Dagblaðið - 07.02.1980, Page 15

Dagblaðið - 07.02.1980, Page 15
14 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRUAR 1980. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 7. FEBRÚAR 1980. I 15 Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Keegan lék á þá írsku Kevin Keegan, knalCspyrnumaöur ársins í Evrópu, var í miklum ham þegar England og írland léku i 1. riöli Evrópukeppninnar í knattspyrnu á Wembley-leikvanginum í Lundúnum í gærkvöld. England sigraöi 2—0 og Keegan skoraði bæöi mörk enska liðs- ins. England sigraði meö miklum yfir- burðum í riölinum — tapaöi aðeins einu stigi. Þaö var bezti árangur einstaks liðs í riðli fyrir úrslitakeppnina á Ítalíu í sumar. Leikurinn í heild var heldur rólegur — en klassaleikur á milli. Fyrrum Liverpool-félagar Keégans, Mc- Dermott og Johnson, unnu vel að fyrsta markinu, sem skorað var á 34 mín. McDermott gaf á Johnson, sem skallaði knöttinn fyrir fætur Keegans. Síðara markið var skorað á 74. mín. Það var einstaklingsframtak Keegans — einlék mjög áður en hann lyfti knett- inum yfir írska varamarkvörðinn Ron Healey. Fleiri mörk voru ekki skoruð. Healey kom í stað Gerry Peyton, sem meiddist í samstuði við Johnson á 59. mín. Báðir urðu að yfirgefa völlinn. Steve Coppell, Man. Utd. kom í stað Johnson. Að öðru leyti var ekki gerð breyting á enska liðinu í leiknum. Þar lék Brian Róbson, WBA, sinn fyrsta landsleik. Hjá írum var sú breyting gerð að David O’Leary, Arsenal, yfir- gaf völlinn en í stað hans kom bróðir hans Peter O’Leary. Lokastaðan í riðlinum var þannig. England 8 7 10 22—5 15 N-írland 8 4 13 8—14 9 írland 8 2 3 3 9—8 7 Búlgaría 8 2 1 5 6—14 5 Danmörk 8 12 5 13—17 4 Þrír leikir voru í ensku knattspym- unni. Úrslit urðu þessi. 3. deild Oxford — Swindon 2—2 4. deild Lincoln — Hereford 2—0 Wigan — Bournemouth 2—I Kevin Keegan á fslandi — hann skoraði bæði mörk Englands. 6. tbl. 42. áru. 7. IVh. 19X0 Kr. 1200 I Steingrímur Hermannsson í VIKU-viðtali: Ég ætlaði mér I ekki að ' gerast stjórnmála- maður Jónas Kristjansson skrifar um Esjuberg TAUGALYF TIL GÓÐS EÐA ILLS? Verndarengill vitskertra Hvaða persónu sögunnar vildir þú helst bjóða út? \ Ef andlitið væri eins báðum megin Ekki tókst Haukum að stöðva Víkinga — Víkingur vann sinn níunda sigur í röð í 1. deildinni í handknattleiknum, Haukar-Víkingur 20-24 Víkingar bættu tveimur stigum í stigasafniö sitt dýrmæta í 1. deildinni i ‘handknattleiknum, þegar þeir unnu öruggan sigur á Haukum í íþrótlahús- inu í Hafnarfirði í gærkvöld. Loka- tölur 24—20 fyrir Víking og sigur liðs- ins var aldrei í hæltu. Þrátt fyrir það var oft mikið fjör í leiknum — bráð- skemmtilegur handknattleikur á köfl- um en ýmislegt líka, sem miðúr fór. Eftir þennan sigur hafa Víkingar 18 stig — hafa sigrað í öllum leikjum sínum á mótinu — og eru komnir sjö stigum á undan FH, sem er í ööru sæti. FH hefur leikiö tveimur leikjum færra. Þrátt fyrir tapið eru mikil og greini- leg