Dagblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 20.03.1980, Blaðsíða 27
Leikfélag Akureyrar hefur sýnt heilmikið af leikritum. Hér eru þau Sigurveig Jónsdóttir og Þráinn Karisson í hlutverkum sfnum f Sjálfstæðu fólki, sem sýnt var á sfðasta ári á Akureyri. Sigurveig fer með hlutverk frúarinnar f leikriti kvöldsins. Bæði léku þau Sigurveig og Þráinn f sjónvarpsleikritinu Drottinn blessi heimilið. Mynd: Ljósmyndastofa Páls, Akureyri. DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980. LEKRIT VIKUNNAR - útvarp kl. 21,15: VANDAMÁUD KEMUR UPP Á VERSTA TÍMA —leikrit vikuniiar flutt af leikurum í Leikfélagi Akureyrar og tekið upp á Akureyri í kvöld kl. 21.15 verður flutt í út- varpi leikritið Ofbeldisverk eftir Bretann Graham Blackett. Hann er einn af mörgum höfundum, sem einkum skrifa fyrir brezka útvarpið. íslenzka útvarpið hefur ekki áður flutt leikrit eftir hann. Söguþráður Ofbeldisverksins segir frá skólastjóranum Simon Metcalfe. Hann starfar við skóla i enskum smábæ. Kona Simons er ekki fullánægð með það. Hún vill að hann taki við stærri og betri skóla en til — þess að það geti orðið verður að fara krókaleið. Frúin gefst ekki upp. Hún kriar út heimboð hjá erkidjáknanum, for- manni skólanefndar. Skömmu áður en þau hjón leggja af stað i boðið hringir simi þeirra. Og þá kemur upp vandamálið, ein stúlkan i skóla Simons hefur ekki komið heim á tilsettum tíma. Hvað úr verður fáum við síðan að heyra í leikritinu í kvöld. Þýðinguna gerði Margrét Jóns- dóttir. Leikstjóri er Gísli Halldórs- son. Það vekur athygli aðleikrit þetta er flutt af leikurum i Leikfélagi Akureyrar og tekið upp á Akureyri. Með hlutverkin fara Heimir Ingimarsson, Sigurveig Jónsdóttir, Aðalsteinn Bergdal, Þórey Aðalsteinsdóttir, Marinó Þorsteins- son, Jóhann Ögmundsson, Theódór Júlíusson, Björg Baldvinsdóttir, Kristjana Jónsdóttir og Stefán Eiríks- son. Tæknimaður var Sigurður ingólfsson. -F.LA. I stað myndaf lokksins Fólkið við lónið: Leiðangur Charles Darwins Nú er myndaflokkurinn um Fóikið við lónið á enda. í hans stað kemur brezkur myndaflokkur sem nefnist Leiðangur Darwins. Við höfutn áður skýrt frá þáttum þessutn, en þeir áttu að vera á undan þáttunum um fólkið við lónið. Fyrsti þátturinn hefst þegar Darwin er enn ungur að árum. Síðan fylgjumst við með honum í 'fimm ára siglingu um Suður-Amerikuhöf og til Ástralíu. Sú ferð var farin fyrir 150árum. Vísindamaðurinn Charles Darwin er þekktastur fyrir kenningar sínar um þróun tegundanna, þar á meðal að maðurinn sé kominn af sama stofni og apar. Olli þessi kenning miklu fjaðra- foki á nítjándu öld. Kirkjunnar menn fylltust ótta og ugg um að sköpunar- sögunni væri þar ineð hafnað. Myndaflokkurinn er í sjö þáttuin. Þeir sem séð hafa þætti þessa segja þá bæði skemmtilega og fróðlega. -ELA. STYRKLAUS „ALVÖRU”LEIKRIT Hápunktur sjónvarpskvöldsins i gærkvöldi var tviinælalaust Vaka, þar setn starfsemi Alþýðuleikhússins var rakin og talað var við Ólöfu K. Harðardóttur söngkonu. Jón Július- • son, framkvæmdastjóri Alþýðuleik- hússins, greindi frá starfsetni leik- hússins frá upphafi og slefnu þess að þjóna landsbyggðinni. Kotn frant hjá Jóni að rekstrarfé leikhússins væri af skornum skamtnti og opinberir styrkir hrykkju skammt til rekstrar. Það er undarlegt að stjórnvöld sjái ekki sóma sinn i þvi að styrkja lcik- hús, sem hefur á stefnuskrá sinni að sýna „alvöru" leikrit úii á landi en ekki létta „farsa" eins og hin tvö Reykjavikurleikhúsin gera. Spjall Jóns Ásgeirssonar viðólöfu Harðar- dóttur var ákaflega létt og skcmmti- legt og kom þar fram að Ólöf er í hópi efnilegri söngkvenna á Norður- löndum. Á eftir Vöku kom svo fræðslu- tnynd um tjáskipti barna og dagskrá- in klykkti út með spönskum frain- haldsþætti, sem ekki var við hæfi barna. Undarlegt að tilkynna þurfi um slíkl kl. tiu að kvöldi þegar öll börn eiga að vera löngu sofnuð. -jsh. £ BÆJARINS Friðriksson ■ og Ingólfur Dt4 I U Hjörteifsson ■ Veiðiferðin Sýningarstaður Austurbœjarbíó Leikstjóm, handrít og klipping: Andrés Indríðason. Kvikmyndataka: Gísli Gestsson. Tónlist Magnús Kjartansson. AÖalhlutverk: