Dagblaðið - 16.01.1980, Blaðsíða 23

Dagblaðið - 16.01.1980, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 16. JANÚAR 1980. Útvarp 23 Sjónvarp i) SIÓMANNALÍF - sjónvarp kl. 21,00: AUDMANNSSONUR FÆR RÁÐNINGU UM BORD í FISKIBÁTI — í bandarískri bíómynd frá árínu 1937 „Myndin hefst heima hjá aðalleik- ara myndarinnar sem er drengur, spilltur af eftirlæti föður sins. Drengurinn er í páskafríi. Hann hefur áhuga á að komast í skólareglu skólans en aðalmaður reglunnar er á móti honum,” sagði Dóra Hafsteins- dóttir þýðandi myndarinnar Sjó- mannalíf (Captains Courageous). „Hann býður þessum dreng he|m til sín og reynir að nota pe'ninga pabba og nafn til að komast í regl- una, en faðir hans er auðugur ekkill. Skólareglustrákurinn er ekki sáttur við það og klagar þann auðuga fyrir skólastjóranum. Drengnum er visað úr skóla. Faðir hans, sem aldrei hefur mátt vera að því að sinna honum, ákveður að taka hann með sér til Evrópu og ala hann ppp. Á leiðinni fellur drengurinn út- byrðis ^f .farþegaskipinu og er bjarjpð a'fi.’ábpfn fiskiskips. Skip- stjórinn néitar að sigla með hann til hafnar fyrr en veiðum lýkur. Það eru að mörgu leyti viðbrigði fyrir strák- inn að vera um borð í fiskiskipinu þar sem hann getur ekki hagað sér eins og hann vill. En hann smálærir af vist- inni um borð,” sagði Dóra ennfrem- ur. Myndin er bandarisk frá árinu 1937, byggð á sögu eftir Rudyard Kipling. Sagan hefur komið út i íslenzkri þýðingu Þorsteins Gísla- sonar og var lesin i útvarp fyrir 29 árum. Góðir og gamlir leikarar eru í myndinni, s.s. Freddie Bartholomew, Spencer Tracy, Lionel Barrymore og Melvyn Douglas. Freddie Bartholomew leikur son auðmannsins í myndinni. Þá var hann áðeins þrettán ára. Tiu ára byrjaði Freddie að leika og gat sér góðan orðstír fyrir hlutverk Davids Copperfield. Hann var þá einn af frægustu barnastjörnum. AIIs lék hann í sex myndum þar sem hann fór með barnahlutverk. Eftir 1951 sneri hann frá hvíta tjaldinu, þá 27 ára gamall. Útvarp Miðvikudagur 16. janúar 12.00 Dagskrá. Tónleikpr. Tilkynningar. 12.00 Fréttir. l2.45 Véðurfregnir.Tilkynningar. Tónleikasyrpa. Tónlist úr ýmsum áttum, þ.á m. léttklassisk. 14.30 Miödegissagan: „Gatan” eftir Ivar Lo- Johansson. Gunnar Benediktsson þýddi. HalldórGunnarsson les (17). 15.00 Popp. Dóra Jónsdóttir kynnir. 15.50 Tilkynningar. 16.00 Fréttir. Tónleikar. I6.I5 Veðurfregnir. 16.20 Litli barnatíminn. Oddfriður Steindórs dóttir stjórnar. 16.40 Útvarpssaga bamanna: „Hreinninn fótfrái” eftir Per Westerlund í þýðingu Stefáns Jónssonar. Margrét Guömundsdóttir byrjar lesturinn. 17.00 Siödegistónleikar. Rut Ingólfsdóttir og Gisli Magnússon leika Sónötu fyrir fiðlu og pianó eftir Fjölni Stefánss. / Norski blásara kvintettinn leikur Kvintett fyrir blásturshljóð færi eftir Jón Ásgeirsson / Christine Walevska og Óperuhljómsveitin i Monte Carlo leika • Konsert i a-moll fyrir selló og hljómsveit op. 129 eftir Robert Schumann; Eliahu Inbal stj. Filharmoniusveitin í Berlin leikur „Sjöslæðudansinn" úr óperunni „Salome” eftir Richard Strauss; Karl Böhm stjórnar. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Samleikur í útvarpssal: Manuela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir leika á flautu og sembal: A: Sónata i d-moll eftir Johann Mattheson. b. Cantus I eftir Egil Hovland. c. „Stúlkan og vindurinn" eftir Pál P. Pálsson. d. Sónata i e-moll eftir Johann Mattheson. 20.05 Úr skólalífinu. Kristján E. Guðmundsson tekur fyrir tungumálanám i heimspekideild há skólans. 20.50 Nýjar stefnur I franskri sagnfræöi. Einar Már Jónsson flytur fyrsta erindi sitt. 21.20 Atriði úr óperum eftir Verdi, Gershwin, Bi/.et, Puccini og Flotow. Leontyne Price, Robert Merrill, Montserrat Caballé, Shirley Verrett og Jon .Vickers syngja með kór og hljómsveit; Erich Leinsdorf stj. 21.45 Útvarpssagan: „Þjófur í Paradís” eftir Indriöa G. Þorsteinsson. Höfundur les sögulok. (6). 22.15 Veðurfregnir. Fréttir. Dagskrá morgundagsins. 