Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 02.04.1979, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 2. APRÍL 1979. 27 Heimsmethafinn ívélsleðastökki íheimsókn: „Akvað að láta slag standa” — sagði hann eftir að hafa stokkið yf ir sex bíla „Jú, ég held að ég sé í lagi,” sagði Bandaríkjamaðurinn Scott Eilertson eftir að hann stökk á vélfáki sínum yfir 6 bíla í gær. Scott er heimsmethafi í vélsleðastökki og þó hann hafi að eigin sögn ekkert stokkið i tvö ár vildi hann sýna íslendingum að enn væri töggur í honum. Stökkið fór fram við Sand- skeið. Áður var þar reyndar keppt í akstri á vélsleðum. Skemmst er frá því að segja að Scott bar frækilegt sigurorð af öllum íslenzku keppendunum. Ef til vill hefur eitthvað hjálpað til að hann var á langöflugasta sleðanum. En stökkið var greinilega það sem menn voru komnir til að sjá. Þeir sem Upp pallinn i byrjun og menn bíða spenntir eftir stökkinu. Og í loftið og stökkið virðist ætla að heppnast. vildu sjá slíkt afrek voru nokkur hundruð sem söfnuðust í kring um keppnissvæðið. Mikið var af Banda- ríkjamönnum af Keflavíkurflugvelli, enda vinnur Scott þar og vildu félagar hans hvetja hann í hvíveina. Banda- ríska sjónvarpið mætti líka á staðinn,* tveir menn er báru myndsegulband, hljóðupptökumaður og fréttamaður. Snjóköggli hagrætt Eftir að sleðakeppninni lauk fór að gæta mikillar óþolinmæði hjá áhorf- endum. En Scott og skipuleggjurum mótsins virtist lítið liggja á. Lokið var við að negla saman stökkpallinn í mestu makindum og Scott gekk um og hagræddi snjókögglum. Hann lagði síðan upp og kom brunandi að pallinum. AUir héldu niðri í sér andan- um. En, nei, hann fór fram hjá. önnur atrenna og aftur framhjá. Þriðja at- renna og enn framhjá. Ætlaði maðurinn að stökkva eða ekki? Fjórða atrenna, upp og yfir bUana með rassinn þó aðeins á húddið á þeim síðasta. Mikil fagnaðarlæti. Scott stökk af baki og fagnaði ákaft, sigri hrósandi. Hann sagðist alla tíð hafa verið viss um að stökkið myndi heppnast en hefði fyllzt meiri vafa um lendinguna. Heimsmetið og Evel Knievel „Scott var spurður að því hvenær hann hefði fyrst setið vélsleða. ,,Ég man það ekki,” sagði hann. „Faðir minn keypti fyrsta vélsleðann þegar ég var 10 eða 11 ára, ég man ekki hvort, það er svo langt síðan. Hann byrjaði strax að þjálfa mig og ég fór að keppa í hraðakstri. Seinna sá ég að ég myndi geta unnið mér inn fé með því að stökkva yfir alls konar hluti á sýningum. Eftir að ég hafði unnið við þetta í nokkum tima kom Evel Knievel að máli við mig og bað mig um að sjá um helming á sýningu sem hann var með. Hann var að reyna að slá heims- metið í að stökkva yfir hluti á mótorhjóli. Ég sló til og ákvað að hnekkja heimsmeti líka. Það tókst, ég stökk rúmlega 112 fet (37 metrar). Ég hef aldrei reynt að slá þaðsíðan. Stökkið hérna er heldur lengra en ég vildi hafa það miðað við að ég hef ekki stokkið í tvö ár. En aðstæður hér eru góðar svo ég ákvað að láta slag standa. -DS. Barnaog unglingaskrifboroin Ódýr, hentug og falleg. Sendum hvert á land sem er. STIL-HUSGOGN AUÐBREKKU 63 KÓPAVOGI SÍMI 44600 1 : 1' l Hann flýgur yfir bílana sex á vélsleðanum, nærri þvi eins og ekkert sé. * - Búmms og niður með rassinn. Skellurinn var svo mikill að Scott hófst á loft aftur og lenti með enn meiri skelli. DB-myndir Hörður. Láttu sjá þig! ★★★★★★★★★★★★★★★★★ Hef ur þú séð JOHN ANTHONY ★★★★★★ ★★★★★★ r 4] Efekki; LÁTTU ÞAÐ EFTIR ÞÉR AÐ SKREPPA í ÓÐAL í KVÖLD. Hann er; SYNGJANDI SÆLL OG GLAÐUR

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.