Dagblaðið - 16.01.1980, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 16.01.1980, Blaðsíða 2
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1980. 2 f Getraunir eða hvað: Ma Híy Abf lrf Vírf og Umsk Oddný Guðmundsdóltir, Bakkafirði skrifar: Þó að bölv og ragn sé aulalegur kækur í ritmáli er til margur faraldur enn hugvitssnauðari. Til dæmis má nefna þá áráttu að gera skammstafanir að sjálfstæðum orðum. Orðum eins og tam, mas, þám, amk, ofl og osf var í fyrstu látinn fylgja punktur. Nú er farið að sleppa honum. Ég hnaut um þessar setningar: ,,Mas við islendingar leggjum okkar skerf af mörkum”. „Ég var amk ekki hræddur.” „Hann átti tam ekki úr.” Næsta skólakynslóð fær erfiðan kafla að glíma við í málfræðinni sinni: skammsföfunarnýyrði og myndun þeirra. Islenzk kona, sem flutti til Sví- þjóðar, segir að skammstöfunarmálið þar hafi orðið sér erfitt viðfangs. Þar kalla þeir sjónvarpið sitt Teve. Þetta undarlega orð er tilbúið úr skammstöfuninni T.V. En sú skammstöfun var höfð í staðinn fyrir television. Samkvæmt þvi ættum við að kalia okkar sjónvarp Essvaff. Þannig er Emmess-ísinn til kominn. Háskóli íslands hefur á prenti verið kallaður H.í. Nú er þetta orðið HÍ og á sjálfsagt eftir að verða bara Hí. Þá getum við átt von á lesmáli sem yrði einhvern veginn svona: Að fundinum stóðu ma Hí, Ab, ír, Vír og Umsk og samþykktu mas að styðja málið-----. Við verðum að hindra útbreiðslu þessa tætingsmáls áður en það verður til meiri óþæginda. Ég var að lesa bókmenntagrein i einu dagblaðanna. Þar er allt í einu farið að tala um mann að nafni Gedan. Mér datt auðvitað prentvilla í hug. Þetta nafn gat hafa villzt úr erlendu fréttunum. En Iitlu seinna kemur þessi Gedan aftur við sögu i greininni. Og nú var ekki um að villast, þetta snotra nafn, Gedan, er orðið til úr G.Dan. Samkvæmt þessari snjöllu hag- ræðingu geta bókasalar nú auglýst bækur eftir: Gedan, Hákáell, Essaemm, Ábé, Ólháess, Igeþorn, Þorne og Pége. Menn kannast vonandi við skammstafanir eins og SÍ., F.Í.D.E., S.U.F. I.N., L.S.F.K. og U.M.F.I.K. En hamingjan hjálpi okkur ef á að fara að búa lil orð úr nöfnum bókstafanna. S.Í.S. yrði þá að heita Essiess. (Það er ekki verið að spara pappírinn þegar tjaslað er saman, af mikilli elju, orðum eins og samlögunaraðhæfingarnámsferli). Margir íslenzkir blekiðjumenn eru sífellt á snöpum eftir fáranlegum kækjum sem tíðkast erlendis og eiga enn verra við hér en þar. Fyrr má nú vera lítillæti. Raddir lesenda Ríkið: F F STYÐUR SINFONIUNA EN EKKIPOPPIÐ Kúnta Kinte, aðalsöguhetjan f fyrstu þáttum Róta. VILLSJÁ FRAM- HALDIÐ AF RÓTUM Pálmar Magnússon í Vestmannaeyj- um hringdi: í Morgunblaðinu á fimmtudaginn kemur fram að ríkisstjórnin kýs ekki að styðja popptónlistarmenn til farar til Frakklands á sama tíma og Vil- mundur Gylfason mælir fyrir því að Sinfóníuhljómsveitin verði sjálfstæð stofnun sem ríkið reki að helmingi. Mér finnst anzi hart að þegar á annað borð er verið að verja peningum til tónlistar, sem aftur er svo umdeilan- legt, sé vinzað úr á þennan hátt. Og það á meðan rækilega hefur verið sýnt fram á að aðeins örlítill hluti þjóðarinnar hlustar á það sem svo fagurlega er kallað æðri tónlist. Tekjur ríkisins af popptónlist eru einnig miklu meiri en af sígildri tón- list, ef þær eru nokkrar. Ikisstjórnin vill eK tyðja popptonlistina unm - ^ntamálaráðhej .ISSTJÓRNIN vísaði frá > , ., , ini Hljómplötuútgáfunnar um . ^ iyrirgreiðslu •b til handa 16 islen/*^ í*^Sfeldúr ^ % a.