Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 16.08.1978, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. ÁGÚST 1978. Miðvikudagur 16. ágúst 12.00 Dagskrá. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Veðurfregnir. Fréttir. Tilkynningar. Vid vinnuna:Tónleikar. 15.00 Miðdegissagan: „Brasilíufararnir” eftir Jóhann Magnús Bjarnason. Ævar R. Kvaran leikari les (5). 15.30 Miðdegistónlelkar. Sinfóníuhljómsveitin í Pittsborg leikur „ítalska serenöðu” eftir Hugo Wolf; William Steinberg stj. / Izumi Tateno og Filharmoniusveitin í Helsinki leika Pianókons- ert i þrem þáttum eftir Einar Englund; Jorma Panula stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veður- fregnir). 16.20 Popphom: Halldór Gunnarsson kynnir. 17.20 Krakkar út kátir hoppa: Unnur Stefáns- dóttir sér um barnatíma fyrir yngstu hlustend uma. 17.40 Barnalög. 17.50 Starfsemi Strætisvagna Reykjavikun Endurtekinn þáttur frá morgninum. 18.05 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Gestur í útvarpssal: Rannveig Eckhoff frá Noregi syngur lög eftir Eyvind Alnajs, Sigurd Lie o.fl. Guðrún Kristinsdóttir leikur á píanó. 20.00 Á niunda tímanum. Guðmundur Árni Stefánsson og Hjálmar Árnason sjá um þátt með blönduðu efni fyrir ungt fólk. 20.40 lþróttir. Hermann Gunnarsson segir frá. 21.00 Trió I F-dúr op. 65 eftir Jan Ladislav Dusík. Bernard Goldberg leikur á flautu, Theo Salzman á selió og Harry Franklin á pianó. 21.25 „Þakrennan syngur”. Guðmundur Danielsson les þýðingar sinar á Ijóðum eftir norska skáldið Jul Haganæs. 21.45 Tvær píanósónötur eftir Beethoven. Jörg Demus leikur Sónötur í Fis-dúr op. 78 og e- moll op. 90. (Hljóðritun frá tónlistarhátíð i Chimay í Belgiu). 22.05 Kvöldsagan: „Gróugróður” eftir Krist- mann Guðmundsson. Hjalti Rögnvaldsson leikari les (4). 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.45 Svört tónlist. Umsjón: Gérard Chinotti. Kynnir: Jórunn Tómasdóttir. 23.30 Fréttir. Dagskrárlok. Útvarp 16.20: Krakkar út kátir hoppa DÝRIN OG SVEITIN í BARNATÍMA í dag kl. 17.20 er þátturinn Krakkar út kátir hoppa.á dagskrá og er hann i umsjá Unnar Stefánsdóttur fóstru. í þættinum i dag ætlar Unnur að spjalla við 5 ára stelpu sem heitir Eyrún Ólafs- dóttir og er hún úr Árnessýslunni. Eyrún ætlar að segja frá hvcrnig það er að búa i sveitinni, hvernig sé unnið i sveitinni og hvernig dýrin séu og hvað þau eru aðgera núna. Eyrún mun einnig velja lag í þættinum og sjálf ætlar hún að syngja eitt. Unnur sagði að erfitt væri að fá svo ung börn til að tjá sig i útvarp ið en Eyrún var ófeimin að svara er Unnur spurði hana. Unnur sagði enn fremur að þær ræddu aðallega unt sveit ina og dýrin. Þátturinn er i luttugu mínútur og á eftir eru siðan leikin bamalög. ■ ELA Eyrún Ólafsdóttir er 5 ára og ætlar hún að segja okkur frá sveitinni og dýrunum i barnatimanum i dag. DB-mynd Ari ^ Sjónvarp Miðvikudagur 16. ágúst 20.00 Fréttir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. yí20.30 Fræg tónskáld (L). Breskur myndaflokk- ur. 2. þáttur Johann Sebastian Bach (1685— 1750). Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 20.55 Dýrin mín stór og smá (L). Breskur myndaflokkur i þrettán þáttum. 3. þáttur. Flest er nú til! Efni annars þáttar: Sjúkdóms- greining Heriots á hesti Hultons lávarðar reynist rétt, og hann véx í áliti hjá Farnón. Tristan, yngri bróðir Famons, er í dýralækna- skóla en stendur sig ekki alltof vel. Hann kemur heim og fer að vinna með Heriot, þótt hann virðist hafa takmarkaðan áhuga á þvi sem hann á að gera. Heriot kynnist frú Pumphrey, en hún á akfeitan hund sem hún kann ekkert með að fara og lendir oft í hrein- ustu vandræðum. Heriot er þolinmæðin sjálf i viðskiptum sinum við hana enda nýtur hann góðs af. Þýðandi Óskar Ingimarsson. 21.45 Sjöundi réttarsalur (L) (QB VII). Ný, bandarisk sjónvarpskvikmynd í þremur hlut- um, byggð á skáldsögu eftir Leon Uris. Leik- stjóri Tom Gries. í helstu hlutverkum: Ben Gazzara, Anthony Hopkins, Leslie Caron, Lee Remick, Juliet Mills, Anthony Quayle, John Gielgud og Jack Hawkins. Fyrsti hluti. í Lundúnum eru að hefjast réttarhöld sem vekja athygli. Mikils metinn læknir, Sir Adam Kelno, höfðar meiðyrðamál á hendur banda- ríska rithöfundinum Abe Cady sem i nýjustu bók sinni ber upp á lækninn að hafa framið hin fólskulegustu níðingsverk á gyðingum í fangabúðum á árum siðari heimsstyrjaldarinn- ar. Annar hluti myndarinnar er á dagskrá næstkomandi föstudagskvöld og hinn þriðji á laugardagskvöld. Þýðandi Ellert Sigurbjörns- son. 22.55 Dagskrárlok. Framundan bíða: London • Róm • Karachi • Bangkok • Manila • Tokio Hong Kong • Honolulu • San Fransisco • New York. Frænka passar blómin, amma börnin og lyklana. í Keflavík kemst fiðringurinn í hámark. Þið leggið fram farseðla og vegabréf... Svo eruð þið flogin. Umhverfi8 jörðina á 30 dögum á vegum ferðaskrifstofunnar Sunnu. - Verðlaun í áskrifendaleik Dagblaðsins.- Allir sem eru áskrifendur þann 20. ágúst eru Sértu ekki áskrifandi nú þegar, þá hringdu með í leiknum strax og pantaðu áskrift. Opið til kl. 10 öll kvöld nema laugardagskvöld. mmiAÐIB Áskrifendasími 27022 Lœrðu númerið utanað. Um það verður spurt þegar þú vitjar vinningsins.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.