Dagblaðið - 07.02.1980, Síða 11

Dagblaðið - 07.02.1980, Síða 11
I DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1980. 1 spretta uppreisn fólksins. Svo hefur (ró ekki farið enn. Herinn hefur slöðugt aukið harðstjórn sína og stöðugt beitt harðneskjulegri aðgerð- um til að berja niður aðgerðir (reirra sem honum eru andsnúnir. Argentínumenn, eða þeir sem þar stjórna nú, lelja sig hafa ýmislegt sér til málsbóta í þessum efnum ef miðað er við aðra svokallaða fyrri banda- menn sljórnarinnar í Washington. Ekki fer leynt að meira að segja þeir herforingjar sem varkárastir eru í argentíska herrium eru reiðir Carter Bandaríkjaforseta. Þeir telja hann hala ráði7t á þá þegar þeir áttu mest í vök að verjast og sakað þá um alls konar mannréttindabrot og óþverra á sama tima og til dæmis Íranskeisara og mönnum hans var hlift við söniu gagnrýni vegna sams konar.fram- ferðis. Argentinumenn segjast þó vel gera sér grein fyrir að þeir sitji ekki á olíulindum og þess vegna varla jafn- gildir írönum. Argentínumenn muna lika Sovét- rikjunum það að árið 1974, þegar Peronstjórnin lenti i verulegum erftð- leikum, voru það Sovétríkin sem komu þeim til hjálpar. Sovétmenn létu sig meira að segja ekki niuna um að grípa inn i ýmis stórverkefni og Ijúka þeim fyrir Argentínu. Má nefna risastór raforkuver sem Bandaríkin hurfu frá. Rikisstjórn Argentinu hefur héldur ekki gleymt því hverjit það voru sem koniu þeim af lista yfir riki sem brulu mannréttindaskrá Sameinuðu þjóð- anna. Þar voru Sovétfulltrúarnir að verki. Hið eina sem þeir fóru fram á til endurgjalds var að lítill og áhrifa- laus kommúnistaflokkur fengi að slarfa i Argentínu. Sá flokkur hefur ávallt staðið með Sovétríkjunum og þar af leiðandi látið sig mannréttindi litið skipta. Þetta fór einmilt vel sanian við stefnu stjórnar Argenlinu og þá ekki siður Sovétríkjanna, sem reyndar hafa aldrei verið hrifin af byltingarhreyfingum í Suður- Ameríku. Af þessu má ráða að engin furða er að Argentína stendur nú sem fastast á þvi að selja allt það korn sem al' verður séð til Sovétrikjanna. Þar er ek'íj um annað að ræða en endur- grððslu á göntlum greiða. t Er þá pólitíkin úr sögunni? Nú liggur ljóst fyrir, að ólympiu- nefnd islands er ákveðin í að halda sínu striki og senda íslenzka þátttak- endur á ólympiuleikana i Moskvu á sumri komanda. Þessi afstaða nefndarinnar mun byggjast öðru fremur á því, að ekki megi „blanda saman” pólitik og iþrótlum, þess vegna verði að halda ólyntpiuleikana í Moskvu hvað sem tautar og raular og á hverju sem gengur. Með þessari ákvörðun sinni telur ólympíunefndin væntanlega, að hún hafi afstýrt „voðanum” og komið i veg fyrir, að ruglað væri saman pólitik og íþrótt- um. En skyldi það vera svo í raun? Leiðinni til sátta og samlyndis hafnað Auðvelt er að leiða rök að þvi, að eina leiðin til þess að forðast, að þátt- taka frjálsra þjóða i ólympíuleikjun- um yrði meiri háttar pólitískt deilu- mál hefði verið sú, að flytja leikina alfarið brott og halda þá í einhverju því landi, þar sem umhverfið væri i samræmi við innihaldið, þar sem leikar friðar og vináttu væru ekki haldnir í miðju ófriðar, ofbeldis og sundurlyndis. Ólympíunefndin er i meira lagi glámskyggn ef hún heldur, að hún hafi með ákvörðun sinni lagt sitt af mörkum til þess að komast hjá því, að pólitískar deilur standi um leikana. Þverl á móti hefur hún með ákvörðun sinni gert sitt til þess, að leikarnir verði haldnir í Moskvu, en sú stefna hefur, sem kunnugt er, leitt til stórpólitiskra deilna á alþjóðavett- vangi. Og verði þeirri stefnu fylgl fram eiga þær deilur eftir að harðna og leikarnir verða haldnir í hringiðu sundurlyndis og deilna, jafnt póli- tískra sem innan íþróttasamtaka