batamerki á Hauka-liðinu. Hörður Harðarson er aftur kominn á skrið eftir daufa leiki lengstum á mótinu. Hann skoraði mörg falleg mörk í leiknum og Víkingum gekk illa að stöðva hann. Þá átti Gunnar Einarsson stórsnjallan ieik i marki Hauka — eins og hér á árum áður, þegar hann var fastur maður í ísl. landsliðinu. Gunnar varði 18 skot í leiknum — þrjú víti. Margir aðrir í Haukaliðinu sýndu góða takta og bjartari framtið er greinilega fram- undan hjá liðinu. Hins vegar mættu Haukar ofjörlum sinum þar sem Vik ingsliðið var. Víkingar léku þennan leik skynsamlega og yfirvegað — mjögsterkir ogsnöggir i vörn fyrsta stundarfjórðunginn og komust þá oft inn í sendingar Hauka. Náðu þá góðu forskoti, sem þeir misstu niður aftur. En Vikingar voru fljótir að ná sér á strik á ný og þegar sigurinn blasti við liðinu fóru leikmenn þess rólega í sakirnar. Fyrir mestu að halda fengnum hlut. Landsliðsmaðurinn Þor- bergur Aðalsteinsson fór á kostum í leiknum — átti stórleik, sem Haukar réðu ekki við og það var sama þó þeir reyndu að taka hann úr umferð. Einn bezti leikur, sem isl. handknattleiks- maður hefur sýnt i vetur. Margir aðrir leikmenn Víkings léku vel — vörnin lengstum sterk og markvarzla Jens Einarssonar góð. Hann varði 17 skot í leiknum. Framan af benti flest til þess að Vík- ingar myndu vinna stórsigur. Varnar- leikur liðsins var mjög góður og fyrsta stundarfjórðunginn varði Jens flest, sem á markið kom. Eftir 17 mín. var staðan orðinn 7—2 fyrir Víking. Flest markanna skoruð úr hraðaupphlaup- um. En þá hljóp snurða á þráðinn hjá Haukar-Víkingur 20-24 (8-12) Itlandsmótið I handknattlsik. 1. delld karla, Haukar - Vfkingur 20-24 (8-12) I iþrótta- húsinu i Hafnarfiröi 6. fabrúar. Baztu loikmenn: Þorbergur Aöalsteinsson, Vfkingi, 9, Gunnar Einarsson, Haukum, 8, Höröur Harðarson, Haukum, 8, Jens Einarsson, Vikingi, 7, Páll Björgvinsson, Vikingi, 7. Haukar Gunnar Einarsson, Gunnlaugur Gunnlaugsson, Andrós Kristjénsson, Höröur Sig- marsson, Stefén Jónsson, Ámi Sverrisson, Höröur Haröarson, Þorgeir Haraldsson, Slgurgeir Marteinsson, Ámi Hermannsson, JúKus Pólsson, Ingimar Haraidsson. Vikingur Jens Einarsson, Kristjén Sigmundsson, Péll Björgvinsson, Ámi Indriöason, Ólafur Jónsson, Eriendur Hermannsson, Steinar Birgisson, Þorbergur Aöalsteinsson, Siguröur Gunnarsson, Magnús Guðmundsson, Guðmundur G uömundsson, Gunnar Gunnarsson. Dómarar Gunnar Kjartansson og óli Olsen. Haukar fengu 6 vítakösL Nýttu fimm. Höröur H. ótti eitt stangarskot Vfkingur fékk 9 vftaköst. Nýtti sex. Gunnar varöi fré Sigurði, Péli og Por- bergi. Einum leikmanni Hauka var viklö af valli, Haröi H. - þremur Vtkingum, Steinari, Péli og Eriendi. Fara einnig tveir f rá Vestmannaeyjum í viðbót til Svía? Ottó Laufdal kominn frá Gautaborg til að semja við íslenzka knattspymumenn Ottó Laufdal, Islendingurinn sem býr í Gautaborg og hefur áður kotnirt til íslands í sambandi við knattspyrnu- menn, kom hingað til lands