Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 19.01.1980, Blaðsíða 13
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 19. JANÚAR 1980. 13 Ölafur marg- faldarallt „Það er ekki að spyrja að Ólafi Ragnari. Allt sem hann kemur ná- lægt margfaldast. Þegar aðrir flokk- ar skila efnahagsstillögum upp á nokkrar línur skrifar hann heila bðk fyrir hönd bandalagsins. Og honum dugar ekki minna en tviburar þegar barneignir eru annars vegar,” varð þingmanni að orði er hann fletti i gegnum 30 síðna efnahagstillögur Alþýðubandalagsins í stjórnarmynd- unarviðræðunum. Ólafi Ragnari var kenndur sá krógi snarlega. Bara þjóðina Einn gárunginn vék þessu blaðsmönnum i gær: „Nú er illa komið fyrir vini mínum, Albert. Guðlaugur hefur alla menntamenn- ina og Pétur alla embættismennina. Albert verður því aö láta sér nægja þjóðina!” Engan kassa í vasann Tollverðir láta einskis ófreistað til að hrista af sér spillingarorðróminn, sem fylgdi í kjölfar .flösku í vasann’ málsins. Fyrir jólin héldu þeir árs- hátíð og hefur dómsmálaráðuneytið ávallt gefið kassa af áfengi til hátíðarhaldanna. Tollverðir ákváðu hins vegar að þiggja hann ekki nú. Þá var bögglauppboð á staðnum og enn gættu tollverðir sín á að vera ekki með erlent góss, sem skæðar tungur kynnu að álíta upptækt, því i flestum bögglunum voru íslenzkar Vilkó- súpur. Beðið eftir presti Þessi gekk staflaust á göngum Al- þingis á fimmtudaginn: Skötuhjú ein, Samúel og Jónína, sem komin voru til himna, felldu hugi saman. Þau vildu þó ekki byrja að auka kyn sitt fyrr en þau hefðu verið gefin saman. Þau lögðu þvi leið sina til Sátta-Péturs og óskuðu eftir því að hann gifti þau. „Nei, það er ekki hægt,” svaraði Péturspaklega. Hjúin vildu fá skýringu. ,,Jú, það er sko þannig,” sagði lyklavörðurinn, ,,að ég er búinn að bíða öldum saman eftir þvi að hingað kæmi prestur. En það kemur bara enginn.” Kvikmyndun Óðals feðranna er lokið: KLIPPUM TVÆR TIL ÞRJÁR Ein bezta silfurverzlun Dana, Georg Jensen: Jakob Magnússon og hljómsvett hans á útíhljómleikum i Los Angeies i nóvember skfastiiðnum. Svo sem sjá má er veðurfar nokkuð ólíkt því sem við þekkjum hér á iandi i nóvember. Áheyrendur sitja lóttklæddir á jörðinni. Jakob er lengst til vinstri á myndinni. Flug-leiðir? MÍNUTUR Á HVERJUM DEGI — segirHrafnGunnlaugsson,leikstjóri myndarinnar, sem verður tilbúin tilsýningaímarz „Við verðum næstu sex vikurnar að klippa myndina. Ætli við náum ekki að vinna tvær til þrjár mínútur á dag,” sagði Hrafn Gunnlaugsson er Dagblaðið kom við hjá honum á fimmtudaginn. Kvikmyndun Óðals feðranna lauk um síðustu helgi og strax á mánudaginn hófst klippivinn- an. „Það má reikna með þvi að mynd- in verði tilbúin til frumsýningar í lok marz,” sagði Hrafn. ,,Ef okkur finnst markaðurinn vera ofhlaðinn islenzkum kvikmyndum þá, bíðum við með hana fram á haustið.” Kvikmyndun Óðals feðranna hefur staðið yfir siðan síðastliðið sumar, með hléum þó. Verkið er á undan áætlun frekar en hitt. „Við tókum um níutíu prósent myndarinnar uppi i Borgarfirði siðastliðið sumar,” sagði Hrafn. „Erfiðast við þetta allt saman var að setja sig í réttar stellingar aftur eftir hléið sem við tókum okkur í haust og taka upp þráðinn þar sem frá var horfið.” Hrafn Gunniaugsson ásamt mönnum sinum við kiippingu Óðals feðranna. Að þvi toknu hefst hljóðsetning, þá mixing og ktks verður gertprufueintak. DB-mynd: Hörður Viihjáimsson. Óðal feðranna verður um niutíu til hundrað mínútur að lengd. Alls var þó tekið upp efni sem spannar um þrjár klukkustundir. Það þarf þvi að klippa það verulega niður. Með aðalhlutverk í myndinni fara Hólmfríður Þórhallsdóttir og Jakob Þór