Dagblaðið - 20.03.1980, Síða 4

Dagblaðið - 20.03.1980, Síða 4
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980. DB á ne ytendamarkaði ANNA BJARfMASON. .x* Úruppskrífta- samkeppninni: Rúgterta með smjörkremi Margir hafa hringt i sambandi við uppskriftirnar í keppni Dagblaðsins •og Uandssambands bakarameistara og óskað eftir að fá fleiri uppskriftir birtar. Við munum fyrst í stað birta þær tuttugu og fimm uppskriftir sem voru með i lokakeppninni. Þá hafa margar konur látið í Ijós undrun yfir því að vinningskökurnar innihéldu fullmikinn sykur og hvítt hveiti í stað þess að vera sykurlaust „bakkelsi” úr grófu mjöli. — í þvi sambandi má benda á að ekki voru fyrirmæli um það í reglum keppninnar að um væri að ræða sérstakt „hollustubrauð”, þótt auðvitað sé æskilegt að taka fullt Rúgtertan er þriggja laga með smjörkremi á milli. Sendandi uppskriftarinnar segir að hún sé betri ef hún fær að geymast f nokkra daga. Númeríð sem sjá má á blaði á myndinni er númer uppskríftarínnar en ekki röð kökunnar I keppninni. Af kökunum tuttugu og flmm I lokakeppninni voru aðeins valdar þrjár, sem fengu hæsta einkunn dómnefndarinnar eftir að hún hafði smakkað á öllum tegundunum. DB-mynd Bjarnleifur. . r- '** tillit til pess. — Hins vegar voru margar af þessum tuttugu og fimm'. uppskriftum sykurlitlar kökur með grófu mjöli. Fer hér á eftir uppskrift að rúgtertu með smjörkremi. ’Höfundur er Elín Þorvaldsdóttir, Akranesi. 500 gr rúgmjöl 250 grsmjörlíki 250grsykur legg 4 tsk kakó 2 tsk kanill 2 tsk negull 1 tsk hjartarsalt 2tsk lyftiduft 2 dl mjólk Smjörkrem og sulta Deigið er hnoðað létt og laust. Skipt í þrjá hluta. Flatt út fremur blautt eða þrýst í 3 ferhyrnd mót ca 23 x 23 cm. Bakast í 25 mín. við 180° hita. Þegar botnarnir eru orðnir Uppskrift dagsins kaldir eru þeir smurðir með þunnu lagi af sultu og látnir saman með smjörkremi. Úr þessu fæst ein stór kaka sem er um 1,6 kg á þyngd. Rúg- tertan geymist mjög vel og er reyndar betri ekki alveg glæný. Smjörkrem lOOgr sólblóma 150 grflórsykur 2 tsk rommessens 200 gr sulta Þegar uppskriftin var send inn í nóvemberlok var hráefniskostnaður við rúgtertuna 1099 kr. - A.Bj. Varð fyrifVonbrígðum með saltið: ÞAÐ RENNUR EKKI „Jæja, þá er það febrúar, ekki er hann lægri en aðrir mánuðir þó hann sé styttri. Skýringin er sú að ég kaupi inn vikulega, á föstudögum, og þeir. voru fjórir eins og í flestum mánuð- um. Þar að auki voru tvö afmæli hjá ” mér í febrúar. Ég rak upp stór augu þegar ég sá að þið voruð að mæla með íslenzka .saltinu. Ég var nýbúin að kaupa það Raddir neytenda og varð heldur en ekki fyrir von- brigðum. Það rennur ekki og er eins Vi J. BlLRÚÐAN Isetningar á staðnum. SKÚLAGÖTU 26 SÍMAR 25755 0G 25780 og blautur snjór! Ég vona að ég hafi bara verið svona óheppin með minn poka. Á.H., Reykjavík.” Milligrófleiki á saltinu Það er alveg laukrétt hjá Á.H. íslenzka saltið „rennur ekki” eins og fínt borðsalt. Það er heldur ekki fínt, — raunar heldur ekki gróft í þeim skilningi sem við erum vön, heldur af einhvers konar milligráðu. Hins vegar klessist eða kögglast íslenzka saltið ekki. Það er alveg tilvalið til þess að hafa í litlum saltkörum með saltskeið á borðinu. Við höfum það í salt-könnu á kryddhillunni við hliðina á