i gærkvöld. Hann ræddi litillega við þá Einar Ásbjörn Ólafsson og Rúnar Georgsson en engar líkur eru á að þeir skrifi undir samning nú við Örebro. Það verður gert í Sviþjóð síðar en Örebro hefur boðið þessum piltum samning. Það kom mjög á óvart, að Ottó Laufdal mun einnig hafa Ivo leikmenn úr liði íslandsmeistara Vestmanna- eyinga i sigtinu. Ekki tókst þó að fá nöfn þeirra uppgefin í gærkvöld. Tveir Eyjamenn hafa þegar gert samninga í Svíþjóð, Ársæll Sveinsson og Örn Óskarsson. Þá munu þeir Sigurbjörn Gústafsson og Gísli Grétarsson, ÍBK, halda tii Trollháttan síðustu vikuna i febrúar. Þeir eru með samning frá félaginu en það er ekki á vegum Ottós Laufdal. Þá getur Hilmar Hjálmarsson farið til Hjaras í Svíþjóð hvenær, sem hann vill — en hann er enn að hugsa rnálið. — emm Víkingum. Gunnar gerði sér litið fyrir og varði víti Sigurðar Gunnarssonar — síðan var Steinari Birgissyni vikið af velli. Haukar skoruðu á fimm mintuna kafla fimm mörk án svars frá Víkingum og staðan var alit i einu orðin 7—7. En þær sjö mínútur sem eftir voru af hálfleiknum léku Vikingar vel. Þorbergur frábær og Víkingar skoruðu fimm mörk í röð. Þó varði Gunnar aftur víti — nú frá Páli. Á síðustu sekúndu hálfleiksins skoraði Stefán Jónsson fyrir Hauka og staðan í hálfleik því 12—8 fyrir Víking. í byrjun siðari hálfleiksins juku Vík- ingar forskot sitt í fimm mörk — síðan sex, 16—10. Úrslit virtust ráðin en Haukar tóku góðan kipp og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 17—14. Það var það næsta sem þeir komust Víkingum. Víkingar settu aftur á fulla ferð og innan skamms var iiðið komið með vinningsstöðu. 21 —15 og'tólf mínútur til leiksloka. Lokakafla leiksins reyndu Haukar að taka allt að þrjá Víkinga úr umferð — oftast tvo og komu mjög á móti Vikingum í vörninni. Það breytti engu — Víkings-sigurinn öruggur og einhvern veginn fannst manni að Vík- ingar gætu bætt við ef á hefði þurft að halda. 24—20 urðu úrslit leiksins í fjörugum leik og áhorfendur settu mikinn svip á hann með fjörlegum hvatningarhrópum sínum. Slikt er reyndar ekkert nýtt í íþróttahúsinu í Hafnarfirði. Mörk Hauka skoruðu Hörður H. 9/4, Árni Hermannsson 4, Stefán 3, Andrés 2, Árni Sverrisson 1 og Júlíus 1. Mörk Víkings Þorbergur 9/2, Páli 5/2, Sigurður 4/2, Árni 2, Ólafur 2, Erlendur2. -hsím. Gunnar Einarsson Haukamarkvörður varði 18 skot í leiknum í gærkvöld. Þorbergur Áðalsteinsson, Víkingi — fór á kostum gegn Haukum f gærkvöld. Rono góður Heimsmethafinn mikli, Henry Rono, Kenýa, náði fimmta bezta tímanum, sem náðst hefur i 10000 m hlaupi á móti i Melbourne i Ástralíu í gær. Hljóp á 27:31.68 mín. Heimsmel hans er 27:22.5 mín. og eftir hlaupið sagði Rono að hann mundi fljótt bæta það heimsmet. „Var bezti drátturinn” „Þetta var bezti drátturinn — gefur okkur mesta möguleika til að komast í úrslit Evrópukeppni meistaraliða i handknattleiknum," sagði Jón H. Karlsson, landsliðskappinn kunni i Val, þegar hann frétti að Valur hefði dregizt gegn Atletico Madrid í undan- úrsiitum Evrópukeppninnar. Spánska liðið sigraði Fredericia, Danmörku, í 8- liða úrslitum. 