22.35 Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 1980. Steinunn Sigurðardóttir talar við islenzku dómnefndarmer.nina Hjört Pálsson og Njörð P. Njarðvík um bækurnar, sem fram voru lagðar í ár. 23.00 Djassþáttur i umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23 45 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 17. janúar 7.00 Veðurfregnir. Fréttir. 7.10 Leikfimi. 7.20 Bæn. 7.25 Morgunpósturinn. (8.00 Fréttir). 8.15 Veðurfregnir. Forustugr. dagbl. (útdr.). Dagskrá. Tónleikar. 9.00 Fréttir. 9.05 Morgunstund barnanna: Málfríður Gunn- arsdóttir heldur áfram lestri sögunnar „Vorið kemur” eftir Jóhönnu Guðmundsdóttur. Sjónvarp D Miðvikudagur 16. janúar 18.00 Barbapapa. Endursýndur þáttur úr Stundinni okkar frá siðastliðnum sunnudegi. 18.05 Hófuðpaurinn. Teiknimynd. Þýðandi, Jóhanna Jóhannsdóttir. 18.30 Indíánar Norður-Ameríku. Siðasti hluti franskra mynda. Þýðandi Friðrik Páll Jóns sori. Þulur Katrín Árnadóttir. I8.55 Hlé. 20.00 Frétir og veður. 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Nýjasta tækni og vlsindi. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.00 Sjómannalíf s/h. (Captains Courageous). Bandarisk bíómynd frá árinu 1937, byggð á sögu eftir Rudyard Kipling. Aðalhlutverk Freddie Bartholomew, Spencer Tracy, Lionel Barrymore og Melvyn Douglas. Harvcy er ungur maður af auðugu foreldri. og honum hefur verið spillt með eftirlæti. Hann fellur út- byrðis af farþegaskipi, en er bjargað af áhöfn fiskiskips. Skipstjórinn neitar að sigla með hann til hafnar fyrr en veiðum lýkur. Sagan hefur komið út i islenskri þýðingu Þorsteins Gíslasonar og var lesin í útvarp fyrir 29 árum. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. 22.50 Dagskrárlok. NÝJASTA TÆKNI 0G VÍSINDI — sjónvatp kl. 20,30: Vemdun skóga og sjaldgæfra dýra ,,l þættinum verða sýndar tvær myndir, báðar um náttúruvernd,” sagði Örnólfur Thorlacius umsjónar- maður þáttarins Nýjasta tækni og vísindi í kvöld. ,,Í fyrri myndinni er fjallað um skógrækt, hvernig skógar í hitabeltis- löndunum, sem virðast ótæmandi, eru að eyðast og hvernig má koma í veg fyrir að þeir eyðist alveg,” sagði Örnólfur. „Fólk heggur trén til að ná sér í viðinn og eins til að fá pláss fyrir hús sín. Það er amerísk rannsóknastofa i Karibahafinu nánar tiltekið í Puerto Rico sem hefur staðið að þessum athugunum. Það er mjög fullkomin aðstaða í þessari stöð, feikilegt bóka- safn er þarna og menn með sérfræði- þekkingu á þessum málum. I þessari rannsóknastöð hafa verið ræktaðar plöntur og alls kyns gróður og hafa þessar rannsóknir borið mjög góðan árangur,” sagði Örnólfur enn- fremur. ,,Í seinni myndinni er fjallað um verndun á sjaldgæfum dýra- tegúndum. í myndinni eru sýndar margar tegundir dýra sem ekki eru lengur til nema i dýragörðum. Þar kemur mikið fram af skemmtilegum og sjaldgæfum dýrategundum.” -ELAV Örnólfur Thorlaeius umsjónarmaður þáttarins Nýjasta tækni og visindi í kvöld. I)B-mynd Bj. Bj. ÚTVARPSSAGA BARNANNA útvarp kl. 16,40: Viðureign Kapps við hreindýrið Tjapp hreininum hans Tjapp,” sagði Margrét Guðmundsdóttir í samtali við DB. Margrét byrjar í dag lestur á sögunni Fótfrái hreinninn eftir Per Westerlund í þýðingu Stefáns Jónssonar. í „Hreinninn Tjapp er fljótari að’ hlaupa en nokkur annar hreinn, auk þess sem hann er fallegri,” sagði Margrét ennfremur. „Sagan lýsir síðan baráttu Kapps við að halda hreininum.” Höfundurinn Per Westerlund fæddist í Stokkhólmi árið 1898. Hann starfaði ýmislegt og þar á meðal mikið fyrir kirkjuna. Per fór til Indlands sem trúboði og sækir hann efni í sögur sínar mikið þangað. Per lézt árið 1962. Lestur sögunnar hefst í dag kl. 16.40 á tíma útvarpssögu barnanna. -ELA. Verkamannafélagið Dagsbrún TiHögur uppstillingarnefndar og trún- aðarráðs um stjórn og aðra trúnaðarmenn félagsins fyrir árið 1980 liggja frammi í skrif- stofu félagsins frá og með fimmtudeginum 17. janúar. Öðrum tillögum ber að skila í skrifstofu félagsins fyrir kl. 17 föstudaginn 18. janúar 1980. Kjörstjórn Dagsbrúnar „Sagan gerist í Norður-Svíþjóð. Hún segir frá Sama-drengnum Kapp og Margrét Guðmundsdóttir byrjar lestur sögunnar Fótfrái hreinninn kl. 16.40 í dag.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.