heimsins. Þess vegna er Ijóst, að helzt hefði verið og er unnt að skapa frið um leikina með því að flytja þá burt frá Sovétríkjunum og setja þá niður i friðsælu umhverfi sátta og samlynd- is. Fari svo sem horfir eiga stórpóli- tiskar deilur og átök um leikana eftir að aukast stórlega fremur en hitt. Kjallarinn SigurfturE. Guðmundsson Þetta ætti ólympíunefnd lslands að hafa i huga. Kjarni þess, sem um er deilt, er siðferði- legs eðlis Svo er að sjá, sem ólympíunefndin hafi umfram allt einblint á það sam- band, sem er milli iþrótta og stjórn- mála, likt og ekki væru aðrar hliðar á þvi máli. Svo er þó að sönnu. Megin- kjarni þess máls, sem um er deilt, er siðferðilegs eðlis. Þeir sem gagnrýna ákvörðun ólympiunefndarinnar og annarra þeirra, sem vilja halda leik- ana í Moskvu, benda á, að óviðun- andi ósamræmi er milli ólympiuhug- sjónarinnar og þess umhverfis, sem hún verður hyllt i. Suniir hafa tekið svo sterklega til orða, að það sé svo algjört, að siðleysi megi kalla, verði leikirnir haldnir i Moskvu. Það er varla ósanngjörn eða óeðlileg krafa, að fullkomið samræmi megi ríkja milli leikjanna og þess umhverfis, sem þeir eru haldnir í. Þetta er kjarni málsins og skiptir öllu. Svo virðist sent ólympíunefndin hafi alls ekki gefið þessu sjónarmiði neinn gaum og telur þá væntanlega, að það skipti ekki neinu niáli. í öllu falli gerðu tals- ntenn hennar ekki neina grein fyrir sjónarmiðum hennar til þess. Það er sannarlega hörmulegt til þess að vita ef hún hefur ekki veitt þvi neina athygli og þar af leiðandi sniðgengið það. Víti til varnaðar Það, sem hér hefur verið gert að umtalsefni, verður ekki rætt frekar, enda munu ýntsir atburðir á alþjóða- vctlvangi eiga eftir að halda vakandi athygli og umhugsun manna um það. Hitt skal ilrekað, að í þessu máli hafa ólympíunefndinni verið ntislagðar hendur og hún tekið ranga ákvörðun. Þess er að vænta, að þeir sent siðar konta, ntunu forðast að feta í fólspor þeirra mistaka, sent ólyntpiunefnd Islands verður á þegar hún ákveður að senda þátttakendur til ólyntpiu- leikja, sem haldnir eru i höfuðborg eins mesta herveldis heims, er slendur i blóðugum átökum innanlands og utan. Og þáttlaka íslands i ólympiu- leikjunum í Berlín 1936 verður þeim sömuleiðis viti til varnaðar. Til þess er gott að hugsa. Sigurður E. Guðmundssun framkvæmdasljóri. „Ólympíunefndin hefur tekió ranga ákvöröun.” æskileg framtíðarmarkmið að ræða, þótt vandséð sé hvernig þau geti komið að notum á svipstundu, enda hvergi greint á milli skammtíma’áð- stafana og stefnu til lengri tíma.” Siðar segir: „Ekkert er stjórnmála- flokki mikilvægara en að eiga traust hæði stuðningsmanna og andstæð- inga og um leið að setja fram sín stefnumál þannig, að þau geti orðið í takt við æðaslátt fólksins i landinu." Svo mörg voru þau orð, rn þetta brást algerlega, að vonum, enda illa að staðið. um flökkulýð sem á engan hátt getur metið stöðu islenskra stjórnmála á rökrænan hátt. Þeir hafa ekki hug til að viðurkenna mistökin, ná gæfu eða gjörvileika til að taka nýja afstöðu til þjóðmála og eru þvi að einangrasl frá íslenskum stjórnmálum. Að þora, vilja og geta En þegar neyðin er stærsl er hjálpin stundum næst, á ég þar við stjórnarmyndunarlilraunir Gunnars Thoroddsen. Hann hefir séð fram á það, að ef þjóðin á að vera „frjáls þjóð í frjálsu landi" væri nauðsyn á að höggva á þann Gordíonshnúl sem stjórnmálin eru komin i þessa dag- ana. Er það lofsvert framtak fyrir þjóðina og Sjálfstæðisflokkinn. Að mínu rnati var svo komið málum, í þróun pólitískrar stefnumörkunar hjá þeim flokki, að orðið „sjálf- stæðismaður” var orðið að einu ömurlegasta öfugmæli í islenskri tungu og i minum munni, um tíma, orðið hið versta