Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 6
6 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978. Frakkland: Þarfanautið fælir stríplingana frá Loksins hefur franskur herragarðs- eigandi, sem býr við Miðjarðarhafs- ströndina fundið ráð til að losa sig við nektarunnendur. sem hópast hafa á strönd hans. Vill hann sitja einn að henni og að sögn sizt af öllu fá nakta sólardýrkendur I heimsókn. Þeir hala aftur á móti sýnt firnamikinn áhuga á að sóla sig á strönd hins franska bóndamanns. Ekki dugði neiit þó hann girti jörð sina rammlega með gaddavir. Lausnin fannst ekki fyrr en maðurinn sleppti mannigu þarfa- nauti lausu innan girðingarinnar. REUTER Tvo kennara vantar að grunnskóla Reyðarfjarðar. Æskilegar kennslugreinar stærðfræði og eðlis- fræði. Húsnæði á staðnum. Upplýsingar í síma 97-4245. Skólanefnd Neskaupstaður Umboðsmann vantar strax. Uppl. hjá afgreiðslu DB Rvík í síma 91-27022 eða hjá núverandi umboðsmanni, Sólveigu Jóhanns- dóttur, í síma 97-7583. MMBIAÐIÐ Lausar stöður Aftur .iuiílUlui umsóknarfreslur um kcnnaraslliður 1 hajifrædi oc viAskiptaf>reinum ojj cdlis- ojí cfnafræfii vid Fjolbrautaskfiianu á Akrancsi framlcnjtisl hí‘r mcfi til 25. þ.m. l.aun samkt. launakcrfi slarfsmanna rikisins. llmsftknir. ásamt Vtaricjjum uppljsinjjum um námsfcril ojt stfirf, skulu scndar mcnntamála- ráðuncytinu, Itvcrfisjjfitu 6. Rcykjavik. — Umsóknarcyðuhlfið íást í ráduncytinu. Menntamálaráðuneytið, 9. ágúst 1978. Gætir tuddi lands húsbónda sins dyggilega og striplingar halda sig i öruggri fjarlaegð og angra Frakkann ekki hiðminnsta. 111 Frá Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur Umsóknarfrestur um áður auglýstar stöður forstöðumanns, fóstru og uppeldisfulltrúa við meðferðarheimilið Kleifarvegi 15 hefur verið framlengdur. Umsóknir berist Fræðsluskrifstofu Reykja- víkur, Tjarnargötu 12, fyrir 21. ágúst. Fræðslustjóri. BILAPARTASALAN Höfum úrval notaðra varahluta íýmsar tegundir bifreiöa, tildæmis: I Land-Rover '65, Chevrolet Nova '67, Saab '68, Hillman Hunter '70, VW 1600 '69, Willys '54. Einnig höfum við urval af kerruefni, tildæmis undir vélsleöa. Sendum um allt land. BÍLAPARTASALAN Höfiatúni 10 - Simi 11397 Kaupmannahöfn: Fellur skinkan afmarkaðinum í Banuaríkjunum? Frændur vorir Danir eru nú dauðhræddir um að skinkuút- flutningi þeirra til Bandaríkjanna sé hætt. Árlega selja þeir þessa vörutegund fyrir meira en hálfan millj- arð danskra króna þangað auk út- flutnings til annarra landa. Ástæða ótta þeirra er mynd sem birtist i út- sendingu CBS sjónvarpsstöðvarinnar. einnar þriggja siærslu i Bandaríkjun- um. Var verið að ræða um rotvarnarefni og önnur aukaefni i matvælum. Meðal þeirra var rotvarnarefnið nitrit. sem meðal annars er notað í ýmsar niður soðnar matvörur til að koma i veg fyrir hugsanlega gerjun sem valdið gæti matareitrun. í sjónvarpsfrásögninni var fullyrl að nitrit gæti valdið krabbameini i likama manna. Var þar vitnað til tilrauna á rottum. Kom i Ijós að þrettán af hundraði þeirra sem fengið höfðu nitrit i fæðu sinni sýktust af krabbameini i blóðvatnskirtla. Danskir sérfræðingar urðu furðu lostnir að sögn yfir þessum fregnum og bæði sárir og reiðir yfir því að á sjónvarpsskjánum birtist niynd af danskri skinku. sem dæmi unt vöru- tegund er innihéldi nitrit og gæti þvi verið krabbameinsvaldandi. Segja þeir að öllum fyrirmælum bandariskra heilbrigðisyfirvalda sé fylgt við frant- leiðslu dönsku skinkunnar. Danir ótt- ast samt að auglýsingamáttur sjón- varpsins og hugsanlegur eftirleikur fregnarinnar um nitritið kunni að valda stórkostlegum samdrætti i skinkusölunni. Innan skamms verdur kjörinn nýr páfi, eftirmaður Páls páfa sjötta. Mikil óvissa er um hver fyrir valinu verður og hafa kardinálarnir valið þann kostinn að draga kjörið eins og kostur er ef auðið yrði að komast að einhverju samkomulagi fyrirfram. Á myndunum að ofan eru þeir fjórir sem liklegastir eru taldir til að hljóta hnossið. Nöfn þeirra eru talið efst frá vinstri: Pironio, Baggio. í neðri röð Bcnelli og Pignedoli. Allir eru þessir menn kardinálar og hafa um langt skeið verið áhrifamiklir innan kaþólsku kirkjunnar. Allir eru þeir italskir. Frakkland: Nýr böðull Frakkar hafa ráðið nýjan böðul. Nafn hans er Marcel Chevallier, fimmtiu og sex ára að aldri. Tekur hann við af frænda sínum. sem lét af störfum fyrir skömmu fyrir elli sakir enda orðinn sjötíu og sex ára. Sá heitir Obrecht og hefur það meðal annars sér til ágætis að hafa hálshöggvið fleiri en nokkur annar landi hans síðan sú iðja stóð rneð mestum blóma á tímum frönsku Stjórnarbyltingarinnar um 1790. Hinn nýji böðull hefur um nokkurn skeið verið aðstoðarmaður frænda sins. Hefur hann meðál annars haft það verkefni með höndum; að taka i hár fórnar lambanna til að tryggja að þau hreyfi ekki höfuðið í þann mund sem fallöxinn riður. Böðulsstarfinn er launaður með föstum mánaðarlaun- um eins og til annarra embættismanna. Þó er það þannig að föst greiðsla er ekki nema rétt um það bil jafngildi einnar og hálfrar milljónar íslenzkra króna. Síðan er greidd uppbót fyrir hverja aftöku, sem framkvæmder. P-pillur fyrir hunda Komin er á almennan markað i Bandarikjunum getnaðarvarnarpilla fyrir hunda. Áhugamenn þar i landi efast þó um að slikt muni hafa nokkur teljandi áhrif á fjölda hunda þar. Talið er að á hverri klukkustund fæðist tiu þúsund hvolpar. en milli fimmtán og átján milljónir hunda eru aflífaðar árlega á vegum sérstakra stofnana. Fjöldi hunda í Bandarikjunum er sagður vera um það bil fimmtiu milljónir. Þar af munu vera ellefu milljón tíkur, sem ekki hafa verið gerðar ófrjóar. Danir selja skinkuna ótæpilega til Bandaríkjanna sem hingað til hafa keypt hana i ríkum mæli. Eftir á að koma I Ijós hvort fregnir af nitrit- innihaldi hennar og þar af lejðandi nokkrum llkum á krabbameini þeirra sem hennar neita, valda samdrætti I sölunni.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.