17—17 í Danmörku — 19—17 á Spáni, þar sem Danir stóðu lengi vel í Spánverjum. Fyrri leikur Atletico og Vals verður í Madrid á timabilinu 24. febrúar til 2. marz — sennilega sunnudaginn 24. febrúar. HAUKA-STULKURNAR HEFNDU STRAKANNA Stúlkurnar úr Haukum hefndu fyrir tap strákanna gegn Vikingi, þegar þær sigruðu Víkingsslúlkurnar í 1. deild i síðari leiknum í Hafnarfirði í gær- kvöld. Hauka-stúlkurnar byrjuðu mjög vel. Skoruðu fimm fyrstu mörkin í leiknum en sigruðu siðan með þriggja marka mun, 19—16 — eftir 8—6 í hálf- leik. Hauka-liðið var ívið betra með Margréti Theódórsdóttur óstöðvandi og verðskuldaði sigur. Vikingar voru seinir i gang — skoraði sitl fyrsta mark Haukar«¥ftyjggiir 19-16 (8-6) islandsmótið I hsndknattlslk. 1. dalld kvanna. Haukar - Vikingur 19-1* (8-8) I iþrittahúa- inu i Haf narfiröl 6. fabrúar. Baztu laikmann: Margrðt Thaódóradóttir. Haukum, 9, iria Þrálnadótdr, Vikingi, 8, Halldóra Mathiaaan, Haukum, 7, Jóhanna Guðjónadóttir, Vikingi, 7, Sólvaig Indriðadóttir, Haukum, 7. Haukar Hulda Haukadóttk, Sólay Indriðadótdr, Sassalia Frióþjófadóttk, Margrét Thaó- dóradóttk, Kolbrún Jónadóttk, BJötg JAnatanadöttk, Halkióra Mathieaan, Hin Hermanna- dóttk, Svana Guðlaugadóttk, Halga Haukadóttk, Hsfdts Stafknsdóttk, SJöfn Haukadóttir. Vlkingur Jóhanna Guöjónsdóttk, Ama Vignk.Eirika Aagrimsdóttk, Sigunóa BJömadóttk, Sigrún Olgakadóttk, iris Þrkinadóttk, Svainfajörg Haldóradóttk, Sigriður HkðinadAttk, Ing- unn Bamódusdóttk, Anna BJÖmsdóttk, Guðrún Stguröatdöttk, VHborg Balduradöttk. Dómarar Guðmundur Magnúason og Ingvar Viktorsson. Haukar fangu aax vftí. Nýttu flmm, Margrkt ktd atangarskot úr atnu. Vtkingur fkkk 3 vM - nýttí tvð. Eltt stangarakot. Elnnl Vik- ingaatúHtu var vHdð af veRI, Ingunni. eftir J1 mín. en þá komu fjögur í röð, 5—4. Eftir það höfðu Haukar oftast eins til tveggja marka forustu — en komust þó fimm mörkum yfir á ný undir lokin. Mörk Hauka skoruðu Margrét 12/5, Sesselja 2, Halldóra 2, Björg, Svana og Helga eitt hver. Mörk Víkings iris 7/2, Ingunn 4, Eirika 3, Sigurrós og Sigrún. -hsim. VEiZLUMATUR! Látið okkur sjá um veizluna. Matur fyrir öll samkvæmi eftiryðar óskum. VEIZLUELDHÚSIÐ Pantið í tíma Símar 53716 og 74164. Dr. Ingjmar Jónsson 7. grein Tæknileg fullkomnun í Squaw Valley USA — Besti árangur íslendings — Saga vetraróiympíuleikanna ,! Vetraróly mpíuleikarnir í Squaw Valley 1960 Vetrarólympíuleikarnir í Squaw Valley Kaliforníu árið 1960 voru með einstökum 'glæsibrag. Skipulagning þeirra var meistaraleg og tæknilega séð voru þeir fullkomnir. Glæsi- ' leikinn kom mjög á óvart þvi að fimm árum áður, þegar Alþjóðaóiympíunefndin tók 1 Squaw Valley fram yfir Innsbruck, var þar , aðeins eitt ferðamannahótel en ekkert íþrótta- ‘ mannvirki. Aldrei áður hafði verið valinn staður ,sem enginn