að gera eitthvað. Og í öllum bænum — Upptökuheimili rikisins þarf að vera til fyrirmyndar með „sína” unglinga og láta ekki sjást að þeir séu þarna drukknir og umhirðu- lausir eftir miðnætti. AA-samtökin eru með sérstaka fundi fyrir unglinga. Ég hef heyrt að Upptökuheimilið fari ekki með unglinga þangað né neitt annað þ.h. til að reyna að lækna þá þó um áfengisvandamál sé að ræða. Þarna virðast þvi fleiri vera sekir en eingöngu foreldrarsé þetta satt. Þakkir til Geimsteins —fyrir ánægjulegan dansleik Ilelga Stefánsdóttir skrifar: Mig langar til að konta á framfæri þökkum til hljómsveitarinnar Geim- steins fyrir frábærlega vel heppnað ball i Aratungu laugardaginn 5. ágúst sl. Ég var stödd á því balli og skemmti mér hreint og beint konunglega. Þetta er sú mest lifandi og upplífgandi' hljómsveit sem ég hef heyrt i hérlendis og ég hafði það einhvern veginn á til- finningunni að hljómsveitin skemmti sér ekki siður en gestirnir. Auk þess vil ég þakka Selfosslög- reglunni sem þarna var stödd. Meira að segja hún skemmti sér vel með okkur unglingunum og fann maður, alls ekki til þeirrar fyrirlitningar og merkilegheita hjá þeim eins og svo al- gengt er hjá Reykjavíkurlögreglunni. Kmverskt fimleikafólk y Z | mU Nú er aðeins ein sýning eftir hjá kínverska afl ^ I mm æM ■ fimleikafólkinu. Ldtið ykkur ekki vanta ásíðustu I w I %m 11UI sýninguna, sem verður á morgun kl. 20.30 íLaugardalshöll. íslenzktfimleikafólk mun einnigsýna með samkvæmtósk Kínverjanna. Komið ogsjáið snilli þessa fólks. Sala aðgöngumiða ííþróttahöllinni í dagkl. 18-20 og eftir kl. 18.30 á morgun. Missið ekki afþessu einstaka tœkifæri. Fimleikasamband Islands • • Okukennsla Kennslubifreiðin er Toyota Cressida ’78 ojfannað ekki Geir P. Þormar ökuktnrarl Shnar 19896 09 21772 (simavarO. -------------fc

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.