Sigurður Karlsson, Sigríður Þorvaldsdóttir, Guömundur Klemenzson, Krístin Björgvinsdóttir og Yrsa Björt Löve. Þessa dagana er verið að sýna hverja af annarri þær kvikmyndir sem teknar voru á síðastliðnu ..kvikmyndasumri". Eru þetta því sannarlega óvenjulegir timar i íslenskri kvikmyndahúsamenningu. Veiðiferðin segir frá þvi þegar hópur fólks heldur til Þingvalla einn sólrikan sumardag til að eyða þar fridegi. Fólk þetta er af misjöfnu sauðahúsi eins og gengur og gerist og hafa ekki allir komið til Þing- valla i þeim tilgangi að hafa það gott. Miðpunkturinn i myndinni er fjölskylda og eru það börnin þar sem leika aðalhlutverkin. og verður ekki annaðsagt en þau skili þvi með miklum sóma. Myndin er hugsuð sem fjölskyldumynd og er ekki að efa að margir eiga eftir að skemmta sér vel i Austurbæjarbíói þrátt fyrir vissa galla i meðferð söguþráðar. Meðseki félaginn (The Silent Partner) Sýningarvtaöur Tónabéó. Leikstjórí: Daryl Duke. Byggð á sögu eftk Anderm Bodeisen (Taenk pá et talL Aöaihlutvark: Elliott Gould, Christopher Plummer og Susannah York. Gerö árið 1978, kanadisk. Jólin eru að fara í hönd í Kanada. Í risastórri verslunarmiðstöð er jólasveinn að lífga upp á umhverfíð og safna peningum fyrir bág- stadda. Hann gerir skyndilega hlé á þessari iðju sinni, röltir inn i næsta banka með byssu í vasanum og rænir hann. „Jólasveinninn" kemst á brott með fenginn, en, hann er nú samt svolítið óheppinn. Þannig er nefnilega mál með vexti að gjaldkeri bankans er þá nýbúinn að tæma kassann á ólikt kyrrlátari hátt. Ut frá þessari frumlegu byrj- un á The Silent Partner er spunnin ansi spennandi frásögn, engu siðri í óvæntum uppákomum og skemmtilegum augnablikum. Elliott Gould fer á kostum eins og hans er vani. Góður „þriller", vel þess virði að sjá. Butch og Sundance, Yngri árin Sýningarstaður: Nýja Bíó. Leikstjórí: Richard Loster. Handrit: Alian Bums, byggt á hugmynd William Goldman. Aðalhlutverk: Wiiliam Katt og Tom Berenger. Flestir muna liklega eftir þeim Robert Redford og Paul Newman í mynd Walter Hill, Butch Cassidy and the Sundance Kid sem lauk með dauða útlaganna tveggja. Það útilokaði framhaldsmynd að þeir voru fylltir af blýi einhversstaðar í S-Ameriku. En Kaninn gefst ekki svo auðveldlega upp þegar peningalyktin er á sveimi og þvi sneru þeir einfaldlega hlutunum við og getum viðséðafraksturinn i Nýja Biói, Yngri árin. Tom Berengerog William Katt gefa nokkuðsannfærandi mynd af hinum kostulegu útlögum á sínum yngri árum i leit að frægð og frama. 1 handritinu er að finna heldur mikið af endurtekningum frá fyrirmyndinni og er það langt frá þvi að standast samanburð við handrit William Goldman. En hugmyndaflugiðog fagleg vinnuhrögð skortir ekki hjá leikstjóranum. Richard Lester og hann gerir úr þessu þokkalega afþreyingu meðdrjúgum skammti af sæmilegasta húmor. Örvæntingin (Despair) Sýningarstaður Laugarásbíó. Leikstjórí: Rainer Wemer Fassbinder. Handrit: Tom Stoppard, byggt á sögu eftir Vladimir Nabokov. Aöalhlutverk: Dirk Bogardo, Andrea Ferreol og Klaus Löwitch. Nú er komin til landsins nýleg mynd eftir Fassbinder hinn þýska og er hún fyrsta enskumælandi mynd hans. Örvæntingin (Despairl segir frá rússneskum innflytjanda í Þýskalandi á árunum upp úr 1930 sem gerst hefur súkkulaðiframleiðandi og vegnað vel. En hið pólitíska og efnahagslega umrót sem nú á sér stað í heiminum kippir stoðunum undan hans fyrri tilveru. Hann hefur hvergi fast undir fótum, sættir sig ekki við tilbreytingarlausa tilveru sína. Hann tekur því þá á- kvörðun að skipta um nafn og persónuleika og fremja með því hinn fullkomna glæp. Inn i þessa persónuleikarýni fellir Fassbinder lýsingu á þjóðfélagsástandinu í Þýskalandi og tekst sú samflétta með ágætum. Þrátt fyrir ýmis óljós atriði er þessi mynd ágætt innlegg i heldur dapurlega kvikmyndamenningu hér. Lesendur eru hvattir til að senda kvik- myndadálki DB líríu, hafi þeir áhuga á eip- hverri vitneskju um kvikmyndir og kvik- myndaiðnaðinn. Heimilisfangið er: Kvik- myndir, Dagblaðið, Síðumúla 12, Rvk.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.