þekkti til. Valið á Squaw Valley sætti líka nokkurri gagnrýni vegna þess að I staðurinn er i 2000 m hæð yfir sjó og loftið því þunnt þar. Töldu margir að göngumennirnir I myndu þola þunna loftið illa. Á þessum leikum var í fyrsta sinn keppt i skautahlaupi kvenna j og biathion, tvíkeppni í skíðagöngu og skot- fimi. ' Tilkomumikil I setningarathöfn Leikarnir hófust 18. febrúar og stóðu til 28. febr. Þeir voru settir með tilkomumikiili at- höfn. Þar fluttu 1000 hljómlistarmenn og 2650 1 söngvarar ólympiuóðinn og leikarinn frægi, I Charles Laughton, fór með ólympiska lof- ' gjörð. Síðan setti Nixon varaforseti Bandaríkj- , anna leikana og skautadrottningin Carol Heiss í ' sór eiðinn fyrir hönd allra keppenda. Stuttu , siðar var ólympiueldurinn tendraður. Hann hafði verið sóttur til Noregs þar sem hann var tendraður i Morgedal eins og 1952 og fluttur flugieiðis til Los Angeles. Þaðan báru 600 háskólanemar eldinn til Squaw Valley en síðasta spölinn var hann borinn af Andreu Mead-Lawrence, sem fræg var fyrir frammi- stöðu sínaá leikunum í Osló 1952. Sovétríkin i héldu forystunni Sovétrikin höfðu sterkasta liðinu á að skipa 1 eins og i Cortina og hlutu flest stig öðru sinni. Svíþjóð og Bandaríkin fengu jafnmörg stig í 2. sæti. Norðurlandabúar voru ekki eins sigur- sælir nú eins og oft áður og máttu þola ósigur i greinum sem þeir höfðu unnið frá upphafi leik- anna. I fótspor bróður síns Fjórir íslendingar voru sendir til Squaw Valley. Þeir voru Eysteinn Þórðarson sem keppti nú öðru sinni á ólympíuleikum, Jóhann Vilbergsson, Kristinn Benediktsson og Skarp- héðinn Guðmundsson. Eysteinn, Jóhann og Kristinn kepptu i alpagreinum en Skarphéðinn i skíðastökki. Hann fór þar í fótspor bróður sins, Ara Guðmundssonar, sem keppti í skíða- stökki í Osló átta árum áður. Undirbúningur íslensku keppendanna fyrir leikana var með betra móti. Skíðasambandið fékk m.a. austurríska garpinn Egon Zimmcr- mann til að liðsinna svigmönnunum og Eysteinn og Kristinn áttu kost á því að dvelja erlendis við æfingar. Nokkru áður en leikarnir hófust æfðu þeir um tíma í Aspen í Colorado og Skarphéðinn í Steamboat Springs. Enginn bilbugur á Hakulinen Eins og i Cortina létu Sixten Jernberg og Veikko Hakulinen mjög að sér kveða í skíða- göngunni. Jernberg vann 30 km og varð annar i i 15 km á eftir Norðmanninum Hakon Brus- veen. Hakulinen, sem orðinn var 35 ára, varð hins vegar 3. í 15 km og annar i 50 km, sem landi hans Kalevi Hamálainen vann. í boð- | göngunni átti hann svo stóran þátt i sigri finnsku sveitarinnar, því hann vann heilar 20 | sek. af Brusveen i lokasprettinum. Þar með [ vann hann sin sjöundu verðlaun á ólympíu- | leikum. Sovésku stúlkurnar unnu 10 km fjór- falt en urðu aftur af sigri í boðgöngunni. Nú I voru það sænsku stúikurnar sem hrepptu gullið. Óslitin sigurganga ' rofin Óvæntasta sigurinn á leikunum vann Þjóð- verjinn GeorgThoma, „bréfberinn frá Svarta- skógi” með því að vinna