Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980. ' ' 111,1 " 15 \ 0RÐAB0K HANDA BORNUM Skylduverkefni Ríkisútgáfu námsbóka? Oröaskyggnir íslensk orðabók handa börnum Teikningar: Vilhjálmur Vilhjálmsson auglýsingateiknari Ritstjóri: Ámi Böðvarsson Útg.: Bjallan Ég er i heimsókn i 4. bekk í skóla einum. Hvert barn hefur góða geymslu í púlti sínu. Þar eru skóla- bækurnar geymdar, þar eð börnunum er ekki ætlað að burðast með þær heim daglega. Athygli mína vekja einkum tvær bækur, mynd- skreytt orðabók í tveim bindum. Hver nemandi fær eintök til eigin afnota og skal það ekki fjarlægt úr púltinu utan skólatíma. Börnum í heyrnleysingjaskólum er á sama hátt séð fyrir orðabókum,1 sem uppfylla sérþarfir þeirra. Blind börn fá sínar orðabækur á blindra- letri. Af hverju þetta orðabóka- fargan fyrir börn? Að læra á orðabækur Orðabókatækni er þáttur i móðurmálskennslunni. Börnunum er kennt að fletta upp i orðabók, þar til leikni næst í að staðsetja orðin. Þeim er kennt að leita að orðum í framhaldi af skýringum af uppslátt- arorði. Orðabókin verður lifandi tæki til móðurmálskennslu. Nauðsynlegt þykir að bækur þessar séu einkar vel og traustlega innbundnar enda eru þeim ætlaðir lífdagar og mikil dagleg notkun þau ár sem nemandinn er í grunnskóla. Nú hefur bókaútgáfan Bjallan ráðist í að gefa út íslenska orðabók sniðna að þörfum barna og unglinga. Hugmyndinað bók þessari kviknaði fyrir allmörgum árum á kennarastofu Heyrnleysingjaskólans. Var hug- myndinni komið á framfæri við stjórn foreldra- og styrktarfélags heyrnleysingja, og nú er hugmyndin orðin að veruleika, bókin orðin til, tiltæk hverjum sem hafa vill. Það viðhorf varð ofan á að rétt væri að bókin væri sniðin að þörfum allra íslenskra grunnskólanema þó að aðstandendur heyrnleysingja væru hvatamenn útgáfunnar. Vantar lit Hallgrímur Sæmundsson kennari vann af ódrepandi seiglu að undir- búningi bókarinnar og er tímar liðu var Árni Böðvarsson ráðinn ritstjóri verksins. Vilhjálmur Vilhjálmsson auglýsingteiknari var fenginn til að teikna myndir til skýringar. i bókinni eru um 2 þúsund uppsláttarorð. Orðin eru skýrð með orðskýringum og mynd. Nafnorð eru sýnd í nf. og ef. et. og nf. ft. Dæmi: brekka. Siggi ekur niður brekkuna, brekkan er brött. brek ka-brek ku-brekku r Hvorugkynsmynd lýsingarorða og stigbeyging eru sýndar. Kennimyndir sagna eru sýndar. Hér gætir nokkurs ósamræmis frá orði til orðs. Manni gæti jafnvel dottið i hug, að happa og glappa aðferð hafi ráðið, hvað var sýnt í hverju tilviki. Þykir mér þetta galli á frágangi bókarinnar. Myndir hefðu þurft að vera í litum. Margt verður augljóst, þegar maður sér það í réttum lit og annað er ómögulegt að kenna nema í lit. Bék menntsr Bryndís Víglundsddttir flöt. (■rasflötin cr slctt. (•rasflatir cru góíSar aó lcika scr á. flöt, flatar. flatir fóður. Innan á kápunni hcnnar Stinu cr fóður Kóðrið cr hlátt. fóður, fóðurs fóður, Siggi fóðrar kvrnar mcð hcyi. Hann gcfur þcim fóður. Kýrnar cta ft'tðrið. fóður, fóðurs folald, Afkvicmi hcstsins kallast folald. Kolaldið cr rautt. Kolöld cru fallcg. folald, folalds, folöld fólk. Það er margl fólk á gólunm Þuó eru hæöi konur og karlar. fólk. fólks Úr hókinni. Þannig er t.d. með orð eins og