Einarsson. Alls eru um fjörutíu leikarar í myndinni og ótölulegur fjöldi statista. Enginn leikaranna hefur fagið að atvinnu. „Fólk hefur verið okkur ótrúlega hjálplegt við gerð myndarinnar,” sagði Hrafn Gunnlaugsson. „Til dæmis fylltum við rútu með fólki, sem var í sumarfríinu sinu í Húsa- felli, og héldum því I rútunni i heilan dag. Það voru sumir orðnir anzi skrítnir á svipinn þegar myndatök- unni lauk þann daginn.” Um tíu manna starfslið vinnur að gerð Óðals feðranna, þegar leikarar eru frátaldir. Til myndatökunnar fékkst fimm milljón króna styrkur úr Kvikmyndasjóði, sem nægði fyrir hráfilmunni. Leikararnir féllust allir á að bíða með að fá laun sín greidd þar til myndin yrði sýnd og færi að gefa eitthvað af sér. Jakob Magnússon byrjar senn ú nýrri hljómplötu sinni Nýrri skýringu á nafninu Flugleiðir var gaukað til okkar: „Á hægan bata hætt’ að trúa, heldur lítil þáttaskil. Orðnir leiðir á að fljúga eins og nafnið bendir til.” Jakob Magnússon tónlistarmaður, sem starfar i Los Angeles, byrjar á næstu plötu sinni eftir nokkrar vikur, i marzbyrjun. Áður en af því getur orðið þarf hann og hljómsveit hans að leika á hljómleikum á nokkrum stöðum í Bandarikjunum, þar á meðal í Washingtonríki og Arizona. Jakob dvaldi hér á landi um jól og áramót ásamt konu sinni, Önnu Björns. Dagblaðið ræddi þá stuttlega við hann um dvöl hans ytra. Jakob lét vel af sjálfum sér, en sagði að hljómplötuiðnaðurinn i Bandaríkj- unum ætti í alvarlegum kröggum um þessar mundir. Til dæmis hefðu mörg stærstu útgáfufyrirtækin orðið að segja upp stórum hluta starfs- manna sinna, þar á meðal Warner Brothers, sem hann er á samningi hjá. Einnig eru hljómplötufyrirtækin mikið til hætt að styrkja hljómleika- ferðir listamanna sinna og hafa dregið verulega úr auglýsingakostn- aði. „Þessi samdráttur bitnaði talsvert á plötunni minni, Special Treatment, sem var alls ekki auglýst nærri því eins mikið og fyrst hafði verið ráð- gert,” sagði Jakob. Hann sagði um næstu plötu sina að hann myndi nota eins lítið af auka- hljóðfæraleikurum og hann gæti frekast komizt af með. ,,Ég ætla að leyfa hljómsveitinni minni að njóta sín þess betur,” sagði Jakob. „Fyrir bragðið verður platan nokkuð hrárri en Special Treatment, en hún þarf ekki að verða neitt verri fyrir það.” Að sögn Jakobs er nýja platan væntanleg á markað með haustinu. Útkomu hennar verður fylgt eftir með hljómleikaferðalagi. / Islendingar og Fœrey- ingor eru meðal kaup- enda dýrustu gripanna Silfurverkstæði og -verzlun Georgs Jensen á Strikinu í Kaupmannahöfn þykja með þeim beztu í Danmörku. Margir hlutir, sem þar eru seldir, þykja svo dýrir að Danir veigra sér við að kaupa þá. Þegar fyrirtækið efndi til sýningar í tilefni 75 ára afmælis síns ræddi Politiken við forráðamenn fyrir- tækisins. Þar kom meðal annars fram að þegar einn aðalsmiður Georg Jensen verkstæðisins, Henning Koppel að nafni, efndi til sýningar á verkum sinum kom Simon Spies ferðaskrifstofukóngur og keypti nokkra dýrustu hlutina. Annars kváðu forráðamennirnir það orðið næsta sjaldgæft að Danir fjárfestu í munum Koppels. Kaupendumir væru flestir erlendir. Til dæmis væru Færeyingar og íslendingar duglegir við að verzla. Sem dæmi var tekið að nýjasti dýri silfurmunurinn, sem Henning Koppel smíðaði, hefði verið seldur ís- lendingi. Kaupverð hans var 50.000 danskar krónur eða um 3,7 milljónir íslenzkra króna. Umboðsmaður Georgs Jensen á Islandi er Wilhelm Norðfjörð, um- boðs- og heildverzlun. Hjá því fyrir- tæki var mönnum ekki kunnugt hver kaupandi þessa dýra silfurgrips hefði verið. FÓLK Flcira , F0LK

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.