eldavél- inni og notum það í allan mat. Eins og getið var um á sínum tíma köggl- ast þetta salt alls ekki og okkur hefur líkað það alveg prýðilega. í saltstauk- ana notum við eftir sem áður venju- legt fínt borðsalt. Þessi Reykjavíkurhúsmóðir er með sex manna heimili og meðaltalið hjá henni í febrúar er rúmlega 43 þús- und kr. á mann. En eins og hún bendir réttilega á voru fjórir föstu- dagar í febrúar, þannig að þeir sem gera stórinnkaup aðeins einu sinni í viku, koma út með mikil innkaup, þennan mánuðinn. Marz verður sennilega ekkert betri, hann héfur einnig fjóra föstudaga. Hann hefur reyndar fimm laugardaga þannig að þeir sem vanir eru að gera stórinnkaupin þá daga vikunnar verða með stórútgjöld. -A.Bj. Bæði þessi efni eru prýðileg til að nota við hreingerningu á baðherbergjum, bæði til að ná kalk- og kisilblettum af postulinsfUsum og einnig til þess að ná blettum úr baðkerum og vöskum. DB-mynd Hörður. Hreinsar postulíns- flísar vel Við vorum með ráðleggingar um hreinsun á baðherbergisflísum i síðustu viku. Ráðlagt var að nota .fíngert ræstiduft og fíngerða stálull til þess að ná kalk- og kísilflekkjum af postulínsflísum. Okkur var sent sérstakt hreinsiefni til þess að nota á þessar flísar, Hercules flísa- og hreinlætis- tækja ræstiduft. Við prófuðum það á flísum, sem voru einmitt með kalk- og kísilblettum. Varð ekki annað séð en þetta væri prýðilegt hreinsiefni. — Hercules ræstiduftið fæst hjá J. Þor- láksson og Norðmann og kostar 800 kr., en í brúsanum eru 396,9 gr. — Einnig var okkur' bent á annað hreinsiefni, Jif, 270 ml á 425 kr. (í Viði, Starmýri). Jif er i fljótandi formi og reyndist einnig mjög vel. -A.Bj. Neytendamálin íbrennidepli Næstkomandi sunnudag verður haldin ráðstefna um neytendamál á vegum Landssambands sjálfstæðis- kvenna og Hvatar. Ráðstefnan er haldin í Sjálfstæðishúsinu, Háaleitis- braut 1 og hefst kl. 9.30 um morguninn. Eins og nafn ráðstefnunnar bendir til verður fjallað um neytendamál og verða fluttar framsöguræður fyrir hádegi. Margrét S. Einarsdóttir form. Landssambands sjálfstæðis- kvenna setur ráðstefnuna. Eftir há- degisverðarhlé verða pallborðsum- ræður og loks almennar umræður. Þeir sem flytja framsöguerindi eru Arndís Björnsdóttir kaupmaður, sem ræðir málin frá sjónarhóli kaup- manna, Anna Bjarnason blm. ræðir málin frá sjónarhóli viðskiptamanna, Dröfn Farestveit hcimilisfræðikenn- ari ræðir um viðhorf og vitund neyt- enda, Salome Þorkelsdóttir alþingis- maður um neytenda- og byggðamál á Islandi, Jónas Bjarnason verkfræð- ingur um neytendamál erlendis og Hrafn Bragason borgardómari ræðir um neytendamál og löggjöf, núver- andi stöðu og hvert beri að stefna. Davíð Oddsson borgarfulltrúi stjórnar pallborðsumræðum eftir' matarhlé, en í þeim taka þátt Jónas Bjarnason verkfræðingur, Halldór Blöndal alþingismaður, Jóna Gróa Sigurðardóttir húsmóðir, dr. Alda Möller matvælafræðingur og Magnús E. Finnsson framkvætnda- stjóri Kaupmannasamtaka Íslands. Eftir almennar umræður flytur Geir Hallgrímsson formaður Sjálf- stæðisflokksins samantekt og loks verður ráðstefnunni slitið af for- manni Hvatar, Björgu Einarsdóttur. Ráðstefnugjald er 3000 kr. og er morgun- og síðdegiskaffi innifalið.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.