Dagblaðið - 08.04.1980, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 08.04.1980, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 8. APRÍL 1980. 5 Fær annar Eskf irðingur viðumefnið „ríki” Salta beinlaus þorskflök og se//a grímmt tf/ Ítalíu —Allt verður að gulli í hðndum þriggja Eskfirðinga sem byrjað hafa nýja verkunaraðferð ,,Það er ekki mest um vert að afla sem allra mest, heldur hitt að nýta þann afla sem úr sjó er dreginn á sem allra beztan hátt,” sagði Ingvar Þ. Gunnarsson útgerðarmaður og fisk- verkandi á Eskifirði, sem í fyrra hóf að verka saltfisk á nýjan og áður óþekktan máta og selur á mjög góðu verði til ítaliu og víðar. Ingvar Þ. Gunnarsson rekur nú út- gerðar- og verkunarstöðina Þór sf. með þeim Þóri Björnssyni skipstjóra, miklum aflamanni, og Eiríki Þorkels- syni, fósturbróður Ingvars, sem er al- vanur netamaður og vanur öllum við- gerðum sem i útgerð og verkun eru nauðsynlegar. Þeir félagar hafa byggt 400 fer- metra fiskverkunarhús við Eski- fjarðarhöfn og þykir húsið hið myndarlegasta og mikið i það borið. M.a. eru á útiveggjum skrautmyndir er minna á sjósókn og er slikt sjald- séð. Hefur allt gengið að óskum hjá þeim þremenningum, enda þeir sam- hentir mjög. Allt er nýtt í húsi þeirra og í fyrra hófu þeir brautryðjenda- starf með nýrri verkunaraðferð á saltfiski, sem náð hefur miklum vin- sældum. Nýja verkunaraðferðin er i þvi fólgin að fiskurinn er flakaður og öll sen fréttaritari DB á Eskifirði. ,,Þar var Ingvar Þ. Gunnarsson, knálegur maður og fram úr hófi ósérhlífinn.” Eftir vinnu við sildina keypti Ingvar sér 6 tonna bát og var í veri í Borgarfirði eystra yfir sumartímann og saltaði afla sinn sjálfur. Fyrir nokkrum árum jók hann við sig og Jékk Þóri Björnsson og Eirik fósturoróður sinn Þorkelsson til sam- starfs. Þeir keyptu Vött, 100 tonna bát og er Þórir skipstjóri. Síðan kom unaraðferð á þorski þá sem koma skal. Flökin fara til Hamborgar með skipi en þaðan með lest til ttaliu og eru mjög eftirsótt. Þorskhausana og dálkana kaupa Italir einnig, svo og lifrina og söltuðu hrognin. DB-myndir Emil Thorarensen. Tngvar lagar sjálfur kafnð fyrtr fólkið. Hann lætur slfkt ekki á sig fá, þó hann hafi á árinu 1979 greitt um 70 milljónir króna f vinnulaun. t kaffistofu verkunarhússins eru riamottur á gólfi og þar fer enginn inn á slorugum skón- um. Fiskverkunarhúsið nýja á Eskifirði með fallegum skreytingum. bein tekin úr honum. Söltuðu flökin eru að lokum sett í 25 kg öskjur og seld til Ítaliu og víðar fyrir mjög gott verð. Einnig herða þeir félagar allá þorskhausa og dálka og senda á Ítalíumarkað og fá 5 — 600 kr. fyrir kilóið. í húsinu er og öll lifur er að berst nýtt og hrognin söltuð. Allt fer á ítaliumarkað. ingvar Þ. Gunnarsson kom til Eskifjarðar 1%2 til búsetu. Þá var síldin í algleymingi og fólkið frjáls- legt og fram úr hófi duglegt. Börnin voru vel klædd og vel upp alin. ,,Ungum manni tók ég sérstaklega eftir i kaffiferð minni á eitt síldar- plananna,” sagði Regína Thoraren- fiskverkunarhúsið glæsilega og allt virðist verða að gulli i höndum þeirra. Ekki kæmi á óvart þótt lngvar færi að hafa fleiri járn í eldinum sem óskyld væru útgerð. Vera má að hans bíði viðurnefnið Ingvar ríki á Eski- firði áður en langt um liður. - A.St. /Regína, Eskifiröi. Unnið að pökkun. Flökin eru sett I 25 kg öskjur. „Þessar umbúðir eru mjög til góðs,” sagði Ingvar. „Loksins fá menn það á tilfinninguna að þeir séu með mat- væli i höndunum er þeir handleika saltfisk.” N Felixstowe alla mánudaga Weston Point annan hvern mióvikudag m Odýrustu hljómtækjasettin á markaðnum Utvarp með 4 bylgjum — plötuspilari kassettusegulband og 2 hátalarar SJONVARPSBUÐIN HUÓMTÆKI Gerð 3050 Magnari 50 vött 299.500, k

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.