gulur, rauður, fjólublár eða grænn. Ólíkt væri að skýra orðin fjóla, fífill, brenna — svo að tekin séu dæmi, eí myndirnar væru í lit. Ég veit, að þeir, sem stóðu að útgáfu bókarinnar vissu þetta og skildu. Gífurlegur kostnaður við litprentun mun hafa valdið því, að myndirnar eru svarthvítar. Bókin er bundin, en með mjúkum spjöldum. Hún hefði þurft að vera með hörðum spjöldum, vandlega bundin. Ég er hrædd um, að kjölurinn geft sig fljótlega og bókin detti í blöð, þegar farið verður að fletta henni að ráði. Mig grunar að „Ekki veitir Reykvíkingum af" Tónleikar Tónlistarfólagsins, í Austurbœjarbiói 12. janúar. Flytjendur: György Pauk fiðiuleikari og Gwenneth Pryor píanóleikari. Efnisskrá: J.S. Bach, Sónata fyrir fiðlu og pianó ( E~dúr, BWV 1016, Robert Schumann, Sónata fyrir fiðlu og ptanó, Mit leidenschaft- lichem Ausdruck; Fritz Kreisler, Liebosfreud, Schöne Rosmarin og Liebesleid; Rimsky Kor- sakov — Zimbalist, Konsert fantasta — Coq d'Or. Það er skemmtileg hefð, sem myndast hefur gegnum árin, að þekktir gestir Sinfóníuhljómsveitar- innar leiki einnig kammertónleika á vegum Tónlistarfélagsins, eða var það öfugt, að gestir Tónlistarfélags- ins léku hjá Sinfóníunni? Upphaflega skipti það engu máli, Sinfónían er skilgetið afkvæmi postulanna í Tónlistarfélaginu óg raunar þeirra óskabarn. Niðurstaðan verður sú sama jákvæða, fleiri góðir tónleikar í borginni. Vegna sögu- legrar virðingar kysi ég þó fremur að telja listamennina gesti Tónlistar- félagsins. Leikur György Pauk á sinfóniu- tónleikunum á fimmtudagskvöldið gerði þessa tónleika að sérstöku tilhlökkunarefni. Því vakti það furðu mína að tónlistarunnendur skyldu ekki fylla Austurbæjarbió, þótt litlu munaði. Rómantík í bland Bach sónata fyrst á skránni, rökrétt, þótt ekki væri vegna annars en tímaraðar verkanna. Mér fannst svolítið hjárænulegt í byrjun að hlusta á Bach tekinn svo rómantiskum tökum. Þegar fram í sótti kunni ég svo bara prýðilega við þenna rómantíska Bach. Meistari Bach missir einskis þótt eilítil rómantík slæðist með í túlkun verka hans. Næst kom svo sónata Beethovens. Hana samdi hann, að talið er, í litlu húsi, steinsnar frá tóbaksbúðarholunni, sem hann keypti neftóbakið sitt ætíð í. Tóbaksbúðinstendurenn, þótt borg- aryfirvöld í Vinarborg hafi neitað pent fyrir tiu árum að setja hana undir minjavernd. — Nú var György Pauk í essinu sínu. Hann seiddi sónötuna fram úr fiðlunni líkt og snjall töframaður í sýningaratriði sinu. Og ekki var Schumann síðri. Að skemmta líka —,,Og svo eru slagarar á prógramminu,” rumdi í einum tónlistarunnanda þegar inn var gengið úr hléi, og var þar átt við smálög Kreislers. (Þessi tónlistar- unnandatípa gengur undir nafninu ressentiment — eða nöldurs-hlust- andi í tónfélagsfræðabókum). En slagarar eru oft hreinustu perlur og eitthvað verða þeir að hafa til að bera til að slá í gegn. Þessar litlu perlur Kreisiers, svo og konsertfantasían Gullni haninn voru hrein og klár virtúósasýning. Ekki sýning til að of- metnast, heldur til að skemmta áheyrendum með fágæta vönduðum snillingsbrögðum. Og svo fengu þakklátir áheyrendur að sjálfsögðu sín aukalög. György Pauk hafði með sér á- gætan píanóleikara, Gweenneth Pryor. Hún lék sinn hluta af ná- kvæmni