norrænu tvíkeppnina, þá grein sem eingöngu Norðurlandabúar I höfðu unnið fram að því. Thoma vann skíða- stökkið enda góður stökkvari og í göngunni , ) neytti hann ítrustu krafta til þess að halda for- skotinu. Það tókst honum. Hann varð fjórði |og það nægði honum til sigurs. Aftur á móti Kom sigur Helmut Recknagel í skíðastökkinu Norrtmarturinn Birger Ruud, hinn mikli ólympíumeistari, í skíðastökki á leikunum 1932. ekki á óvart því hann var einn af beslu stökkvurum heims og hafði unnið hvert mótið á fætur öðru fyrir leikana. Skarphéðinn átti þarna litla möguieika enda lítt vanur stórum stökkbrautum. Hann slökk 64 m í báðuni stökkunum og varð 43. af 45 keppendum. Enginn íslendingur hefur síðan keppt i skíða- stökki á veitrarólympíuleikunum. Besti árangur íslendings í alpagreinunum voru Austurríkismenn, Þjóðverjar, Frakkar og Svisslendingar fremst- ir. Jean Vuarnet frá Frakklandi vann brunið, Ernt Hinterseer frá Austurríki svigið og Sviss- leudingurinn Roger Staub stórsvigið. Bestur islendinganna var Eysleinn. Hann varð 17. í sviginu, 27. i stórsviginu og 37. i bruni. Kristinn stóð sig einnig vel. Hann varð 23. í sviginu, 34. í stórsviginu og 36. i bruni. Jóhann náði bestum tíma þeirra félaga í bruninu (varð 33.) en var dæmdtir úr leik i svigi og stórsvigi. Árangur Eysteins er ef til vill sá besti, sem íslendingur hefur náð á vetrarólympiuleikun- um. Ótrúlegt heimsmet Sovétmenn voru sem fyrr sigursælir i skauta- hlaupinu. í annað sinn vann Jewgeni Grishín tvenn gullverðlaun, í 500 m og 1500 m (í 1500 m ásamt Norðmanninum Roald Aas) eins og i Cortina. Norski skautakappinn Knut Johannesen mátti bíta i það súra epli að tajia fyrir Sovétmanninum Viktor Kossitskín i 5000 m en í 10000 ni hlaupinu var hann svo sannar- lega í essinu sínu. Þar bætti hann heinismetið um 46 sek. og þótti það met með ólikindum. Margir töldu að það metið yrði aldrei bætl. í skautahlaupi kvenna sigraði Lydia Skoblikova frá Sovétríkjunum í 1500 m og ;3000 m en landi hennar, Klara Gusséva, i 500 m. Helga Hasse sigraði hins vegar í 1000 m og vann þar með fyrstu gullverðlaunin fyrir þýska Alþýðulýðveldið (þýsku ríkin sendu santeigin- legt lið til leikanna). Yfirlið í þunnu lofti í listskautahlaupinu var keppnin afar tvisýn en um síðir bar Bandaríkjamaðurinn David Jenkins sigur úr býtum í karlaflokki eftir harða 'keppni við Tékkann Karol Divin og Carol iHeiss í kvennaflokki. Mörgum stúlkum gekk jilla i keppninni, margar duttu og tvær féllu i jyfirlið meðan á keppninni stóð. Kenndu menn ; þunna loftinu um. Bandaríkjamönnum hafði aldrei tekisl að vinna gullið í íshokkí á vetrarleikunum en oft verið nærri því. Nú voru þeir á heimavelli og það tækifæri létu þeir sér ekki úr greipum ganga. Þeir sigruðu Sovétmenn í úrslitaleikn- ;um og voru vel að sigrinum komnir. Baráttu- aiidi þeirra var meiri og svo höfðu þeir frábær- um markverði á að skipa.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.