Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 9

Dagblaðið - 20.03.1980, Qupperneq 9
DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1980. 9 Vafasamur spamaður ríkisins við löggæzluna: Lögreglustöðvar lokaðar um nætur og eftiiiit mjög skert — Löggæzlan víða um land talin undir sæmandi mörkum Lögreglumenn kallaöir til vegna stuldar úr gámum á hafnarsvæði Reykjavíkur. Gámar og verðmæti eru geymd á hafnarsvæðum víða um landið. DB-mynd Sv. Þ. Núgegnir hannöðru hlutverki Þessi forláta brunabíll, er eitt sinn þjónaði vel sínum tilgangi hjá slökkviliðinu, hefur nú fengið annað hlutverk. Nú auglýsir hann og annar til bílasölu Guðfinns, sem nýflutt er i nýtt húsnæði. Bíllinn er Ford, ár- gerð 1947. Að sögn Hilmars Elís- sonar, sölumanns hjá bílasölu Guðfinns, er bíllinn ekki til sölu. „Hanneri l'inu lagi, sírenur virka og hægt er að blikka Ijósunum. En það máekki nota,” sagði Hilmar. -EI.A/DB-mynd Sveinn Þorm. Víða um land er megn óánægja ríkjandi vegna breytts vaktafyrir- komulags hjá lögreglumönnum. Finnst bæði lögreglumönnum og al- menningi að teflt sé á tæpasta vað i öryggismálum á ýmsum stöðum vegna fámennis í lögregluliði, og þess vaktafyrirkomulags sem stjórnvöld hafa fyrirskipað. Ákváðu stjórnvöld í vor að draga mjög úr aukavöktum lögreglumanna í sparnaðarskyni, en afleiðingin er að lögreglustöðvar eru lokaðar stóra hluta úr sólar- hringnum, og þegar opið er þurfa lögreglumenn oft að loka stöðvun- um, þegar útkall kemur úr fjarlægum hreppum vegna slysa eða óhappa. Svo dæmi sé tekið eru nú fjórir lögreglumenn á Sauðárkróki. Umdæmi þeirra er öll Skagafjarðar- sýsla með 4400 ibúum. Um helgar er þar nú aðeins vakt á lögreglustöð á laugardagskvöldutn. Aðra tíma helg- arinnar og allar nætur er lög- reglustöðin lokuð og lögreglumenn aðeins á bakvakt. Á vöktum eru svo fáir að komi útkall þarf oft að Ioka stöðinni. í Vestmannaeyjum, þar sem lög- reglustöð hefur verið opin allan sólarhringinn árum saman, var ákveðið að loka um miðja nótt til kl. 9árdegis. Á Snæfellsnesi var hætt að hafa lögreglumann í Grundarfirði en hann færður á lögreglustöð í Ólafsvík og hvenær setn Grundarfjörður og ná- grenni þarf á lögregluaðstoð að halda verður maður að koma frá Ólafsvík. Á Húsavík er fastur dagvaktar- maður af stöð settur á vaktir með þeim afleiðingum að loka verður stöðinni i sumum tilvikum er útköll koma. Niðurskurður aukavinnu hefur víða leitt til þess, að lögreglutnenn eru einir á eftirlitsferðum og rýrir það mjög eftirlit með ýmsum laga- brotum, t.d. ölvunarakstri. Á ýmsum stöðum, m.a. ofan- tölduin, eru mikil verðmæti í húfi l.d. i höfnum. Árum saman hafa lög- reglumenn hafl auga með og eftirlit að næturlagi með umferð um hafnirnar og forðað miklu tjóni oft á tíðutn, t.d. er bátar hafa slitnað frá, eldur orðið laus o.s.frv. Nú eru þessir viðkvæmu staðir eftirlitslausir lang- tiinum saman, enda þess þegar dæmi að skemmdarverk hafi verið unnin. Sparnaður ríkisins af niðurskurði aukavinnu löggæzlumanna eða viðbótarráðningum hefur þvi orðið vafasainur og litið má út af bregða svo að stórtjón hljótist ekki af. -A.SI. Forsetim: Guðlaugur efstur hjá Skýrslu- vélum 69 menn af 84 tóku þátt í skoðanakönnun uin forsetaval hjá Skýrsluvélum rikisins og Reykjavíkurborgar. Atkvæði féllu þannig um þá, sem þegar hafa tilkynnt framboð: Albert 11, 16%, Guðlaugur 36, 52.2%; Pétur 3, 4.3%; Rögnvaldur O; Vigdís 18, 26.1%; einn skilaði auðu. Starfsmenn eru alls 84. Þátl- taka var82%, sem fyrr segir. -BS. Vigdís marði það íFisk- vinnslu- skólanum Kosningabærir nemendur i Fiskvinnsluskólanum höfðu skoðanakönnun um fylgi forseta- frambjóðenda. Atkvæði féllu þ^nnig: Albert 6, Guðlaugur 4, Pétur 1, RögnvaldurO, Vigdís 7. -BS. Háskólabolir — ný sending, stœrðir 14 og 16 Sœngurgjafir í miklu úrvali. Verzlunin Opiðá laugardögum kl 9-12 Glœsibœ, Álfheimum 74. Sími 33830. BMW 320 árg. 1979 BMW 316 árg. 1978 BMW 2800 árg. 1969 BMW 528 árg. 1976 BMW 525 Autom. árg. 1977 BMW 520 árg. 1978 Renault 20 TL árg. 1978 Renault 16 TL árg. 1975 Renault 16 TL árg. 1973 Renault VAN árg. 1975 Renault 14 TL árg.1978 Renault 12 TL árg. 1978 Renault 12 TL árg. 1977 Renault 12 L árg. 1976 Renault 12 station árg. 1975 Renault 12 station árg. 1971 Renault12TL árg. 1971 Renault 6 TL árg. 1972 Renault 5 GTL árg. 1978 Renault 4 VAN F6 árg. 1980 Renault 4 VAN F6 árg.1979 Renault 4 VAN F6 árg. 1978 Renault 4 VAN F4 árg. 1979 KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 86633 Aðalfundur Verzlunarmannafélags Reykjavfkur verður haldinn að Hótel Sögu, Súlnasal, fimmtu- daginn 27. marz 1980 kl. 20.30. Dagskrá samkvæmt félagslögum. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur FX-502- Prógrameruð vasatö/va með 256 skrefum og 22 minnum. STÁLTÆKISF BANKASTRÆT/ 5 - S/M/27510

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.