Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 39

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 39
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979. 8 D Utvarp Sjónvarp MIÐLUN OG MÓTTAKA — útvarp á morgun kl. 14.30: ERFIÐLEIKAR MENN INGARTÍMARITA „Ég ætla að fjalla um tímarit um menningarmál. En þar sem of viða- mikið verk er að fjalla um öll slík tíma- rit einbeiti ég mér að þeim tveim sem hvað erfiðast hafa átt uppdráttar, það er að segja Lystrænir.gjanumog Svart á hvítu,” sagði Erna Indriðadóttir um þátt sinnum fjölmiðla í útvarpinu á morgun. Þetta er sjötti og síðasti þáttur hennar. „Ég ræði við sinn manninn frá hvoru blaði. Árni Óskarsson kemur frá Lystræningjanumog Þorsteinn Marels- son frá Svörtu og hvítu.” Við spjöllum vítt og breitt um út gáfuna og hvað það sé sem valdi erfiðleikum við hana. Efnið verður kynnt með því að nokkur ung skáld koma í heimsóknog lesa ljóð eftir sig. Má þar nefna Stein- unni Sigurðardóttur, Einar Má Gunn- arson og Kristján Linnet. Harald G. Haraldsson leikari les tvö ljóð eftir Þórarin Eldjárn og smásögu eftir Ólaf Ormsson, ásamt einu þýddu ljóði. í lok þáttarins verður svo rætt við Árna Bergmann, ritstjóra Þjóðviljans, um útgáfu tímarita almennt og hvers vegna hún sé svona erfið. Tónlistin sem leikin verður í þættin- um er tónlist sem kynnt hefur verið í þessum tveim blöðum,” sagði Erna. DS H Erna Indriðadóttir. BIRTA—sjónvarp í kvöld kl. 21.00: ÞINGMAÐURINN 0G KONURNAR TVÆR Leikritið Birta eftir Erling E. Halldórsson verður endursýnt í sjón- varpinu í kvöld. Leikritið var frumsýnt árið 1976Í janúar. Birta greinir frá þingmanni einum, eiginkonu hans og ástkonu. Þau þing- mannshjónin eru barnlaus og líf þeirra hefur lítinn tilgang. Leikritið gerist í Reykjavík nútímans og skiptist í tvo hluta. Sá seinni og lengri gerist um það bil átta mánuðum síðar en sá fyrri. Þegar leikritið var frumsýnt árið 1976 skrifaði Ólafur Jónsson bók- menntagagnrýnandi um það í Dag- blaðið. Ólafur sagði meðal annars. , ,Mér virtist á sunnudagskvöldið að leikurinn væri tæknilega mjög vel af hendi leystur, jafnvel með beztu verk- um sjónvarpsins af sínu tagi, og leik- ararnir gerðu hlutverkum og atburðar- rás mjög svo ítarleg og nærfærin skil.” Ólafur segir þau Margréti Ólafsdóttur og Gunnar Eyjólfsson í hlutverki þing- mannshjónanna skara fram úr, þó aðrir séu ólastaðir. Leikstjóri Birtu er Þorsteinn Gunnarsson og er Birta fyrsta leikritið sem hann leikstýrði fyrir sjónvarp. Áður en Birta var sýnd hafði Erling- ur E. Halldórsson samið þrjú leikrit sem færð höfðu verið á svið. Það voru Hákarlasól, Minkarnir og Reiknivélin. En síðan 1976 hefur ekkert af nýjum verkum hans verið flutt á sviði. -DS. Margrét Ólafsdóttir og Gunnar Eyjólfsson i hlutverkum þingmannshjónanna. MEÐ HETJUM 0G FORYNJUM í HIMINHVOLFINU —útvarpídagkl. 17.20: HERMES, ORFEUS 0G EVRIDÍKAH i uag verður fluttur fjórði þáttur 'ramhaldsleikrits barna og unglinga, Vieð hetjum og forynjum í himinhvolf- nu, eftir Maj Sazelius. í þessum þætti segir frá Hermesi, loðbera guðanna. Hann er hinn mesti iragðarefur í æsku en finnur líka upp iljóðfæri sem gætt er undarlegri láttúru. Við kynnumst Orfeusi sem yngur og leikur svo vel að villt dýr kógarins þyrpast í kring um hann. Og ivridíku, en samskipti hennar við Jrfeus hafa orðið yrkisefni skálda og ónlistarmanna. Leikstjóri er Brynja Benediktsdóttir en þýðandi Ásthildur Egilsson. Bessi Bjarnason leikur Martein frænda eins og vanalega og börnin leika Edda Björgvinsdóttir, Gísli Rúnar Jónsson og Kjartan Ragnarsson. Hermes á yngri árum leikur Stefán Jónsson en Ingólfur B. Sigurðsson tekur við er Hermes fer að eldast. Konráð Þórisson leikur Orfeus og Helga Jónsdóttir Evridíku. -DS. n Brynja Benediktsdóttir leikstjóri HVERAGERÐI Dagblaðið óskar eftir að ráða umboðsmann í Hveragerði. Uppl. í síma 99—4577 og 91— 22078 MMÉBLAÐIÐ ÞAU ERU BETRI ÞESSI! SJAIÐ mn KOMIÐ SJALF O' ITT VESTUR-ÞÝSKU LITSJÓNVARPSTÆKIN VESTUR-ÞYSKU LITSJÓNVARPSTÆKIN HAFA ALDREI VERIÐ ÓDÝRARI Bræóraborgarstig1-Sími 20080 (Gengiöinn frá Vesturgötu) LAMPINN - NYTSÖM FERMINGARGJÖF isbs ALLAR GERÐIR - ALLIR LITIR PÓSTSENDUM LANDSINS MESTA LAMPAÚRVAL LJOS & ORKA Suöurlandsbraut 12 sími 84488

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.