í -A ri. <_ _ imlistarmönnum %% - rra á hljóml^^^V^ £ * lá næ? til ei utaij Jón ætl^ ann sag Anægð með klassíkina H.K. hringdi: Það er alltaf verið að kvarta undan útvarps- og sjónvarpsdagskránni. Ég er ekki sammála þeim er það gera. Það er mikið um mjög gott efni bæði í sjónvarpi og útvarpi. Til dæmis var ég mjög ánægð að fá að heyra Vínar- konsertinn í sjónvarpinu. Yfirleitt finnst mér breytingin varðandi klassíska tónlist til góðs í úfvarpinu, einsog til dæmis þættirnir á laugardögum. Ég varð mjög hissa á neikvæðum skrifum ungrar dömu sem fjallaði um útvarpsdagskrána sl. fimmtudags- kvöld í Dagblaðinu. Það þóttu mér barnaleg skrif.. Auvirðileg auglýsingabrella F.mil hringdi: I Morgunblaðinu síðastliðinn sunnudag segir í auglýsingu frá Veit- ingahúsinu í Glæsibæ að í kvöld syngi Haukur Morthens lög af nýju Laufey Guöjónsdóttir, starfsmaöur Leigjendasamtakanna hringdi: Mig langar að benda manni sem skrifar bréf í DB þann 5. janúar og kallar sig Leigjanda hjá öryrkja- plötunni . Mér vitanlega hefur Haukur ekki sungið inn á neina plötu síðan ,,Nú er Gyða á gulum kjól” kom út fyrir jólin 1978. Ef rösklega eins árs gömul hljóm- bandalaginu og kvartar yfir ýmsum atriðum sem að eru hjá leigusala hans á að snúa sér til Leigjendasamtak- anna. Til þess eru þau. plata telst ný þá hef ég alltaf misskilið merkingu þess orðs. Mér segir svo hugur að frekar sé hér um auvirðilega auglýsingabrellu að ræða og slíkt verðuraðstöðvasem fyrst. „Snúðu þér til Leigjendasamtakanna” Sjónvarpsáhorfandi hringdi: Nú þegar hinn ágæti sjónvarps- þáttur Andstreymi er á enda vil ég beina þeim tilmælum minum til for- ráðamanna sjónvarpsins að þeir leitist við að fákeyptansíðari hlutann af framhaldsmyndinni Rætur. Eins og alþjóð er í fersku minni var fyrri hluti myndarinnar sýndur við geysi- legar vinsældir hér á síðasta ári. Eftir því sem ég hef lesið í erlendum blöð- um gefur síðari hlutinn þeim fyrri ekkert eftir. Forsetinn myndi utanþingsstjóm Kjósandi hringdi: Ég held að ég sé ekki einn um það að vera búinn að fá mig fullsaddan af seinaganginum í stjórnmálaforingj- um okkar í sambandi við stjórnar- myndunarviðræðurnar. í stað þess að taka þátt i þessari hringavitleysu með stjórnmálafor- ingjunumætti forseti íslands að setja hnefann i borðið og segja: ,,Nú er nóg komið af svo góðu. Eg ætla að mynda utanþingsstjórn.” Þjóðin getur ekki verið stjórnlaus mánuðum saman meðan vandamálin hrannast upp. Við þurfum stjórn strax og hana er ekki að fá úr hópi stjórnmálamanna og því verður að leita annað. Forsetinn hefur vald til að gera þetta og ég er ekki i minnsta vafa um að þetta er það eina rétta.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.