og fylgdi vel eftir brögðum meistarans. Hún var kannski einum aábcdðeéf foreldrar, Stina á pahba og mömmu. Þau cru íoreldrar hcnnar. foreldrar. foreldra forseti, Korselinn okkar á hcima á Bcssaslööum. Korselar cru jijótMiöfðingjar. forseli, -sela, -selar forvitinn, I oa cr for>ilin. IIún sp\r mikiö 11ún viII viia alla hluti. fonilinn. -vilnari. -vilnaslur V- V foss, Kossinn cr i ánni. ÞaíS cru margir fossar a íslandi. (fullfoss cr frægasiúr þcirra. fótleg{>ur, I ólurinn milli hncs óg ökkla kallast fóliej>j>ur. fólleKRur, -leKgjar, -lej>gir kostnaðarsjónarmiðið hafi enn orðið að ráða. Að byggja ofan á grunn Og þá er komið að þvi, að ég spyr: Er útgáfa orðabókar fyrir grunn- skólanemendur ekki skylduverkefni fyrir Rikisútgáfu námsbóka? Gerð orðabókar er dýr og óhugsandi að bókin geti borgað sig, ef fullvel er að öllu hugað. En ég álít, að hver nemandi i islenska grunnskólanum eigi að fá úthlutað orðabók, rétt eins og hann fær lestrarbækur, reikningshefti, landa- fræði o.s.frv. Mikið er talað um orðfæð íslenskra ungmenna. Sumir álíta jafnvel, að fjöldi islenskra barna sé í málsvelti. Börn læra greinileg ekki málið af sjálfum sér. „Því læra börnin málið, að það er fyrir þeim haft.” Mér dettur ekki í hug, að nokkur orðabók komi í stað foreldra, kennara, góðs sögumanns, frænda, frænku eða vinar, sem raular við vöggu barnsins, tekur það síðar á hné sér, syngur vísur og þulur, segir sögur og spjallar við barnið. Ekkert kemur í stað mannlegra tengsla, þegar um mál — málinnlögn — málskynjun — málskilning er að ræða. En bók af þessu tagi bætir við, byggir ofan á grunn, sem þegar hefur verið lagður. Hún er tæki, sem barnið og unglingurinn geta notað til að bæta málskilning og auka orða- forðann. Ef okkur er alvara, þegar við erum að tala um orðfæð og fá- tæklegt málfar barna og unglinga ættum við að stuðla að því, að þessi bók sé þeim tiltæk og þau noti hana. Takk fyrir frumkvæðið Um leið vil ég segja, að ég vona, að þessi útgáfa scaðeins fyrsta útgáfa ís- lenskrar orðabókar fyrir börn og unglinga. Nú verði strax farið að vinna að endurbættri útgáfu. Bætt verði við orðúm, uppsláttar, enn betur verði vandað til orðaskýringa en i fyrstu útgáfu, myndir verði í lil, greinilega verði merkt á spássiu, hvar kaflaskipti eru í bókinni og vandað verði til bandsins. Og ég endurtek: Er það ekki skylda Ríkisútgáfu námsbóka að vinna þetta verk? Hafi þeir mikla þökk, sem áttu frumkv cðið að útgáfr þessarar bókai.Hafi forráðamenn Bjöllunnar þökk fyrir kjarkinn og dugnaðirin. Hafi foreldrar þökk, sem sjá um að skólaskyld afkvæmi þeirra eignist. bókina, þar til íslensk orðabók verður selt á lista yfir bækur til út- hlutunar i grunnskóla. / "\ of hlutlaus í leik sínum og hefði að skaðlausu mátt láta meira á sér bera. György Pauk er í hópi þeirra snillinga, sem enn eru svo heillandi gamaldags að hugsa ekki einungsis um snilld sína, heldur einnig að skemmta áheyrendum. Hver veit nema hann hafi einhverntíma heyrt þau fieygu orð Eldeyjar-Hjalta, þegar hann borgaði lúðrasveitinni í annað sinn, fyrirfram, fyrir að leika við útförina sína: „Ekki veitir Reyk- víkingum af að skemmta sér einu sinni almennilega.”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.