skammaryrði um manngildi einstaklings, en ég vona að við þessa nýbreytni geti þar orðið breyting á, í þá átt að telja megi, i það minnsta hluta sjálfstæðismanna, til manna er kikna ekki undir þvi heiti. trúðapólitik til þess eins fallna að vekja á sér athygli. Verður því að meta tillegg þeirra i stjórnmálabar- áttu síðustu tvö árin sem gott dæmi um það, hvernig ekki á að reka stjórnmálabaráttu hér á íslandi. Ber nú að víkja að áður öflugasta stjórnmálaflokki hérlendis, Sjálf- stæðisflokknum. Hann beið alvar- lega ósigur i kosningunum 1978 og hefir að, að likum, metið stöðuna þannig að til stefnubreytingar þyrfti að koma af hálfu flokksins gagnvarl þjóðmálum. Vísir að því birtist í Morgunblaðinu 21.2. 1979 kölluð „Endurreisn”. Augljóst var þar að það átti að beina þjóðlifsþróun út í harðvítugan markaðsbúskap, þjóð- félagsform og hagkerfi sem víðast er á undanhaldi vegna alvarlegra ann- marka er myndast í langtímaþróun slíks kerfis. Síðan leið tíminn, tíðindalítið, til stjórnarfallsins er alþýðuflokksmenn brugðu sér í „Brútusarhlutverkið” margfræga og felldu vinstri stjórn- ina. Myndaðist þá ástand, sem að al- mannarómi var mjög hagstætt Sjálf- stæðisflokknum og var jafnvel talð að hann hefði möguleika á hreinum meirihluta út úr komandi kosning- um. Þótti þá hugmyndafræðingum flokksins, að líkum, leikurinn léttur og suðu saman pólitíska stefnumörk- un er þeir kölluðu „Leiftursókn". Er það plagg margfrægt orðið og er aug- Ijós sönnun fyrir því að þeir aðilar innan flokksins, er sömdu þetta, eru Kjallarinn Bjarni Hannesson alls ófærir um að meta pólitískt og efnahagslegt ástand á réttan og raun- sæjan hátt. Þessar áætlanir reyndust illa unnar og erfiðar til útskýringar fyrir fiambjóðendur og afleiðingarn- ar urðu lika hroðalegar fyrir flokk- inn. Tók sér ekki ímunn Ætla ég að vitna i hvernig einn frambjóðandi flokksins lýsir þessu kosningaplaggi. Pálmi Jónsson alþingismaður, Akri A-Hún., i Norðanfara des. 1979: „1. Sjálf- stæðisflokkurinn átti ekki að taka á sínar herðar ábyrgð á þingrofi og vetrarkosningum. Þetta er ástæðu- laust og óheppilegt bráðræði. Við áttum að hafna þátttöku í ríkisstjórn án kosninga eins og gert var, en krefj- ast þess, að vinstri flokkarnir færu með stjórn landsins þangað til kosið yrði. Það yrði að vera á þeirra ábyrgð hvenær kosið væri og þeir að sitja í súpunni þangað til, þótt sundraðir væru. 2. Úr þvi að Sjálfstæðisflokkurinn gekk fram fyrir skjöldu og krafðist þingrofs og kosninga átti hann tví- mælalaust að fara í minnihlutastjórn sjálfur eða stuðla að því að sett yrði utanþingstjórn til bráðabirgða. Vil- lausasti kosturinn var valinn — kratastjórn með okkar stuðningi. 3. „Leiftursókn gegn verðbólgu”. Nafnið eitt á stefnuyfirlýsingunni fékk hárið á landsfólkinu til að rísa öfugt. Margt er auðvitað gott i stefnuskránni, sem ég og aðrir höinr- uðum á i kosningabaráttunnK þó ég tæki mér nafnið aldrei i munn. Ann- að er þó í hæpnara lagi og mótað af handarbakavinnu. Sumpart er um Pólitískur flökkulýður Afleiðingar alls þessa eru nú að' verða öllum augljósar, nú þessa dagana í ríkjandi stjórnarkreppu. Sá kjarni i Sjálfstæðisflokknum sem knúði fram leiftursóknina er að verða algerlega einangraður á þingi og í þjóðmálaumræðu. Einnig virðast flokksbönd vera að rofna hjá þeim, og er ekki furða, því öllum sem gæda ir eru heilbrigðri skynsemi er orðið ljóst að forustusveit flokksins er orðin að málefnalausum og huglaus- Læt ég hér með lokið þönkum um „pólitíska nýbreytni” að.sinni. Bjarni Hannesson, Undirfelli. __________________ V „Forystusveit flokksins er oröin aö mál- efnalausum - og > huglausum , flökku- 55

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.