Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979. 5 Rúður brotnar í Alþing- ishúsinu Ungt par var handtekið aðfara- nótt laugardags, eftir að hafa brotið nokkrar rúður í Alþingis- húsinu, bæði Kirkjustrætis- og Templarasundsmegin. Líklegt má telja að þar hafi verið um siðbúin mótmæU að ræða, þar sem komið var fram á 31. marz. -JH Innbrot hjá Mats — Ijósmyndavörum fyrir 2 milljónir stolið Brotizt var inn í Ljósmynda- stofu Mats að Laugavegi 178, aðfaranótt sunnudags Mynda- vélum og ýmsu fleiru var stolið, að verðmæti um 2 milljónir króna. Stór rúða í verzluninni var brotin með tveimur grjót- hnullungum og var nokkuð ljót aðkoma að verzluninni í gær- morgun. .JH Tvö útköll slökkvi- liðs Slökkviliðið í Reykjavík var kallað út tvisvar nú um helgina. í bæði skiptin var um lítinn eld að ræða og var hann auðslökktur. Á föstudagskvöldið var slökkviliðið kallað í Kópavog, þar sem eldur var í rusli. Á laugardaginn var liðið síðan kallað að húsi við Vatnsendablett, en þar var eldur laus í kyndiklefa, sem er áfastur húsinu. Skemmdir urðu litlar. -JH. Skákmótið íLone Pine: Margeir vann stór- meist- arann Pachman íslenzku keppendumir á alþjóðlega skákmótinu i Lone Pine í Bandaríkjunum hafa allir hlotið 3 vinninga að loknum 5 umferðum. í 5. umferð vann Margeir stórmeistarann Pachman og hefur hann nú unnið þrjár skákir í röð eftir að hafa tapað tveim fyrstu skákum sínum. Helgi vann Bandaríkjamanninn Thibault í 5. umferð og Guð- mundur Sigurjónsson gerði jafn- tefli við Bent Larsen. Kortsnoj missti af efsta sætinu er hann tapaði fyrir Liberzon frá ísrael. Efstir á mótinu eru nú Liberzon, Georghiu, Rúmeníu, Sosonko, Hollandi, Sahovic, Júgóslavíu, og Bandaríkjamennirnir Lein og Kaplan með 4 vinninga. 6. umferð verður tefld í dag. -GAJ- HREIN- LÆTI Það er allur munur að aka á gljáfœgðum bíi Það vita þessir piltar, sem notuðu sólina til þess að bóna fólksvagninn niður á bryggju. Fróðir menn segja að vélin sé aftur I bllum af þessari gerð, svo varla er um bilerí að rœðu. Með hœkkandi sól gefst tœkifœri til þess að ná tjöru og salti af ret rarhrjáðum blikkbeljum og búa þœr undir sumarreiðina. DB-mynd Ragnar Tk. Pyrir bráðláta ••• Nu 1B ián eftir 3manuði Oft er stuttur tími til stefnu. Til að leysa vanda eða láta drauma rætast. Þess vegna höfum við bætt við nýjum möguleika: IB-láni með þriggja mánaða fyrirvara. Er þung afborgun fram- undan? Eða ferðalag? Lausnin felst í IB-láni. Hsr emþiírvalkDStiPí 3ja mánaöa floMmum. SPARNAÐAR- TÍMABIL MÁNAÐARLEG INNBORGUN SPARNAÐUR I LOKTÍMAB. BANKINN LÁNARÞÉR RÁÐSTÖFUNAR- FÉ MEÐ VÖXTUM MÁNAÐARLEG ENDURGR. ENDURGR. TÍMABIL 3 . man. 20.000 40.000 75.000 60.000 120.000 225.000 60.000 120.000 225.000 120.800 241.600 453.375 20.829 41.657 78.107 3 . man. BanMþeiim sem hyggja aö framtíöinni Mnaðarbankinn AÖalbanM og útíbú

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.