Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 4
4 DAGBLADID. LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980. DB á ne ytendamarkaði Hrogn og lifur í laugardagsmatinn í matinn í dag skulum við hafa ný- meti, fisk, hrogn og lifur. Og fyrir þá sem það vilja kútmaga með. Gamalreyndar húsmæður sem út- farnar eru i fisksuðu hafa margvís- lega siði þegar sjóða á hrogn og lifur, sumar setja t.d. hrognin fyrst í pott- inn en aðrar lifrina. En hvort tveggja þarf álíka suðu svo í rauninni ætti allt að geta farið i pottinn í einu. Ef þið sjóðið fisk með hrognunum skulið þið þó setja hann aðeins á undan í pottinn sé hann heill, en flök þurfa ekki nema svipaða suðu og hrognin, 1—2 stundarfjórðunga. Gott er að leggja lifrina í kalt vatn 15—20 mínútur fyrir suðu. Flestir setja hrognin og lifrina beint í pottinn en í bókinni Við mat- reiðum er mælt með að vefja hvort tveggja í álþynnu. Á þetta sérstaklega við ef hrognabelgurinn er sprunginn en ætti að vera óþarfi annars. Kút- maginn, ef hann er notaður, sem er ekki nema sums staðar á landinu, er látinn liggja í vatni og skafinn vel með borðhníf fyrir suðu. Hann er ýmist fylltur með lifrinni eða þá ýmiss konar mjöli. Þeim sem vanizt hafa kútmaga þykir hann ákaflega góður og vilja alls ekki hrogn án hans. Með þessum Ijúffenga mat eru ein- göngu bornar soðnar kartöflur. Lifrin nægir sem viðbit með fiskinum en gætið þess að ung börn þola ekki að borða mikið af lifur og mega ekki fá lýsi þann dag sem þau borða lifur. Hráefniskostnaðurinn við þessa máltíð er misjafn eftir því hvað borðað er af því sem nefnt er. Lifur og hrogn kosta 1200 krónur kílóið, ný ýsa kostar 550 krónur kílóið og kútmagar eru á 700— 800 krónur kílóið. - DS Síðasti desemberseðillinn: Horfumst í augu við jólin Þá birtum við síðasta seðilinn í þessari lotu. Við erum þegar búin að fá mikið af seðlum og verður að segj- ast eins og er að upphæðirnar á þeim mörgum eru stjarnfræðilega háar. En aftur eru sumir sem greinilega hafa verið forsjálir og byrjað að verzla til jólanna í nóvember eða jafnvel fyrr og því er desember ekki svo skugga- legur. Liðurinn „annað” er mjög hár hjá flestum, jólagjafir vel á annað hundrað þúsund og margar afborg- anir virðast hafa borið upp á desem- ber. Flestir stynja þungan undan þessum síðasta mánuði ársins eins og sést í þeim bréfum sem okkur hafa borizt með seðlunum og við höfum verið að birta undanfarið og höldum áfram að gera eftir helgina. En hjá þvi, að horfast í augu við desember, verður víst ekki komizt og illu er bezt aflokið segir máltækið. - DS Upplýsingaseöill til samanburðar á heimiliskostnaði Nafn áskrifanda Fisksalinn í Slftpholti hreykinn roeð hrogn, lifur og kútmaga í matinn. DB-mynd Bj.Bj. „ALLT VEL MERKT í R0SENTHAL” Á Neytendasíðunni á miðvikudag birtist mynd af búðarglugga með vör- um sem með öllu voru óverðmerktar. Glöggt auga gat séð að myndin var tekin af glugga verzlunarinnar Rosenthal á Laugaveginum. Eigandi verzlunarinnar, Arndís Björnsdóttir, hringdi og sagði að myndin, sem er nokkuð gömul, gæfi alranga mynd af búðinni þvi núna væri hver einasti hlutur sem út í glugga væri vandlega verðmerktur og hefði meira að segja sjónvarpið veitt þessu sérstaka viður- kenningu í þætti sínum um neytenda- mál. Þetta var sannarlega ánægjulegt að heyra og vonum við að kaupmenn taki Arridísi sér til fyrirmyndar og merki vel hjá sér, ef þeir eru ekki þegar farnirtil þess. - DS ELDHÚSKRÓKURINN Alifuglar II 23 HÆNSNI, ENDUR 0G KALKÚNAR Heimili Sími Hvaó kostar heimilishaldiö? Vinsamlcga sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttakandi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Þar að auki eigið þér von í að fá fria mánaðarúttekt fyrir fjölskyldu yðar. Kostnaður i desembermánuði 1979. Matur og hreinlætisvörur kr. Annaö kr. Alls kr m i ik iv Fjöldi heimilisfólks Kjúklingar eru taldir beztir 2ja til 3ja mánaða og eiga að vigta 700 til 800 grömm. Unghænsni eru talin bezt 6 til 8 mánaða gömul. Chapon og Poularde eru geldhænsni og sérstak- lega fituð fyrir slátrun 7 til 8 mánaða. Þá eiga þau að vega 2,5 til 3,5 kíló. Hænsni til matreiðslu mega ekki vera eldri en 2ja ára við slátrun. Ungir fuglar hafa gulleita beygjanlega fætur og beygjanlegt bringubein. Gömul hænsni hafa gula fitu og óbeygjanlegt bringubein og odd- hvasst nef. Súpa af gömlum fuglum er bragðmeiri en af ungum. Kalkúnar eru taldir beztir 7 til 8 mánaða gamlir. Þeir ættu ekki að vera eidri en I árs við slátrun. Kalkúnakjöt er likt hænsnakjöti. Á ungum kalkúnum er bringubeinið beygjanlegt. Endur og gæsir. Anda- og gæsakjöt er dökkleitt. Þeim er slátrað 4ra til 8 mánaða; þó má matreiða þær yngri ef þær hafa verið sérstaklega aldar. Ungar endur og gæsir hafa Ijósgula fætur og gult nef. Auðvelt er að lið- brjóta þær. Kalkúnar eru vinsell matur viða erlendis, þó þeir séu ekki nema rétt að byrja að vinna sér markað hér á landi. Myndin er tekin i Bandarikjunum þar sem fór fram keppni um þyngsta kaikúninn 1976. Þessi vann. Næst víkur sögunni að friðun villi- bráðar. 7

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.